Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2001, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2001, Side 24
28 FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 2001 Tilvera I>V lí fiö Lunga á Seyðisfirði Listahátíð ungs fólks, „Lunga“, stendur yfir á Seyðisfirði. Þar una menn sér m.a. við afródans, leikhúsförðun, veggskreytingar og leiklist. Auk þess fer fram hönmmarsamkeppni og tónleikar og dansleikir verða á dagskrá. Hljómsveitimar Sóldögg og Botnleðja koma fram. Hátíðin varir fram á sunnudag. Djass j DJÁSST DEÍGLÚNNÍ Diass:... kvintettinn Jump Monk leikur á Tuborgdjassi í Deiglunni á Akureyri í kvöld. I honum eru saxófónleikararnir Haukur Gröndal og Ólafur Jónsson, Tómas R. Einarsson á kontrabassa, Matthías Hemstock á trommur og Davíö Þór Jónsson á píanó. Á efnisskránni er tónlist samin af píanóleikaranum og tónsmiðnum Thelonius Monk. Tónleikarnir hefjast kl. 21.30. ■ HENTUMYNDIR j HÁSKÓLABÍÓI Þrjár nýjar kvikmyndir, eftir íslenska höfunda, verða sýndar á vegum Rlmundar í Háskólabíói í kvóld. Um er að ræða nýja tegund mynda sem hefur fengið nafnið Hentumyndir. Þar er beitt þeirri aöferö að setja raunverulega atburði í óvenjulegt samhengi og fá þannig nýja sýn á lífiö og tilveruna. Fyrsta myndin er Kyrr eftir Árna Sveinsson. Þar er brugðið upp sérstæðri mynd af stofnunum og mannlífi viö Hlemm. Önnur heitir Friöur. Hún fjallar um venjulegt fjölskylduiíf og laumureykingar. Leikstjóri hennar er Pétur Már Gunnarsson. Þriðja myndin er Lúðrasveit og brú. Þar er fylgst með störfum hljómsveitarstjóra og tónskálds annars vegar og brúarsmiðs hins vegar. Höfundur hennar er Böövar Bjarkf Pétursson. Sýningin byrjar kl. 22.30. ■ PAUL ARMAND GETTE í UOSAKLIFI Franski myndlistar- maðurinn Paul Armand Gette sýnir í Ljósaklifi sem er á vernduðu hraunsvæði viö sjóinn vestast í Hafnarfirði. Sýning hans nefnist Mind the volcano! - What volcano? Nafnið er tilvitnun í skáldsögu Lewis Carroll, Througt the Looking Glass, sem enn hefur ekki verið þýdd á íslensku. Sýningin er innsetning þar sem fjaran neöan við Ljósaklif og Hekla koma meöal annars viö sögu. Hún stendur til 6. ágúst og er opin daglega frá 14-18. ■ HANS CHRISTIANSEN í EDEN Hans Christiansen hefur opnað 35. einkasýningu sína í Eden í Hveragerði. Þar eru vatnslita- og pastelmyndir sem Hans hefur málað víðs vegar um landið á undanförnum árum. Síðustu forvöð ■ A SLAGINU SEX I LISTAGILI Listsýningum í vinnustofum Aöalheiöar S. Eysteinsdóttur og Jóns Laxdals í Listagilinu á Akureyri lýkur á morgun, 19. júlí, og þar með dagskránni „Á slaginu sex". í dag sér Guöbrandur Sigurlaugsson um dagskrána kl. 18. Hátíðir ■ BARNALEK 2001 Í GRAFARVOGI Barnalek 2001, norrænt þjóödansa- og þjóðlagamót, veröur sett í dag við íþróttamiöstööina í Grafarvogi. í kjölfarið verða ræðuhöld, danssýningar og í lokin dansa allir einn dans frá hverju landi. Sjá nánar: Lífið eftir vinnu á Vísi.is Þekktir vallarstjórar í heimsókn: Hafa umsjón með St. Andrews golfvellinum og Old Trafford DV, AKRANESI:_______________________ Fyrir skömmu voru hér á ferð tveir þekktir aðilar í golfheiminum og knattspyrnuheiminum í boði Samtaka íþrótta- og golfvallastarfsmanna á ís- landi (SÍGl), það er að segja vallar- stjóri Old Course St. Andrews-golfvall- arins í Skotlandi, Eddie Adams, og vallarstjóri Old Trafford-knattspyrnu- vallarins í Englandi, Keith Kent, og komu þeir meðal annars til Akraness. Tilgangur heimsóknar þeirra til ís- Prófar flatirnar Eddie Adams, vallarstjóri á St. Andrews, viö pútt á Garöavelli, Akranesi. Vallarstjórar Taliö frá vinstri: Jóhann Kristinsson, vallarstjóri á Laugardalsvelli, Eddie Adams, vallarstjóri á Old Course St. Andrews, Brynjar Sæmundsson, framkvæmdastjóri Golfkl. Leynis, Hannes Þorsteinsson, formaöur Golfkl. Leynis, Keith Kent, vallar- stjóri á Old Trafford, og Örn Hafsteinsson, vallarstjóri hjá Fylki. lands var að halda fyrirlestur fyrir starfsmenn golfvalla og knattspyrnu- valla jafnt sem áhugamenn um Old Course og Old Trafford. Sögðu þeir frá því hvernig völlunum væri viðhaldið og hvemig þeir tækju á ýmsum þeim 'vandamálum sem þeir þurfa að glíma við til að halda grasinu í sem bestu ástandi. Til að mynda er skuggi og skortur á sólarljósi eitt af stærri vandamálum á stóru knattspyrnuvöll- unum erlendis sem eru umkringdir stúku fyrir áhorfendurna á alla kanta. Að sögn Brynjars Sæmundssonar, framkvæmdastjóra Golfklúbbsins Leynis á Akranesi, kom tvímenning- unum á óvart hvað golfvellirnir sem þeir skoðuðu voru í raun góðir með tilliti til veðurfars á íslandi. Sumir þeirra knattspyrnuvaOa sem þeir skoðuðu voru í misjöfnu ástandi en vitað er að margir af knattspyrnuvöll- um landsins þarfnast venilegra lag- færinga. „Þeir skoðuðu knattspyrnu- völlinn á Jaðarsbökkum sem er í nokkuð góðu ástandi þessa dagana, stúkuna, sundlaugina og þrekæfmga- aðstöðuna og leist mjög vel á. Síðan var þeim boðið í golf á Garðavöll og þar sló Keith sín fyrstu golfhögg und- ir leiðsögn Eddies sem var mjög ánægður með völlinn. Heimsókninni lauk svo í Byggðasafninu Görðum þar sem boðið var upp á hárkarl, snafs og harðfisk að íslenskum sið. Veðrið og aðstæður voru eins og best verður á kosið og fengu þeir góð kynni af iþróttabænum Akranesi. Þeir voru mjög heillaðir af landi og þjóð, það var farið með þá í sleðaferð upp á Langjökul, upp að Gullfossi og Geysi og í Bláa lónið og auðvitað á Fjörukrána í Hafnarfirði þar sem þeir voru svarnir til víkings. Þetta var frá- bær landkynning og munu þeir ef- laust bera góða sögu af þessari heim- sókn,“ sagði Brynjar við DV. -DVÓ Ný íslensk stuttmynd: Strýkur út í bjarta sumarnóttina DV-MYND MA Handritið lesiö Aöstandendur myndarinnar hittust í vikunni og lásu handritiö saman í Kaffíleikhúsinu í Hlaövarpanum. Haflnn er undirbúningur á tökum nýrrar íslenskrar stuttmyndar sem verður að mestu leyti tekin upp á Snæfellsnesi. Leikstjóri myndarinn- ar og framleiðandi er Erla B. Skúla- dóttir sem hefur undanfarin þrjú ár stundað mastersnám í kvikmynda- leikstjóm og kvikmyndatöku í New York-háskóla. Markmið hennar með myndinni er að gera íslenska mynd, við aðstæður, birtu og umhverfi sem hún skynjar og þekkir best. Margir af bestu leikurum landsins fara með hlutverk í myndinni sem hefur verið nefnd Ferðin. Meðal þeirra eru Kristbjörg Kjeld, Jóhann Sigurðarson, Guðlaug María Bjarnadóttir, Theódór Júlíusson og Guðrún S. Gísladóttir. Tónlistin i myndinni er eftir Frey Ólafsson. Myndin segir frá Kaju sem er fjórtán ára og fmnst hún vera af- skipt og einmana enda foreldramir ákaflega uppteknir af eigin vinnu. Kaja á í miklum vandræðum með að tengjast jafnöldrum sínum og líð- ur illa. Eftir að hún er gripin glóð- volg við smávægilegt innbrot er hún send í sumarbúðir. Þar á hún erfitt með að aðlagast og strýkur því út i bjarta sumarnóttina og reynir að finna sjálf leiðina til byggða. Freydís Kristófersdóttir leikur Kaju en hún hefur leikið í tveimur kvik- myndum þrátt fyrir ungan aldur. Snæfellsnes varð fyrir valinu sem tökustaður því hrikaleg fegurð þess og einstök birta eiga að varpa fram sterkri myndlikingu innra ferðalags söguhetjunnar sem berst við hið óþekkta í sjálfri sér, jafnframt því að takast á við að komast af í villtri náttúru. Myndin sem verður hálf- tímalöng verður sýnd í sjónvarpi á íslandi og í Bandaríkjunum og á kvikmyndahátíðum um allan heim. -MA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.