Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2001, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2001, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 2001 I>V Fréttir Ótti við að kjarasamningar bresti: Setti verðbólguna á skrið - að mati forystumanna ASÍ og Samtaka atvinnulífsins Greinilegur ótti er viö aö aukin verðbólga leiði til uppsagna launa- liða kjarasamninga í febrúar. Gildir það bæði hjá samtökum launþega og atvinnurekenda. Grétar Þorsteinsson, forseti Al- þýðusambands íslands, segir þá þró- un sem Þjóhagsstofnun lýsir mikið áhyggjuefni. Hann segir þó full- snemmt að vera með einhverjar vangaveltur um ástandið sem verður. „Auðvitað er þetta slæmt en að vísu áttum við kannski ekki von á að þessi spá yrði alveg svona dökk.“ - Hver eru þolmörk kjarasamn- inga? „Mörkin eru auðvitað miðuð við það ástand sem var við samninga- gerðina fyrir rösku ári. Auðvitað vonar maður að atburðarásin verði þannig fram undan að ekki komi til þess að það reyni á uppsagnar- ákvæði samninganna sem flestir Grétar Þorsteinsson. gilda til 2003 og 2004. Það myndi jafnvel þýða að hér yrði meiri verðbólga en þarna er verið að spá. Auk þess færi verðlag allt úr skorðum. Það alvarlegasta er að slíkt ástand bitn- ar langverst á því fólki sem síst skyldi, því sem hefur lökust kjörin. Ég held að það sé ástand sem allir hljóti að reyna aö koma í veg fyrir.“ Grétar sagðist ekki vilja úttala sig um með hvaða hætti staðan yrði met- in þegar þar að kemur. „Menn verða bara að bíða, sjá og vona að þeir sem geta haft áhrif á framvindu mála geri það. Það er mjög mikið í húfi og ákaf- lega mikilvægt fyrir okkar fólk að það takist að ná þessari verðbólgu niður,“ sagði hann. Þróunin lík- lega hraðari en spáö er Hannes G. Sig- Hannes G. urðsson, aðstoðar- Sigurösson. framkvæmda- stjóri Samtaka at- vinnulífsins, tekur í svipaðan streng og Grétar um áhrif uppsagna á launa- lið kjarasamninga. „Það er heimild til uppsagna í febr- úar á hverju ári samningstímans. Það myndi ekki draga úr verðbólgunni ef kaupið færi að elta hana. Við höfum þó verið að gera því skóna að sú nauð- synlega aðlögun sem þarf að eiga sér stað í þjóðarútgjöldunum geti orðið hraðari en spáð er. Okkur fmnst lík- legra en ekki að þetta gerist í ljósi mikilla gengislækkana, fallandi eigna- verðs, hlutabréfaverðs og væntanlega fallandi fasteignaverðs sem fram und- an er. Viðskiptahallinn er orsök van- trúar á gengi krónunnar. Ef hann minnkar mun það aftur slá á verð- bólguna." - Hvernig er staða atvinnuveganna i kjölfar fallandi gengis krónunnar? „Fyrirtæki hafa í miklum mæli ver- ið að færa skuldir af innlendum kjör- um í gengisbundin lán á undanfórn- um árum. Það þýðir að fjármagns- kostnaður fyrirtækja hefur aukist gif- urlega við þetta gengisfall krónunnar. Það hlýtur að leiða til þess að þau haldi að sér höndum vegna þrengri fjárhags," segir Hannes. Hann segir þó enn engar fregnir um að fyrirtæki séu að komast í þrot af þessum ástæð- um. -HKr. DV-MYND JULIA IMSLAND Strax til starfa Strax að lokinni undirskrift verksamnings og áður en blekið var þornað, ef svo má segja, voru Geir Þorsteinsson, byggingameistari og verktaki (annar til vinstri), og smiðir hans teknir til starfa við byggingu Nýheima Bygging Nýheima hefst í Hornafirði: Stærsta og dýrasta byggingin DV, HORNAFIRÐI:______________________ Mánudaginn 4. júni var undirritað- ur verksamningur um byggingu Ný- heima á Höfn milli Sveitarfélagsins Hornafjarðar og byggingaverktakans G. Þorsteinssonar ehf. Nýheimabygg- ingin er um 2.400 fermetrar að stærð og kostnaður samkvæmt tilboði verk- taka rúmar 300 miljónir króna. Bygg- ingartíminn er um 15 mánuðir og á að skila verkinu 15. ágúst 2002. Hér er um að ræða eina stærstu og fjárfrekustu byggingu sem sveitarfé- lagið hefur ráðist i. Nýheimar eiga að hýsa Framhaldsskólann í Austur- Skaftafellssýslu, bókasafn og tengda upplýsingastarfsemi, Austurlandsset- ur Háskóla íslands, rannsóknarstofn- anir og nýherjabúðir sem er aðsetur fyrir nýsköpunar- og sprotafyrirtæki. . Með byggingu Nýheima er ráðist í framkvæmd sem mikils er vænst af. Innan veggja þessarar byggingar er stefnt að fjölþættri starfsemi sem von- ast er til að verði lyftistöng í mennta- og atvinnulifi á Hornafirði. -JI Vefur Kvennaathvarfs opnaður: Upplýsingaveita um heimilisofbeldi Sólveig Pétursdóttir dómsmála- ráðherra opnaði í gær vefinn www.kvennaathvarf.is Vefurinn var opnaður við hátíð- lega athöfn í húsakynnum Sam- taka um kvennaathvarf á kvenna- daginn 19. júní. Vefurinn mun þjóna sem upplýs- ingaveita um heimilisofbeldi. Með- al efnis eru upplýsingar um starf- semi Kvennaathvarfsins, spurn- ingalistar til að meta ofbeldi, greinar um ofbeldi gegn konum og niðurstöður rannsókna. Á vefnum gefst kostur á að senda inn fyrir- spumir. -HKr. S'itn-iu lVlur\ilf.iijr. ‘1‘nlir vvfsiAú SumiaM Ný upplýsingaveita um heimilisofbeldi Sólveig Pétursdóttir opnaði vefinn www.kvennaathvarf.is við hátíðlega athöfn ígær. Noröurvíkingur Þungvopnaðir hermenn eru áberandi í blómabænum Hveragerði. Ástand í Hveragerði: Amerískt tyggjó og dollarar fyrir tíkalla DV, HVERAGERÐI:__________________ Norðurvikingsæfingin stendur nú sem hæst í Hveragerði og eru hátt á þriðja tug herbíla á staðnum þegar best lætur. Þessir hermenn, sem eru flestir frá ýmsum fjarlæg- um stöðum í Bandaríkjunum, ferð- ast hér um landið og æfa sig í land- vörnum. Aðalbækistöðvarnar eru í Grunnskóla Hveragerðis og þar rík- ir mikill leyndardómur yfir skipu- lagningu dagsins. Hermennirnir sofa á gólfum skólans og það vottaði fyrir brosi hjá einum þeirra þegar hann var spurður um þægindin, annað vildi hann lítið segja. Unga kynslóðin i Hveragerði hef- ur mikinn áhuga á hermönnunum, jafnt og herbílunum. Krakkarnir fá að skoða bílana og hermannabún- ingana og eru yfir sig hrifnir. Ekki kemur að sök að þeim er boðið am- erískt tyggjó og dollarar fyrir tí- kalla, eins og í gamla daga á ástandsárunum. Þeir hermenn, sem fréttaritari hitti, voru afar fámálir og vildu sem minnst segja við frétta- ritara, en öðru máli gegndi þegar yngri kynslóðin var að forvitnast. Reyndi þar mjög á enskukunnáttu krakkanna og höfðu báðir aðilar gaman af. -eh * Reykjavík: Arekstur jeppa og vörubíls Harður árekstur jeppa og vörubíls varð á mótum Kringlumýrarbrautar og Borgartúns á sjötta tímanum í gær. Flytja þurfti ökumann jeppans á slysadeild. Báðir bílarnir eru mikið skemmdir eftir áreksturinn. Alls urðu átta umferðaróhöpp í höf- uðborginni í gærkvöld og nótt. Þar af varð eignatjón í sjö en slys á fólki reyndust í öllum tilfellum minni hátt- ar. Þá var ökumaður stöðvaður eftir að hafa í tvígang ekið gegn rauðu ljósi í gærkvöld. Hann er grunaður um ölvun við akstur. -aþ Veðriö í kvöld ;8* íiil 8, 13 # * Sólarlag í kvöld 24.04 Sólarupprás á morgun 02.54 Síðdegisflóð 17.43 Árdegisflóð á morgun 06.03 Skýitmgar á KviNDÁTT 10V-HIT. -10“ nfrost AKUREYRI 24.06 02.52 22.16 10.36 u VINDSTYRKUR i metriim á saktiwiu Hlýjast á Suðurlandi Norðan- og norðvestanátt, víða 10-15 m/s en minnkandi vestan til þegar kemur fram á daginn. Skúrir á Norðurlandi en víða léttskýjaö sunnan og vestan til. Hiti 5 til 15 stig, hlýjast á Suðurlandi. O IÉTTSKÝJAÐ HÁLF- SKÝJAÐ SKÝJAÐ ALSKÝJAÐ . V : 1 ■ RIGNING SKÚRIR SLYDDA SNJÓKOMA 0?t/v. 0 0o0°c0 ÉUAGANGUR ÞRUMU- VEDUR SKAF- RENNINGUR RÖKA Víða unnið að vegagerð Þjóðvegir landsins eru greiðfærir en víða er unnið að vegagerö og því þurfa vegfarendur sums staðar að grípa til þolinmæöinnar. Búiö er að opna Kambanesskriöur tyrir umferð eftir viðamiklar lagfæringar á veginum þar. Vegir á skyggðum svæöum •ru lokaöir þar Ul annað Hlýtt fyrir norðan og austan Hæg suðlæg átt og skýjaö að mestu allra vestast en annars hæg breytileg átt og víða léttskýjað. Hiti 9 til 17 stig, hlýjast á Norður- og Austurlandi. Hiti 9° tii 18 Hæg S- og SV-átt og skýjaó meö köflum sunnan og vestan tll en léttskýjaö á Noröurlandl. Hltl 9 tll 18 stlg, hlýjast noröaustan tll. ssswu' Vindun vÁ—\ Hiti 10° til 18” ' Víndur: O O 4-7*/,- > r ? Hiti 9” til 18” W Hæg suöaustlæg átt og Hæg SA-átt og dálítll léttskýjaö á Noröurlandl en rignlng víöa sunnan og annars skýjaö með kóflum vestan tll en skýjaö meö og stöku skúrlr. Hltl 10 tll köflum á Noröurlandi. Hiti 18 stig, hlýjast 9 til 18 stlg, hlýjast noröaustanlands. norðanlands. AKUREYRI BERGSSTAÐIR BOLUNGARVÍK EGILSSTAÐIR KIRKJUBÆJARKL. KEFLAVÍK RAUFARHÓFN REYKJAVÍK STÓRHÖFÐI BERGEN HELSINKI KAUPMANNAHÖFN ÓSLÓ STOKKHÓLMUR ÞÓRSHÖFN ÞRÁNDHEIMUR ALGARVE AMSTERDAM BARCELONA BERLÍN CHICAGO DUBLIN HALIFAX FRANKFURT HAMBORG JAN MAYEN LONDON LÚXEMBORG MALLORCA MONTREAL NARSSARSSUAQ NEW YORK ORLANDO PARÍS VÍN WASHINGTON WINNIPEG alskýjaö súld rigning léttskýjaö skýjaö súld skýjað skýjað rigning rigning léttskýjaö skýjað slydda á síö. súld skýjaö heiðskírt nnistur heiösklrt skýjaö alskýjaö rigning heiöskírt skýjaö skýjaö þokumóöa léttskýjaö léttskýjaö léttskýjaö léttskýjaö rigning heiöskírt þokumóöa hálfskýjaö rigning heiöskírt heiöskírt 9 6 4 8 12 7 5 6 6 11 15 14 14 kl. 13 10 19 21 15 17 11 19 13 13 10 12 4 14 11 17 24 6 24 25 15 14 21 7 gm4»:iiiJAPnaffTirriTOnmr.MHrmigi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.