Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2001, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2001, Síða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 2001 I>V Fréttir Mál ríkislögreglustjóra gegn fyrrv. sparisjóðsstjóra í Ólafsfirði: Olöglegar lánafyrir- greiðslur og undanskot DV-MYND BRINK Sparisjóösstjóri fyrir dómi Þorsteinn A. Þorvaldsson, til vinstri á myndinni, fyrrverandi sparisjóðsstjóri í Ólafsfiröi, gengur úr Héraðsdómi Norðurlands eystra í gærmorgun. Með honum á myndinni er Jónatan Sveinsson, lögmaður hans. Þorsteinn A. Þorvaldsson, fyrrum sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Ólafs- fjarðar, viðurkenndi við framhald fyrirtöku málshöfðunar Ríkislög- reglustjóra gegn honum í Héraðs- dómi Norðurlands eystra í gær að hann hefði í mörgum tilfellum veitt lán umfram viðmiðunarmörk og í sumum tilfellum veitt ábyrgðir sem hvergi komu fram í bókhaldi sjóðs- ins. í öðrum tilfellum, eins og t.d. vegna 20 milljón króna láns til Valeikar vegna saltflskkaupa, við- urkennir Þorsteinn að það lán hafi ekki verið fært í bókhald spari- sjóðsins en það hafi hins vegar ver- ið afurðalán fyrirtækisins. í nokkrum tilfellum viðurkennir Þorsteinn að ábyrgðir hafi verið veittar án heimildar og lán ekki færð í bókhaldi þar sem honum hafi verið kunnugt um að upphæð útlána hafi farið fram úr útlána- þaki sem í flestum tilfellum er 50% af eigin fé sparisjóðsins. Þorsteinn sagði að ákvarðanir um lán um- fram viðmiðunarmörk hefðu bæði verið teknar af honum og þáver- andi stjórn sparisjóðsins og eins hafi endurskoðandi sparisjóðsins tekið saman lista yfir útlán og listað sérstaklega upp fyrir spari- sjóðsstjóm. í sumum tilfellum voru skuldbindingar langt umfram allt eigið fé sparisjóðsins. Engar tölur i ákæruskjali rík- islögreglustjóra. vora vefengdar en verjandi Þor- steins, Jónatan Sveinsson hrl., benti á að í all- nokkrum tilfell- um hefðu lán verið veitt fyrir árið 1995 en ákæran nær til áranna 1995, 1996 og 1997. í engum til- fellum viður- kennir Þor- steinn að hann hafl stefnt sparisjóðnum i hættu og í sum- um tilfellum hafi ekki verið um útlánatap að ræða, eða hann framið umboðs- svik. I mörgum tilfellum viður- kennir Þor- steinn ekki „pörun“ lána, þ.e. að lán til fyrirtækja og einstaklinga eigi saman eins og t.d. til Sport- hússins, eigenda verslunarinnar og fjölskyldna þeirra. Þorsteinn sagði fyrir dómi að i því tilfelli hefði hann lánað einstaklingum í góðri trú en pörunarreglur hefðu komið í kjölfarið sem breyttu því. Sparisjóð- urinn hefur afskrifað um 600 milij- ónir króna vegna lána á áður- nefndu tímabili en Sparisjóðabank- inn kom sparisjóðnum til aðstoðar með 250 milljón króna framlagi til að forða Sparisjóði Ólafsfjarðar frá gjaldþroti. Fjölskipaður dómur mun dæma í þessu gríðarlega um- fangsmikla máli. -GG Héraðsdómur dæmir karlmann í þriggja ára fangelsi: Hrottafengin nauögun Héraðsdómur dæmdi í gær kari- mann í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun og likamsmeiðingar á sam- býliskonu sinni i sumarhúsi í Helga- fellssveit á Snæfellsnesi sumarið 1999. Auk þess var maðurinn dæmdur fyrir húsbrot og eignaspjöll í íbúðarhúsi við Hólaberg i Reykjavík. Honum er jafnframt gert að greiða konunni eina milljón króna í miskabætur auk máls- kostnaðar. Manninum er í ákæruskjali gefið að sök að hafa slegið sambýliskonu sína, í sumarhúsinu i Helgafellssveit, með krepptum hnefum í andlit og í líkama hennar, tekið hana hálstaki, sparkað í hana, hrint henni niður stiga í nokkur skipti, þröngvað henni til kynmaka og annarra kynmaka, ýmist með ofbeldi eða hótunum um of- beldi. í ákærunni segir jafnframt að kon- an, sem var sautján ára þegar atburð- urinn átti sér stað, hafi bólgnað og rnarist mikið í andiiti. Hún hlaut glóð- araugu, marðist á hálsi, hlaut mar- bletti víða um líkamann og verulega áverka við op legganga og endaþarms. Hjúkrunarfræðingur, sem starfar á neyðarmóttöku, sagði fyrir dómi að áverkar stúlkunnar hefðu verið svo miklir að þetta hefði verið eitt hrika- legasta tilvik sem hún hefði séð á neyðarmóttöku. Hálfum mánuði eftir atburðinn hafði lögregla afskipti af manninum og var honum veitt áminning, Þess var krafist að hann léti strax af hótun- um um ofbeldi gagnvart konunni og íjölskyldu hennar. Nauðgarinn ílúði land áður en dómsmeðferð hófst en hann var framseldur frá Svíþjóð í vor. Maðurinn játaði fyrir dómi að hafa valdið konunni líkamsmeiðingum en hann neitaði að hafa þröngvað henni til kynmaka. Hann viðurkenndi að hafa brotist inn í íbúðarhús í Hóla- bergi og valdið þar tjóni. Dómurinn komst að þeirri niður- stöðu að framburður konunnar væri trúverðugur og væri hann vel studdur öðrum gögnum málsins. Sakaferill mannsins nær aftur til ársins 1992 og hafði hann hlotið 20 refsidóma fyrir ýmis afbrot fram að þeim tíma sem nauðgunin átti sér stað. Nemur óskilorðsbundin refsivist fram að nauðgunardómnum meira en sjö ára fangelsi. Metið var til refsi- þyngingar að árás ákærða hefði verið hrottafengin, hún hefði staðið lengi yfir og konan hefði óttast um líf sitt á tímabili. Því þótti hæfileg refsing vera þriggja ára fangelsi. -aþ Hólasandur: Sauðaþjófur áferð Lögreglan á Húsavík rannsakar nú sauðaþjófnað sem talinn er hafa átt sér stað fyrir skömmu í Mý- vatnssveit. Bóndi sem var við grenjaleit á Hólasandi gekk fram á hræ af fimm haustlömbum. Hann gerði lögreglu viðvart og við nánari skoðun kom í ljós að lömbin höfðu verið skotin í hausinn. Þau hafa verið úrbeinuð og haus og hluta skrokksins síðan fleygt skammt frá veginum sem liggur um Hólasand. Lögreglan á Húsavík segir tvö lambanna hafa verið tekin úr eyju í Mývatni. Sauðaþjófurinn er ófund- inn en lögreglan á Húsavík hefur, sem fyrr segir, rannsókn málsins með höndum. -aþ Áskrifendur í sólina Sólartilboð DV felur í sér góðan af- slátt af ferðum með ferðaskrifstof- unni Sól til Portúgals og Kýpur. Sólartilboð DV: Gríðarleg ásókn - símkerfið sprakk Rúmlega hundrað áskrifendur DV bókuðu sæti á fyrsta degi Sólar- tilboðs DV. Sólartilboðið er í sam- vinnu við Ferðaskrifstofuna Sól og er boðið upp á ferðir til Portúgals og Kýpur. Að sögn forráðamanna Sólar voru viðtökurnar á fyrsta degi slík- ar að símkerfið sprakk og kalla þurfti út aukamannskap til að sinna bókunum. Sólartilboð DV gildir aðeins fyrir áskrifendur blaðsins og er um að ræða 50 þúsund króna afslátt af ferð fyrir tvo til annars hinna tveggja áfangastaða. Auk þess fylgir tilboð- inu að frítt er fyrir böm til Kýpur og veittur er 25 þúsund króna barnaafsláttur fyrir eitt barn til Portúgals. Ef börnin eru fleiri er veittur 20 þúsund króna afsláttur fyrir hvert þeirra. Áskrifendur eru hvattir til að kynna sér tilboðið hjá Ferðaskrif- stofunni Sól við Grensásveg. -aþ Vehríö í kvóld Rigning suðvestanlands Suðlæg átt, 5-10 m/s, I dag en suöaustan 8-13 vestan til í kvöld. Skýjaö meö köflum norðaustan til og hætt viö síðdegisskúrum. Rigning suövestan- og vestanlands og einnig suðaustanlands I kvöld. Sólargangur og sjávarföll REYKJAVIK AKUREYRI Sólarlag í kvöld 23.51 00.23 Sólarupprás á morgun 03.13 02.08 Síödegisflóð 17.59 22.32 Árdeglsflóö á morgun 06.14 10.47 Skýringar á ve&urtáknum J^VINDATT 10V-HITÍ m -io° V ViNOSTYRKUR V cdact ! niatrtiin i sekiiwíu r«Ua f HBOSKÍRT €3 0 LÉTTSKÝJAÐ HÁLF- SKÝJAD SKÝJAÐ ALSKÝJAO wr w #lfw- RIGNING SKÚRIR SIYDDA SNJÓKOMA w \ : : = ÉUAGANGUR ÞRUMU- VEÐUR SKAF- RENNINGUR ÞOKA Flestir vegir færir Vegir á hálendinu hafa flestir verið geröir færir fyrir umferö. Nýlega er búiö aö opna veginn í Kverkfjöll af þjóövegi 1. Einnig veginn um Sprengisand, I Kerlingarfjöll og í Loömundarfjörð. Hlýjast austanlands Suölægri átt, allt að 13 m/s, er spáö sums staöar vestanlands á morgun. Skúrir veröa sunnan- og vestanlands en annars skýjað með köflum. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast austanlands. Fostudagu Vindur: 5-7 m/í Hiti S°til 18“ Vindur: 5-7 m/s i Hiti 10" til 18° * « t Hæg sv-átt, súld vestan tll, skýjaö meö kóflum. Síödeglsskúrlr á Norð- austurlandl. Rlgnlng sunnanlands um kvöldlö. Hitl 8-18 stlg, na. Fremur hæg suðlæg og síöar breytileg átt. Víöa rigning, þó slst noröaustanlands. Hlti 10 tll 15 stlg, hlýjast noröan tll. N-átt, um 10 m/s vestan tll en annars hægari. Rignlng noröanlands en iéttir tll sunnanlands. Hlti 7 tll 15 stig, hlýjast sunnanlands. AKUREYRI rigning og súld 10 BERGSSTAÐIR alskýjaö 10 BOLUNGARVÍK alskýjaö 8 EGILSSTAÐIR 10 KIRKJUBÆJARKL. þokuruðningur 9 KEFLAVÍK súld 8 RAUFARHÖFN alskýjaö 8 REYKJAVÍK súld 8 STÓRHÖFÐI alskýjaö 9 BERGEN léttskýjaö 16 HELSINKI léttskýjað 22 KAUPIVIANNAHÖFN léttskýjaö 18 ÓSLÓ þokumóöa 17 STOKKHÓLMUR 23 ÞÓRSHÖFN rigning 10 ÞRÁNDHEIMUR þoka 16 ALGARVE heiöskírt 19 AMSTERDAM léttskýjaö 18 BARCELONA léttskýjaö 21 BERLÍN léttskýjaö 19 CHICAGO skýjaö 20 DUBLIN rigning 14 HALIFAX skýjaö 13 FRANKFURT léttskýjað 17 HAMBORG léttskýjaö 18 JAN MAYEN súld 3 LONDON léttskýjað 21 LÚXEMBORG skýjaö 17 MALLORCA heiöskírt 22 MONTREAL skýjaö 17 NARSSARSSUAQ rigning 6 NEWYORK alskýjaö 22 ORLANDO heiöskírt 25 PARÍS skýjað 20 VÍN alskýjaö 15 WASHINGTON alskýjaö 21 WINNIPEG 11

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.