Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2001, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2001, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 2001 Skoðun E»V Rugbrautarframkvæmdir í Vatnsmýrinni Enda sem steintröll af mannavöldum? Innanlandsflugið til Keflavíkurflugvallar ipurning dagsins Hefurðu ferðast innanlands í sumar? Bryndís Björnsdóttir nemi og Björk: Já, ég fór meö foreldrum mínum aö Seljalandsfossi. Ástrós Ingvadóttir nemi: Ég hef ekkert ferðast en mér finnst þaö samt mjög gaman. Rebekka Pétursdóttir nemi: Já, ég fór aö Heiöarvatni meö mömmu og pabba. Karlotta Bridde nemi: Nei, en ég fer meö mömmu og pabba í feröalag um verslunar- mannahelgina. Karítas Sveinsdóttir nemi: Já, ég fór austur á Kirkju- bæjarklaustur og það var gaman. Þórir Steinarsson nemi: Ég fór í Húsafell og þaö var rosastuö. Siguröur Magnússon skrifar: Það hefur verið ákvörðun póli- tíkusa í borgarstjórn og á Alþingi að ákveða hvort innanlandsflugið skuli hverfa úr Vatnsmýrinni. Hér verð- ur þó fyrst og síðast að koma til ákvörðun Reykvíkinga sjálfra og engra annarra. „Það er ekki útilokað að hafa eina flugbraut áfram eftir 2024 ef menn vilja það en stefnan er klárlega sett á hitt,“ segir borgarstjórinn í Reykjavík. Og á þá við að aðalskipu- lag kveði á um að flugvöllurinn verði hér í Vatnsmýrinni til ársins 2016 sem þó var hafnað í atkvæða- greiðslunni sem viðhöfð var hér fyrr á árinu. Ég er ekki í nokkrum vafa um að Reykjavíkurflugvöllur i Vatnsmýrinni verður löngu horfmn fyrir árið 2016, hvað þá að hann verði hér til ársins 2024. Allir hags- munaaðilar flugsins, þ.á.m. innan- landsflugs Flugfélags íslands, munu anda léttar þegar allt flug sem teng- ist þéttbýlissvæðinu hér á suðvest- urhorni landsins er komið til Kefla- víkurflugvallar. Guðni Jónsson skrifar:____________________________ Það er alltaf gott þegar kemst upp um strákinn Turna, sama hvað hann hefur gert af sér. í dag er það þing- maður, á morgun kannski bara bíl- stjóri. Já, bara bílstjóri sem enginn þekkir en gerir slíkan usla í þjóð- arsálinni með einni misgjörð eða óþokkabragði að allt er sett í gang á fréttamiðlunum. Við íslendingar erum sannarlega breysk þjóð sem lendir alltof oft í bölvuðu klandri sakir græðgi, fljótræðis eða dómgreindarleysis (sem oftast er orsökin). Öll reynum við, eftir bestu getu, að hafa af hinu opinbera. Mér leyfist víst ekki að nota orðið „öll“ því það „ Það er mikil skammsýni ráðherra og stjórnenda nú- verandi rekstraraðila flugs á Reykjavikurflugvelli að sjá ekki hagkvœmnina í þvi að flytja til Keflavikur.“ í þeim hremmingum sem Flugfé- lag Islands á við að stríða nú væri miklu fargi létt af rekstri þess ef flugið væri rekið frá Keflavíkurflug- velli. Kostnaður af mannahaldi, þ.m.t. fragt, vélaviðhald, undirbún- ingur brottfara og lendinga vélanna, innritun farþega, tryggingar á eign- um og annað sem hér er enn ótalið, myndi minnka verulega. - Það er mikil skammsýni ráðherra og stjórnenda núverandi rekstraraðila flugs á Reykjavíkurflugvelli að sjá ekki hagkvæmnina í því að flytja til Keflavíkur. í rauninni er það einungis Flug- málastjóm sem stendur í vegi fyrir því að flugið hverfi úr Vatnsmýr- inni. Flugmálastjórn óttast að vægi hennar minnki með því að flug fær- „Tökum skattskýrsluna. Rembist ekki meirihlutinn eins og rjúpan við staurinn að finna „skjól“ fyrir þenn- an eða annan tekjuauka á liðnu ári? Ogfinnur það. Undir hvað flokkast sú framkvœmd?“ leynast heiðarlegir einstaklingar meðal þjóðarinnar. Karlar og konur sem ekki mega vamm sitt vita. Tök- um skattskýrsluna. Rembist ekki meirihlutinn eins og rjúpan við staurinn að fmna „skjól“ fyrir þenn- an eða annan tekjuauka á liðnu ári? ist til Keflavíkur. Það er mikil firra. Flugmálastjórn myndi sinna störf- um sínum frá sömu húsakynnum og fyrr, og Flugmálastjórn er betur staðsett í Reykjavík en í Keflavík. Vegna óvissu um framtið farþega- flugs til Patreksfjarðar hefur tals- maður Flugmálastjórnar opinberað þá skoðun hennar að á Vestfjörðum sé betri kostur fyrir farþegaflug til Patreksfjarðar að nota flugvöllinn á Bíldudal - ekki sé nema hálftíma- akstur þangað frá Patreksfirði! Séu þetta rök Flugmálastjórnar varð- andi flug til Patreksfjarðar (sem ekki skal mótmælt) hversu meiri þörf er þá ekki fyrir að hætta notk- un Reykjavíkurflugvallar sem er að- eins í 40 mínútna akstursfjarlægð frá Keflavík? Það er ábyrgðarhluti ráðamanna í flugmálum, borgarmálum og stjómsýslunni allri að standa að frekari stórframkvæmdum í Vatns- mýrinni fyrir milljarða króna sem munu daga uppi sem steintröll af mannavöldum þegar uppbygging hefst þar fyrir alvöru í þágu Reyk- víkinga. Og finnur það. Undir hvað flokkast sú framkvæmd? Svik og þjófnað, ekk- ert annað. Er nú ekki nóg komið um dóm- greindarleysi þingmanns Eyja- manna? Hann hefur sjálfur dæmt sig frá „kjóli og kalli“ i pólitikinni. Áður en varir verða aðrir komnir í sviðs- ljósið, fyrir svipaðar ávirðingar, minni eða stærri. Ég legg tU (eins og sýslumaður Húsvíkinga forðum daga þegar hann fékk áskorun um að koma upp um bruggarann) að nú leiti hver hjá sér að parkettfjöl eða kantsteini og fmni hann, þótt ekki sé nema ein eining sem ekki hefur ver- ið tU skUa haldið, þá dragi hann sig út úr kórnum sem hrópar nú með ákefð: Ég ákæri! Breysk þjóð í bölvuðu klandri Garri Póstmódernísk sprengja Ámamál Johnsens virðast ætla að hafa hinar ólíklegustu afleiðingar. Ein sú óvæntasta er sprenging í póstmóderniskum viðhorfum í sam- félaginu almennt, í eins konar póstmódemískan johnsenisma. Sem kunnugt er gefur póstmódern- isminn lítið fyrir altækan og algildan sannleik eða boðorð en tekur frekar útgangspunkt í þeirri samtíð sem viðkomandi viðfangsefni býr við. Nú færist nefnilega í vöxt að menn staldra við og velta því fyrir sér hvort það hafl eftir aUt verið svo rangt hjá Árna að skrökva svolítið og senda einn sendibílinn i Þjóðleikhúsiö með vörur á meðan hann sendi hinn heim til sín. Og niður- staða margra virðist einmitt vera sú að það sé nú bara aUs ekki réttmætt að vera að gagnrýna Áma neitt sérstaklega. Hann sé einfaldlega hluti af spiUtri samtið og skeri sig þar ekkert úr. Stórt spurt? Gott dæmi um þetta er þegar verkfræðingur- inn og steypuforstjórinn HaUdór Jónsson skrifar stutta grein í Morgunblaðiö í gær, en Morgun- blaöið er einmitt að vera þungamiðja hinnar póstmódemísku umræðu dagsins, jafnt i fréttum sem aðsendum greinum. HaUdór spyr margs í grein sinni sem augljóslega var skrifuð eftir að Eiríkur Tómason lagaprófessor „áður stjórnar- formaður í risagjaldþrotsfyrirtækinu Lindarlaxi hf.“ svo notuð sé kynning HaUdórs, kom fram í sjónvarpi. Halldór spurði: „Er endurgreiddur óð- alssteinn öömvísi en jeppavarahlutir? Er endur- greitt afmælisbrennivín öðruvísi en spýtur? Eru endurgreiddir flugfarseðlar öðruvísi en jarövegs- dúkur? Eru átján þúsund einkahringir á frí- merkjavél Alþingis öðruvísi en nótulaus blind- ingsleikur?"... Steypuheimspekingur Hér er greinilega heimspekingur á ferð sem beitir póstmódernísku innsæi á þetta merkUega mál og Garri tekur eftir því að hann leggur við samúðarhlustir eins og svo margir aðrir. Og Halldór Jónsson spyr áfram - enda veit hann eins og Sókrates að spurningarnar skipta meira máli en svörin: „Hver er alvondur, hver er al- góður, hvað er löglegt og hvað er siðlaust? Von- andi vefst það ekki fyrir öðrum en mér þegar valt er veraldargegnið. „Sá yðar sem syndlaus er, kasti fyrsta steininum," sagði Frelsarinn.“ Svo mörg voru þau orð steypustöðvarheim- spekingsins Halldórs Jónssonar. Eini gaUinn, sem þó er smávægilegur, á þessum annars ágætu póstmódernísku tilþrifum er að Halldór skuli vera að vitna í frelsarann því hann hafði, eins og faðir hans raunar líka, lítinn skilning á póst- módemisma. Hann skUdi ekki að sannleikurinn er afstæður enda hélt hann tU dæmis dauðahaldi i boðorðin tíu þar sem eitt er jú: „Þú skalt ekki stela.“ En Halldór, sem hefur marga stéttina steypt, stendur ódeigur með Árna óðalssteina- stéttarhleðslumanni í þessu gjörningaveðri. 1 póstmódernískri samstöðu virða þeir þannig hið gamla slagorð flokksins þeirra beggja: Stétt með stétt. Garri ísinn nálgast landiö Guðjón Sigurðsson skrifar: í nokkurn tíma höfum við íslend- ingar (einkum sunnanlands, norð- an- og vestanlands) fundið fyrir vax- andi kulda í lofti. Þótt sólin sé heit þar sem hennar nýtur í skjóli, er ís- kuldi í loftinu þegar komið er úr skjólinu. Þetta er vegna þess að sól- in bræðir Grænlandsjökul án afiáts og jakar, stórir og smáir sigla í átt að íslandi og kæla loftið hér á landi svo um munar. I Mbl. birtust nýlega myndir sem teknar voru í flugi Gæslunnar af borgarísjaka fyrir vestan land. Þess láðist að geta hve langt frá landi jakarnir væru. Eins var borgarísjaki út af Grímsey snemma í vor og er þar líklega enn. Sannleikurinn er sá að ísinn nálgast landið smátt og smátt. Um þetta er ekki mikið rætt enda er til- hneigingin sífellt sú að trúa ekki neinu fyrr en skellur í tönnum. I holtunum austan Reykjavíkur Þar sem lúpínan grær líka. Löstum ekki lúpínuna Hilmar Jónsson skrifar: Ég las grein Hjörleifs Guttorms- sonar, fyrrv. alþm., í DV 12. júlí sl. Ég hef gaman af staðfestu Hjörleifs í sumum málum og vel skrifar Hjör- leifur. Ég er hins vegar ekki sam- mála honum í lúpinumálinu. Mér flnnst lúpínan einkar skemmtileg jurt, einmitt hér á landi. Það eru ekki margar jurtir sem standast þetta bersvæði og þann barning sem jurtir hér verða að þola til að halda lífi. í holtunum austan Reykjavíkur er fallegt að lita til íbúðabyggðar- innar þar sem lúpínan grær og bláminn sameinast litadýrð himins- ins. Á leiðinni til Keflavíkur mætti gjarnan koma lúpína til að lífga upp á drungann i landslaginu. Lúpinan er sterk en hana má hefta ef og þar Lagarfljótsormurinn Aödréttaraflið; góð þjónusta og sanngjarnt verð. Lagarfljótsormurinn K.G.A. hringdi: Rekstur um ferjuna Lagar- fljótsorminn er sagður ganga illa, jafnvel kominn að hruni. Ekki nema um 500 manns í ár til þessa, á móti 5000 mans í fyrra og 8000 árið þar áður. Þegar ég kom þarna, einmitt í fyrra, var lítið um þjón- ustu um borð í skipinu sjálfu: Hægt var að fá kaffi og einhverja rest af bakkelsi og var þó klukkan ekki nema rúmlega hálf fimm. Svona skip/ferja verður að vera rekin af myndarskap og með sanngjörnu verðlagi. Ég varð viö hvorugt var þegar ég og mitt fólk fórum með skipinu. Vonandi verður hægt að bæta reksturinn þannig að fólk flykkist í ferðir með skipinu. Ferðin er nú seld á 1.900 kr. og það er allt of hátt að mínu mati. Ætti að kosta svo sem 1000 kr. fyrir fullorðna, fram og til baka. En auðvitað bitnar samdrátturinn á ferðum og þjón- ustu innanlands sem er allt of hátt verðlögð - alls staðar. wsm Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eða sent tölvupóst á netfangiö: gra@ff.is Eöa sent bréf til: Lesendasíöa DV, Þverholti 11, 105 Reykjavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.