Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2001, Side 7
MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 2001
DV
7
Fréttir
Umdeild efnistaka
Frá Mývatni þar sem kísilgúr hefur
lengi valdiö deilum.
Þrír bændur við Mývatn:
Kæra ríkið
vegna kísilgúrs
Þingfest hefur
verið í Héraðs-
dómi Reykjavík-
ur mál þriggja
bænda í Mývatns-
sveit gegn ríkinu,
vegna fyrirhug-
aðrar kísilgúr-
töku úr Syðri-
Flóa Mývatns.
Bændurnir eru
Þorgrimsson. Kári þorgrímsson
í Garði, Eysteinn Sigurðsson Arnar-
vatni og Gylfi Yngvason á Skútu-
stöðum.
„Það sem við viljum fá fram er
ógilding á úrskurði umhverfisráö-
herra vegna stjórnsýslukæru í
framhaldi af úrskurði skipulags-
stjóra varðandi umhverfismat á fyr-
irhugaðri kisiigúrtöku úr Syðri-
Flóa frá því í haust," segir Kári Þor-
grímsson, einn þremenninganna.
„Meginatriðið er þó túlkun um-
hverfisráðherra á varúðarreglunni
sem okkur finnst vera alveg snúið
viö miðað við það sem talið hefur
verið eðlilegt. Síðan finnst okkur
sem allt mat á áhrifum kísilgúr-
námsins hafa verið framselt til
framkvæmdaaðilans þannig að
hann hafi í rauninni frjálsar hend-
ur. Þetta eru meginatriðin auk ým-
issa formsatriða og okkur finnst að
ef hægt er að koma svona hlutum í
gegnum umhverfismat sé það held-
ur léttvæg aðferðafræði."
Kári segir aðra aðalkröfu þre-
menninga að samkomulagið um kís-
ilgúrnám frá árinu 1993. Hann segir
þá félaga vera með gott mál í hönd-
unum ella hefðu þeir ekki farið af
stað í þennan málarekstur. -gk.
Fallegur málari aö verki
Góöviörisdagar sumarsins er sá tími
sem margir nota til aö mála hús og
híbýli. Elsa Hlín Einarsdóttir var aö
undirbúa málningu á Tónlistarskól-
anum á Dalvík er DV átti leiö hjá.
Kári
Innan við 70%
bílbeltanotkun
- kemur mönnum á óvart
Aöeins 69% ökumanna nota bíl-
belti og 80% farþega í framsæti.
Þetta eru helstu niðurstöður könn-
unar sem umferðaröryggisfulltrúar
Slysavamafélagsins Landsbjargar
og Umferðarráðs gerðu í sl. viku.
Samkvæmt könnuninni þá virðist
beltanotkun vera skást í austur-
hluta borgarinnar en vesturbæing-
ar eru meiri slóðar hvað þetta varð-
ar.
Bílbeltanotkun úti á landi virðist
vera nokkuð almenn úti á þjóðveg-
unum en innanbæjar í kaupstöðum
vera afskapalega slök.
„Þetta ástand kom mér mjög á
óvart þegar ég fór að skoða málið,“
sagði Kristján Friðgeibsson sem er
umferðaröryggisfulltrúi á Reykja-
víkursvæðinu. „Ég hafði þá tilfinn-
ingu að á milli 80 og 90% ökumanna
Spenniö beltin
Kristján Friögeirsson segir litla bílbeltanotkun koma sér á óvart.
og farþega notuðu bílbelti, en töl-
urnar eru allt öðruvísi. Þetta virðist
vera eitthvert andvaraleysi sem
þessu veldur og áróðurinn fyrir
beltanotkun er vísast ónógur. Ég vil
mjög gjarnan að áróður fyrir bíl-
beltanotkun verði nú aukinn þegar
þessar tölur liggja fyrir því allar
staðreynir sýna að beltin geta bjarg-
að.“
Kristján Friðgeirsson segir að sú
hugmynd hafi á sínum tíma verið á
íloti að ökumenn sendiferöabíla
ættu að vera undanþegnir þeirri
skyldu að nota bílbelti. „Það var
ekki látið undan þessu, en könnun-
in nú sýnir að ökumenn og farþegar
á litlum fyrirtækjabílum koma lang-
verst út úr þessari könnun. Þessir
hópur verður að bæta sig og þar
með sitt eigið öryggi." -sbs
Framleiösluaukning hjá Laxá:
Hefur 60% af innan-
landsmarkaðnum
Laxá hf. í
Krossanesi er tíu
ára um þessar
mundir en fyrir-
tækið var stofnað
eftir gjaldþrot
ístess. í tilefni af
því var boðið til
mikillar grillveislu
í birgðaskála Laxár
sl. föstudag þar
sem fjöldi manns,
starfsmenn, við-
skiptavinir o.fl.,
fögnuðu þessum
tímamótum. Laxá
framleiðir fiskeld-
is- og gæludýrafóð-
ur en fiskeldisfóður
hefur verið fram-
leitt síðan 1987. Til
að tryggja hágæða-
fóður eru ávallt
notuð fyrsta flokks
hráefni. Fram-
leiðsla Laxár er
mest seld innan-
lands, markaðs-
hlutdeild þar er um
60%, en einnig hef-
ur verið sótt á er-
lenda markaði.
Velta félagsins árið 2000 var 210
milljónir króna.
Vöruþróun er í öndvegi og Laxá
leitast við að vera í fremstu röð í
framleiðslu á fóðri. Vorið 1997 voru
gerðar umtals-
verðar tækni-
breytingar á verk-
smiðju félagsins
til þess að unnt
yrði að framleiða
orkuríkara fóður
og mæta þannig
kröfum viðskipta-
vina. Til fiskeldis
er boðið extrúder-
að hágæða fóður
en Laxá framleið-
ir og selur fóður
fyrir lax og aðra
laxfiska, s.s.
bleikju, regnboga-
silung og urriða,
lúðu og sand-
hverfu, sæeyru,
þorsk og gælu-
dýrafóður en
einnig er framleitt
gæludýrafóður
fyrir ketti og
hunda. Kattafóðr-
ið heitir Cató og
var þróað í sam-
starfi við Iðn-
tæknistofnun í
verkefninu „Vöru-
þróun 94“. Mark-
aðssetning á Cató hófst í nóvember
1996 og hefur það fengið mjög góðar
viðtökur á markaðinum. Hunda-
fóðrið hefur einkum verið selt til
Danmerkur. -GG
DV-MYND BRINK
Valgerður Kristjánsdóttir,
framkvæmdastjóri Laxár,
viö stæöu af framleiöslu fyrirtækis-
ins sl. föstudag en þá var haldin
grillveisla vegna 10 ára afmælis fyr-
irtækisins. Á laugardeginum var
öllu fóörinu skipaö um borö í skip
til útflutnings til Færeyja.
Aðsóknarmet að sundlauginni í Borgarnesi:
Lokuðu lauginni vegna
mannmergðar
DV, BORGARNESI:______
Margir nutu veð-
urblíðunnar í Borg-
arfirði um síðustu
helgi og er talið að
um fimm þúsund
manns hafi verið í
Húsafelli um helg-
ina. Eitthvað af
þessu fólki hefur
skellt sér i sund í
íþróttamiðstöðina í
Borgamesi því að í
hitanum og blíðunni
á laugardag var sleg-
ið aðsóknarmet að
DV-MYND INDRIÐI JÖSAFATSSON.
íþróttir út um allt
Eins og sjá má var þaö gríöarleg-
ur fjöldi sem nýtti sér góöa veör-
iö í Borgarnesi á laugardag, í
sundlauginni, á íþróttavellinum
og út um allar trissur, enda
sannarlega veöriö til þess.
sundlauginni í Borgarnesi. Tæplega enda blíðan
1800 manns komu í sund og þurfti ina mikil.
að loka í laugina um
tíma vegna mikillar
aðsóknar að sögn
Indriða Jósafatsson-
ar, íþrótta- og æsku-
lýðsfulltrúa Borgar-
byggðar.
Þessa sömu helgi
fór einnig fram Bún-
aðarbankamót í
knattspyrnu sem lað-
aði að sér fjölda
ungra drengja,
stúlkna og foreldra
þeirra. Mótið tókst í
alla staði mjög vel
Borgarnesi alla helg-
-DVÓ
Utankvótaafli, risafiskur flæktist í línuna:
Sex metra hákarl á línu
DV. BOLUNGARVÍK:
Albert Þór Jónsson hefur nú í vor
gert út á grálúðu á bát sínum, Bryn-
dísi ÍS. Nú fyrir skömmu, þegar
hann var að draga línuna norður af
Homi, flæktist stór hákarl í línuna.
Albert batt hákarlinn rækilega við
bát sinn og hélt til hafnar í Bolung-
arvík með feng sinn.
„Ég fann strax að það var eitt-
hvað þungt á. Það var þó ekkert
erfitt að draga hann,“ sagði Albert
og lét ekki mikið yfir þessum auka-
afla sínum.
Fyrirtæki Óskars Friðbjarnarson-
ar í Hnífsdal, Harðfiskur og hákarl,
keypti fiskinn af Alberti, en hann
var um það bil sex metrar á lengd,
hin vænsta skepna. Ekki reyndist
unnt að vega hákarlinn í Bolungar-
vík en talið var að hann vægi ekki
minna en 1000 kíló. -VH