Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2001, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2001, Síða 20
24 Tilvera -v Skrekkur: Ófríö og fúllynd hetja drulluböð og hámar í sig ógeðfelldan mat. Honum líkar einveran vel en skyndilega er friðurinn rof- inn þegar hundruð ævin- týraflgúra birtast á landi hans í kjölfar þess að þær voru bannfærðar úr ríki hins illa lávarðar Far- quaad. Skrekkur er mjög pirraður yfir því að hafa blindar mýs í matnum sín- um og líkkistu Mjallhvítar á eldhúsborðinu og heldur því á fund Farquaad í von um að hann taki bann sitt til baka. Þeir ná samkomu- lagi um að banninu verði aílétt bjargi Skrekkur fógru prinsessunni Fionu, sem er verðandi brúður lá- varöarins, úr klóm eldspú- andi dreka. Skrekkur legg- ur upp í ferðina og í fór með honum er asni með eiga þeir félagar ótrúlegt ferðalag fyr- ir höndum. Það er Draumasmiðjan (DreamWorks) þeirra Spielbergs og fé- laga sem stendur að gerð myndarinn- ar. Ekkert var sparað til að gera hana sem best úr garði og stórkanónur í leikarastéttinni fengnar til að tala fyr- ir persónurnar, Mike Myers talar fyr- ir titilpersónuna Skrekk, Eddie Murphy fyrir asnann, Cameron Diaz fyrir Fíónu prinsessu og John Litgow fyrir ómennið Faarquaad greifa. Hér á landi verður hægt að velja um myndina með ensku eða íslensku tali. Þau sem tala íslensku fyrir aðalper- sónurnar eru Hjálmar Hjálmarsson (Skrekkur), Þórhallur Sigurðsson, Laddi (Asninn), Edda Björg Eyjólfs- dóttir (Fíóna) og Harald G. Haralds (Faarquaad). Skrekkur verður sýndur í Sambíó- unum, Háskólabíói, Laugarásbíói og Nýja bíói, Keflavík. -HK Félagar Skrekkur og ferdafélagi hans, asni meö munnræpu. Á morgun verður frumsýnd ein vinsælasta kvikmynd ársins, teikni- myndin Skrekkur (Shreg). Skrekkur sameinar það sem flestir kvikmynda- gerðarmenn óska eftir, hún hefur fengið frábæra dóma hjá gagnrýnend- um auk þess sem almenningur hefur tekið henni vel. í þeirri miklu flóru teiknimynda sem iitið hafa dagsins ljós á undanfórnum árum þykir Shreg vera frumleg ævintýramynd með hetj- um og prinsessum án þess þó að hetj- an sé eitthvert hugum prýtt prúð- menni. Það verður aldrei hægt að segja um titilpersónuna, Skrekk. Skrekkur er tölvuteiknuð ævin- týramynd frá sömu mönnum og gerðu Antz og grafikin þykir með eindæmum góð. Skrekkur hef- ur hingað til haft það fínt í drungalegri mýri og ., ferþar ./■' ' í sín Skrekkur Tröllvaxin vera sem vill helst vera einn í sínu fúla feni. munnræpu sem ger- ir allt fyrir Skrekk nema þegja * löndum. Myndin ein- kennist af miklum hraða og í henni munu vera hraðasti kappakstur kvik- Driven: Spenniö bílbeltin Kvikmyndin Driven íjallar um fjórar harðsnúnar kappaksturshetj- ur, adrenalín- og hraðafíkla. Jimmy Bly (Kip Pardue) leikur efnilegan en kærulausan nýliða sem er að kikna undan álaginu og kröfunum frá um- boðsmanni sínum og bróður. Ekki bætir úr skák að nýliðinn er með grasið í skónum á eftir Sofiu (Estella Warren) sem er unnusta helsta keppinautar hans á kappakst- ursbrautinni, Beau Brandenburg (Til Schweiger). Kempan Burt Reynolds fer með hlutverk þess sem á kappakstursbíl- inn. Til þess að auka líkur sínar og Jimmy á sigri ræður hann til sín eldri og þroskaðri mann og fyrrver- andi kappaksturskempu sem leikin er af Sylvester Stallone. Joe Tarto (Stallone) þótti á sínum tíma með fremstu mönnum á sinu sviði en lenti í alvarlegu hraðakstursslysi sem hann slapp naumlega frá. Til þess að koma Bly á toppinn þarf Tarto að kljást við drauga fortíðar- innar og púsla saman brotinni sjálfsmynd sinni. Hann þarf einnig að verjast áleitnum spurningum blaðakonu sem er að fjalla um kappakstur sem karlrembuíþrótt og hafa samskipti við fyrrverandi eig- SUZUKI BIL/ Skeifunni 17. Sími 5f ^öðkaupsveislur—Crtisamkomur —- skemmkinir—tónleikar—sýningar — kynningor og fl. og fl. og fi. Risatjöld - veislutjöld.. ..og ýmsir fylgihlutír Ekki treysta á veðrið þegar skipuleggja á eflirminniiegan vtðburð - Tryggið ykkur oa leigið slárt tjald á staðinn - það marg borgar sig. TjöW af öllum slœrðum frá 20 - 700 m*. Leigjum einnig borð og stóla í tjöldin. skáta . niw SKaium u nuimuvem »ími 550 9600 • fox 550 9801 • bis@scout.is Spenna á ofsahraöa / Driven fá áhorfendur aö sjá kappakstur út frá sjónarhorni bílstjóra sem ekur á 240 kílómetra hraöa. inkonu sína sem giftist ofjarli hans á kappakstursbrautinni, Memo Moreno - lengi lifir í gömlum glæð- um. Sylverster Stallone er höfundur handrits en hann hlaut á sínum tíma óskarsverðlaunin fyrir mynd- ina „Rocky“ en leikstjóri er Remmy Harlin sem gerði „Die Hard 2“. Driven var tekin á átta mánuðum á níu kappakstursbrautum í fimm myndasögunnar og myndskeið frá alvöru kappakstri. Auk spennandi keppnisatriða fá áhorfendur að sjá akstursbrautina út frá sjónarhorni bílstjóra sem æðir áfram á tvö hundruð og fjörutíu kílómetra hraða á klukkustund. Driven verður frumsýnd á morg- un í Kringlubíói, Regnboganum og Nýja bíói í Keflavík og Akureyri. -Kip FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 2001 I>V msMsm Bridget Jones’s Diary ★★★* Bridget Jones er persóna sem skríöur beint inn í hjartaö á manni og maður bæði hlær og finn- ur til með henni. Handritiö er eins og best veröur á kosiö: bæði hnytt- ið og rómantískt og það er ekki nóg meö að aðalpersónurnar þrjár séu vel úr garði gerðar, með þeim er heill hópur af vel heppnuðum og vel leiknum aukapersónum, nokkuð sem aðeins virðist geta gerst í breskum myndum. -SG Tilisammans ★★★ Lukas Moodysson leikstýrði Fucking Ámál. Tillsammans er ekki eins áhrifamikil eðao eins þétt kvik- mynd og Fucking Ámál án þess hún valdi vonbrigðum. Um er að ræða skemmtilega úttekt á frjáls- lyndi í lok hippatímabilsins á átt- unda áratugnum og hvaða áhrif skoðanir og gerðir foreldra hafa á börnin sem þau ala upp í umhverfi sem þau eru ekkert sérlega hrifin af. -HK One Night at McCools ★★* Að mörgu leyti óvenjulega skemmtileg gamanmynd/film noir. Handritið vel skrifað að mestu en dettur pínulítið ofan í of mikil smartheit á köflum. Þrjá sögur karla sem falla fyrir glæsilegri stúlku, sögur sem fléttast saman, þannig aö stundum kemur sama atriðið oft fyrir frá mismunandi sjónarhornum. Liv Tyler fær tæki- færi til að leika sama atriðiö sem engill, húsmóöir eða hóra - sem hún gerir nú bara prýðilega. -SG Along Came a Spider ★★ Morgan Freeman endurtekur úr Kiss the Girls og satt best aö segja bjargar hann miklu með yfirveguð- um leik í mynd sem er flöt þegar haft er í huga hversu áhugaverðar persónurnar eru og söguþráðurinn flókinn. Á móti kemur að leikstjór- inn, Lee Tamahori (Once Were Warriors), er fagmaður og góð kvik- myndataka og klipping, ásamt tón- list sem passar vel við efniö, skapar spennuþrungið andrúmsloft sem fleytir myndinni áfram og gerir hana að afþreyingu sem er þess virði að eyða kvöldstund yfir. -HK Memento ★★★★ Sumar myndir eru svo góðar aö þær fara með manni út úr kvikmyndahúsinu. Góð dans- mynd gerir mann léttan í spori, góð gamanmynd getur spriklað í manni heilan dag og góðir þrillerar skilja mann eftir óöruggan og spenntan og Memento gerir það svo um munar. Pálminn fer til leik- stjórans og handritshöfundarins Christophers Nolans sem vefur sögu áreynslulaust úr nútíð í fortíð í nútíð þannig að allt gengur upp og enginn laus endi sem situr eftir eins og vont bragð í munni. -SG Spy Kids ★★★ Robert Rodriguez er heldur betur búinn að skipta um gír í Spy Kids, laufléttri og skemmtilegri fjöl- skyldumynd þar sem honum tekst að skemmta öllum fjölskyldum.eö- limum á hvaða aldri sem þeir eru. Spy Kids er alveg laus viö sykur- sætan söguþráö sem oftar en ekki einkennir fjölskylduvænar kvik- myndir Myndin er stórfenglegt sjónarspil tæknibrellna og fyndinna atriða í samanþjappaðri atburðarás sem svíkur engan. -HK Vegurinn heim ★★★ í nýjustu kvikmynd Zhang Yimou er engin Gong Li, heldur hefur Yimou fundið unga leikkonu, Zhang Ziyi, til að leika aðalhlut- verkið, unga stúlku sem finnur hina einu sönnu ást. Ziyi er hjarta myndarinnar, einstaklega gefandi í öllu sem hún gerir og er eftirminni- legust í annars frekar látlausri kvik- mynd frá Yimou. Vegurinn heim er ekki í hópi bestu kvikmynda Zhang Yimou en er samt sem áður falleg og Ijúf kvikmynd. -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.