Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2001, Side 5

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2001, Side 5
FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 2001 DV 5 Fréttir Héraðsdómur Norðurlands eystra fellir dóm í fjárdráttarmáli: Kassadama dró sér á sjöttu milljón - eyddi peningunum í dóp, vín og skemmtanir Tuttugu og þriggja ára gömul kona hefur í Héraðsdómi Norðurlands verið dæmd til 14 mánaða fangelsisvistar, þar af eru 11 mánuðir skilorðsbundnir, fyrir stórfeOdan fjárdrátt þegar hún vann á kassa hjá Hagkaupi á Akureyri árin 1998-1999. Fjárdrátturinn átti sér stað í skömmtmn og náði yfir um 15 mánaða tímabil, fyrst í sjoppu verslun- arinnar og síðan við almennan kassa. HeUdarupphæðin sem konan er dæmd fyrir að hafa dregið sér nemur um sex miUjónum króna. Framan af dró stúlk- an sér fé úr sjóði í sjoppunni en eftir að hún var flutt á almennan kassa sagðist hún fyrir dómi ekki hafa dreg- ið sér fé um skeið, huganlega tvo mán- uði. Þá kveðst hún hafa fundið lykU þeirrar gerðar sem notaðir séu við skU á vörum. Þessir lyklar eru einnig not- aðir við bakfærslur þegar borgað er með tveimur greiðslukortum í einu, þegar vörur eru of hátt stimplaðar í kassa, vara innfærð of oft, verð í hiU- um verslunarinnar lægra en á kassa eða þegar nauðsynlegt er einhverra Fjöldi óafgreiddra mála enn hjá rík- issáttasemjara Fjöldi kjaradeilumála liggja hjá ríkissáttasemjara, Þóri Einarssyni, til sáttameðferðar þó samningar hafi náðst í stærstu málunum í vetur sem leið og vor. Deila sjúkraliða við sjálfseignar- stofnanir er eitt af málunum en sjúkraliðar eiga einnig ósamið við ríkið. Aðrar deilur eru m.a. kjaradeUa náttúrufræðinga við ríkið, sálfræðinga við ríkið og sál- fræðinga og stéttarfélags félagsráð- gjafa við launanefnd sveitarfélaga vegna Reykjanesbæjar, tónlistarkenn- ara við launadeild sveitarfélaga, leik- skólakennara við ríkið. Ástandið nú er ekki sambærUegt við það sem var á sama tima sumarið 2000. Haustið 2000 og til áramóta voru nánast aUir kjarasamningar opin- berra starfsmanna lausir og því má segja að á þessum tíma í fyrra hafi verið hálfleikur í stöðunni þó ekki hafi verið nein fundarlaus vika það sumar. Almenni vinnumarkaðurinn var að klárast en sú törn hafði þá staðið frá því í desember 1999. AU- nokkrum kjaramálum sem enn eru óleyst hefur ekki verið vísað tU ríkis- sáttasemjara og eðlilega ekki víst að svo fari en margir deUuaðUda funda í húsnæði ríkissáttasemjara án hans milligöngu, s.s. ríkið, launanefnd sveitarfélaga og Reykjavíkurborg við sína viðsemjendur. -GG ■V Þórir Einarsson. Fjárdráttarmál Verslun Hagkaups á Akureyri þar sem fjárdrátturinn átti sér staö. annarra hluta vegna að endurgreiða viðskiptavinum. Þá hafi einnig verið nauðsynlegt að nota lykU við bakfærsl- ur í þeim tilfeUum sem viðskipavinir hafi framvísað „fríkortum" eftir að af- greiðslu lauk. Umræddan lykU kvaðst ákærða hafa notað tU að framkvæma bakfærslur og hún þannig tekið pen- inga úr kassanum. Samkvæmt dómsendurriti notaði konan peningana í hvers kyns skemmtanir eins og eftirfarandi ber með sér: „Aðspurð um hvað hún hafi gert við þá fjármuni, sem hún dró sér er hún starfaði í versluninni, kvaðst ákærða hafa keypt mikið áfengi í áfengisútsölu ÁTVR, eða fyrir um kr. 20.000 fyrir hverja helgi. Þá hafi hún keypt „slatta af e-töflum og aUs konar Zorro-töflur t.d.“. Hún hafi farið í bíó og á skemmtistaði en þar hafi hún jafnframt keypt áfengi. Hún kvaðst oft hafi boðið öðrum í glas og inn á skemmtistaði. Kvaðst hún hafa farið út að skemmta sér um hverja helgi, yfir- leitt bæði kvöldin, bæði ein og með sínum félögum. Um helgar hafi hún eytt aUt frá kr. 10.000-20.000 og upp í eitthvað mikið meira“. Stúlkan játaði á sig brotin að nær öUu leyti og þótti dóminum því ekki varhugavert að telja nægjanlega sann- að að ákærða hefði dregið sér peninga að upphæð á sjöttu miUjón. -BG Miklir búferlaflutningar á landinu: Flestir fluttu til Kópavogs en frá Vest mannaeyju m Á fyrri helmingi þessa árs voru skráðar 25.860 breytingar á lögheim- ili einstaklinga í þjóðskrá. Þar af fluttu 13.415 innan sama sveitarfé- lags, 8.764 mUli sveitarfélaga, 2.281 tU landsins og 1.400 frá því. Á þessu tímabUi fluttust 881 fleiri einstak- lingar tU landsins en frá því. Þar af voru brottfluttir íslendingar 17 fleiri en aðfluttir og aðfluttir erlendir rík- isborgarar 898 fleiri en brottfluttir. Á sama tíma árið 2000 var heUdarfjöldi aðfluttra umfram brottflutta 504. TU höfuðborgarsvæðisins fluttu 1.012 umfram brottflutta. Af þeim fluttu 381 af landsbyggðinni og 631 frá útlöndum. í öðnun landshlutum nema á Suðumesjum og Suðurlandi voru brottfluttir fleiri en aðfluttir. Flestir fluttu frá Norðurlandi vestra, eða 84. Af einstökum sveitar- félögum fluttust flestir til Kópavogs, éða 305, en flestir frá Vestmannaeyj- um, eða 68. Utan Kópavogs fluttu flestir til Reykjavfkur, eða 267, til Hafnar- fjarðar 199 og til Garðabæjar 134. Til Suðurnesja fluttu 121 umfram brottflutta, flestir til Reykjanes- bæjar, eða 54, og 23 í Vatnsleysu- strandarhrepp. Á Vesturlandi fækkaöi um 49, flestum í Dala- byggð, eða 27, en flestum fjölgaði á Akranesi, eða um 18. Á Vestfjörð- um fækkaði um 45, mest um 21 í Bolungarvík sem þarf ekki að koma á óvart miðað við atvinnuá- standið þar sl. vetur. Á Norður- landi vestra fækkaði um 84, mest um 32 á Siglufirði en á Blönduósi fjölgaði um 11. Á Norðurlandi eystra fækkaði um 52 þrátt fyrir að Akureyringum fjölgaöi um 77 því t.d. fækkaði á Húsavík um 40, í Eyjafjarðarsveit um 34 og 18 á Þórshöfn. Á Austurlandi fækkaði um 48, mest á Hornafirði, eða 15 manns. Á Suðurlandi fjölgaði um 26, mest i Árborg, eða 61, og 33 i Hvera- gerði en í Vestmannaeyjum fækk- aði um 68 sem er mesta höfðatölu- fækkunin á landinu. í Skaftár- hreppi fækkaði um 25 og íbúatalan þar því væntanlega um 550 manns. -GG Ný Kleópatra til Bolungarvíkur: Aflakóngur fær nýjan bát DV, HAFNARFIRDI:___________________ Bátasmiðjan Trefjar í Hafnar- firði afgreiddi i síðustu viku nýjan Cleopatra 28-bát til Bolungarvíkur. Kaupandi er Útgerðarfélagið Ós í Bolungarvík. Báturinn hefur hlot- ið nafnið Guðmundur Einarsson ÍS-155. Skipstjóri á bátnum er Guð- mundur Einarsson. Aðalvél báts- ins er 430 hestafla Cummins. Sigl- ingatæki af gerðinni Koden og Maxsea-skipstjórnartölva koma frá Radiomiöun. Báturinn er útbú- inn til línuveiöa. Spilbúnaður er frá Beiti. Báturinn er 5,9 brúttó- tonn og er á þorskaflahámarki. Rými er fyrir 12 stk. 380 lítra kör í lest. Svefnpláss er fyrir tvo I lúkar auk eldunaraðstöðu með eldavél, örbylgjuofni og ísskáp. Guðmund- ur Einarsson skipstjóri er annál- aður aflamaður og veiddi mest allra smábátamanna á síðasta ári. Þá landaði hann hátt i 900 tonnum af fiski. Slíkur afli á 6 tonna bát er einstakur. -DVÓ Hlutabréfarabb - í Garðheimum Mjódd O' GARÐHEIMAR lf m í kvöld kl. 20-21 heldur hlutabréfarabb íslandsbanka - Eignastýringar áfram. Yfir rjúkandi kaffibolla og smákökum fá gestir Ifflega fræðslu og geta tekið þátt í umræðum um hlutabréfamarkaðinn í þægilegu umhverfi. Umræðuefni fundarins verður til umfjöllunar í DV. Létt djasssveifla frá kl. 19.30. Árni Heiðar Karlsson leikur á píanó og Tómas R. Einarsson á kontrabassa. Umræðuefni: Stööutaka: Tilraun til aö hagnast um 30-100% á hverju einasta ári. Sigurður B. Stefánsson framkvæmdastjóri. Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir. GARÐHEIMAR VÍB ber nú heitið Islandsbanki - Eignastýring og mun framvegis verða kynnt undir nýju merki bankans. ISLANDSBANKI EIGNASTÝRING www.isb.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.