Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2001, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2001, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 2001 Jello Biafra / kvöld býöur Jello upp á þaö sem hann nefnir „spokenword“ sem er eins konar sambland af fyrirlestri, Ijóöum, predikun, leiklist, bröndurum, görningi o.fl. Uppákoma Jello Biafra á Gauki á Stöng: Baráttan gegn auðvaldinu í tilefni af upprisuhátíð verslun- arinnar Hljómalindar hefur; Kiddi kanína tónlistarfrömuður; fengið listamanninn Jello Biafra hirigað til lands og verður hann með uppá- komu á Gauki á Stöng klukkan níu i kvöld. Biafra er þekktastur sem helsti laga- og textahöfundur pönk- sveitarinnar Dead Kennedys sem starfaði á árunum 1978-1987 og nýt- ur mikila vinsælda enn í dag. Hljómsveitin varð þekkt fyrir hrátt pönk og beitta ádeilutexta sem ílest- ir voru samdir af Biafra. Ferill hljómsveitarinnar endaði vegna deilna meðlima hennar um listræn- an metnað og standa þær deilur enn í dómsölum vestur í Bandarikjun- um. Biafra hefur alltaf haft mörg járn í eldinum, hann hefur meðal annars farið i framboð til borgarstjóra í San Francisco og til forseta Banda- ríkjanna árið 2000. Hann stofnaði á sínum tíma útgáfufyrirtækið Al- temative Tentacles til þess að geta gefi út óritskoðaða tónlist. Hafa komið út um það bil 250 titlar á veg- um fyrirtækisins, m.a. Dead Kenn- edys, Jello Biafra, Butthole Surfers og Lard. Heimskuáróður Undanfarin ár hefur Biafra verið óþreytandi á ferðalögum. Á við- Dead Kennedys Hljómsveitin varö þekkt fyrir hrátt pönk og beitta ádeilutexta sem flestir voru samdir af Biafra. Ferill hljómsveitarinnar endaöi vegna deilna meölima um listrænan metnaö og standa þær deilur enn. komustöðum sínum heldur hann uppákomur og fræðir áheyrendur um hætturnar sem felast í tak- markalausu valdi stórfyrirtækja og þeirri stefnu fjölmiðla að segja fólki aldrei frá því sem máli skiptir eins og hann orðar það. Biafra var greinilega þreyttur á stuttum blaðamannafundi sem hann hélt í gær enda nýkominn til landsins. Hann taldi til dæmis óþarft að svara fyrstu spurningunni á fundinum sem fólst i því að afla grunnupplýsinga um hann. Biafra taldi að menn hefðu annaðhvort átt að leita sér upplýsinga áður en þeir mættu fundinn eða að svarið flokk- aðist undir almenna vitneskju. Gagn og gaman í kvöld mun Jello bjóða upp á það sem hann nefnir „spokenword" sem er eins konar sambland af fyrir- lestri, ljóðum, predikun, leiklist, bröndurum, gjörningi o.fl. „Ég reyni að blanda þessu öllu saman og gera efnið áhugavert með mismunandi tjáningu, þetta er blanda af skemmtun og upplýsing- um eða það sem kallað er „infotain- ment“ á ensku.“ Biafra segist vaða úr einu í annað en meginþema hans sé að tengja saman mismunandi hugmyndafræði þeirra sem berjast gegn því ofurvaldi sem stórfyrir- tæki hafa á lífi fólks og þeirri stefnu stjórnvalda og fjölmiðla að leyna mikilvægum upplýsingum fyrir al- menningi. Fólki er talin trú um að úrslit íþróttaleikja, slúður um frægt fólk eða þá hver sigrar í Survivor- þáttunum skipti einhverju máli í lífi þess á meðan risafyrirtæki fá frið til að arðræna fátækustu þjóðir heims og menga umhverfið óáreitt. Ef almenningur leyfir sér að mót- mæla stefnu fyrirtækjanna taka fjöl- miðlar upp hanskann fyrir þau og líkja mótmælunum við óeirðir og borgurunum við hryðjuverka- menn.“ -Kip Kvennahlaup í blíðskapar- veðri Sprækar konur á öllum aldri skelltu sér í skokkskóna á laugar- daginn og þustu þúsundum saman í hið árlega kvennahlaup ÍSÍ. Hægt var að velja um fjórar vegalengdir og því hægt að haga hlaupinu eftir getu hvers og eins. Þá mættu marg- ar á línuskautum í hlaupið en einnig mátti sjá barnakerrur, hjóla- stóla, reiðhjól og hlaupahjól í kvennaskaranum. Hlaupið var um land allt og einnig á erlendri grundu. Eins og venjulega voru flestir þátttakendur i Garðabæ en hann má með sanni kallast vagga Kvennahlaupsins. Bærlnn málaöur rauöur Kvennahlaupsbolurinn skiptir um lit á ári hverju og setur óneitanlega sterkan svip á hlaupiö. í ár var boiurinn fagurrauöur á lit. Upphitun Áöur en lagt var í hann geröu stúlkurnar nokkrar upphitunaræfingar eins og vera ber. Sprett úr spori Kvennahlaupið 2001 ræst. Nú er eins gott aö vera ekki fyrir. Stúlkur hefja sig til himins Stúlkur úr fimleikadeild Stjörnunnar sýndu æfingar á dýnu og uppskáru mikla aödáun viöstaddra. Notaðir bílar hjá Suzuki bíium hf. Suzuki Vitara JLX, 5d., ssk.Skr. 10/92, ek.135 YV-818 mynd á Neti Suzuki Wagon R+4WD Suzuki Baleno GL, 3 d., ssk.Skr. 3/89, ek. 53 þús. Verð kr. 750 þús. Baleno GLX, 4 d., ssk. Skr. 6/96, ek. 73 þús. Verð kr. 730 þús. Fiat Punto Sport, 3 d., bsk.Skr. 12/97, ek. 41 þús. Verð kr. 780 þús. Suzuki Ignis Ltd 4WD, bsk. Skr. 12/00, ek. 2 þús. Verð kr. 1410 þús. Suzuki Jimny JLX, 3 d., ssk. Skr. 7/99, ek. 20 þús. Verð kr. 1220 þús. Daihatsu Terios SX, bsk. Skr. 5/99, ek. 42 þús. Verð kr. 1090 þús. Mazda 323F, 5 d., ssk.Skr. 12/99, ek. 21 þús. Verð kr. 1370 þús. Nissan Almera SLX , 5 d., bsk.Skr. 11/96, ek. 77 þús. Verð kr. 710 þús. Sjáðu fleiri á suzukibilar.is $ SUZUKI SUZUKI BÍLAR HF. Skeifunni 17, sími 568-5100

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.