Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2001, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2001, Side 14
SlYSBVFIRNflFELfiCiD LPHDSBJÖRG fÓkuS 27. júlf 2001 Óhætt er að segja að hvert áfallið af öðru hafi dunið yfir Vestmannaeyjar að undanförnu. Árni Johnsen fyrsti þingmaður Suðurlands varð að segja af sér þingmennsku vegna spillingarmáia, Ragnhelður Guðnadóttir ungfrú ísland og Eyjastelpa er með barni og getur því ekki sinnt embættisverkum og Keikó neitar að yfirgefa kvína í Vestmannaeyjum en unnið hefur verið að því frá 1998 að þjálfa hval- ^ inn í það að geta lifað einn sins liðs á hafi úti. Þorbjörg Gunnlaugsdóttir metur stöðuna. Ogæfu Vestmannaeyja verður allt að vopni Þeir eru ófáir sem trúa því staðfast- lega að föstudagurinn 13. sé ógæfu- dagur og hafi í för með sér miklar hremmingar. Svo reyndist vera fyrir þingmanninn Arna Johnsen en föstudaginn 13. júlí birtist fyrsta frétt af mörgum í DV um spillingarmál hans sem að lokum leiddi til afsagnar Áma. Ámi Johnsen er fyrsti þing- maður lýðveldisins til að segja af sér vegna spillingarmála. Þegar þetta er skrifað hefúr þingmaðurinn reyndar ekki enn skilað formlegri afsögn til forseta Alþingis. Þeir eru til sem halda því fram að Ami muni draga að skila inn afsögn fram að mánaða- mótum, enda fær hann þá greidd laun einum mánuði lengur en ella. Ámi er f huga þjóðarinnar Vest- mannaeyingur númer 1, enda hefur hann óspart beitt sér f þágu Eyja- skeggjanna, jafnvel svo mjög að mörgum hefúr þótt nóg um. Ami er að auki holdgervingur árlegrar Þjóð- hátíðar í Vestmannaeyjum og hefúr oftar en ekki átt dalinn með sjarmer- andi söng sínum fyrir gesti þjóðhátíð- ar. Einhverjir pömpiltar grfpa þó jafnan til þess að grýta Ama með flöskum eða öðmm tilfallandi mun- um þegar brekkusöngurinn stendur sem hæst, en Ámi veit sem er að meirihluti gesta hátíðarinnar kemur einvörðungu til að hlýða á brekku- söng þingmannsins og væntanlega verður engin breyting á því í ár. Um það ríkir þó fúllkomin og nagandi óvissa. Missir Eyjamanna er mikill og því mótmælir enginn. Jafnvel hörðustu Árni Johnsen og Eyjamaður nr. vegna spillingarmála. kommar og andstæðingar Áma hafa séð ástæðu til þess þegar þeir sparka f liggjandi manninn að nefha það hve harðduglegur og frumlegur þingmað- urinn fyrrverandi er. Missir Eyja- manna kom berlega f ljós þegar Flug- félag Islands tilkynnti að það myndi ekki lengur fljúga til Vestmannaeyja. Allajafna hefði Ámi verið „on it“ og reddað þvf í einum grænum. En þar sem búið var að kýla manninn kald- an heyrðist ekki múkk frá Eyjamönn- um. Miluarði sóað í þjálfun Keikós I frétt DV þriðjudaginn 24- júlí birtist önnur harmafregn frá Vest- mannaeyjum. Þar er sagt fra því að eitt helsta djásn Eyjanna, hvalurinn Keikó, sé ekki jafnhrifinn af frelsinu og Kanamir sem lagt hafa á sig ómæl- da vinnu til að Keikó megi synda frjáls um heimsins höf. Heildarkosm- aður við Keikóverkefnið nemur nú einum milljarði. Keikó varð sem kunnugt er heimsff ægur eft ir að hann vann mikinn leiksigur í gamanmynd- inni - en um leið ádeilu - „Free Willy“. Vandinn með kvikmynda- stjömuna Keikó er að hann vill ekki frelsið. Hann vill vera í Vestmanna- eyjum og láta mata sig. Hann er góðu vanur og nennir ekki harkinu sem fylgir þvf að lifa f samfélagi hvala og annarra sjávardýra. Keikó kemur alltaf aftur þrátt fyrir ítrekaðar til- raunir til þess að sleppa honum laus- um. Þessi tíðindi hljóta að teljast gríðarleg vonbrigði og áfall fyrir Vest- mannaeyjar. I Bandaríkjunum búa milljónir bama sein enda dag hvem á því að biðja fyrir Willy og fyrir því að hann megi aftur hitta vini sína f sjónum. Bandaríkjamenn geta ekki hugsað þá hugsun til enda að af frelsi Willy verði ekki og því er allt kapp lagt á þjáflun hvalsins. Allir kannast við orðatiltækið að ekki sé hægt að kenna göml- uiri hundi að sitja. Menn velta því nú fyrir sér hvort hægt sé að kenna gömlum hvali að synda. Það er að renna i varð að segja af sér 1. Gott er að hafa réttan þrýsting í dekkjunum 2. Nota skal stefnuljósin 3. Ekki skal aka yfir löglegum hraða 4. Allir eiga aö vera í beltum 5. Ekki tala í símann á ferð 6. Allir eiga að vera vinir i umferðinni 1. Ekki skaltu girnast bíl náungans 8. Höfum gott bil á milli bíla boðorð umferðarinnar 9. Höldum bílnum hreinum Keikóáætlunin sem kostað hef- ur milljarð og hefur það að mark- miði að Keikó öðlist frelsi til að synda um heimsins höf brást. Keikó vill ekki frelsi. u p p f y r i r mönnum að niðurstað- an gæti orðið sú að Keikó muni dúsa í kví sinni í Vestmannaeyjum um aldur og ævi. En hvað er það til ráða? Fyrir bandarísk ungmenni verður það gríðarlegt áfall ef raunin verður sú að hvalurinn vilji ekki frelsið eftir allt saman. Ef til villl væri hægt að selja þeim þá hugmynd að Willy sé dáinn og kominn til himna með öll- um hinum hvölunum (meirihluti hvala f himnum eru íslenskir hvalir sem hafa verið myrtir af sjómönnum Islands). Íslensk böm eru alin upp við aðra menningu og aðstæður og sumir hafa velt þvf fyrir sér hvort hægt væri — að Keikó látnum — að markaðssetja Keikóbollur. Risaeðlu- bollur hafa selst eins og heitar lumm- ur og því má ekki útiloka það að kríl- in verði ginnkeypt fyrir Keikóboll- um. Ungfrú Ísland með barni Miðvikudaginn 25. júlí bárust þjóðinni tvfbent tíðindi í DV. Ung- frú ísland er með bami. Vitaskuld er það gleðiefhi að Ragnheiður Guðna- dóttir, eitt helsta stolt Eyjamanna um þessar mundir, sé með bami. Við henni brosir björt og giftusöm fram- tíðin. Hitt er annað mál að ungfrú Is- land getur ekki sinnt öllum embætt- isverkum sínum- eins og að fara f fegurðarsamkeppnir erlendis- þegar hún er ekki kona einsömul. Ragn- heiður mun því vera heima en þær stöllur íris, sem varð í 2. sæti keppn- innar Ungfrú ísland þann 23. maf síðastliðinn, og Iris, sem hafnaði í 3. Ragnheiður Guðnadóttir, fegurðar- drottning íslands og Eyjastelpa, varð ólétt og verður að láta írisi og írisi, sem lentu í 2. og 3. sæti keppninnar, leysa sig af íkeppnum ertendis. sæti sömu keppni, fara í hennar stað í keppnir á erlendri grund . Þeirra bíður það erfiða verk að ætla að feta í fótspor Ragnheiðar enda mál manna að hún hafi unnið yfirburða- sigur í keppninni um fegursta fljóðið og keppinautar hennar fröken „diet coca cola" og nafna hennar íris kom- ist ekki með tæmar þar sem hún er með hælana. Eyjamenn standa storminn AFSÉR Eyjamenn eru þekktir fyrir að vera stoltir mjög af Vestmannaeyjum og öllu sem ffá þeim kemur. Þrátt fyrir að undanfamir dagar hafi reynt mjög á þrek Eyjaskeggjanna er engu að síð- ur ljóst að þeir eiga harðduglegan fyrrverandi þingmann, heimsþekkt- an hval og fallegastu konu landsins. Keikó er kannski ekki til þess fall- inn að sóma sér í samfélagi við aðra hvali en sú niðurstaða kann að verða heillavænlegri fyrir Eyjamenn þegar upp er staðið. Ferðaþjónusta hefúr notið góðs af veru Keikós r Eyjum og margir Eyjamenn hafa atvinnu af honum. Þungun Ragnheiðar gerir það að verkum að Ungfrú ísland getur ekki sinnt starfi sínu, en Eyjamenn státa þó enn af því eiga fallegustu konu Is- lands. Iris og íris verða aldrei annað en staðgenglar. Dugnaður Árna varð honum reyndar að falli þar sem leifturhraða- framkvæmdir hans við heimili sitt í Vestmannaeyjum höfðu r för með sér að hann varð að skrifa hluta þeirra á Þjóðleikhúsið. Allir reikna með því að Ámi muni rfsa upp sem nýr og betri maður og að orð Teits Þorkels- sonar f Islandi í dag: „Hristir þú þetta ekki bara af þér, Ámi?“ verði að veru- leika. ... TILVIUUN? Þá hafa þeir sem Fókus hefur ra við um óléttu ungfrú íslands varpað fram samsærisken- ningum í gríni. Niðurstaða þungunarinnar er sú að Iris og íris fá að spreyta sig í fegurðarsam- keppnum í útlön- dum, þó að Ragnheiður sé sé enn ungfrú ísland. Ragnheiður hefúr látið hafa það eftir sér að þungunin hafi verið „sjokk“ en að hún lítil á hana sem „tóma hamingju og gleði“. Því hefúr verið haldið fram að stúlkurnar í keppninni verji miklum tfma saman við æfing- ar og undir- búning. Og sumir hafa ýjað að þvf f gamni að þær íris og íris hafi komist f getnaðarvamarpillur Ragn- heiðar. Dæmi nú hver fyrir sig.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.