Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2001, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2001, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 20. JUNI 2001 Viðskipti______________________________________ Umsjón: ^^kiptablaðiö Arni Sigfússon ráðinn forstjóri Aco-Tæknivals - velta hins nýja fyrirtækis verður milli 6,5 og 7 milljarðar króna í gær var sam- þykkt á hluthafa- fundi Tæknivals að fyrirtækið myndi sameinast Aco hf. í nýju fyr- irtæki sem mun bera nafnið Aco- Tæknival og hefur Ámi Sigfússon verið ráðinn for- stjóri sameinaðs fyrirtækis og Magnús Norddahl, fyrrum framkvæmdastjóri hjá TechData í Noregi, verður hans staðgengill. Þar með verður til stærsta upplýsingafyrirtæki landsins sem hyggst auka veltu í 6,5-7 milljaröa króna á ári. Er styrkur sameinaðs fyrirtækis fólg- inn í öflugum sölu-, þjónustu- og dreifingarleiöum, bæði á heimilis- og fyrirtækjamarkaði. Aco-Tækni- val hefur umboð fyrir marga af þekktustu framleiðendum í upp- lýsingatækni í heiminum í dag. Má þar nefna fyrirtæki líkt og Sony, Cisco, Microsoft og Compaq. Þrír framkvæmdastjórar Nýráðinn forstjóri, Árni Sigfús- son, hefur gegnt starfi forstjóra Tæknivals og átti m.a. þátt í því að félagið skilaði bestu afkomu sinni frá upphafi á síðastliðnu ári. Samkvæmt nýju skipuriti eru þrír framkvæmdastjórar í fyrirtæk- inu: Bjarni Ákason, fyrrverandi framkvæmdastjóri Aco, verður yf- irmaður heimilis- og fagtækja- sviðs, Rúnar Sigurðsson, stofn- andi og fyrrum framkvæmdastjóri Tæknivals, verður yfir fyrirtækja- sviði og Magnús Norddahl verður yfirmaður rekstrarsviðs. Nýir stjórnarmenn Aco-Tæknivals voru kjörnir: Frosti Bergsson, sem líklegast verður stjórnarfor- maður, Andri Teitsson, Þorvarður Gunnarsson, Reynir Guðjónsson og Jón Adólf Guðjónsson. Fyrirhugað er að allur skrifstofu- rekstur, birgðahald og tækniþjón- usta Aco í Skaftahlíð verði flutt í Skeifuna 17, þar sem Tæknival hefur nýlega sameinað starfsemi sína. Þegar sameiningu lýkur að fullu er gert ráð fyrir um 200 manna starfsliði en starfsmenn beggja fyrirtækja voru 270 um síð- ustu áramót. Starfsmannabreyt- ingar eru hins vegar flestar um garð gengnar. Búnaðarbankinn hyggst selja Fóð- urblönduna fljót- lega aftur Búnaðarbankinn hyggst selja Fóðurblönduna fljótlega aftur en bankinn keypti fyrirtækið, sem er stærsti fóðurvöruframleiðandi landsins, síðastliöinn fimmtudag. Kaupverð var þá og er enn þá trúnaðarmál. Fram hefur komið frá Búnaðarbankanum að engar breytingar séu fyrirhugaðar á starfsemi Fóðurblöndunnar af hálfu Búnaðarbankans. 1 samtali við Guðmund Guð- mundsson, forstöðumann fyrir- tækjaráðgjafar Búnaðarbankans, kom fram að bankinn hugsaði kaupin í tvennu lagi. Annars veg- ar var Fóðurblandan keypt, sem Guðmundur sagði aö væri mjög gott og vel rekið fyrirtæki, og hins vegar væri einnig verið að kaupa Reykjagarð hf. sem Fóður- blandan hefði fest kaup á fyrr í vetur. Guðmundur sagði aö bank- inn væri mjög tengdur þeirri at- vinnugrein sem kjúklingaræktun er þar sem mörg kjúklingafyrir- tæki eru í viðskiptum viö bank- ann en Reykjagarður hf. rekur Holtakjúkling. „Við teljum okkar þekkja þenn- an markaö vel og sáum að tæki- færi voru til hagræðingar. Við höföum einnig fengið spurnir af því að ákveðnir aðilar hefðu áhuga á Fóðurblöndunni og höf- um núna verið í viðræðum við þá um hugsanleg kaup þeirra á henni,“ sagði Guðmundur. Hann sagðist ekki vilja gefa upp þá að- ila sem bankinn væri í viðræðum við um kaup á Fóðurblöndunni á þessu stigi málsins en ekki væri búið að ganga frá því enn þá. Það yrði þó gert á næstu dögum eða vikum og eins og staðan er í dag verða eigendur líklega tveir til þrír. Guðmundur vildi þó taka fram að Reykjagarður yrði ekki seldur samhliða Fóðurblöndunni. Guðmundur sagðist telja að bankinn myndi hagnast eitthvað á þessum kaupum en það heföi að sjálfsögðu verið markmiðið í upp- hafi. Búnaðarbankinn Ætlar aö selja Fóöurbtönduna fljót- lega aftur. íslandsmet Hver er svo galdurinn viö aö fá alla þessa frábæru listamenn til landsins? Rammstein setti íslandsmet - veltan í kringum 50 milljónir króna Tónleikar þýsku hljómsveitar- innar Rammstein sem haldnir voru um síðustu helgi voru ekki einung- is velheppnaðir tónlistarlega séð heldur þykir ljóst að hagnaður hcifi verið meiri en tónleikahaldarar hafa hingað til átt að venjast. Kári Sturluson hjá Hr. Örlygi ehf., ásamt Þorsteini Stephensen, er ábyrgur fyrir innflutningi á Ramm- stein og er mjög ánægður með nið- urstöðuna. „Það er ljóst að dæmið gekk upp en uppselt var á báða tón- leika hljómsveitarinnar i Höllinni sem er met,“ segir Kári. Fastlega má gera ráð fyrir að veltan af tón- leikunum liggi ekki undir 50 millj- ónum króna og fær hljómsveitin venjulega stærri hlut af kökunni en aðstandendur tónleikanna. Vel- gengni Hr. Örlygs ehf. í tónleika- haldi hefur verið mikil að undan- fomu og svo virðist sem ekkert lát verði þar á. „Við fluttum inn kúbversku hljómsveitina Buena Vista Social Club í lok apríl við miklar vinsældir, svo Rammstein núna og þann 22. ágúst næstkom- andi er væntanleg til landsins breska hljómsveitin Coldplay,“ seg- ir Kári. Hver er svo galdurinn við að fá alla þessa frábæru listamenn til landsins? „Við erum orðnir nokkuð sjóaðir í þessu og mikilvægt er að halda sig á jörðinni. Við höfum okkar hugmyndir um hvað virki vel í þessum efnum og reynum eft- ir fremsta megni að sannfæra hljómsveitirnar um ágæti landsins. í tilfelli Buena Vista höfðu margar hljómplötur með hljómsveitinni selst hér á landi miðað við höfða- tölu og hljómsveitin vildi endur- gjalda þennan áhuga með komu sinni. Það eru hins vegar ekki pen- ingamir sem skipta mestu máli um hvort þessar hljómsveitir ákveði að koma hingað eða ekki. Hljómsveit- imar eru líka áhugasamar um land og þjóð og hvaö varðar Rammstein vom meðlimir hennar í skýjunum eftir helgina. Söngvarinn og annar gítarleikarinn ákváðu meira að segja að vera hér lengur og sendu eftir konum sínum til Þýskalands," segir Kári Sturluson. Sjómannaverkfall skýrir aflasamdrátt Fiskaflinn í nýliðnum maímánuði var 51.062 tonn sem er mun minni afli en fyrir sama tímabil í fyrra en þá nam aflinn 117.290 tonnum. I tilkynn- ingu frá Hagstofunni kemur fram að samdrátturinn er því 66.228 tonn og skýrist hann af lítilli sjósókn vegna verkfalls sjómanna framan af mánuð- inum. Smábátar með aflamark juku afla sinn ef miðað er við maímánuð síðasta árs. Nú öfluðu þeir 3.274 tonn en 1.526 tonn í fyrra og er aflaaukning þeirra 1.748 tonn Botnfiskafli í mai nam 29.796 tonn- fdhfdh dfhghdf um, samanborið við 55.316 tonn í maí- mánuði í fyrra. Mestur samdráttur í afla einstakra tegunda er í afla út- hafskarfa. Af honum veiddust 17.564 tonn í fyrra en einungis 104 tonn í ár og þá skrapp kolmunnaafli saman um tæp 40 þúsund tonn, féll úr 55.288 tonn- um í 16.024 tonn. Steinbítsaflinn eykst hins vegar á milli ára, var 2.004 tonn í maí í fyrra en var 3.213 tonn í ár. Þar af veiddu krókabátar 2.390 tonn. Heildaraflinn það sem er af árinu nemur 996.748 tonnum sem er sam- dráttur upp á 119 þúsund tonn. Sam- drátturinn skýrist best af verkfalli sjó- manna og miklum samdrætti í afla á kolmunna og úthafskarfa. I>V HEILDARVIÐSKIPTI 2600 m.kr. - Hlutabréf 240 m.kr. - Spariskírteini 900 m.kr. MEST VIÐSKIPTI . i íslandsbanki 71 m.kr. . i Baugur 45 m.kr. ©Eimskip 34 m.kr. MESTA HÆKKUN ©Olíufélagiö 3,9 % ©íslandsbanki 0,5 % ©??? ??? % MESTA LÆKKUN ©Eimskip 5,5 % ©Pharmaco 5,1 % ©Húsasmiöjan 5,0% ÚRVALSVÍSITALAN 1065 stig - Breyting O 1,43% Gengi krónunnar náði hæsta loka- gildi sínu í gær Gengi krónunnar lækkaði um 0,4% í gær í um 4 milljarða viðskipt- um. Upphafsgildi vísitölunnar var 142,41 og lokagildi hennar 143,00, sem er hæsta lokagildi gengisvísi- tölunnar til þessa. Fram kemur í frétt íslandsbanka að athygli vekur að viðskipti skuli ekki hafa verið meiri þrátt fyrir endurskoðaða þjóðhagsspá Þjóð- hagsstofnunar sem birt var í gær. Krónan er áfram undir talsverðum þrýstingi og má búast við áfram- haldandi sveiflum. Mesta verðbólg- an á íslandi Samræmd vísitala neysluverðs í EES-ríkjum var 109,4 stig (1996=100) í maí sl. og hækkaði um 0,6% frá apríl. Á sama tíma hækkaði sam- ræmda vísitalan fyrir ísland um 1,6%. Frá maí 2000 til jafnlengdar árið 2001 var verðbólgan, mæld með samræmdri vísitölu neysluverðs, 3,1% að meðaltali i ríkjum EES, 3,4% í Evruríkjum og 5,6% á ís- landi. Mesta verðbólga á evrópska efna- hagssvæðinu á þessu tólf mánaða tímabili var á íslandi 5,6% og i Hollandi 5,4%. Verðbólgan var minnst, 1,7%, í Bretlandi og í Frakk- landi 2,5%. BjBHa 20.06.2001 U. 9.15 KAUP SALA Ste Dollar 105,850 106,390 OEPund 147,960 148,710 T*Jkan. dollar 68,830 69,260 BBIpönakkr. 12,1200 12,1870 — Norsk kr 11,5050 11,5690 | CSsænsk kr. 9,9250 9,9800 ; i tfHn. mark 15,1893 15,2805 tJÍFra. franki 13,7679 13,8506 | _ Belg. franki 2,2388 2,2522 Ej Sviss. franki 59,1900 59,5100 :£2hoII. gyllini 40,9815 41,2277 ; ™ Þýskt mark 46,1754 46,4529 I_|.it lira 0,04664 0,04692 | SpAust. sch. 6,5632 6,6026 1 . GPort. escudo 0,4505 0,4532 íSTspá. poseti 0,5428 0,5460 l_*JjaP-yen 0,86100 0,86610 | írsktpund 114,671 115,360 SDR 132,3200 133,1100 Eecu 90,3112 90,8539

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.