Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2001, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2001, Blaðsíða 11
11 MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 2001______________________________________________________________________________________________ I>V Útlönd Þurrkar í Kína Kínversk móöir liggur meö syni sínum undir brú í uppþornuöum árfarvegi í Yanan-héraði í Kína. Héraöiö, sem var miöstöö uppreisnar kommúnista í Kína, gengur nú í gegnum mestu þurrka í áratug, meö tilheyrandi uppskerubresti og hungri. Pervez Musharraf ■ Talið var víst aö hann yröi forseti en ekki fyrr en á næsta ári. Musharraf verður forseti Pervez Musharraf, leiðtogi hers- höfðingjastjórnarinnar í Paktistan, verður gerður að forseta landsins í dag. Hann tekur því stöðu hins valdalausa Rafiq Tarar sem forseti Pakistan. Það hefur lengi legið í loftinu að Musharraf yrði gerður aö forseta þegar hershöfðingjastjórnin léti af völdum á næsta ári og borgaraleg stjórn tæki við. Það kom hins vegar flestum á óvart að þetta gerðist svo snemma. Ástæða þessarar skyndilegu breytingar er talin vera til komin vegna fundar Musharraf við forsæt- isráðherra Indlands, Atal Bihari Vajpayee, um málefni Kasmírhér- aðsins seinna í sumar. Með því að tilnefna Musharraf forseta er talið að það muni gera hann trúverðugri í viðræðunum. Repúblikanar áforma sættir í tóbaksmáli Bush hittir Sharon en ekki Arafat John Ashcroft, dómsmálaráð- herra Bandaríkjanna, hyggst leita sátta í máli Bandaríska alríkisins gegn tóbaksfyrirtækjum. George W. Bush hefur lýst andstöðu sinni við málaferlin gegn tóbaksfyrirtækjun- um og margir þingmenn repúblik- ana hafa reynt að fá fjárframlög til málarekstursins stöðvuð. Stjórn Bills Clintons, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, studdi ákærur á hendur tóbaksfyrirtækjum árið 1999 sem miðuðu að því að endurheimta hluta af því fé sem veikindi af völd- um tóbaksneyslu kostaði alríkið á hverju ári, en það er metið á um tvö þúsund milljarða íslenskra króna. Ekki er víst að repúblikönum verði auðvelt að koma á sáttum í tó- baksmálinu, en að minnsta kosti eitt fyrirtækjanna þvertekur fyrir John Ashcroft Bandaríski dómsmálaráöherrann ætlar að ná sáttum í tóbaksmálinu. að borga nokkrar skaðabætur. Þau hafa mörg lýst yflr óréttmæti mála- rekstursins á hendur þeim. Kunn- ugir innan tóbaksgeirans segja fyr- irtækin munu hafa undirtökin í sáttagerðinni. Repúhlikanaflokkurinn er nú gagnrýndur fyrir að taka pólitíska ákvörðun í málinu en ekki lagalega. Hann er einnig sakaður um að vera hallur undir tóbaksfyrirtækin, sem greiddu andvirði hundruð milljóna króna í kosningasjóð flokksins fyrir forsetakosningarnar á síðasta ári. Talsmenn tóbaksfyrirtækjanna segja aftur á móti að tilraun dóms- málaráðuneytisins til að koma á sáttum i málinu sé viðurkenning á því hve veikt málið gegn fyrirtækj- unum sé. forsetaembættinu. Bush hefur á hinn bóginn enn ekki hitt Yasser Arafat, leiðtoga Palestínumanna. Arafat hefur aðeins átt stuttan fund með Colin Powell, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, auk George J. Tenet þegar vopnahléinu var komið á. Haft hefur verið eftir palestínskum embættismönnum að Arafat þyki þetta miður. Mahmoud Abbas, næstráðandi á eftir Arafat, sagði á fundi með Powell í seinasta mánuði að ríkistjórn Bush kæmi ekki fram af heilindum. Hann sagði það vera vonlaust að sætta tvær stríðandi fylkingar þegar aðeins væri rætt við leiðtoga annarrar. Samkvæmt yfirlýsingum frá Hvíta húsinu þá mun ekkert verða af fundi milli Bush og Arafats fyrr en sá síðarnefndi sýnir vilja til að koma á friði. Arafat þvertekur fyrir það að hann sýni ekki friðarvilja. Hann er nú staddur í Madríd og þar gaf hann út þá yfirlýsingu að þeir sem bæru ábyrgð á ofbeldinu væru ísraelskir landnemar en ekki Palestínumenn. Hann bætti við að landnemarnir væru studdir af vissum sveitum innan ísraelska hersins, ekki þó öllum. Landnemabyggðirnar eru brot á alþjóðasamningum sem segja til um að ein þjóð megi ekki nema land á herteknum svæðum án þess að um það hafi verið samið. Ariel Sharon, forsætisráðherra ísraels, mun hitta George W. Bush Bandaríkjaforseta í næstu viku. Á þeim fundi mun Bush reyna að sannfæra Sharon um að viðhalda vopnahléinu sem George J. Tenet, yfirmanni bandarísku leyni- þjónustunnar CIA, tókst að koma á. Sharon er nú undir mikilli pressu heima fyrir frá hægri armi ríkisstjórnar sinnar um að hefja stórsókn gegn Palestínumönnum. Raanan Gissin, talsmaður Sharons, sagði í yfírlýsingu að verið væri að endurskoða vopnahléið eftir að tveir ísraelskir landnemar voru skotnir til bana á mánudaginn. ísraelar saka Palestínumenn um aö hafa brotið vopnahléið ítrekað síðan það var sett á. Þetta er í annað skiptið sem Sharon og Bush hittast. í fyrra skiptið tók Sharon Bush í skoðunarferð um Vesturbakkann í þyrlu áður en Bush tók við Haföur út undan Aö sögn palestínskra embættismanna er Arafat miöur hress með þaö aö fá ekki fund með Bush á meöan Sharon er boöiö. Hér er hann meö Kofi Annan þegar þeir tveir hittust á laugardaginn síöastliöinn til aö ræöa ástandið fyrir botni Miöjaröarhafs. uiancu*Aafeþi/f*œtti Krabbameins- félagsins //U/fHffltt/* //'jttfti 200/ cf\'nninaai* Lexus IS200, kr. 2.900.000 71536 Bifreið eða greiðsla upp í íbúð kr. 1.000.000 95212 Úttekt hjá verslun eða ferðaskrifstofu kr. 100.000 375 17509 41365 67369 91714 112429 137454 159575 459 20339 42615 67522 93023 113683 137637 159658 1410 20452 43199 72219 93930 117613 138218 159716 2365 21835 43925 73600 95204 117943 139016 160344 5255 21985 47177 73642 95347 118373 140736 160447 5461 22332 48136 74621 95579 120645 141802 160680 6330 22626 49621 75678 96044 121467 141851 160694 7804 24425 51549 77917 97048 122698 144458 160799 8031 25678 51892 78390 97363 123430 146266 160855 9535 28073 52570 79876 97734 123915 147192 9762 28606 55519 79910 98395 125080 147283 10283 30106 56011 80232 100144 125290 147444 11187 30976 56841 81056 101017 127524 147851 12029 32388 59037 81577 101041 128223 149112 12784 33357 59238 86592 102447 128360 151030 13028 34718 64489 87667 104078 128553 152721 13279 35989 64921 87821 106330 130945 152773 13946 36558 64955 87934 108250 131311 152953 14256 37100 66146 89228 108448 133300 154440 15470 37661 66574 89458 111002 133549 155898 15811 38180 66678 90761 111115 134296 156583 17438 40674 66811 90799 111739 135340 158989 ,c/v'(t66a/?iei/is/é/qyiá/ja//(uí /a/u/smönnu/n ueitfan sti/á/ti/u/ Krabbameinsfélagið Handhafar vinningsmiöa framvísi þeim á skrifstofu Krabbameinsfélagsins að Skógarhlíð 8, sími 540 1900.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.