Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2001, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2001, Page 28
Opel Zafira Bílheimar FR ETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö I hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 2001 Ferðin sem aldrei v var farin Ekkert verður af skipulagðri dagskrá fyrir fjárveitinganefnd Alþingis sem áformuð hafði verið í Vestmannaeyjum í gær og í dag. Málefni Árna Johnsen urðu til þess að árleg ferð fjárveitinga- nefndar til Eyja var slegin af. Á bæjarskrifstofunum í Vest- mannaeyjum er það mál manna að bagalegt sé að hitta ekki nefndarmenn í glæstum fagnaði sem skipulagður hafði verið frá morgni til kvölds. Ekkert varö af kvöldverði og kvöldvöku hjá Árna Johnsen í Höfðabóli í gær- kvöldi né heldur hádegisverði hjá bæjarstjórn í dag. Svo ekki sé minnst á bátsferð og músik í Klettshelli með tilheyrandi dorgi nú síðdegis. Þá uröu fjárveitinga- menn einnig af kvöldverði í Álsey og kvöldvöku aö hætti úteyjar- manna. Eyjamenn hafa þó enn mögu- leika á að hitta fjárveitingavaldið - en þá verða þeir sjálfir að fara til Reykjavíkur. -EIR Vitringarnir fjórir í Fókusblaði morgundagsins gefst þér kostur á að kynnast mönnum sem nefndir hafa verið vitringarnir fjórir. Þetta eru mennirnir sem sjá sig alltaf knúna til aö tjá sig um allt, þetta eru mennimir sem skrifa les- endabréfin. Hljómsveitin Apparat segir frá frægðarför sinni á Hró- arskeldu, ástralskri stelpu er fylgt eftir i atvinnuleit sinni um bæinn og sagt frá nýrri kvikmynd sem er í vinnslu. Þá flnnuröu auðvitað allt um hvað er að gerast um helgina á síðum helguðum Lífmu eftir vinnu. Árni Johnsen reyndi að koma dúk Þjóðleikhússins suður: Dúkurinn til Eyja og laumað til baka - þingmaðurinn hringdi í bílinn og leiðbeindi honum í Gufunes Þéttidúkur sem Ámi Johnsen al- þingismaður keypti í versluninni Garð- heimum í byrtjun júlí á nafni Þjóðleik- hússins var sendur til Vestmannaeyja þann 11 júlí. Sendandi var Árni John- sen en að auki sendi hann bretti af hús- gögnum og steinaplötu. Dúkurinn sem valdið hefur miklu uppnámi og deilum var síðan sendur til baka frá Vestmanna- eyjum í fyrradag. Það var ! Flutningaþjónusta Magnúsar sem tók að sér að flytja dúkinn ásamt húsgögnunum til baka 1 frá Eyjum. Á vöruflutninga- miðstöðinni Flytjanda varð uppi fótur og flt þegar starfs- menn uppgötvuðu að þarna var um að ræða dúkinn sem Morgunblaðið hafði upplýst að sé í geymslu Þjóðleikhússins. DV kannaði málið ítarlega og fékk staðfest hjá Svavari Ottós- syni, framkvæmdastjóra Flytj- anda, að sami dúkurinn hafi suður. „Dúkurinn fór hér í gegn, til Vestmannaeyja og og aftur til Reykja- víkur,“ segir hann. Þá fékk DV einnig staöfest að bill frá prentsmiðjunni Svansprent hafi sótt dúkinn og hús- gögnin. Bílstjórinn sem annaðist það verk er Ingvar Sigurjónsson. Hann staðfesti strax í samtali við DV að hafa annast verkið. „Mér var sagt að sælga pakka fyrir þingmann á vöruflutningamiðstöðina Flytjanda. Þegar ég kom þangað sá ég að um var um að ræða jarðvegsdúk og húsgögn," segir Ingvar. Hann segir að eftir að dúkurinn var kominn í bílinn hafi síminn hringt. „Ámi Johnsen var í símanum og hann bað mig að fara með vörumar í geymsluna á Gufunesi," segir Ingvar sem fylgdi fyrirmælum þingmannsins. „Þegar ég kom í Gufunes var þar Er í gevmslu Þjóðleik- hússkjallarans í Gufunesi Húsvörður Þjöðleikhússins Dúkurinn í geymslu á vegum leikhússins RAKN Gcstiuwn, húwðrður Þ}<kV leikhÚMÍn*, ttgði f wunuh við Morg- unblaðið f gær að þóUúfúkur, *em Ami Johnaen alþingismaður keyjíti í Gnrðheimuni í nafni byöpngar- nefndar Þjððleikhú.ssins í byijun þewa nuinaðar, vui í geymslu á vegum leíkhiLvdn*. Yrði hann vænt- anlega rvoUður til viðgcrða ú vegum ieikhússirw. Morgunblaöið í dag Morgunblaðið hefur staðfastlega haldið því fram að Árni hafi fariö með dúkinn í Þjóðleikhúsið. Morgunblaöiö í gær - dúkurinn í leikhús- inu. komið maður sem sagðist heita Daníel. Hann tók við þessu og byrjaði á því að rifa af merkingamar þar sem stóð skýmm stöfum Ámi Johnsen," segir Ingvar bílstjóri sem var mjög bmgðið þegar fréttir bárast af dúknum þar sem Morgunblaðið ítrekaði tvisvar að dúk- urinn væri í Reykjavík. Fréttastofa Bylgjunnar hélt hinu gagnstæða fram. „Málið var mikið rætt innan Svans- prents og fólk var hneykslað þegar það áttaði sig á hvemig í málinu liggur. Eftir að við gerðum okkur grein fyrir hvað var að gerast i raun og veru hef- ur mikið verið talað um þetta. Ég vil ekki taka þátt í svona löguðu," segir Ingvar. Dúkurinn kostaði 173 þúsund krón- ur og Ámi Johnsen hefur margítrekað að ekkert hafi verið óeðlOegt við kaup- in. Hann hafi átt að fara til viðgerða á Þjóðleikhúsinu. Nú er komið á daginn að dúkamálið bætist við timburkaup hans IBYKO og steinakaup i BM-Vallá. -rt Arni vill ekkert segja Arni Johnsen. Arni Johnsen vildi ekkert tjá sig um kaup á vörum í nafni Þjóðleikhúss- ins þegar DV hafði samband við hann í Vestmannaeyjum í morgun. Ekki held- ur um svokallaðan tjarnardúk sem keyptur var í nafni Þjóðleikhússins og sóttur af Arna sjálfum í verslunina Garðheima. - Nú hefur DV fengið það staðfest að dúkurinn, sem þú sagðir í geymslu Þjóðleikhússins, var flutt- ur frá Vestmannaeyjum í fyrradag. Hvað viltu segja um þetta? „Ég hef ekkert um málið að segja,“ sagði Ámi. - Hvað um afsögn? „Ég hef ekkert um málið að segja,“ endurtók Árni. -HKr. Bílstjórinn dv mynd e.ól. ingvar Sigurjónsson bílstjóri var sendur á vöruflutningamiðstöðina Flytjanda til að sækja dúkinn fræga sem Árni Johnsen alþingismaður tók út í nafni Þjóðleikhússins. Bílstjóranum blöslkraði og hann segir söguna alla. Jórvík flýgur til Hafnar og Eyja - bætir viö sig tveimur 19 sæta vélum meö jafnþrýstibúnaöi „Það stefnir i það eins og er að við munum hefja áætlunarflug til Vest- mannaeyja og Hafnar í Homafirði þeg- ar Flugfélagið hættir sinu flugi,“ segir Jón Grétar Sigurðsson hjá Flugfélaginu Jórvik við DV í morgun. Stjóm félags- ins tók ákvörðun um þetta I gærkvöldi en um nokkurt skeið hefur Jórvík ver- ið að undirbúa aukin umsvif í flugstarf- semi sinni. Jón Grétar segist eiga von á að sú þjónusta sem Jórvík geti veitt Homfirðingum og Eyjamönnum verði ekki síðri en þjónustan sem Flugfélag- ið hefur boðiö upp á, bæöi hvað varðar tíðni ferða og gæði flugferða. Hann seg- ir það felast í áformum félagsins um stækkun að festa kaup á tveimur 19 sæta flugvélum með jafnþrýstibúnaði og er undirbúningur þeirra kaupa langt kominn, Þessi vinna hefur verði í gangi um nokkurra mánaða skeið og vom hugmyndir félagsins kynntar flugmálayflrvöldum í desember síðast- liðnum. Að sögn Jóns Grétars miðuðust áform Jórvikur einkum við að fljúga í áætlunarflugi til Hornafjarðar og síðan nota nýju vélamar í leiguverkefni en eftir tíðindi gærdagsins megi segja að áformin hafi sprungið nokkuð út til að mæta nýjum sóknarfæram. Aðspurður um hvers vegna Jórvík ætti að geta flogið áætlunarflug til staða sem Flug- félagið gat ekki segir Jón Grétar að rekstrarforsendur Jórvíkur séu ein- faldlega allt aðrar en Flugfélagsins. Jórvík hyggst ekki óska eftir sér- stakri aðstoð frá því opinbera. Hins vegar sé félagiö vitaskuld til viðræðu eins og aörir við ráðuneyti um slíkt. Jón Grétar játar að þegar kemur að því að úthluta sjúkrafluginu á Vestíjörðum og Suðurlandi á ný á næsta ári, en ís- landsflug hefur það nú til bráðabirgða, muni Jórvik sækjast eftir þvl að fá það. Aðspurður hvort Jórvík hafi rætt við bæjaryfirvöld í Eyjum og á Homa- firði um áætlanir sínar sagði hann svo ekki hafa verið þar sem tími hafi ein- faldlega ekki unnist til þess. -BG Sjá einnig bls. 7 Knattspyrnuverslun Ármúla 36 • sími 588 1560

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.