Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2001, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2001, Blaðsíða 24
44 ______________MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 2001 Tilvera dv lifið irkjan Tónleikaröðin Bláa kirkjan á Seyðisfirði fer nú af stað fjórða sumarið í röð. Fyrstu tónleik- arnir hefjast kl. 20.30 þar sem „heimamennirnir“ Einar Bragi Bragason á saxófón og flautu, Aðalheiður Borgþórsdóttir söng- kona, Ágúst Ármann Þorláks- son, á hljómborð og harmoníku, og Jón Hilmar Kárason á gítar, munu meðal annars leika ís- lenska djass- og popptónlist. Leikhús ■ SYNGJANDI I RIGNINGUNNI Leikritiö Syngjandi í rigningunni eftir Comden, Green, Brown og Fred verður sýnt á aukasýningu klukkan 20 í kvöld á Stóra sviöi Þjóðleik- hússins. Nokkur sæti laus. Sýningar I GALDRASYNING A HOLMAVIK Galdrasýningin á Ströndum er opin á Hólmavík alla daga vikunnar í sumar frá 10-18. Þar eru kynntir helstu þættir galdramála á Islandi, auk þess sem fjallaö er um þjóösögur tengdum tímabilinu á myndrænan og fróölegan hátt. Meöal annars er aö finna umfjöllun um fýrirbæri eins og uppvakninga, -''tilbera, flæöarmýs og nábrækur. Unnið er aö byggingu 17. aldar almúgahúss úrtorfi, grjóti og rekaviöi í Bjarnarfiröi á Ströndum. Það á aö hýsa annan hluta Galdrasafnsins. ■ VATNAJÖKULL OG FÓLKIÐ Jöklasýningin á Höfn í Hornafiröi er opin í allt sumar í Sindrabæ. Þar er fróöleikur og munir tengdir Vatnajökli ogferðum um hann, ásamtýmsu sem tengist lífi fólksins viö jökulræturnar. ■ FRÁ BÝLI TIL BORGAR í ARBÆJARSAFNI Arbæjarsafn er opiö þriöjudaga- föstudaga frá 9-17 í sumar. A kjarnasyningunni Frá býli til borgar er saga Reykjavíkur rakin frá . landnámi til nútímans. Laugardaga og sunnudaga er opiö frá 10-18 en á mánudögum er gamli Árbærinn opinn frá 11-16. ■ FINNSK LIST í SKAFTFELLI. SEYÐISFIRÐI Rnnsku listamennirnir Pamela Brandh, Philip von Knorring og Poul Osipv sýna í listamiðstöðinni Skaftfelli á Seyöisfiröi. ■ FRANSKAR FLOAMARKAÐSMYNDIR Á SKRIÐUKLAUSTRI Olöf Björk Bragadóttir sýnir myndir sínar í Gallerí Klaustrl aö Skriöukiaustri í Fljótsdal um þessar mundir. Þaö eru Ijósmyndir, teknar á flóamarkaöinum I Montpellier í Suöur-Frakklandl. Sýningin er opin á sama tíma og hús skáldsins frá kl. ...vll til 17. ■ BJÖRG SVEINS SÝNIR Á RAUÐA VEGGNUM Islensklr tónlistarmenn skreyta Rauöa vegginn í Japis, Laugavegi 13. Þaö er Ijósmyndarinn Björg Sveinsdóttir sem sýnir myndirnar í tilefni af opnun Ijósmyndavefjar hennar BSmyndir.com. Sýningin er opin á opnunartíma verslunarinnar. m ÞJÓÐSÖGUR OG ÆVINTÝRI í ASGRIMSSAFNI Islenskar þjóösögur og ævintýri er þema sumarsýningar sem opnuð hefur verið í Safni Ásgríms Jónssonar að Bergstaðastrætl 74. Þar eru margar , af helstu þjóösagnamyndum listamannsins. ■ HEKLA Á KJARVALSSTÖÐUM Flogiö yfir Heklu er önnur af tveimur sumarsýningum á Kjarvalsstööum. Þar getur aö líta mismunandi myndir af eldfjallinu Heklu. Sjá nánar: Lífiö eftir vlnnu á Vísi.is DV-MYND EINAR J. Járniö hamrað Norski eldsmiðurinn Björn Olav Olesrud lætur járniö fá þaö óþvegiö í lönskólanum í Hafnarfiröi. Auðunarstofa hin nýja: Járnið hamrað að fornum hætti - færustu eldsrhiðir Norðurlanda koma saman í Hafnarfirði Nokkrir af færustu handverks- mönnum á sviði eldsmíði á Norður- löndum komu saman í Iðnskólanum í Hafnarfirði i síðustu viku til sér- staks námskeiðs í faginu. Nám- skeiðið var haldiö í beinum tengsl- um við verkefnið Auðnarstofa hin nýja en tilgangur þess var öðrum þræði að smíða allt járnverk í til- gátuhúsið Auðunarstofu sem verið er að reisa á Hólum um þessar mundir. Um leið gafst eldsmiðunum gott tækifæri til að bera saman bækur sínar og miðla af reynslu sinni og þekkingu. Er enn fremur stefnt að því að halda annað nám- skeið að tveimur til þremur árum liðnum þar sem reynslan af verkefn- inu verður metin. Iðnskólinn í Hafnarfirði hefur staðið fyrir nám- skeiðum í eldsmíði og þykir aðstað- an þar til að stunda þetta foma handverk hin besta. Var haft á orði þegar blaðamaöur leit þar inn í lið- inni viku aö hér gætu Skallagrímur og Egill gengið beint til verks. Við byggingu Auðunarstofu er einmitt lögð rík áhersla á að notuð sé sú byggingartækni og verkfæri sem menn notuðu á miðöldum. Fyrirmyndin Auðunarstofa hin forna Auðunarstofa hin nýja er sem fyrr sagði tilgátuhús sem tekur mið af heimildum um Auöunarstofu hina fornu sem reist var á 14. öld á Hólum i Hjaltadal og stóð þar í ein 500 ár. Enn fremur eru hafðar til hliðsjónar upplýsingar um sam- bærileg hús í Noregi og Færeyjum. Með þessu vilja menn annars vegar reyna að draga upp eins trúverðuga mynd af Auðunarstofu hinni fomu og kostur er og hins vegar á húsið að verða vitnisburður um norsk-ís- lenska húsagerð og byggingartækni á fyrri hluta 14. aldar. Þá verður húsið nýtt í framtiðinni sem vinnu- aðstaða vígslubiskups Hólastiftis. Eins og gefur að skilja hafa marg- ir komiö að byggingu Auðunarstofu enda krefst svona verkefni margvís- legrar þekkingar og kunnáttu. Þor- steinn Gunnarson arkitekt gerði teikningar að húsinu en um kostn- aðaráætlun, burðarþolsreikninga og útfærslur tæknilegra lausna sá verkfræðistofan Linuhönnun. Timb- ur í húsið kemur frá Félagi skógar- eigenda í Harðangri í Noregi. Var trésmíðin enn fremur innt af hendi ytra og komu handverksmenn frá Noregi og Islandi að henni auk sjálf- boðaliða sem margir hverjir komu langt að til að taka þátt í verkefn- inu. Tréverkið var síðan flutt til- sniðið til Islands og verður unnið að uppsetningu hússins nú í sumar en stefnt er á að vígja Auðunarstofu á Hólahátíð í ágúst. -EÖJ Maður Irfandi______________________________________________ Káfandi kyn Áreiti „/ fréttum var sagt aö íþróttahreyfingin heföi stórar áhyggjur af þessari 12 prósent áreitni. Ég held aö menn þar á bæ ættu bara aö slappa af. Þreifingar eins og þessar eru alls staöar í þjóöfélaginu. “ Það er orðið þreytandi aö vera kona í nútímaþjóðfélagi og sífellt sett í hlutverk fórnarlambs og píslar- votts. Er ekki komið nóg af kellinga- væli? Síðasti vællinn birtist i skóla- ritgerð tveggja kennaraháskólanema þar sem kom fram að 12 prósent kvenna í íþróttahreyfíngunni hefðu orðið fyrir kynferðislegri áreitni. Á manni virkilega að vera brugðið? Eina athugasemd mín við þessa niðurstöðu er sú að hlutfallið sé fremur lágt. Ég hef gengið á milli kvenna á mínum vinnustað og þær viðurkenna allnokkrar að hafa ein- hvern tíma á ævinni orðið fyrir kyn- ferðislegri áreitni sem var þeim ekki að skapi, en eru löngu búnar að jafna sig. Kallarnir á vinnustaðnum eru ekki jafnfúsir að viðurkenna að káf kvenna hafi verið þeim til ama. Þeir virðast fremur telja sér það til tekna að konur hafi potað í þá. Einn viður- kennir reyndar að jafnréttisstýra nokkur hafi leitað freklega á hann á sólarströnd, og það svo mjög að hon- um hafi veriö verulega brugðiö. Já, kynferðisglæpamenn leynast í öllum stéttum. Sjálf ætla ég ekki aö stíga fram á svið í einhvers konar Moskvuréttar- höldum og játa á mig glæp gagnvart karlkyninu. Ég læt mér nægja að segja að stundum hef ég snert og potað. Ég hef reynt að halda mér réttu megin við strikið, en stundum er eins og maður missi stjórn á sér. Þá er maður sísnertandi og það má svo sem vel vera að meö þessu athæfi sé maður freklega að særa blygðun- arkennd viðkvæmra karlmanna. Er þaö ekki einmitt á þennan hátt sem kynin kanna jaröveginn? Það er svo langt síðan ég var í sveit að ég man ekki alveg hvernig þetta gengur fyrir sig hjá blessuðum skepnunum. En það er eins og mig minni að þar sé lítið um forleiki, karldýrið hoppi bara upp á kvendýrið eftir að hafa nmnið á lyktina. En mannkynið er móralskt og fer lengri leiðina að áfangastað. Hayek bitin af apaketti Rómanska þokkagyðjan Salma Hayek varð fyrir árás af hálfu apakattar þegar hún var við tökur á nýjustu kvikmynd sinni í Mexíkó á dögunum. Apaköttur- inn leikur gæludýr Sölmu i myndinni, sem fjallar um listakonuna Fridu Kahlo. Ekki skipti neinum togum að apinn flaug á Sölmu og stefhdi á andlit henn- ar. Sem betur fer náði hún að verjast með höndunum en hún var bitin í fmg- uma. „Sem betur fer hafði hann litlar tennur. En samt var þetta virkilega vont,“ sagði leikkonan geðþekka. Ekki er ljóst hvort framhald verði á samstarfi leikkonunnar við apaköttinn eftir uppákomuna. Vildu selja sig fyrir Madonnu Vinsældir Madonnu á hennar eldri ár- um virðast engum takmörkunum háðar. Þýskur netsíðueigandi auglýsti á dögun- um miða á tónleika hennar til sölu í borg- un fyrir kynlíf með starfsmanni netsíð- unnar. Viötökumar létu ekki á sér standa, komur á síðuna tífólduðust og yf- ir hundrað sendu umsókn um að selja blíðu sína fyrir miða á tónleika Madonnu. Síðar var dreginn út sigurveg- ari og hlýtur hann kynlíf með dálkahöf- undi vefsíðunnar að launum. Aðspurð segist hún spennt yfir rekkjunautinum og þykir ekkert ósiðlegt við óvenjulegan að- dragandann að bó þeirra. Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar. í fréttaflutningi kom fram að hluti kvenna í íþróttahreyfingunni hefði orðið fyrir tilfmningalegri áreitni. Ég vildi svo gjarnan fílósófera sitthvað um það. En meinið er að ég skil ekki hvernig er hægt að áreita manneskju tilfmningalega. Gera menn það ekki bara með því að vera leiðinlegir? Ég hef alltaf haldið að menn sem væru leiðinlegir gætu ekkert að því gert. En það er kannski ráð að þjóðfélagið stemmi stigu við áreiti þeirra og komi þeim i endurhæfmgu. Nútíma- þjóðfélag þarf jú á skemmtilegu fólki að halda. í fréttum var sagt að íþróttahreyf- ingin hefði stórar áhyggjur af þessari 12 prósent áreitni. Ég held að menn þar á bæ ættu bara að slappa af. Þreifmgar eins og þessar eru alls staðar í þjóðfélaginu. Viö þurfum ekki reglugerð inn á borð um að bannað sé að snerta náungann. Við eigum ekki að vera hysterísk. Það er ekkert víst að sá sem klappar okkur á bakið eða strýkur okkur um hand- legginn sé fullur af losta. Þetta getur allt eins verið hlýleg kveðja. Ég vil frekar lifa með slíkri kveðju en vera án hennar. En ef konum finnst karl- menn vera að misbjóða sér þá eiga þær bara að láta þá heyra það og bíta frá sér í stað þess að væla sig inn í hlutverk fómarlambsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.