Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2001, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2001, Side 15
14 MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 2001 MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 2001 19 Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aöstoóarritstjórar: Jónas Haraldsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson Fróttastjóri: Birgir Guðmundsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550, Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Fréttaþjónusta á Netinu: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dvdreif@dv.is Akureyri: Strandgata 31, sími: 460 6100, fax: 460 6171 Setning og umbrot: Útgáfufélagið DV ehf. Plötugerö: ísafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuöi 2050 kr. m. vsk. Lausasöluverð 190 kr. m. vsk., Helgarblað 280 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgialds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. íslenskur skepnuskapur íslendingar þurfa reglulega að láta eins og skepnur. Þetta fullyrti læknir í Rangárþingi um síðustu helgi eftir að hafa horft upp á þjóð sína ná nýjum botni í skrilslátum í útilegu í Þórsmörk. Ekki verður efast um orð þessa læknis, sem stóð vaktina frá kvöldi laugardags fram á miðjan sunnudag, samtals 18 tíma. Tugir manna leituðu aðstoðar hans og var ljótt að sjá hvernig fólk var farið. Læknirinn, Ólafur Árni Sveinsson, talar heldur enga tæpitungu í DV á mánudag. „Menningarstigið var komið ansi langt niður þarna um nóttina og hrottafengin slagsmál voru mörg. Það fylgir kúlt- úrnum á íslandi að fólk þarf að láta eins og skepnur við og við til þess að fá útrás.“ Ólafur læknir segir eftir helgar- reynslu sína að endurskoða verði samkomur þessa rænu- litla fólks. „Mikil hætta fylgir því ef fólk hópast saman ölv- að á svæði eins og Þórsmörk. Þar eru gil og klettar sem eru slysagildrur fyrir fullt fólk sem finnur oft hjá sér hvöt til að fara í gönguferðir hingað og þangað.“ Þetta eru orð í tíma töluð. Og vert er að staldra við mein- ingu þeirra. Skrílslæti og skepnuskapur hefur vissulega fylgt íslenska fylliríinu í árafjöld. Subbuskapur og allar teg- undir af tillitsleysi hefur verið partur af uppeldi þjóðarinn- ar, sem hefur fremur talið það sér til kosta en lasta að slást við mann og annan svo aðrir sjái til. Fáar ef nokkrar þjóð- ir ganga verr um landið sitt, enda virðast margir lands- menn halda að móðir náttúra taki til eftir þá, rétt eins og þeir hafa alist upp við á heimilum mæðra sinna. íslenska þjóðin er ekki sú agaðasta í heimi hér. Þar er langur vegur frá. Stundum má vart á milli sjá hvort hér á landi búi þjóð eða samsafn tæplega 300 þúsund einstak- linga. Samskipti þeirra eru gjarna þóttafull. Fólki sést á tíð- um ekki fyrir í einstaklingshyggju sinni og dramblæti. Það fer sínu fram og líður ekki annað en það sé fremst í hverri biðröð. Svona þjóð hagar sér eins og henni sýnist, því hún hugsar allt út frá eigin sinni. Svona þjóð hugsar og gerir allt í skorpum og rokum, þá því hentar. Þessu til viðbótar er stíf og stöðug víndrykkja. Lengi vel á síðari árum hefur það verið tíska í umræðunni að kenna hörðum flkniefnum um hvernig komið er fyrir þjóðinni. Sagt er að amfetamín og e-töflur séu að leggja miðborgina í rúst. Þetta er einföldun, ef ekki hrein vitleysa. Óhófleg vín- drykkja skiptir þar mestu. Stífu helgarfylliríin eru enn til staðar. Og víndrykkja eykst hröðum skrefum. íslendingar bættu ofan í sig einni milljón lítra af víni á síðasta ári og settu þá íslandsmet í áfengisneyslu. íslendingum virðist ekki tamt að fara rólega með vín. Það er eins og þeir lesi það út úr umbúðunum að innihald- ið eigi að drekkast hratt. Æðibunugangurinn, nýjungagirn- in og neysluhraðinn eru óvíða meiri en á Islandi. Kappið er á öllum sviðum. Vera kann að þjóðin sé að reyna að vinna upp fámenni sitt með því haga sér með þessum hætti; ekki einasta vinni hver maður á við tvo, heldur hagi sér á allan hátt á við tvo, þar á meðal í drykkju, ófyrirleitni og dólgs- skap. Þjóðin sé í reynd tvöföld. Fáar ef nokkrar þjóðir hafa lifað eins hraðar breytingar og íslendingar á síðustu öld. Við upphaf þeirrar aldar kunni þjóðin hvorki að leggja vegi né byggja hús. í lok hennar stóð hún í fremstu röð þjóða í viðskiptum og at- hafnalífi. En það er eins og þessi litla þjóð þurfi sína útrás af og til, hún geti ekki stillt sig og verði að losa um höml- urnar, losa um eðlið. Líklega hitti læknirinn í Rangárþingi naglann á höfuðið: Hér þarf fólk reglulega að láta eins og skepnur. Slíkt sé þjóðareðlið. . Sigmundur Ernir DV Skoðun Tyggingavernd og lánshæfni íbúða Kjallari Jóhanna Siguröardóttir alþingismaður Breyting á brunabóta- og fasteignamati hefur eðli- lega valdið miklum óróa og óvissu hjá fasteignaeigend- um, enda hvílir á þessum mötum tryggingavernd húseigenda og lánshæfni eigna þeirra, auk þess að vera álagningarstofn fyrir ýmsa skatta á heimilin. Fráleitt er að þessar breytingar leiði til skatta- hækkana eins og á fast- eignagjöldum og eignar- skatti eða skerði vaxtabæt- ur. Ríki og sveitarfélög eiga vafnings- laust að létta þeim kvíða af heimilun- um í landinu og gefa út að þau muni falla frá öllum skattahækkunum vegna þessara breytinga, sem eru um 5 millj- arða króna. Borgarstjóri hefur reyndar þegar gert það og skoðun efnahags- og viöskiptanefndar er skýr um það sama. Enn vantar skýringar Fasteignamat hefur ekki getað skýrt lækkanir sem orðið hafa á brunabótamati umfram þær afskriftir sem lagðar voru til grundvallar breyt- ingunni en fullar afskriftir geta hæst- ar orðið 26% en alltof algengt virðist vera að eignir hafi lækkað í bruna- bótamati um 30-50%. Sömu- leiðis vantar i mörgum tilvik- um skýringu á lækkun á fast- eignamati sem samkvæmt skilgreiningu Fasteignamats ríkisins á að endurspegla gangverð eigna. Sú skilgrein- ing er beinlínis röng, því óeðlilegt er að fasteignamat verðleggi eignir. Markaðsverö eigna hlýtur fyrst og síðast að ráðast af framboði og eftirspurn. Ótækt ________ er líka ef rikisvaldið ætlar áfram að styðjast við bruna- bótamat í lánsviðskiptum. Bruna- bótamatið hefur þegar skekkt veru- lega verðmyndun eigna og er á góðri leið með að eyðileggja húsbréfakerf- ið. Þaö sést best á því að vegna lágs brunabótamats hefur fjöldi fólks ein- ungis fengið lánað 40-45% af kaup- verði eigna í húsbréfum en ekki 65-70% eins og lög gera ráð fyrir, jafnvel þótt fólk hafi haft til þessa greiðslugetu. Þannig er fólki beint í miklu mæli í dýrari lán í bankakerf- inu. Tryggingavernd vegna brunatjóns Efnahags- og viðskiptanefnd Al- „Lögboðnar brunatryggingar og grundvallarregla í vá- tryggingarétti gera ráð fyrir að tjónþoli eigi að vera jafnsettur fyrir og eftir brunatjón. Fasteignamat ríkis- ins hlýtur að bera ríka ábyrgð ef matsgerðin er of lág og með því sé verið að skapa falska tryggingavernd. “ þingis hefur falið lögfræðisviði Al- þingis að skoða hvort breytingar verði á þeirri tryggingavemd sem brunabótamatið á að veita frá því Vistvænt og sjálfbært Þessi hugtök eru mikið notuð en illa skilgreind og syngur þá hver með sínu nefi. Sjálfbær fiskveiði er þekktasta dæmiö en þá er átt við veiðiálag sem tryggir varanlegan há- marksafrakstur fiskstofns sem þannig helst í jafnvægi tU frambúðar. Hins vegar er sóknin sjálf mjög mismun- andi „sjálfbær" ef tekið er mið af orkunotkun og veiðikostnaði öllum svo ekki sé minnst á brottkast. Þá kemur önnur mynd í ljós. Smábátar (undir 10 t) sem sækja stutt á heima- mið, nota minnst eldsneyti miðað við hvert kíló af afla. ísfisktogarar eyða þrefalt meiri orku og frystitogarar fimmfalt meira en smábátar. Ef oliuverð tvöfaldast, sem er þó ólíklegt í bráð, kostar eldsneyti frysti- togara um 60 kr. á hvert hráefniskíló miðað við núverandi veiðimynstur, en það myndi augljóslega setja rekstr- inum þröngar skorður; þó er sú orka ótalin sem fer í smíðar og viðhald skips og búnaðar. Þessi veiðimáti er mjög orkufrekur „lúxusbransi“ i Kjallari - Jr g Igr #.,2£*s Jónas Bjarnason efnaverkfræöingur „Þegar rætt er um notkun vetnis sem eldsneytis eða orkumiðlara á bíla verður að taka einnig tillit til allr- ar orkunotkunar til fjárfestinga og reksturs. Ef grunnorka (olía, kol, gas) hœkkar í verði, hœkkar allur rekstrarkostnaður í tœkniiðnaði einnig. “ framleiðslu verðmætra af- urða; hann getur verið hættulegur að þvi leyti til, að hinn hái rekstrarkostn- aðar getur valdið tilhneig- ingu til að íleyta rjómann ofan af því sem kemur um borð; starfsemin er ósjálf- bær og mjög óvistvæn. Orkuverð alls staðar undirliggjandi Þegar nánar er að gáð kemur í ljós að orka, jarð- efnaeldsneyti aðallega á Vesturlönd- um, drífur áfram mestan hluta at- hafnasemi manna, akstur farartækja, matvælaiðnað, hitun húsnæðis, efna- framleiðslu, framleiðsluiðnað og efna- hagsstarfsemi í viðum skilningi. í þró- unarlöndum er það sólin sem drífur nánast allt með vexti matvæla. Mjög dýr varningur eins og hátækjiibúnað- ur kostar mjög mikla orku ef allt er tínt til. í mörgum tilvikum endurspeglar verð á varningi einnig orkukostnað við framleiðslu hans og dreifmgu. Þess vegna felst orkunotkun í ílug- véla- og frystitogararekstri, fyrir utan eldsneytið sjálft, einnig í málmvinnsl- unni, hönnuninni, tilraununum, launakostnaðinum o.s.frv. Þetta er augljóst ef rýnt er í samband orku- verðs og vísitalna í hagkerfum þjóða. Þegar rætt er um notkun vetnis sem eldsneytis eða orkumiðlara á bíla verður að taka einnig tillit til allrar orkunotkunar til fjárfestinga og rekst- urs. Ef grunnorka (olía, kol, gas) hækkar í verði, hækkar allur rekstr- arkostnaður í tækniiðnaði einnig. Þótt margir séu skotnir í vetni vegna þess að það mengar ekki á notk- unarstað, er sú leið nú um tvisvar til þrisvar sinnum dýr- ari en notkun dísilvéla. Ef olía og kol hækka þrefalt í verði, verður vetnisleiðin áfram ca tvisvar sinnum dýrari; hún verður hvergi nærri vistvæn. Skýringin er sú að vetni hefur herfilega vonda geymslueigin- leika og allur tæknibúnaður kostar orku og mengun í fram- leiðslulöndunum. Litiö til landbúnaðar Skemmtilegt viðtal var haft nýlega við ungan vísindamann um velferð dýra í tengslum við vaxandi kröfur um framleiðsluafköst í landbúnaði. Hann sagði að sauðfjárræktin væri mjög sjálfbær, en það orkar tvímælis því hvert kíló lambakjöts þarfnast einnar oliueiningar (eldsneyti og áburður); það er 25% nýting orku miðað við vetr- arfóðrun stofníjár. Á sumrin gengur féð til beitar aðallega á óræktuðu landi, en gróður er víðast hvar í vörn eða í afturfor. Starfsemin er því ekki vistvæn né sjálfbær þvi hún kostar mikla aðflutta orku og veldur umhverf- isspjöllum. Lýsingarorðið vistvænn er tæpast tO nema í miðstigi, þ.e. eitthvað er vistvænna en annað. Það er illa búið að vísindamönnum á íslandi. Þeir hafa bara vettvang meðal jafningja til að viðra niðurstöð- ur sínar og fá viðurkenningu. í stjórn- kerflnu eru „kúnnar" eða móttakend- ur niðurstaðna oft aðilar sem hafa ekki áhuga á niðurstöðum ef þær eru álitnar vondar. HagsmunaaðUar, t.d. í landbúnaði, hafa ekki áhuga á þeim rannsóknum sem sýna að gróður er í afturför í landinu. Jónas Bjarnason Spurt og svaraö Ertu sammála því að tekið verði 20 mittjarða króna lán til að greiða niði Gudjón Ármann Eyjólfsson, skólastjóri Stýrimannaskólans: Gœta sjálfstœðis þjóðarinnar „Ég held að það þurfi að fara mjög varlega í slíkar lántökur. Þetta eru náttúrlega mjög stór- ar tölur en ef þetta stöðvar verðbólguþróunina i landinu þá er kannski verjandi að gera þetta, en að mjög yfirveguðu ráði. Ef þetta stöðvar verð- bólguþróunina í landinu að mati hagfræðinga þá er þetta tU þess vinnandi. Ég minni á að það verður borga skuldimar, líka þessa 20 milljarða króna ef það lán verður tekið. Er búið að reikna út vaxtabyröina? Skuldir íslendinga hafa alltaf verið í hærri kantinum og ef við ætlum að gæta sjálfstæðis okkar sem þjóðar verðum við að gæta þess að spenna bogann ekki of hátt.“ Jón Bjamason, þingmadur VG: Alvarleg sjúk- dómseinkenni „Viðskiptahallinn og skulda- staðan erlendis eru hin alvar- legu sjúkdómseinkenni rangrar stefnu í efnahagsmálum og þá feUur gengiö fyrr eða síðar. Ríkið hefur greitt niður innlendar skuldir á síðustu árum eins og fjármálakerfi landsins hefur þolaö. Erlendar lántökur til að greiða niður innlendar skuldir er eins og sprauta af morfíni. Þegar áhrifm dvína elnar sjúklingnum sóttin með auknum þunga á ný. Það er dapurt ef ASl hefur þetta til málanna að leggja. Við þurfum tU framtíðar aukinn jöfnuð í samfélaginu og efla útflutningsatvinnuvegina en ekki prenta fleiri innstæðulausa seðla.“ Guðmundur Hállvarðsson, þingmaður Sjálfstœdisflokks: Frekari rök verkalýðsforystu „Mér finnst að það þurfi að koma frekari rök frá verkalýðs- forystunni fyrir þessu og frek- ari tölulegur útreikningur á hagkvæmninni, meiri en við höfum séð nú þegar, og áður en ég svara þessu játandi. Ég tel að við þurfum að skoða hvaða önnur áhrif þetta hefur heldur en aðeins styrkingu á krónunni. Hvaða efnahags- legu áhrif hefði þetta í víðara samhengi. Hafa aörir þættir hins viðskiptalega umhverfis verið skoðaðir ef þetta yrði gert?“ sem var fyrir breytinguna. Einnig á lögfræðisvið að svara þeirri spurn- ingu hvort ríkið væri skaðabótaskylt ef til brunatjóns kæmi og tjónþolar væru ekki jafnsettir fyrir og eftir brunatjón. Lögboðnar brunatryggingar og grundvallarregla í vátryggingarétti gera ráð fyrir að tjónþoli eigi að vera jafnsettur fyrir og eftir bruna- tjóii. Fasteignamat ríkisins hlýtur að bera ríka ábyrgð ef matsgerðin er of lág og með því sé verið að skapa falska tryggingavemd. Ekki síst i þeim tilvikum þar sem stofnunin hefur eftir lagabreytinguna 1999, sem heimilaði að taka tillit til af- skrifta, hækkað verulega brunabóta- matið og nú er af þessari sömu stofn- un skyndilega lækkað aftur um margar milljónir. Áður en Alþingi sleppir hendi af málinu verður Fasteignamat ríkisins og tryggingafélögin að sýna þaö svart á hvítu að þeir sem lenda í brunatjóni verði jafnsettir fyrir og eftir tjón bæði að því er varðar stærð, gæði og verðmæti eignarinn- ar. Sömuleiðis verður ríkisvaldið að falla alveg frá því að miða lánavið- skipti við brunabótamat. Jóhanna Sigurðardóttir mim Ummæli Logandi landshluti „Suðm’land logaði í brennivínsóeirðum alla helgina. Og þá riQaðist þetta upp: Fyrir nokkrum vikum reið mikil alda hneykslunar og vandlæt- ingar yfir samfélagið vegna meintrar misnotkunar á börnum í auglýsinga- skyni. Harðorðar ályktanir bárust frá félögum, greinar birtust í blöðum og svo framvegis og svo fór að auglýsingin sem uppnáminu olli var tekin úr umferð. Þetta var bjórauglýsing sem þóttist ekki einu sinni vera pilsnerauglýsing. Hún sýndi nokkra stráka með trésverð og leikur þeirra berst inn í garðinn hjá brjáluðu konunni, minnir mig. Þetta er minning. Því nú kemur klipp. Við sjá- um að þetta eru sömu mennirnir og skiljum á augabragði að hér eru æsku- vinir að rifja upp skemmtilegar minn- ingar úr bernsku. Bjór er þarna settur í samband við leiki bernskunnar, sak- leysi hennar, tímaleysi og litlu stórtíð- indin, Paradís bernskunnar. Og það er ófyrirgefanlegt." Guömundur Andri Thorsson á pressan.is. Skylda stjórnvalda „Samkvæmt lögum um tóbaksvamir sem gilt hafa allt frá árinu 1996 er bannað að selja börnum og unglingum tóbak. Á undanfórnum árum hafa kannanir ítrekað sýnt að því miður heyri það til undantekninga að útsölu- staðir tóbaks hafi virt þetta ákvæði tó- baksvarnarlaganna og á milli 70 og 80% útsölustaða tóbaks hafa selt börn- um og unglingum tóbak. Eitt af lög- bundnum hlutverkum heilbrigðis- nefnda sveitarfélaganna er að hafa eft- irlit með að lögum þessum sé fylgt og þeim ber ótvíræð skylda til að grípa til aðgerða vegna þeirra útsölustaða sem staðnir eru að ólöglegri sölu tóbaks til barna og unglinga." Hrannar B. Arnarson á kreml.is. vNKSSeÉMvAN P\SL BV lRi?UKe nuoif. Sepvice^ Tilgangslaust óðagot Bragi Bergmann, Fremri-kynningarþjónustu: Áhrifin á efna- ^ hagslífið „Ég tel það eðlilegt að þessum hugmyndum sé ekki hafnað umyrðalaust, þessar tillögur ASÍ verði skoðaðar frekar og hvaða áhrif þær koma til með að hafa á efnahagslífið og gengi krónunnar sem má alls ekki við því að veikjást meira en orðið er. Hugmyndin er alls ekki út í hött, en það verður að skoða þessar tillögur al- veg gríðarlega vel áður en ákvörðun um lántöku verður tekin. Ef þetta er leið til þess að styrkja gengi krónunnar, kemur þetta sterklega til greina. En ef þetta verður til þess að veikja gengi gjaldmiðilsins, segi ég nei við tillögum miðstjórnar ASÍ.“ Ekki hendir það oft í erli dagsins að þakklátt bros ókunns samferðamanns ylji manni um hjartarætur. Það henti þó á svo ólíklegum stað sem við kassa i stór- markaði á annatíma undir vikulok. Á undan sögu- manni var kona með stóra körfu af vörum sem áttu að duga heimili hennar næstu vikuna. Varla þurfti að geta sér þess til að hún væri að ljúka vinnuvikunni úti í bæ og heima biðu heimilis- störfin. Verslunarferðin lendir þarna á milli og var ekki laust við að armæðusvipur hvildi yfir konunni. En kassastúlkan var í fullu fjöri og þeysti vörunum yfir verðlesarann og hrúgaðist vikuforðinn upp hinum megin við kassann. Skrifað var upp á krítarkvittunina með eldingar- hraði og svo var hamast við að tína varninginn í pokana. En það gekk ekki hraðar fyrir sig en svo að varn- ingur næsta manns hentist yfir hauga viðskiptavinarins á undan, sem var flaumósa að reyna að hafa undan að forða sínu góssi í plastpok- ana. Þá gerðist undrið Svona uppákoma er svo hvers- dagsleg og almenn að vart er tekið eftir henni lengur. En nú brá eitt fórnarlambið út af vana sínum og gerði ofboðið að umtalsefni. Af- greiðslustúlkan var beðin að hægja ofurlítið á sér og konan sem var að útrétta milli úti- vinnu og heimilisstarfa leit upp úr öllu fuminu, sakbund- in á svip fyrir að hafa ekki undan. En þá gerðist undrið. Mað- urinn sem átti vörurnar sem ruddust yfir illa pokaðan haug konunnar bað hana vin- samlegst að taka lífinu með ró. Honum lægi ekki svo mik- ið á að honum gæfist ekki tími til að bíða á meðan hún pakkaði niður sínum viku- forða og kæmi honum undan áður en næsta flóð skylli yfir. Mæðusvipurinn hvarf eins og dögg fyrir sólu og þakklátt bros færðist yfir andlitið og sá sem truflaði vinnureglur kassastúlkunnar var ekki síð- ur ánægður innra með sér og þóttist enda vel hafa gert, þótt í litlu væri. Oddur Olafsson skrifar: eyðandi á frásögn af svo ómerkilegum atburði sem að framan er lýst. En hann kann að vera eftirtektar- verðari en sýnist í fljótu bragði. Hraðinn og óðagotið á mörgum sviðum nútíma- lífs er komið á það stig að engu er likara en að mann- skepnan sé að reyna að fara fram úr sjálfri sér í kapp- hlaupi við tímann sem alltaf hefur betur þegar upp er staðið, eða öllu heldur þegar út af er lagst. En tíminn er ávallt afstæður. Eft- irreksturinn við kassa stórmarkaða er í öfugu hlutfalli við þann óratima sem viðskiptavinurinn fær til að valsa um í allsnægtunum og tína í körfumar sem eru belgmiklar og taka lengi við. Það er í þágu kaup- mannsins að verslunin taki sem allra lengstan tíma því þá eru meiri líkur á að margur óþarfinn lendi í körfunni en þegar viðdvölin er stutt. En þegar verslun er lokið og að því kemur að borga og pakka niður, þá er settur á ofboðshraöi til að losna sem allra fyrst við viðskipta- vininn út úr versluninni. Kaupmenn gera sér enga grein fyrir hvað þetta háttalag er óþægilegt og jafnvel fyr- irkvíðanlegt að lenda í. Ekki er við fólkið á kössunum að sakast. Það hlýðir aðeins fyrirskip- unum verslunarstjóranna sem fara að óskum sinna yfirboðara um vinnubrögðin. Ef óþarflega langar biðraðir myndast við kassa stór- markaðanna er það aðeins um að kenna vondu skipulagi og vitlausum áherslum í verkstjórn. Dýrmætiö sanna Ofboðið i kapphlaupinu mikla við tímann veldur undantekningarlítið meira tjóni en nemur ímynduðum ávinningi. Streitan eykst og heilsan, líkamleg sem andleg, versnar. Þaö dæmi sem hér er tekið er aðeins brot af þeim eftirrekstri og meðfylgjandi áreiti sem er hluti af daglega lífinu. Kappaksturinn í umferðinni og veiklunarkenndur framúrakstur er hlutskipti ökumanna sem aldrei geta komið sér saman um hvað sé eðlileg- ur ökuhraði. Umferðarlög breyta þar engu um. Svo aftur sé vikið að því verklagi sem kassafólkinu í stórmörkuðum er gert að hlíta skal mjög dregið í efa að afgreiðsla gangi fljótar fyrir sig með svona djöfulgangi eða að það stuðli að neins konar hagkvæmni. Það er aðeins viðskiptavininum til ama og versluninni til skammar. Þótt þakklátt bros í amstri dagsins teljist seint vera efnahagslegur ávinningur er það samt meira virði en fullar og rúmgóðar matarkörfur sem hent er með heiftarhraði í við- skiptavininn þegar hann er búinn að borga. Þess vegna er dýrmætt að draga aðeins úr hraðanum. - Það liggur ekki svona mikið á. Mlðstjórn ASÍ leggur til aö ríkiö taki 15 til 20 milljaröa króna lán til greiöa niöur innlendar skuldir ríkissjóös til aö efla krónuna og draga úr veröbólgu. Aö fara fram úr sjálfum sér Vel má samsinna því að ekki sé prentsvertu og pappír „En tíminn er ávallt afstœður. Eftirreksturínn við kassa stór- markaða er í öfugu hlutfalli við þann óratíma sem viðskipta- vinurinn fœr til að valsa um í allsnœgtunum og tína í körf- umar sem eru belgmiklar og taka lengi við. “

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.