Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2001, Page 6
6
MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 2001
DV
Fréttir
Mikil þorskgengd á grunnslóð út af Vestfjörðum:
Brjálæði að gefa stein-
bítsveiðar frjálsar
- segir Benedikt Páll Jónsson, skipstjóri á Bjarma BA
„Það mikið af þorski á grunnslóð-
inni hérna út af Vestfjörðum. Þetta
er sama sagan og þegar Hafró
minnkaði þorskkvótann í 150.000
tonn, það hefur ekki í annan tíma
verið meira af þorski hérna og það
árið. Það hefur aldrei verið sam-
ræmi á milli ráðlegginga þeirra og
þorskgengdar. Við skruppum út
núna af því að það vantaði sex tonn
og tókum eitt kast með sex tonnum
á stuttum tíma,“ segir Benedikt Páll
Jónsson, skipstjóri á dragnótabátn-
um Bjarma BA, þar sem hann var
að landa vænum þorski á Flateyri.
Fiskurinn fer að hluta til vinnslu á
staðnum auk þess sem hluti aflans
er fluttur til Keflavíkur þar sem út-
geröin lætur vinna fyrir sig svokall-
aðan flugfisk, sem fluttur er með
flugi á neytendamarkaði erlendis.
„Vegna þessa erum við með ein-
hvern besta frágang á afla sem
þekkist hér við land. Skömmu eftir
að fiskurinn er kominn um borð er
búið að kæla hann niður í frost-
mark sem margfaldar gæði hráefn-
DV-MYND GS
Sklpstjórinn
Benedikt Páll Jónsson, skipstjóri á Bjarma BA, í brúarglugganum.
★
isins og þýðir um leið hærra verð,“
segir þessi aflasæli skipstjóri.
Benedikt er alinn upp við feng-
sælustu steinbítsmið við Islands-
strendur, út af sunnanverðum Vest-
fjörðum. Þegar talið berst að þeirri
ákvörðun sjávarútvegsráðherra að
gefa steinbitsveiðar algjörlega
frjálsar verður hann ómyrkur í
máli. Enda telur hann að niður-
skurður á öðrum aflaheimildum og
síhækkandi verð á leigukvóta muni
leiða til þess að gengið verði mjög
nærri stofninum.
„Ég geri ráð fyrir að við reynum
við steinbítinn þegar sóknin í hann
verður orðin algjörlega óheft. Það er
algjört brjálæði að losa hann undan
kvóta. Það hefði verið nær að kvóta-
setja trillumar því þær munu ekk-
ert komast að til að fiska á næstu
steinbítsvertíð. Svæðið verður fullt
af stórum útilegulínubátum og tog-
urum sem sjálfsagt eyða stofninum.
Það segir sig sjálft að allir munu
reyna að fiska steinbítinn eins og
þeir geta. -GS
Veðurklúbburinn á Dalbæ:
Gott veður verður áfram
— en ívið vætusamara
DV, DALVÍK:
Klúbbfélagar geta ekki verið ann-
að en sáttir við júníspána sem gekk
mjög vel upp, svo vel að við fengum
þessa dýrindistertu frá Dalvíkur-
byggð og færum við þeim og öllum
sem sendu okkur blóm og kveðjur
þann 21. júní okkar bestu þakkir,
segja þeir veðurklúbbsmenn á Dal-
vík þegar þeir kynna nýja spá júlí-
mánuðar.
Klúbbfélagar eru á því að veðrið
verði svipað og verið hefur seinni
part júni, þó hlýrra og meiri rign-
ing, sem betur fer fyrir gróður og
jörð, og ætti að vera svo að minnsta
kosti fram að 20. júlí. Upp úr því
gæti hann orðið vinda- og vætusam-
ari allavega i einhverja daga, en
ekki neitt stórvægilegt.
Einn í klúbbnum var á því að
leiðindaþokan sem hefur gert fólki
lífið leitt geri það eitthvað áfram.
Með nýju tungli gæti vindáttin orð-
ið önnur, kannski meira sunnan
eða suðvestan, og þetta gæti þýtt að
veðrið á suðvesturhorninu verði
ekki neitt sérstakt. „En við vonum
að þetta standist ekki og sem flestir
fái að njóta sumarblíðu," segir Veð-
urklúbburinn á Dalbæ.
Tunglið
kviknar 20. júlí,
þann dag er
bæði Þorláks-
messa að sumri
og Margrétar-
messa hin síð-
ari. Tunglið
kviknar i vest-
norðvestri og
lítur ágætlega
út með það. Þó
gæti það skipt
máli hvernig
hann tekur
tunglinu.
Hundadagarnir
byrja 13. júli á
Margrétar-
messu hinni
fyrri og við
mælum með að
fólk taki eftir
veðri þann dag
og svo er bara
að vona að það
verði gott og
þar af leiðandi allir hundadagarnir.
Oft er talað um að það verði jafnan
breyting á veðri með þeim. Veðrið
þennan dag gæti líka skipt sköpum
Veðurspámenn
Veðurklúbburinn á Dalvík heldur úti reglulegum veöurspám. Félagarnir gera ráð fyrirgóðu veðri
áfram en þó reikna þau með meiri vætu.
í sambandi við haustið. Ef hann
rignir boðar það vott haust.
25. júlí er Jakobsmessa, ef þurrt
er og bjart þann dag þá boðar það að
það verði góð nýting á heyjum. En
ef bjart sólskin er allan daginn verð-
ur næsti vetur harður og kaldur.
-hiá
Stefnt aö tíföldun á barraeldi í Skagafirði
Veltan úr 30 í 500 milljónir króna
Hjá fiskeldisfyrirtækinu Máka á á hlýsjávarfiskinum barra, er nú að
Sauöárkróki, sem sérhæfir sig i eldi hefjast slátrun en ekki er enn
Uppsveifla
Barraeldi gefur vel af sér ef marka má þá uppsveiflu sem er hjá Máka.
ákveðið hvort slátrað verður hægt
og rólega eftir þörfum og slátrunin
þá látin ná yfir allt árið eða hvort
henni verður lokið á tiltölulega
stuttum tíma. Nú er um 50 tonn af
barra komin í sláturstærð en mark-
aðssvæðið er fyrst og fremst Bret-
land. Nú fást um 600 krónur fyrir
kílóið i skilaverð sem er ásættanlegt
að mati framkvæmdastjórans, Guð-
mundar Arnar Ingólfssonar líffræð-
ings. Fiskurinn sem nú er slátrað er
mjög blandaður, frá 400 upp í 800
grömm. Ársvelta Máka er nú um 30
milljónir króna og fer stigvaxandi.
„Það stendur til að fara að beina
sjónum að innanlandsmarkaðnum
kerfisbundið með þvi að ræða við
forsvarsmenn veitingahúsa og fisk-
búða og bjóða þeim barra til kynn-
ingar. Nú getum viö boðið fiskinn í
litlum og stórum skömmtum með
þessari nýju aðstöðu sem viö höfum
komið okkur upp í Fijótum. Við
fluttum fiskinn þangað fyrir ári og
þar fer nú fram allt uppeldi en
seiðaeldi fer áfram fram á Sauðár-
króki. Auðvitað útheimtir það auk-
inn mannafla að vera svona á
tveimur stöðum en í dag starfa sjö
manns hjá Máka,“ segir Guðmund-
ur Örn Ingólfsson.
Fyrir nokkrum árum varð stöðin
fyrir miklum skakkafólllum, bæði
vegna rafmagnsleysis og eins vegna
þess að allt of mikið súrefni var í
vatninu. Nú er búið að sníða þá
vankanta af ásamt fleirum með auk-
inni tækni og þjálfun á mannskap.
Verið er að ráðast í mjög mikla
stækkun á fyrirtækinu og stefnt á
tíföldun framleiðslunnar og yrði
ársveltan þá um 500 milljónir
króna. -GG
Umsjón: Gylfi Kristjánsson
netfang: gylfik@ff.is
Jón Steinar hissa
Jón Steinar Gunnlaugsson
hæstaréttarlögmaður, sem hefur far-
ið með mál þriggja stjómarmanna í
Lyfjaverslun íslands sem barist hafa
gegn þeirri
ákvörðun meiri-
hluta stjórnarinn-
ar að kaupa Frum-
afl ehf., er undr-
andi á þeim
skyndilega áhuga
meirihluta stjórnar
Lyfjaverslunarinn-
ar að vilja slíðra
sverðin og ná sáttum. Jón Steinar
hefur lýst því yfir að það sé harka-
legt að beita valdi (meirihlutavaldi
væntanlega) til að ná fram vUja sín-
um eins og meirihluti stjórnar Lyfja-
verslunarinnar gerði en koma síðan
og bjóða sættir. Væntanlega má taka
undir með lögmanninum og spyrja
hvers vegna hlutimir vom ekki
gerðir i öfugri röð.
Erfitt hjá Árna
Árni M. Mathiesen sjávarútvegs-
ráðherra á ekki sjö dagana sæla um
þessar mundir. Ekki er nóg með að
Héraðsdómur Reykjavíkur hafi hafn-
að þeirri kröfu
ríkisins sem lögð
var fram að undir-
lagi hans, að máli
ASÍ gegn ríkinu
vegna lagasetning-
ar á sjómenn væri
vísað frá, heldur
snupraði dómurinn
ríkið og dæmdi því
að greiða óvenjuháan málskostnað.
Hitt er svo að samkvæmt nýrri skoð-
anakönnun er Ámi sá ráðherra sem
landsmenn virðast óánægðastir með
og í könnuninni sögðust innan við
50% kjósenda Sjálfstæðisflokksins
vera ánægðir með störf hans í ráðu-
neytinu. Það er reyndar ekki ný
saga að sjávarútvegsráðherra verði
að axla ábyrgð á ýmsum hlutum sem
ekki eru í hans valdi að ráða við,
eins og t.d. ástand fiskistofna og
hvað er æskilegt að veiða mikið úr
þeim.
Ein með öllu
Akureyringar hafa nú ákveðið að
halda ekki lengur hátíð um verslun-
armannahelgi undir nafninu Halló
Akureyri enda hefur misjafnt orð
farið af þeirri
hátíð í ár-
anna rás. Nú
verður blásið
til ijölskyldu-
hátíðar undir
heitinu Ein
með öllu í
þess stað. Hvað þetta „allt“ er er
hins vegar ekki á hreinu en vonandi
er t.d. notkun eiturlyQa ekki þar
innifalin en slíkt þótti setja svartan
blett á „hallóið" fyrir 2-3 árum sér-
staklega. Það hverjir standa að Einni
með öllu virðist ekki alveg á hreinu,
gjarnan er rætt um svokallaða hags-
munaaðila í því sambandi en samt
virkar það eins og Ein með öllu sé
hálfgerður bastarður. Vonandi fer
ekki fyrir hátíðinni eins og þeirri
sem haldin var á Melgerðismelum í
Eyjafirði í lok níunda áratugarins
undir sama nafni en „hagsmuna-
aðilar" þeirrar hátiðar enduðu fyrir
dómstólum eftir að hafa reynt að
sleppa við að greiða lögboðin gjöld af
tekjum hátíðarinnar.
Þungu fargi létt
Yfirleitt er það þannig þegar knatt-
spyrnulið tapar leik að þjálfarinn er
óánægður en þó er það ekki algilt.
Þannig var þjálfari kvennaliðs
KA/Þórs og KS
mjög ánægður
eftir 0-6 tap á
heimavelli
gegn ÍBV um
síðustu helgi og
var engu líkara
en liö hans hefði unnið stórsigur.
Hann sagði stelpumar sínar hafa ver-
ið að uppskera eftir mikið puð á æf-
ingum, ieikurinn hafi verið stórt skref
hjá liði hans og svo kiykkti hann út
með að segja að þungu fargi væri af
sér létt!