Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2001, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2001, Blaðsíða 10
10 Útlönd MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 2001 I>V Donald Rumsfeld Varnarmálaráöherrann ætlar aö um- bylta stefnu Bandaríkjahers. Áherslubreyting í hermálum BNA Varnarmálaráðuneyti Bandaríkj- anna vinnur að meiri háttar breyt- ingum á skipulagi hersins. Ákveðið hefur verið að hverfa frá þeirri stefnu að Bandaríkjaher sé fær um að heyja tvær stórstyijaldir í einu, og vinna þær. Þetta hefur verið kjarninn í hermálastefnu Banda- ríkjanna síðasta áratuginn. Hermálasérfræðingar velta því fyrir sér hver stefnan verði þegar tveggjastríðastefnan veröur fyrir bí. Helsta spurningin nú er hversu mikið fram yfir eitt stríð i einu mun Bandaríkjaher stefna á að geta stað- ist. Dagblaðið Washington Times hefur eftir starfsmanni Pentagons að herinn muni stefna að því að geta unnið eitt stríð og haldið öðr- um óvini í skefjum bæði í einu. Þrælar nasista fá borgað úr sjóði Þúsundir eftirlifenda helfararinn- ar sem hnepptir voru í þrældóm af nasistum hafa nú fengið fyrstu greiðslur úr sjóði til handa þeim. Sjóðurinn var settur saman af þýska rikinu og fyrirtækjum sem högnuðust á vinnuafli þrælanna. Fyrsta greiðslan hljóðaði upp á um 450 þúsund íslenskra króna og fengu um 10 þúsund gyðinga í 25 löndum borgunina. Á sama tíma fékk tugur þúsunda tékkneskra fyrrvendi þræla nasista borgað úr sjóðnum. Állt að 1,5 milljónir eftir- lifenda þrældómsins eru taldar eiga rétt á bótum úr sjóðnum, þar af 160 þúsund gyðingar. Útborganir hafa tafist um tvö ár vegna lagaflækja. Kofi Annan Segir útlendingahræöslu ESB vera ógnun viö lýöræöiö. Annan gagnrýnir innflytjendafóbíu Kofi Annan, aðalritari Samein- uðu þjóðanna, sakaði Evrópusam- bandið um útlendingahræðslu í ræðu í Oxford-háskóla í gær. Hann sagði Evrópusambandsrikin líta á innflytjendur sem ógnun fyrir sam- félagið. Eitt helsta baráttumál breska íhaldsflokksins fyrir kosn- ingarnar fyrr í mánuðinum var tak- mörkun innflytjenda. í kjölfarið urðu kynþáttaóeirðir í landinu. Annan segir innflytjendafóbíu ESB vera helstu ógnunina gegn lýðræði í sambandinu. Rannsókn á dauðsföll- um 466 sjúklinga hafin Opinber rannsókn á störfum breska fjöldamorðingjans og læknisins Harold Shipman hefst í dag. I rannsókninni, sem stjórnaö er af Dame Janet Smith hæstaréttardómara, verður farið ofan í kjölinn á dauðsfóllum 466 sjúklinga sem Shipaman hafði í umsjá sinni. Shipman segist ekki ætla að hjálpa til við rann- sóknina. Þetta er fyrsta skipti sem rannsókn af þessu tagi er í Bret- landi. Til að byrja með mun rannsóknin snúast um að skera úr um hvort og þá hvernig sjúk- lingarnir 466 hafi verið myrtir, auk þess á hvaða tímabili morð- in áttu sér stað. Þegar því hefur verið lokið mun Dame Janet Smith yfir- heyra einstaklinga og fulltrúa stofnanna sem koma að eftirmál- um eftir andlát fólks. Þar mun hún m.a. ræða við samstarfs- menn Shipman, krufningalækna og lögreglumenn. Allt fólk sem kom að því að aðstoða við úr- Harold Shipman Fékk fímmtán lífstíöardóma fyrir 15 upplýst morö. skurðun á andláti og orsökum þess. Að rannsókn og yfirheyrslum loknum er ætlunin að hægt verði að koma upp eftirlitskerfi eða jafnvel lögum sem koma í veg fyrir að annar Harold Shipman geti starfað innan breska heilbrigðisgeirans. Á meðal þeirra sem gætu ver- ið kallaðir til yfirheyrslu er kona Shipman, Primrose. Hún hefur hingað til aldrei rætt um gjörðir eiginmanns síns, hvorki við fjölmiðla né lögreglu. Talið er að fjöldi fómarlamba gæti hækkað þar sem 152 sjúk- lingar til viðbótar létust i umsjá Shipman. Við fyrstu rannsókn á þeim dauðsfóllum kom hins veg- ar ekkert óvenjulegt fram. Shipman situr nú inni með 15 lífstíðardóma á bakinu fyrir að myrða 15 manns með banvæn- um skammti af heróíni. Hægt er að fylgjast með rann- sókninni á www.the-shipman- inquiry.org.uk. Handvirk brjóstastækkun Hin 34 ára Khemmika na Songkhla notar ekki pillur eöa sílíkon heldur nudd til aö bæta skálum viö barm viöskiptavina sinna. List þessa læröi hún af ömmu sinni og hefur stundaö seinustu 14 árin. Hún segir sex daga meöferö bæta um 2,5 til 10 sentímetrum viö náttúrlegt ummál brjóstkassa þeirra er til hennar leita. Hungursneyð yfir- vofandi í Angóla Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur varað við því að neyðaraðstoð við íbúa Angóla sé í hættu. Þessi yfirlýsing kemur í kjölfar þess að öðru sinni var skotið að ílugvél frá stofnuninni sem var að flytja mat til bágstaddra íbúa. Stofnunin hefur nú frestað öllu hjálparflugi þar til tekist hefur að tryggja öryggi flugvéla hennar. Einnig hefur stofnunin varað við því að ef ekki komist á flug aftur innan einnar til tveggja vikna þá geti skapast neyðarástand hjá mörgum íbúum landsins. Skæruliðasamtökin UNITA lýstu ábyrgð á fyrri skottilrauninni en enginn hefur lýst yfir ábyrgð á þeirri seinni. Fulltrúar á vegum Sameinuðu þjóöanna hafa farið fram á það við stjómvöld í Angóla að þau tryggi Fórnarlömb borgarastyrjaldar 25 ára borgarastríö er einn helsti orsakavaidur neyöar Angólabúa. örugga flugleið fyrir hjálparflugiö. Ekkert hefur gengið í þeim málum enn sem komið er. íbúar Angóla hafa þurft að búa við borgarastyrjöld sem staðið hefur seinustu 25 árin. Þetta hefur leitt til þess að rúmlega milljón íbúar landsins reiða sig nú á neyðaraðstoð vegna þessa að þeir hafa þurft aö flýja heimili sín vegna bardaga. Eina leiðin til að koma aöstoðinni til þeirra er með flugvélum þar sem bardagar og jarðsprengjusvæði hindra flutninga á landi. Samkvæmt fréttamanni BBC eru mörg svæði ágætlega sett með birgðir. Á meðan eru önnur svæði eins og borgin Kuito, hverjir 200.000 íbúar þurfa á aðstoð að halda, aðeins með matvælabirgðir sem munu endast út þessa viku. Solzhenítsyn gefur út bók Rússneska nóbels- verðlaunaskáldið Al- exander Solzhenítsyn hefur gefið út nýja bók um samskipti Rússa og gyðinga. Við það tækifæri neitar hann að vera andgyðinglegur í skoðunum. Vijja lífláta sprengjumann Ákærendur í máli bandaríska al- ríkisins gegn Tansana, sem sakaður er um að hafa staðið að sprengju- árás gegn sendiráði Bandaríkjanna í Tansaníu, krefjast dauðadóms yfir honum. Bush fer til Kosovo George W. Bush ætlar til Kosovo í júlí. Honum er umhugaö um að halda í friðinn á Balkanskaga en vill þó fækka bandarískum her- mönnum þar. Verri en Firestone Rannsakendur bandaríska þings- ins segja margar dekkjategundir sem Ford-fyrirtækið notar nú vera verri en Firestone-dekkin. Ford varð að láta innkalla Firestone- dekkin þar sem í þeim leyndist ban- vænn galli. Auka á meirihlutann Repúblikanar í fulltrúadeild bandaríska þingsins juku á meiri- hluta sinn þegar frambjóðandi þeirra var kosinn í Virginíu. Þing- maður ríkisins lést fyrir skemmstu og var þá efnt til nýrra kosninga. frá Kína Fidel Kastró, leið- togi kommúnista- ríkisins Kúbu, neit- ar ásökunum um að Kúbverjar fái send vopn frá Kína. Hann segir sending- arnar vera algjör- lega saklausar, allt frá tölum til bauna. Hann segir 30 ár vera síðan vopn voru flutt frá Kína til Kúbu. Miðjarðarhafsríki versli Chris Patten, framkvæmdastjóri utanríkismála hjá ESB, segir Mið- jarðarhafsríki utan sambandsins veröa að auka viöskipti á milli sín til að njóta sem best aðgangsins að frjálsum mörkuðum ESB. Eldflaugavarnir kljúfi ekki Áætlanir Banda- rikjamanna um eld- flaugavarnakerfi valda ekki klofn- ingi innan Nató. Þetta segir George Robertson lávarður, framkvæmdarstjóri Nató, en hugmynd- ir Bandaríkjamanna hafa vakið áhyggjur víða um heim. Elgur skotinn í stofunni Óður elgur óð inn á heimili finnskra eldri borgara í gær. Hann fór í gegnum eldhúsgluggann og var síðar skotinn til dauða í stofunni, sem var eins og blóðvöllur á eftir. 11 féllu í Alsír Mótmæli gegn stjórnvöldum í AI- sír héldu áfram af fullum krafti í gær. Óeirðir gærdagsins skildu 11 manns eftir í valnum. Þær dreifast nú út um landið. Engin vopn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.