Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2001, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2001, Blaðsíða 2
2 Fréttir FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 2001 DV Engin áform um að breyta sölureglum ríkisjarða: Dæmi um tífalt lægra verð til ábúenda - en í utboði a frjalsum markaði Lágt verð til ábúenda Hægt er aö fá ríkisjarðir á góöu veröi ef menn hafa búiö þar í þaö minnsta tíu ár. Mikill fjöldi ríkisjarða er enn á sölu- lista ríkisins. Þó hægt virðist miða í sölunni þá hafa undanfarin misseri verið að seljast jarðir og sumar á mjög háu verði. Fjöldi ríkisjarða í ábúð hef- ur þó selst á umliðnum árum á mun lægra verði en ætla má að fengist hefði fyrir þær i útboði. Samkvæmt upplýs- ingum frá landbúnaðarráðuneytinu eru engin áform uppi um að breyta reglum í þá veru að skylt verði að bjóða út sölu allra ríkisjarða. Dæmi um jörð sem gott verð fékkst fyrir er Kvoslækur í Fljótshlíð sem seldist í vor á 24,5 milljónir króna í endurútboði. Á sama tíma hefur DV dæmi um jarðasölu á svipuðum slóð- um til ábúenda á tvær milljónir, eða sem nemur minna en einum tíunda af verði Kvoslækjar. Þar er um að ræða sölu til fyrrverandi ábúanda sem kaup- ir jörðina á grundvelli 38. greinar jarðalaga. Samkvæmt lögunum er ábú- Fimm vetra graðhestur, Hvati frá Hjalla, gerði sér lítið fyrir og synti yfir Þjórsá á mánudagskvöldið. Hvati fór yfir ána rétt norðan Þjórsárbrúar en áin er illfær og mjög straumþung á þeim slóðum. „Það er nánast óskiljanlegt hvemig klárinn komst heilu og höldnu yflr. Mér þykir ekki ólíklegt að hann hafi rennt hýru auga til meranna hin- um megin árinnar," segir Einar Magn- ússon, tamningamaður og reiðkennari að Þjótanda í Djúpárhreppi, en hestur- inn er í umsjón hans. “Dvalargestir í sumarbústað skammt frá sáu til hestsins og gerðu bóndanum á Króki viðvart. Hann fór þegar i stað á vettvang og varð vitni að því þegar hest- urinn kom upp hinum megin árinnar. Honum leist ekki á blikuna á tímabili og taldi að hesturinn myndi ekki hafa endum sem búið hafa í tíu ár eöa leng- ur.heimilt að kaupa ábýlisjarðir sínar. Þá er skylt að leggja fram meðmæli Lét sig vaöa í* Þjorsiy og synti á haf út Svaðilför Fyrir skömmu var sagt frá ótrúlegum flótta hests frá Sandhólaferju. það yfir dýpsta álinn. En upp kom hann,“ segir Einar. jarðanefndar og viðkomandi sveita- stjómar. Mörg dæmi em um slík kaup ábúenda á rikisjörðum á liðnum árum. Fyrir skömmu sagði DV frá annarri svaðiifór hests á sömu slóðum. Þar var á ferð átta vetra ótaminn hestur sem strauk frá Sandhólaferju, lét sig vaða i Þjórsárósana og synti á haf út. Hesturinn náðist skammt ffá Stokkseyri og hafði þá lagt um tíu kílómetra að baki. Einar seg- ir bæði hrossin hafa unnið mikiö þrek- virki - en trúlega hefði sund Hvata á mánudagskvöldið verið mun erfiðara. Að sundi loknu var Hvati settur í hús og síðan skoðaður af dýralækni. „Það amaði ekkert að honum og greinilegt að klárinn er mesta hörkutól," segir Einar. Eigandi Hvata er María Höskulds- dóttir. Henni kom sund hestsins ekki á óvart. Hún segir hestinn af kyni sem sé þekkt fyrir óbilandi sjálfstraust og vilja. „Hann sver sig í ættina og býr yfir ótrú- legum jámvilja. Amma hans, Svala frá í báðum tilvikum er í raun aðeins um kaup á landi að ræða. Þess má geta að Kvoslækjarjörðin var með nánast verðlausum mannvirkjum en í hinu tilvikinu átti ábúandi húsin sjálfur. Tilgangur jarðarlaga er samkvæmt 1. gr. að tryggja að nýting lands utan skipulagðra þéttbýlissvæða sé eðlileg og hagkvæm frá þjóðhagslegu sjónar- miði og að eignarráð á landi og búseta á jörðum sé í samræmi við hagsmuni sveitarfélaga og þeirra sem landbúnað stunda. Samkvæmt upplýsingum iandbún- aðarráðuneytis ákvarða matsmenn Ríkiskaupa alltaf verð jarða þegar ráðuneytið selur á þennan hátt. Engin áform era uppi um aðbreyta reglum um sölu ríkisjarða þó ljóst sé að í mörgum tiifellum mætti fá mun hærra verð með útboði. Hefur þetta fyrir- komulag gilt síðan jarðalög nr. 65 frá 1976 tóku gildi. -HKr. Hvati frá Hjalla Hildur Öder Einarsdóttir á baki. Viö hliö hennar stendur faöir hennar, Einar Öder Magnússon. Heiðnabergi, var til dæmis þekkt fyrir að synda fylfull yfir straumþungt fljót, rétt áður en hún kastaði," segir María Höskuldsdóttir. -aþ Ótrúlegt þrekvirki graðhests sem synti yfir straumþunga Þjórsána: Renndi hýru auga til meranna Nýtt svæðisskipulag kynnt til 2024: Höfuðborg með grænan trefil - íbúum f jölgi um 60 þúsund I gær var kynnt svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins sem gilda á til ársins 2024. Þar er gert ráð fyrir að íbúum höfuðborgarsvæðisins fjölgi um 60 þúsund á tímabilinu, íbúðum fjölgi um 32 þúsund og störfum fjölgi um 35 þúsund. Skipulagstillagan gerir ráð fyrir að alls þurfi tæplega 1.600 hektara landssvæði undir nýja byggð á höf- uðborgarsvæðinu til ársins 2024. Þá er ráðgert að þétta megi núverandi byggð með byggingu sjö þúsund íbúða. Árið 2024 er gert ráð fyrir að sam- fellt þéttbýli verði orðið á milli Mos- fellsbæjar í norðri og suðurfyrir nú- verandi byggð í Hafnarfirði. Stefán Hermannsson, borgarverkfræðing- ur og formaður samvinnunefndar sveitarfélaga á höfuðborgarsvæð- inu, segir menn gera ráð fyrir að íbúaþróunin á íslandi verði sú að allt að 70-75% íbúa landsins búi á höfuðborgarsvæðinu en einungis 25-30% á landsbyggðinni. í megindráttum er svæðisskipu- lagið í sex liðum. Þar er m.a. að byggðaþróun taki tillit til náttúru- legs landslags eins og kostur er. Að nýbyggingarsvæði verði skipulögð með mikinn hreyfanleika fólks í huga, bæði með einkabílum og al- menningsvögnum. Að uppbygging Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðis kynnt Fulltrúar í samvinnunefnd sveitarfélaga á höfuöborgarsvæöinu voru bara nokkuö lukkulegir meö skipulagshugmyndinrar á fundinum í gær. og viðhald meginumferðar verði í samræmi við fyrirsjáanlega fólks- fjölgun. Að almenningssamgöngum verði ætlaður stærri hlutur í sam- göngukerfinu og fái forgang í um- ferðinni. Að íbúum skuli tryggt full- nægjandi framboð einkaþjónustu og opinberrar þjónustu ásamt góðu að- gengi að útivistarsvæðum. Að varð- veita skuli og endurbæta hið græna bakland byggðarinnar. Þar er gert ráö fyrir eins konar byggðaflekum með grænum geirum á milli. Þá tala menn um „grænan trefil“ sem marki byggð og náttúruna í kring- um höfuðborgarsvæðið. -HKr. Mengunarskýrsla Samgönguráð- herra, Sturla Böðv- arsson, boðar til blaðamannafundar í dag kl. 13.30. Á fúnd- inum verður kynnt ný skýrsla um losun gróðurhúsaloftteg- unda ffá samgöngum sem unnin var af starfshópi samgöngu- ráðuneytis og Vegagerðar. Máliö í höndum saksóknara Rannsókn á ætluðu vændi í kring- um rekstur nektardansstaðarins Bó- hem er komin til lögfræðideildar Reykjavíkurlögreglu, en þar verður tekin ákvörðun um hvort ákært verð- ur í málinu. - Fréttablaðið greindi frá. Hækkun á eggjum Ákveðið hefur verið að hækka við- miðunarverð á eggjum um 12 prósent að því er fram kom í fréttatilkynningu ffá egggjaframleiðendum. Viðmiðunarverð á eggjum hefúr verið óbreytt í 7 ár. Bréf deCODE féllu Gengi bréfa deCODE féllu um rúm- lega fiögur prósent eða um 0,35 stig á Nasdaq-verðbréfamarkaðinum í gær. Við lokun markaða stóð gengið í 8, en 70 þúsund hlutir skiptu um hendur í gær. Hugbúnaöarsamningur íslensk erfðagrein- ing hefur gert samn- ing við bandaríska fyrirtækið Applied Biosystems (ABI) um sölu á hugbúnaði og samtengingu á hug- búnaði íslenskrar erfðagreiningar og tækjabúnaði ABI á sviði arfgerðar- greiningar og greiningar erfðaefnis mannsins. Ljósleiðari slitnaöi Ljósleiðarinn shtnaði á Akranesi um kl. 15.30 i gær. Truflanir eru á farsíma- kerfunum og gagnaflutningum á Vestur- landi og vora um tíma einnig á Vest- fiörðum og Norðurlandi vestra. Hafði það m.a. þau áhrif að boðunarkerfi slökkviliðsins á Isafirði varð óvirkt. Engar heitavatnsboranir Að sögn Kristjáns Haraldssonar, fram- kvæmdastjóra Orku- bús Vestfiarða hf., var tveim tilboðum í borun tilraunaholna eftir heitu vatni á sunnanverðum Vest- fiörðum hafnað. Til- boðin sem bárast í verkið vora nær tvöfalt hærri en kostnaðaráætlun. - BB greindi frá. Bryggjuhátíð Búist er við miklum fiölda gesta á Drangsnesi um helgina. Fólk er þegar farið að koma á staðinn til þess að vera á hinni árlegu Bryggjuhátíð sem hald- in verður á laugardaginn, 21. júlí. Bryggjuhátíðin á Drangsnesi er ailtaf á laugardegi sömu heigi í júlí. Sagöi af sér Birgir Guðjónsson læknir hefúr sagt af sér formennsku í heilbrigðisráði Iþrótta- og Ólympíusambands Islands (ÍSl) og segir að lyfiaeftirlit á Islandi sé sýndarmennska og beri að hætta því. - Sjónvarpiö greindi frá. Haldið til haga Á forsíðu DV var ranglega sagt í undirfyrirsögn að ráðuneytisstjóri menntamálaráðuneytisins hefði gefið grænt ljós á að Ámi Johnsen mætti undirrita reikninga í nafni Þjóðleik- húss. Skrifstofustjóri Qármálasviðs menntamálaráðuneytisins var sá er sagður var hafa gefið grænt ljós. -HKr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.