Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2001, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2001, Síða 8
8 Útlönd FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 2001 DV Saddam Hussein Virðist hafa haft rétt fyrir sér eftir ailt saman. Vopnaeftirlitið notað til njósna Samkvæmt heimildarmynd sem sýnd var í höfuðstöðvum Samein- uðu þjóðanna er stoðum rennt und- ir ásakanir Saddams Husseins um að bandarísk stjómvöld hafi notað vopnaeftirlit Sameinuðu þjóðanna, UNSCOM, til njósna. Scott Ritter, bandarískur starfs- maður UNSCOM, gerði myndina og hefur einnig gefið út bók um málið, kallaða Endgame (í. Lokaleikur). Hann segir að Bandaríkin hafi not- að vopnaeftirlitið á tvo vegu. Ann- ars vegar til að fá upplýsingar um öryggisgæslu í kringum Saddam Hussein. Hins vegar stýrðu þau skoðunum á bak við tjöldin til að geta hafið leit sem þeir vissu að myndi valda deilum. Að mati Ritt- ers var þetta gert til að fá afsakanir til að grípa til hernaðaraðgerða gegn írak, s.s. loftárása. Ritter segir Breta hafa verið með í ráðum. Stærðin 13" 14" 15" 16" Stærðir: 15" 16" 17" 18“ Stærðin 15" 16" 17“ o GVS Cnmmíviimustofan ehf. Réttarhálsi 2, sími: 587 5588 Skipholti 35, sími: 553 1055 Þjónustuaðilar um land allt Genúa sett í her- kví fyrir G8-fund Mótmælendur streyma til ítölsku hafnarborgarinnar Genúa fyrir fund 7 helstu iðnrikja heims ásamt Rússlandi sem hefst á morgun. Bú- ist er við því að um 100 þúsund mót- mælendur verði mættir þegar fund- urinn hefst. Yfirvöld í ftalíu hafa breytt Genúa í hálfgerðan draugabæ af ótta við aö ofbeldi brjótist út líkt og gerðist við leiðtogafund Evrópusam- bandsins í Gautaborg í síðasta mán- uði. Höllin, sem hýsa mun viðræð- urnar, hefur verið girt með fjögurra metra hárri stálgirðingu til að halda mótmælendum frá. Verslanir, veit- ingastaðir, krár og fyrirtæki verða lokuð af með stállokum þar til fundi lýkur á mánudaginn. 20 þúsund lög- reglumenn og hermenn verða á óeirðavaktinni, vopnaðir sjálfvirk- um rifílum og varðir hjálmum og óeirðaskjöldum. Lögreglan í Genúa handtók í gær mann sem safnað hafði vopnum og efnum til sprengju- gerðar i íbúð sína, í 500 metra fjar- Tilbúnir undir átök 20 þúsund hermenn og lögreglu- menn verða gegn 100 þúsund mót- mætendum í Genúa á morgun. lægð frá fundarstaðnum. Tvær bréfasprengjur sprungu á Norður- Ítalíu í gær og magnaði það enn spennuna fyrir fundinn á morgun. Margir mótmælendurnir hafa hótað því að ryðjast í gegnum varnarlínu lögreglunnar við fundinn. George Bush Bandaríkjaforseti og Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, gagnrýna mótmælendur harðlega og segja þá óeirðaseggi og óvini fá- tækra ríkja. Svo virðist sem ágreiningur sé þegar kominn upp milli Bandaríkj- anna og Evrópuríkja í sambandi við fundinn. Bush Bandarikjaforseti hefur lýst því yfír að Alþjóðabank- inn ætti að stækka hlut styrkja af útborgunum sínum til fátækra ríkja í helming á móti lánum. Evrópu- menn segja þetta höfðinglega boð vera úlf í sauðargæru. í reynd setji það spurningarmerki við tilvist Al- þjóðabankans, framtíö hans, eðli hans og tilgang. Þetta er fyrsti G8- fundur Bush. ™ - r„ ,jr- Hvalveiðar til rannsókna Japanskir vísindamenn og hvalveiðarar sjást hér meö feng sinn sem er hluti af hvalveiðikvóta Japana fyrir hvalveiði- rannsóknir landsins. Japanir eiga nú undir högg aö sækja eftir ásakanir um að hafa mútaö smærri þjóðum í formi fjárhagsaðstoðar til að fá atkvæði þeirra á fundum alþjóöa hvalveiðiráösins. Japan neitar öilum ásökunum. Bandarískur efnahag- ur að ná botninum Alan Greenspan, seðlabanka- stjóri Bandaríkjanna, telur að bandarískur efnahagur sé enn ekki á leiðinni upp eftir slælega stöðu en hins vegar sé margt sem bendi til að það fari að rofa til. Á fundi hjá fjármálanefnd bandariska þingsins lýsti Greenspan stöðunni í bandarískum efnahagsmálum og stöðunni fram undan. Greenspan sagði að uppgangur hæfist þó ekki fyrr en í lok ársins og enn væru ljón í veginum. Hann gaf í skyn að enn ein vaxtalækkun- in kynni að koma til framkvæmda ef með þyrfti. Það yrði sjötta vaxtalækkunin á þessu ári. Green telur þó að þessar sex vaxtalækkanir auk skattalækk- unar og lækkunar orkukostnaðar ættu að duga til að ýta við efna- hagnum. Á meðal þess sem Green- Alan Greenspan Skilja má á honum aö bandarískur efnahagur sé að fara að rétta úr sér. span sagði valda bjartsýni væri að bandarísk fyrirtæki væru nú óðum að losa sig við umframbirgðir sem þýddi aukningu í framleiðslu á ný. Greenspan er fámáll um þær kröfur sem heyrst hafa um að gengi dollarans sé of hátt. Hann vék sér undan spurningum af því tagi með því að segja að þær ættu heima hjá fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna. Fyrirtæki í útflutn- ingi og verkalýðsfélög hafa farið fram á lækkun gengis til að hjálpa útflutningi. Einnig hafa mörg við- skiptalönd Bandaríkjanna kvartað yfir því að sterk staða dollarans hefti einnig hagvöxt í öðrum lönd- um. Gengi á verðbréfamörkuðum lækkaði nokkuð eftir yfirlýsingar Greenspans um áframhaldandi tímabundna lægð. Stuttar fréttir Emil fær eyrnaaðgerð ■ inn Emil Persson, .s|j| sem reynt hefur að "'Ml skera af sér eyrun I y '* 'p'l vegna stríöni þeim | — M tengdum, fær gefins eyrunum. Honum I-----—-i---1 hafði áður verið neitað um ókeypis aðgerð. Sjúkra- hús í Stokkhólmi hreifst af sögu hans og ákvað að bjarga honum úr klípunni, samkvæmt Aftonbladet. ísbirnir rústa húsum ísbirnir hafa valdið skemmdum á 17 sumarbústöðum á Svalbarða upp á síðkastið. Þeir brjóta veggi og hurðar og leggja innbú í rúst. Sulti er kennt um atferli þeirra. Fjölgun alvarlegra glæpa Nýjar tölur um glæpatíðni í Bret- landi sýna fram á mikla aukningu í ofbeldisglæpum, s.s. nauðgunum, árásum og morðum. Vesturlönd skömmuð Forsætisráðherra Makedóniu ræðst á friðartillögur Vesturlanda og segir þær grófa ihlutun í málefni landsins. Hann segir sendifulltrúa BNA og ESB vilja neyða Makedóna til að gefa eftir fyrir skæruliðum. Eisti barði áttræðan Svía Eistneskur maður á fimmtugs- aldri lamdi tæplega áttræðan mann í hnakkann með hamri í Svíþjóð af því hann vill búa í sænsku fangelsi. Hann kom sérstaklega með ferju til landsins í þeim tilgangi og barði manninn skammt frá bryggjunni. Slobodan hittír Mirjönu Slobodan Milos- evic, meintur stríðsglæpamaður, fær að hitta heittelskaða eigin- konu sína, Mirjönu Markovic, í fangelsi Stríðsglæpadóm- stólsins í Haag í honum sem „sætum Talebanar banna enn Stjórn Talebana í Afganistan hef- ur ákveðið að banna innflutning á 30 hlutum sem þeir segja óíslamska. Meðal þeirra eru bindi, naglalökk, skákborð og spilastokkar. dag. Hún lýsir og geðugum“. Jospin og Blair funduðu Tony Blair, for- sætisráðherra Breta, og Lionel Jospin, franskur kollegi hans, fund- uðu á Downing- stræti i London í gær. Þeir ræddu meðal annars hvernig stöðva mætti straum ólög- legra innflytjenda yfir Ermarsundið til Englands. Ósiðleg bókasafnsför Par á þrítugsaldri var staðið að samfórum á salerni Breska bóka- scifnsins í Lundúnum í gær. Undar- leg hljóð heyrðust á fornritadeild safnsins frá aðliggjandi salerni. Dauðasveitir Lukasjenkos Bandaríkjamenn segja Alexander Lúkasjenko, forseta Hvíta-Rúss- lands, starfrækja dauðasveitir sem staöið hafa að tugum morða. Lúkasjenko þvertekur fyrir þetta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.