Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2001, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2001, Qupperneq 6
.6 FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 2001 I>V Fréttir Bílstjóri rútunnar sem hafnaði í Hólskíl fyrir héraðsdómi Vesturlands: Sýknaður af öllum ákæruatriðum - mikill léttir, segir Steingrímur Guðjónsson „Þetta er aö sjálfsögðu mikill léttir. Það er ár síðan slysið varð og sá tími hefur verið afskaplega erfíður. Mögu- leiki saksóknara til áfrýjunar er til staðar og málinu því kannski ekki lokið,“ sagði Steingrímur Guðjónsson sem í gær var sýknaður fyrir Héraðs- dómi Vesturlands vegna rútuslyssins við Hólskíl á Hólsfjöllum fyrir ári. Slysið varð með þeim hætti að rútu- bifreið, sem Steingrímur ók, með 30 erlenda ferðamenn innanborðs, fór út af brúnni við Hólskíl þann 16. júlí á síðasta ári. Rútan valt ofan í ána og við það köstuðust farþegar til í bíln- um; ellefu slösuðust og einn farþegi lést af völdum áverka sem hann varð fyrir. Gáleysi þykir ósannað Ríkissaksóknari höfðaði mál á hendur bílstjóranum fyrir brot á um- ferðarlögum og almennum hegningar- lögum. Honum var gert að sök að hafa ekið rútunni of hratt miðað við að- stæður og án nægjanlegrar aðgæslu. Bílstjórinn var sem fyrr segir sýkn- aður í máiinu og segir í niðurstöðu dómsins að slysið hafi að langmestu leyti orðið vegna aðstæðna sem DV-MYND SIGURÐUR BOGI Rútuslysiö viö Hólskíi Einn farþegi lést og ellefu slösuöust þegar rútan fór út afbrúnni og hafnaði í ánni. DV-MYND DVÓ Steingrímur Guöjónsson var sýknaöur í gær Hann segir síðastliöið ár hafa verið skelfilega erfitt. Sýknudómurinn í gær hafi því verið mikill léttir. Steingrímur var sýknaður af öllum ákæruatriðum en honum var meðal annars gefiö að sök að hafa ekið of hratt á brúna þar sem slysið varð og ekki sýnt nægilega aögæslu. Hér sést Steingrímur ásamt dóttur sinni Silju Eyrúnu. ákærði sá ekki fyrir og mátti ekki gera sér grein fyrir. Ósannað þykir að ákærði hafi ekið svo gáleysislega yfir brúna að varði við hegningarlög. Að mati dómsins er brúin óvenjulega mjó af einbreiöri brú að vera. Ákærði hafi verið að fara um veginn í fyrsta sinn og hafi því ekki getað vitað hversu varasöm brúin er. Sjónskerðing metin Dómurinn telur hins vegar ekki útilokað að sjónskerðing ákærða á vinstra auga eigi einhvem þátt í slys- inu. Ekki sé ágreiningur um að skil- yrði til útgáfu meiraprófsskírteinis hafi ekki verið til staðar. Að mati dómsins verði ákærða ekki gefið þetta að sök enda hafi hann öllu leyti staðið löglega og heiðarlega að umsókn sinni um ökuréttindi. Þá telur dómurinn að ekki hafi ver- ið sannað að ákærði hafa brotið gegn varúðarreglum og beri aö sýkna hann fyrir brot á þeim ákvæðum og enn fremur kröfu ákæravaldsins um sviptingu ökuréttar. Sigriður Friðjónsdóttir saksóknari sótti málið en dóminn kváðu upp Finnur Torfi Hjörleifsson, héraðsdóm- ari og dómsformaður, auk meðdóm- endanna Gísla V. Halldórssonar og Steins Hermanns Sigurðssonar. Sakar- kostnaður greiðist úr ríkissjóði. -aþ Snjóleysi í Esjunni bendir til hlýindaskeiðs: Engin rök benda til þverrandi Golfstraums Esjan er að verða snjólaus, að- eins litill skafl í Gunnlaugsskarði, en þetta ástand hefur ekki sést síð- an árið 1999 og er mjög óvenjulegt á seinni áratugum, síðast árið 1966. Páll Bergþórsson, fyrrverandi veður- stofústjóri, segir allar líkur á að snjórinn hverfi allur haldist svipuð hlýindi. „Þetta eru niðurstöður af hitafari undanfarinna ára en við höfum haft mildara veðurfar síðan 1990 hér á ís- landi. Hitatölur staðfesta það. Hitafar- ið í höfunum hér norður undan er helsta bendingin um það að við verð- um áfram á mildu skeiði og þegar það hefur einu sinni orðið milt, eins og á Svalbarða og Jan Mayen, má búast við hlýindum eins og á árunum 1930 til 1960, jafnvel hlýrra. Afleiðingamar standa í mörg ár því sjórinn geymir svo vel hitann hér norðm undan. Það geta orðið ófyrirséðar breyting- ar, eins og t.d. tilfallandi meira af inn- streymi úr íshafinu sem mundi kæla sem og sveiflur f Golfstraumnum, en það eru góðar horfm fyrir næsta ár,“ segir Páll Bergþórsson. Það birtist grein í „Nature“ þar sem varaó er vió kólmndi Golfstraumi. Er það ekkert til að óttast? „Þeir spáðu því þar að það mundi heldur kólna hér en sú spá byggir á af- skaplega veikum líkum. Þaö byggist á því að það dregur úr köldum undir- straumi sem kemur á móti Golf- straumnum milli Færeyja og Skotlands á miklu dýpi, eða um 800 metrum. Hann hefúr verið minni nú en undanfarin tíu ár og það túlka höf- undar greinarinnar með því að þá hljóti Golfstraumurinn að minnka líka. Það er afskaplega hæpin röksemd og vísindi," segir Páll Bergþórsson. Páll Bergþórs- son, fyrrverandi veöurstofustjóri. Umsjón: Hörður SCristjánsson netfang: hkrist@ff.is Arni í holu Það er mál manna að frumsamið orðtak forsætisráðherra á þjóðhá- tíðardaginn eigi afskaplega vel við um þessar mund-, ir í máli Árna I Johnsen, þing-1 manns Sunnlend- inga. Reyndar I eigi orðtakið við í sinni grófustu | mynd því þing- maðurinn sé kom- inn það lángt ofan 1 í holuna að hann eigi ekki orðið möguleika á því að komast upp úr henni, því sé eina leiðin fyrir Johnsen að grafa yfir sinn póli- tiska frama til að eiga von... Ekki svefnsamt Sagt er að hellusteina- og BYKO- mál fyrsta þingmanns Sunnlend- inga hafi valdið tortryggni íbúa fjórðungsins út í flestallar verkleg- m ar framkvæmdir í ■ kjördæmi þing- ’ mannsins. Umtal- ið hafi leitt til þess að nú sé Guðna Ágústs- syni landbúnaðar- ráðherra ekki lengur orðið svefnsamt í nýbyggðu húsi sinu við Ölfusárbrú. Þar séu forvitin andlit límd á glugga flestra bíla sem fram hjá aka og margir taki sér orðið krók á hlað ráðherra til að líta hellulagnir og timbur- veggi augum... Ekkert verri! Á vefnum Flateyri.com getur að líta ýmsar gamansögur frá Flat- eyri. Þar er m.a. sagt frá umræðu um borð i skut- togaranum Gylli ÍS sem eitt sinn var gerður út í plássinu. Sýndist mönnum sitthvað um ágæti svert- ingja og var á köflum hart deilt um ágæti þeirra og blöndun við hinn einstaka ís- lenska stofn manna. Sigurði Haf- berg, sem er manna umburðar- lyndastur fyrir fólki af ólikum upp- runa, blöskraði hvernig talað var um hinn litaða kynstofn. Eitt sinn er hann hafði náð sér á flug endaði hann ræðu sína, fullur fyrirlitning- ar á andmælendum sínum, með þessum orðum: „Svertingjar eru ekkert verri en við mennimir,"...! Inn um bakdyrnar Kristinn H. Gunnarsson, þing- flokksformaður Framsóknarflokks- ins, hefur enn ekki hlotið þá veg- semd að fá stól í ráðaherraliði Davíðs, þrátt fyrir tíð mannaskipti. ! Sagt er að hann hafi nú hlotið nokkrar sárabæt- ur og sé kominn bakdyrameginn að borði heilbrigðis- ráðherra. Þegar ráðherraskipti urðu i vetur og Ingibjörg Pálma- dóttir hvarf af þingi og Jón Krist- jánssonar tók við heilbrigðisráð- herraembættinu, var um leið skipt um aðstoðarmann. 1 stað Þóris Haraldssonar, sem hvarf til starfa hjá Kára Stefánssyni, réð Jón Elsu B. Friðfinnsdóttur sem að- stoðarmann sinn. Elsa er vel menntuð í hjúkrunarfræði. Hún hefur starfað sem lektor við Há- skólann á Akureyri frá 1991og veitt heilbrigðisdeild skólans forstöðu í tvö ár. Þá hefur hún gegnt starfi sviðsstjóra á skurðlækningasviði Landspítalans. Sambýlismaður Elsu er hins vegar enginn annar en Kristinn H. Gunnarsson. í heita pottinum velta menn fyrir sér hvort Jón hafi með ráðningunni ekki sett hausinn í gin baldnasta ólátabelgsins í flokknum. Þá hafi hann með ráðningunni styrkt mjög stöðu Kristins sem hefur þótt mjög erfiður í taumi foringjans...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.