Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2001, Side 23
27
FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 2001 ____________________________________________________
DV Tilvera
Afmælisdagur
hinna frægu
Það eru margir
frægir sem halda
upp á afmælisdag
sinn í dag, Kate
Beckinsale verður
27 ára, Sandra Bull-
ock 37 ára, Kevin
Spacey 42 ára, Hel-
an Mirren 55 ára, Mick Jagger 58
ára og leikstjórinn Blake Edwards
verður 79 ára. Af þeim sem eru
fæddir þennan dag en eru ekki á lífi
má nefna Stanley Kubrick, Jason
Robards jr, Aldous Huxley, Carl
Jung og fyrir 145 árum fæddist
skáldið George Bernard Shaw.
rU'r r.d-drrrr_»±í±.
Gildir fyrír föstudaginn 27. júlí
Vatnsberinn (20. ian.-i8. febr.i:
Vertu á varöbergi
gagnvart illu tungum.
Þær eru til komnar af
einskærri öfimd vegna
velgengni þinnar, einkum í ástar-
málum.
FÍSkarnirCL9. febr.-20. mars):
Þú ættir að koma þér
Ibeint að efninu af þú
þarft að hafa samband við
fólk í stað þess að vera
meö málalengingar. Það virkar ekki
vel á þá sem þú átt samskipti við.
Hrúturinn 121. mars-1.9. aorín:
. Hætt er við að einhver
' misskilningur verði
milli vina. Þetta
p getur verið mjög
bagalegt þar sem menn eru
viðkvæmir fyrir.
Nautlð (?0. apríl-20. maiY.
Þú ert fullur áhuga
vegna nýs verkefinis
sem þú ert að fara að
taka þátt í. Láttu þér
ekki bregða þó að einhver öfundi
þig-
Tvíburarnir í2i. maí-21. iúní):
V Gættu þess að streitan
nái ekki tökum á þér
—,X / þó að þú hafir mikið
að gera. Ýmis ráð eru
til að vinna gegn henni.
Happatölur þínar eru 8, 17 og 29.
Krabbinn (22. iúní-22. iúitu
Hætta er á að þú
| gleymir einhverju sem
þú þarft að muna ef þú
_ _ gætir ekki að þér.
Andrúmsloftið í kringum þig er
nokkuð þrúgandi.
Llónið (23. iúlí- 22. ágústl:
, Einhver reynir að fá
þig til samstarfs en þú
ert ekki viss um að þig
langi til þess. Vertu
hreinskilinn, allt verður þá auð-
veldara.
Mevian (23. áeúst-22. sept.):
Einhverjar breytingar
eru á döfinni í vinn-
^^4 j«*unm hjá þér, vertu við
^ I öllu búinn. Kvöldið
verður mjög ánægjulegt.
Happatolur þínar eru 6, 8 og 33.
Vogin (23. sept.-23. okt.):
J Þú ættir að sinna
Oy öldruðum í fjölskyld-
V f unni meira en þú hefur
/ f gert undanfarið. Þar
sem farið er að róast í kringum þig
ætti þetta að vera mögulegt.
Soorðdfeki (24. okt.-2.1. nóv.l:
Gakktu hægt um gleð-
innar dyr. Þér hættir
(til að vera ofsafenginn
[ þegar þú ert að
skemmta þér, jafnvel svo að það
skemmir fyrir þér.
Bogamaður (22. nóv.-2i. des.i:
g^Félagslifið hefur ekki
' verið með miklum
f blóma hjá þér undan-
4 farið en nú verða
breytingar þar á.
Happatölur þínar eru 5, 7 og 35.
Steingeitin (22. des.-19. ian.):
Reyndu að gera þér
grein fyrir stöðu mála
áður en þú gengur frá
mikilvægum samning-
um. Vinir hittast og gleðjast sam-
an.
Nicoie Kidman
Lars von Trier og félagar fengu nóg
af biöinni og losuöu sig viö hana.
Látin
flakka
af von
Ungur dugnaðarforkur á Flateyri:
DV-MYND DVÓ
Traktorsrekan
Bjarni Guðmundsson, forvígismaöur Búvélasafnsins, heldur
á traktorsrekunni.
Traktorsreka til Hvanneyrar:
Gott dæmi um íslenska
hönnun til landbúnaðar
DV. HVANNEYRI:
Nýverið bættist einstæður gripur
i hið mikla safn búvéla á Búvéla-
safninu á Hvanneyri. „Traktorsrek-
an kom nýverið til okkar frá Korp-
úlfsstöðum og tilheyrir því nýjasta
safnauka Búvélasafnsins. Hún verð-
ur varðveitt í Búvélasafninu á
grundvelli óformlegs verkaskipta-
samnings okkar við Árbæjarsafn-
ið,“ segir Bjarni Guðmundsson, for-
vigismaður Búvélasafnins á Hvann-
eyri, við DV.
„Traktorsrekan er sömu gerðar
og hestarekurnar sem voru til á
mörgum bæjum, aðeins töluvert
stærri á alla kanta. Hún er öll úr
jámi, haganlega hnoðuð saman.
Sennilega hefur hún verið notuð á
Korpúlfsstöðum, m.a. til þess að
færa jarðveg til í flögum og slétta
þau, hugsanlega eitthvað af þeim
túnum sem golfarar spila nú á á
Korpúlfsstaðavelli! Þá mundi hún
hafa verið dregin af Austin-dráttar-
vélinni frá Korpúlfsstöðum, sem nú
er í Búvélasafninu, og er sennilega
næstfyrsta hjóladráttarvélin sem til
íslands kom. Þegar grafið var fyrir
Hvanneyrarfjósinu árið 1928 var
einmitt svona traktorsreka notuð til
verksins, þá dregin af Fordson-
traktor Hvanneyrarbúsins sem
einnig er til í Búvélasafninu."
Bjarni segir að með nokkrum
rétti megi segja að þessi traktors-
reka sé tengiliðurinn á milli tíma-
bils handskóflunnar og hesta-
rekunnar, sem Torfi í Ólafsdal not-
aði og kynnti, annars vegar, og jarð-
ýtu- og gröfualdar nútímans hins
vegar. „Þótt traktorsrekan sé bæði
einfóld og láti lítið yfir sér er hún
býsna merkileg sem safngripur og
gott dæmi um íslenska hönnun
tækja og áhalda til landbúnaðar en
á þátt bútækninnar leggur Búvéla-
safnið á Hvanneyri sérstaka
áherslu."
-DVÓ
Pitt barnaði
ekki Aniston
Hollywood-parið Brad Pitt og
Jennifer Aniston eiga ekki von á
barni, að því er Pitt segir. Þýskt
blað hafði eftir Pitt á dögunum að
fyrsta barnið væri á leiðinni. „Hún
er ekki ólétt. Það var haft rangt eft-
ir Pitt,“ segir talsmaður leikarans.
Þýska blaðið hafði orðrétt eftir Pitt.
„Það fyrsta er á leiðinni. Nú vonum
við bara að allt gangi að óskum.“
Pitt hitti þýska blaðakonu fyrir fjór-
um mánuðum. Talsmaður hans seg-
ir að blaðakonan hafi lesið upphátt
fyrir sig það sem hún hefur eftir
Pitt, en ekkert hafi þar komið fram
um barneignir. Líklegt þykir að
þarna séu brögð i tafli hjá Þjóðverj-
anum og er þá starfið að veði.
Beitingastrákur
Magnús Einar Magnússon er duglegur strákur sem hefur
gaman af aö vinna.
Skemmtilegra en að
hanga heima í tölvunni
^OÖkoupsvetslur—Crtisamkofnur—skemmtanir — tónteikor—sýningar—kynningor og fl, og fl. og fi.
Hiscitféid - veisiyfjiíd.
^ „og ýmsir fylgihlutir
£kki treysta ó veðrið þegar
skipuleggia ó eftirminniiegan viðburð ~
Tryggið ykkur oa ieígið stórt tjald ó
staðinn - jxtð marg borgar sig.
Tlöld af öllum stœrðum
fró 20 - 700 m*.
Idgjum einnig borð
og stóla i íjöldin.
sicáta
siml 550 9800 • fox 550 9MI • bit@scoirt.lt
dagblað með þessu, það gefur smá-
pening lika.“
Þegar Magnús er búinn að bera
út blaðið, stokka upp sínar lóðir og
sinna garðyrkjustörfunum safnar
hann saman drykkjarumbúðum og
kemur þeim í verð.
„Það liggja hér dósir og flöskur
um allt. Krakkarnir sem fá pening-
ana hjá foreldrunum bara henda
dósunum hvar sem er og ég hirði
þær, ásamt öllum þeim dósum sem
ég finn, og sel fyrir um 60.000 krón-
ur á ári. Ég get líka keypt mér allt
sem mig langar í án þess að væla í
pabba og mömmu um peninga." seg-
ir þessi ungi drengur sem bókstaf-
lega tínir peningana upp úr göt-
unni. -GS
„Ég stokka upp svona þrjá til
fjóra bala á dag og það gefur mér á
milli tuttugu og þrjátíu þúsund
krónur á viku,“ segir Magnús Einar
Magnússon á Flateyri sem er að
verða tólf ára. Hann byrjaði að
stokka upp lóðir línubáta í fyrra-
sumar þá tíu ára að aldri. Þegar tíð
er rysjótt og róðrar falla niður
þannig að ekkert er að gera við upp-
stokkun fer Magnús að sinna garð-
yrkjustörfum við prestsetrið í Holti
í Önundarfirði. Það má því segja að
þessi ungi dugnaðarforkur sé búinn
að tileinka sér þann íslenska stil að
allir verði að sinna tveimur til
þremur störfum.
„Þetta er miklu skemmtilegra en
að hanga heima í tölvunni eins og
hinir krakkarnir gera. Svo ber ég út
Trier
Lif leikkonunnar Nicole Kidman
er ekki dans á rósum þessa dagana.
Hún er gáttuð yfir kvennafari fyrr-
verandi eiginmannsins, Toms
Cruise. Og nú lét danski dogmaleik-
stjórinn Lars von Trier stúlkuna
flakka úr nýjustu mynd sinni. Kid-
man átti að leika aðalhlutverkið í
kvikmyndinni Dogville og hafði
hún undir höndum samning þess
efnis. Hún átti bara eftir að skrifa
undir samninginn. Það var einmitt
vandamálið, fresturinn rann út áð-
ur en hún drattaðist til að senda
samninginn aftur. Aðstandendur
myndarinnar fengu sig fullsadda af
stjörnustælunum og ákváðu að leita
að einhverri annarri. Sú lukkulega
mun leika á móti sænska sjarmörn-
um Stellan Skarsgaard.