Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2001, Side 18
4
Finnur Vilhjálmsson skrifar
Flest fýsir sælan og snúðu
þér nú upp, Imba mfn.
Ef einhver ætlaði sér að skrifa
bók um rökffæði Islendinga ætti
sá hinn sami að finna sér eitthvað
annað að gera. Bókin er nefnilega
þegar til og heitir Islenskir máls-
hættir. Af einhverjum óskiljan-
legum ástæðum virðist stór hluti
þjóðarinnar telja það gott, gilt og
gáfulegt í hvers kyns umræðu að
kasta fram einhverri niðursoðinni
speki í formi málsháttar og/eða
tilvitnunar og telja sig þannig
hafa sagt allt sem segja þarf - al-
gerlega fært sönnur á réttmæti
síns málstaðar. Viðmælendur
verði þá bara alveg stumm - kjaft-
stopp — og geti ekki annað en
pakkað saman og viðurkennt
vanmátt sinn gagnvart þess
háttar yfirburða rökseinda-
færslu.
Spekina
sækja röksnillingam-
ir í hina og þessa
brunna auk málshátt-
anna. Biblían er vinsæl
(enda efni hennar jú hafið v
yfir allan grun), fomsögumar
sömuleiðis, að ógleymdum
þeim sæg af lífspeki- og tilvitn-
anabókum ýmiss konar sem
hrannast óhjákvæmilega upp á
heimilum landsmanna eftir veisl-
ur og merkisafmæli.
Til eru jafnvel þeir sem láta
nægja, hvenær sem þeir þurfa að
standa fyrir máli sínu, að þylja
óðamála upp biblíutilvitnanir,
málshætti og vitur-maður-sagði-
frasa í lange baner, oft algerlega
samhengislaust, og fást ekki með
nokkru móti til að ræða stað-
reyndir máls heldur fjasa bara al-
mennt í frösum út og suður. Með
tilaetluðum árangri oft.
Ástæðan er stundum fáfræði,
almennt eða um umræðuefnið, og
tilgangurinn að dylja vanþekk-
inguna. Oftar þó hreinir og beinir
útúrsnúningar. I þeim tilvikum
veit viðkomandi að hann hefur
rangan málstað að verja, öll rök
hníga í aðra átt, en viðkomandi
kýs að halda honum ftam til
þrautar engu að síður vegna hags-
muna, þrjósku eða annars konar
hlutdrægni.
Þetta er f ætt við það sem sagt
hefur verið um nútímamanninn,
að hann nenni ekki að hafa fyrir
því að hugsa sjálfur. Páfágauka-
svar málsháttasófista við þessu
væri að sjálfsögðu hin marg-
tuggðu „sannindi“ að allt sem
hægt er að segja um öll mál hafi
einhver annar sagt áður við skyld-
ar aðstæður — bara betur. Því sé
eins gott að taka sér bara þau orð
í munn. Er heil brú í þessu? Nei,
holumar í þessari speki eru þær að
öll mál eru að minnsta kosti að
einhverju leyti einstök og patent-
lausnir — og -rök — einfaldlega
ekki til.
Hófsemi cetur verið
ANDSDYGGÐ
Eins er áberandi hvað mörgum
finnst fínt að „hvetja til hófsemi"
óháð málavöxtu og þykjast
þannig sveipa sig skikkju vitra
Nestorsins. Kona ein reit hjart-
næma hugvekju í Moggann þegar
Ámamálið stóð sem hæst og
sagði eitthvað á þá leið að víst
hefði þingmaðurinn gerst sekur
um einhverjar smávægilegar yfir-
sjónir en ættum við ekki bara að
fyrirgefa honum. Það væri svo
sem allt í lagi og gerist áreiðanlega
með tíð og tíma en hvemig í
ósköpunum er hægt
að fyrirgefa manni
sem ekki hefur
sýnt einn einasta
vott iðrunar heldur
logið og blekkt alla,
jafnt almenning, fjöl-
miðla og eigin flokk, til
að bjarga eigin skinni
fram í rauðan dauðann? Finnst
svo bara fáránlegt að einhver sé
að pípa, upplifir sig sem fómar-
lambið.
í sama máli heyrðust margir
segja alvöruþrungnir „saklaus uns
sektin er sönnuð". Það er hárrétt
per se en átti bara alls ekki við í
þessu máli. Sekt getur sannast
annars staðar en fyrir dómstólum.
Að halda öðru fram er orðhengils-
háttur. Það var ekki bara að fjöl-
miðlar höfðu skaffað afgerandi
sönnur á sekt Áma, hann hafði
sjálfur játað. Hverju fleira óska
menn eftir?
Af sama meiði eru frasar á borð
við „Sá yðar sem syndlaus er...“ og
allt tal um „nomaveiðar", „mann-
orðsmorð" og ofsóknir sem náðu
hámarki f tilgerðarlegri og yfir-
borðskenndri grein einhvers sjálf-
stæðismanns úr Kópavoginum og
kostulegri ályktun ungra sjálf-
stæðismanna í Eyjum, einmitt
undir steinkasts- og syndleysisyfir-
skriftinni. Hér var einfaldlega
verið að reyna að afvegaleiða um-
ræðuna og beina kastljósinu frá
kjama málsins. Það sem fyrir fólki
sem viðhefur svona málflutning
vakir er einfalt og vel við hæfi að
enda á því að láta það kenna á
eigin bragði:
Tilgangurinn helgar meðalið.
Þess má geta að fyrirsögnin er
einmitt fengin úr bókinni Islensk-
ir málshættir og er ágætt dæmi
um íslenskt orðatiltæki sem þýðir
ekki neitt.
Jón Kjartansson frá Pálmholti
Stephen Hawking ofureðlisfræðingur
Það er engu líkara en Jón hafi fundið einhver ormagöng sem gera hon-
um unnt að skjótast á milli Pálmholts og Cambridge ogsinna þannig hlut-
verki sínu sem formaður Leigjendasamtakanna og prófessor í eðlis- og
stjömufræði. Maðurinn í Cambridge trúir reyndar bæði á ormagöng og
svarthol, en það er ekki Jón. Það er Stephen Hawking, keimlíkur Jóni í út-
liti. Þrátt fyrir að vera fjötraður af hjólastól hefur hann komist til æðstu
metorða f vísindasamfélaginu og tekst vel upp í að gera þvæld fræði sín
auðskiljanleg fyrir almenning. Þetta hefúr vakið aðdáun margra á mannin-
um sem trúir svo kröftuglega á sog-sog svarthola. Ef Jón væri ekki með
þetta skásetta, skrásetta vörumerki sem skeggmottan er yrði hann ábyggi-
lega umkringdur aðdáendum Hawks f hvert skipti sem hann fengi sér sæti.
fÓkuS 27. jÚlÍ200l
Regnboginn og Stjörnubíó frumsýna í kvöld Scary Movie 2,
framhald myndarinnar sem sló svo óvænt í gegn í fyrra.
Myndinni var leikstýrt af Keenan Ivory Wayans, einum fimm
Wayans-bræðra sem starfa innan kvikmyndageirans í
Hollywood, og komu bræður hans við sögu í myndinni. Nu
eru þeir Wayans-bræður komnir aftur og að sjálfsögðu heitir
myndin Scary Movie 2.
Ruglinu haldið til streitu
Sem fyrr eru hrollvekjur teknar fyrir og má segja að
ekki standi steinn yfir steini eftir af þeim þegar
Wayans-bræður eru búnir að fara f gegnum þær. Skot-
spónninn er meðal annars The Omen, Exorcist og End
of Days. I myndinni býður prófessor nokkrum nem-
endum sínum að eyða einni helgi á glæsilegu ættaróð-
ali úti í miðjum óbyggðum og er boðið þegið. Þegar á
staðinn er komið fara ýmsir yfirnáttúrlegir atburðir að
gerast, enda mjög reimt í húsinu. Fljótt byrjar hver
nemandinn af fætur öðrum að hverfa og fátt virðist
geta bjargað þeim ffá illum, en fyndnum, örlögum sín-
um. Þess má geta að í Scary Movie stóð í lokin að ekk-
ert framhald yrði gert. Þess vegna stendur „við lugum“
í undirtitli Scary Movie 2.
Keenan Ivory Wayans er þekktastur þeirra bræðra.
Frægð sína á hann að þakka að vera framleiðandi,
handritshöfundur og aðalleikari vinsæls sjónvarps-
þáttar, In Living Color, en þáttaröð þessi er margverð-
launuð. Fyrsta kvikmyndahlutverk hans var í
Hollywood Shuffle, þar sem hann var einnig annar
handritshöfunda. Fyrsta kvikmyndin sem hann leik-
stýrði var I’m Gonna Get You Sucka. Hann lék auk
þess í þeirri mynd og skrifaði handritið. Hann hefur
íeikið í nokkrum kvikmyndum, meðal annars A Low
Down Dirty Shame, Menace to South Central... og
The Glimmer Man. Wayans hefur ekki yfirgefið sjón-
varpið þó nóg sé fyrir hann að gera í kvikmyndum.
Hann hefur verið á síðkvöldum með sjónvarpsþátt sem
gengur undir hans nafni, The Keenan Ivory Wayans
Show, þar sem hann fær gesti til sín í létt spjall.
Bræður Keenans, Marlon og Shawn, sem báðir leika
í Scary Movie auk þess að hafa aðstoðað stóra bróður
við gerð handritsins, hófu báðir feril sinn hjá Keenan,
Shawn í kvikmyndinni I’m Gonna Get You Sucka og
Marlon (In Living Color.
Kvikmyndin Brother verður frumsýnd í Bíóborginni og
Kringlubíói í kvöld. Myndin hefur vakið nokkra athygli
erlendis og verður að teljast góður kostur fyrir bíóáhuga-
menn um helgina.
Bræðrabönd f Lfi
Brother segir sögu japanska harðjaxlsins Yamamoto
(Beat Takeshi) eftir að hann er rekinn úr yakuza-klíku
og neyðist til að flýja frá Tokyo. Hann heldur til Los
Angeles í leit að yngri hálfbróður sínum sem heitir
Ken (Claude Maki). Yamamoto gengur í fyrstu illa að
aðlagast lífinu í borg englanna, hann talar ekki tungu-
málið og honum finnst menningin framandi og um-
hverfið fjandsamlegt.
Yamamoto tekst þó að hafa uppi á Ken sem reynist
vera vingjarnlegur „smádíler". Skömmu eftir að
Yamamoto kom til Los Angeles lenti hann í útistöð-
um við svartan Ameríkana sem heitir Denny (Omar
Epps) og reynist vera í sömu klíku og Ken. Þrátt fyrir
útistöðumar tengjast Japaninn og svertinginn sterkum
vinaböndum og verða sem bræður.
Áður en langt um líður eru þeir félagar komnir út í
stórfelld viðskipti með fíkniefni og „bisnessinn" geng-
ur vel. En Adam var ekki lengi í paradís, Mafían fer að
hafa afskipti af starfseminni og allt fer til fjandans.
Menn skipast í fylkingar og spurning dagsins er hver
getur treyst hverjum.
Brother er fyrsta myndin sem Takeshi Kitano leik-
stýrir utan Japans en frá 1989 hefur hann nánast gert
eina mynd á ári í heimalandi sínu. Þekktasta mynd
hans til þessa er HANA-BI sem vann gullljónið í Fen-
eyjum 1997. Kitano er einnig þekktur sem leikari og
lék m.a. í Merry Christmas Mr. Lawrence.
Leikarinn Omar Epps, sem leikur Denny, þykir með
efnilegri leikurum Hollywood í dag en hann hefur t.d.
leikið á móti Bruce Willis og Nick Nolte í Breakfast of
Champions og í Spike Lee-myndinni Love and
Basketball. Claude Maki, sem fer með hlutverk Kens,
er fæddur í Tokyo og er ein helsta stjarna japanskra
leikara af yngri kynslóðinni. Hann hóf feril sinn sem
leikari fjórtán ára gamall í sjónvarpi en varð síðan
þekktur sem brimbrettakappi og vandræðagemlingur.
i
l*