Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2001, Page 17
Jón Jósep Snæbjðrnsson er söngvari hljómsveitarinnar í svörtum fötum. Honum hefur verið líkt við kisu
með tabaskósósu í rassgatinu þegar hann stígur á svið, svo mikill er djöfulgangurinn. Orkuna fær hann
úr tómatsafa. Það hefur gengið á ýmsu hjá Jóni undanfarið. Hljómsveitin hans, sem gaf út misheppnaða
plötu fyrir jól, er nú ein hinna vinsælustu í sveitaballageiranum og í millitíðinni brá hann sér á bak og
eignaðist erfingja.
Ég var svo mikil pissudúkka
Jón Jósep er kominn skrefinu lengra en Grafarvogs-
búinn. Hann býr í ónúmeruðu húsi í laxbleikum lit,
að honum finnst. Það er nýrisið í nýjasta vísitölu-
hverfi höfuðborgarsvæðisins, í útjaðri Hafnarfjarðar -
f skjóli álversins. Ef Jón ætlaði að gangast upp í
töffaraímyndinni ætti hann líklega að skríða um í eig-
in ælu á nýja parketinu í stað Trausta, nokkurra mán-
aða sonar þeirra Rósu, eiginkonu hans. En Jón sýnist
, vera ósköp venjulegur „úthverfur" þéttbýlingur, vinn-
ur á tölvu og virkar hálfmanískur í ánægju
sinni með tilveruna. „Það er gott að
hengja popparann upp á herðatré í ■
fataskápnum þegar ég kem heim og f|
snúa mér þá að því að taka til og í
svæfa. Fjölskyldulífið fer æðislega vel
saman við poppið,“ segir hann.
Bærilega kristinn í dag
Bróðurpart þeirra tuttugu og fjögurra
ára sem Jón hefur lagt að baki hefur
hann dvalist á Akureyri og hlaut þar um-
skurð sinn \ tónlist sem trommuleikari
Blackout. „Eg held að ég hafi verið leiðin-
legur í æsku,“ ályktar hann. „Sjáum mig
fyrir okkur, 15 ára þungarokkari sem gat
ekki sungið og var með hár niður á bak.“ Ef Hf
þessi sjálfsmynd er ekki nógu skýr má skoða
meðfylgjandi mynd úr einkaalbúmi Jóns,
sem hann, fyrir áeggjan Rósu, féllst trauð-
lega á að láta fylgja viðtalinu. „Ég er með of stórt nef,“
segir hann um myndina og leitar í örvæntingu að
annarri mynd til að setja á prent. Honum er strax bent
á það af spúsu sinni að allir unglingar séu með of stórt
nef. „Ég var ekki mikill villingur, fyrir utan það að ég
safnaði hári,“ rifjar hann upp og kveðst þess vegna
Tómat fyrir tónleika
Eins skringilega og það kann að hljóma segist Jón
oft hafa verið stimplaður sem athyglissjúkur á sínum
yngri árum og sé það stundum enn. Sviðsframkoma
hans þykir æði lífleg og óupplýstir áhorfendur ættu
hægt með að draga þá ályktun að fyrir tónleika hand-
fjatli söngvarinn síhressi hvftt duft f ríkara mæli en
bakaranemar. Hið sanna er hið andstæða. Jóner bind-
indismaður á eiturlyf og áfengi. „Ég drekk
taÉSSHISB ajdrei annað en tómatsafa fyrir tónleika.
“ Eg er með ofnæmi fyrir áfengi. Ekki eins
og alkóhólistar. Ég er með ofnæmi fyrir
áfengi," segir hann og leggur áherslu á
hvert orð f seinna skiptið. „Ef ég fæ mér
einn bjór er ég ónýtur f raddböndunum
lengi á eftir.“ Jón og hinir svartklæddu
hafa verið í samstarfi við átakið Island
án eiturlyfja um skeið og að sögn Jóns
er loksins með þeim hljómsveit sem
stendur undir vfmulausu orðspori. Því
er ekki nema rökrétt að þeir þekkist
boð um að spila í Galtalækjarskógi
ixm verslunarmannahelgina til að
innræta upprennandi smyglurum
svipað hugarfar. Dagskrá helgarinn-
ar verður að vfsu full, eins og flest-
ar aðrar, því sveitin er einnig á
mála hjá Einsa B í Eldborg.
Manaðir af Selfyssingum
Fyrir jól gáfu svörtu fötin út geisladisk sem unninn
var á tólf dögum. Gripurinn fékk frekar dræma dóma
(hauskúpu hér í Fókus) en strákarnir komu sterkari
undan vetri og eiga nú lagið Nakinn í útvarpsspilun.
„Við vorum rígmanaðir af krökkum frá Selfossi til að
pussurokkaranna í Blink 182, að sögn Jóns. I svörtum
fötum varð til fyrir þremur árum og upphaflega léku
þeir félagar á tónleikum f svörtum jakkafötum, með
dökk sólgleraugu, en eru hættir því. „Það var fullmik-
ið að mæta í grunnskólana eins og verið væri að lög-
sækja fólk. Svo er maður stirðari f jakkafötunum," út-
skýrir Jón og segir þá félaga hafa tekið upp mýkri götu-
fatnað þó að nafnið fái að halda sér. „Það er of seint
núna að breyta nafninu í Drifskaft" eins og hann lagði
sjálfur til einhverju sinni.
Hamborgari með krökkunum
„Kvenhyllin fylgir bara starfinu. Einhvern tímann
hefur Ómar Ragnarsson átt kvenhylli að fagna,“ segir
Jón um þann þátt popparalífernisins og finnst það
engin vörusvik gagnvart aðdáendum að meðlimir
strákabands séu á föstu. „Það er miklu frekar bónus
fyrir þá sem fá okkur í vinnu. Við mætum á réttum
tfma frekar en einhverjir afdala Selfyssingar sem eiga
hvorki konur né börn.“ Honum þykir lfka skemmtileg
viðbót við verkahring sinn að gefa eiginhandaráritan-
ir. „Mér finnst svo gaman að spjalla við krakkana og
fá mér hamborgara með þeim. Um daginn fór ég í rjó-
maslag við sjö stelpur á Ingólfstorgi og fór með þeim á
Quiznos á eftir. Okkur langaði bara svo til að gera eitt-
hvað alveg flippað." En er Jón sjálfum sér samkvæm-
ur f sveitaballabraskinu eða þráir hann listrænt frelsi?
„Sveitaballatónlist er ekki númer eitt í mínum tón-
listarsmekk en það felst mikil vinna f henni og ég
virði þá sem leggja hana á sig. Það getur verið erfitt að
neita sér um að vera með harðan metalkafla f lagi fyr-
ir að selja kannski 1000 eintök í viðbót, en þessi tón-
list er gerð til þess að selja. Ef ekki hvers vegna þá í
ósköpunum? Þá væri þetta bara eins og kveðskapur
eða laxveiði.“ Nú virðist framtíðin björt hjá Jóni í
reynslulítill í útihátíðasukkinu. „Ég var svo mikil
pissudúkka að ég eyddi flestum verslunarmannahelg-
um í Vatnaskógi eða vinnu. Ég var mikið í KFUM og
K og það reddaði mér frá djamminu á unglingsárun-
um. Þar fékk ég líka að þenja raddböndin óáreittur,"
segir hann og brosir trúuðu brosi. „I dag er ég bærilega
kristinn."
gefa út þennan disk. Hann er náttúrlega mjög illa
unninn, enda ekki við öðru að búast á tólf dögum, og
við höfðum bara gott af þessum dómum. Vinnslan var
eiginlega mannvígsla í þessum efnum. Hún var að
vísu hörmuleg en mjög skemmtileg," segir Jón um
jóladiskinn. Raunar er það svo að Nakinn er aðeins
lítillega bætt útgáfa af lagi sem varð til í þeirri at-
rennu, með öðrum texta og frekari skírskotun til
músíkinni en hann stefnir ekki að því að gera hana að
aðalstarfi sínu og ætlar að skella sér í viðskiptafræðina
í Háskólanum til að hafa eitthvert plan b, eins og
hann orðar það. „Þú lifir ekki lengi f þessum bransa og
þarft að gera eitthvað annað seinna meir. Það fer auð-
vitað eftir því hvemig persóna þú ert en ég veit ekki
hvort ég vil vera einhver söngleikja-dinnersöngvari á
Hótel Sögu um sjötugt."
27. júlí 2001 f Ó k U S