Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2001, Page 19
JU—-
föstudagur 27/7
•Popp
■ STAMPIN GROUND j TÓNABÆ Breska
harðkjarnasveitin Stampin’ Ground leikur á
tðnieikum t Tónabæ t kvöld með I Adapt,
Klink og Snafu. Dæmið hefst klukkan 20 og
er heimtaður 1.000 kall inn.
•K1úbbar
■ TAYO Á ATÓMI Á THOMSEN Bresk afríski
Nu-skool tech-house snúðurinn Tayo er gest-
ur Atóms á Thomsen í kvöld. Hann er einn af
fremstu snúðum nýrrar Nu-Skool techn-house
bylgiu sem nú er að tröllríða Englandi. Hann er
m.a. resident á Bugged Outl, Friction á The
End, Big Beat Boutique-kvöldum Fatboy Slim
á The End og Rooty-kvöldum Basement Jaxx
I Brixton. Þetta verður s.s. feit London-veisla í
kvöld! Opið frá 23-5.30. Stundvtsi borgar sig.
■ DJ CÆSAR Á SPOTLIGHT Helgin á
Spotlight er fljótafgreidd: DJ Cæsar t búrinu
föstudags- og laugardagskvöld spilandi
júrópopp og aðra lágkúru enda mottó staðar-
ins: Allt leyfilegt tónlistariega séð. Hljómar
traustvekjandi...
■ GOTT GLENS Á CLUB 22 UM HELGINA! í
kvöld ætlar Doddi iitli að taka sér stöðu I búr-
inu á Club 22 á miðnætti og halda uppi villtri
partístemningu um nóttina og fram undir
morgun. Ef þú ert graður hlökkum við til að
sjá þig!
•Krár
■ RAMPAGE Á LÆKJARKOTI Meistari
Rampage sér um músíkina á Lækjarkoti t
kvöld.
■ EDDA LÁR Á VÍDALÍN Edda Lár leikur fyr-
ir dansi á Vídalín bak t bak, föstudags- og
laugardagskvöld. Hljómsveitin hennar, Fiðr-
ingurinn, spilar með en þeirra afuröir eru í ætt
viö órafmagnaöan blús og rokk.
■ EINAR OG HJÓRTUR Á CELTIC Það eru
einhverjir Einar og Hjörtur sem ætla að spila
á Celtic Cross t kvöld.
■ ENN ÞÁ NÖKKVI OG KYNJAMISRÉTTI Á
SKUGGANUM Nökkvib skemmtanastjóri á
Skugganum, veröur sjálfur í búrinu að spila
alla helgina, sennilega vegna þess að staður-
inn er að fara aö loka og engir seölar til að
ráða aöra plötusnúða. Ætli útvarpið verði ekki
bara látiö duga síðustu helgarnar. Sama
gamla ruglið: 20 ára konur komast inn, ekki
20 ára karlmenn - þeir verða að vera 22 ára.
Skot i boði...
A laugardagskvöld verður haldið sumardansiball í Þjóðleikhúskjallaranum.
Magga Stína og Hringir ætla að spila fyrir aðdáendur sína og lofa snarbilaðri
stemningu. Þorbjörg Gunnlaugsdóttir náði tali af Möggu Stínu og fékk að
heyra lýsingar hennar á komandi helgi.
Mogga Stfna heldur magnaSa sumargleði
Magga Stína og Hringir ætla
sér stóra hluti komandi laugar-
dagskvöld en þá spila þau á dansi-
halli í Þjóðleikhúskjallaranum.
„Við ætlum okkur bókstaflega að
gera allt vitlaust," segir Magga
Stína þegar blaðamaður nær tali
af henni. „Við spilum svona 400
lög og stefnum á hrottafenginn
dansleik. Ætlunin með ballinu er
að það verði hvatningaróp í
myrkri um að allir aðdáendur
okkar safnist saman áður en
hljómsveitiij hættir,“ bætir hún
við og því ljóst af orðum Möggu
Stínu að hér er á ferðinni tæki-
færi sem fólk ætti ekki að láta
ganga sér úr greipum. Þeir sem
spila með Möggu Stínu eru Kor-
mákur trymbill, sem státar af því
að leika íTrilljónauglýsingu þessa
dagana, Hörður Btagasön, org-
anisti og bassaleikari, og Kristinn
H. Arnason gítarleikari.
En hvað ætlið þið að spila fyrir
æstan lýðinn?
„Við erum búin að æfa „cover-
versions", það er lög eftir aðra,
sem við breytum svo bara og ger-
um að polkalögum. Svo eignum
við okkur bara tónlistina!" segir
Magga Stína.
Hún segist hafa tekið eftir því
að þeir sem sækja tónleika bands-
ins séu á öllum aldri. „Já, þarna
safnast saman hópur sem er að
halda upp á 70 ára afmælið sitt og
svo fólkið sem er að halda upp á
20 ára afmælið sitt. Þetta er ótrú-
lega breiður hópur sem sækir
hringjasýningar okkar.“
Af hverju heldur þú að það sé?
„Eg held að það sé vegna þess
að við spilum gömul lög sem við
gerum að okkar. Við búum til
hrærigraut og grauturinn okkar
Sumargleðin hefst kl. 12 á mið-
nætti og aðgangseyrir er 1000
krónur.
arspariball, fólk á að mæta í sum-
arsparifötum, helst hvítum skyrt-
um ef hægt er að koma því við.“
virðist bara ná til mjög margra.“
Magga Stína lofar magnaðri sum-
argleði. „Þetta verður svona sum-
■ GEIRMUNDUR Á PLAYERS Geirmundur
kemur með bandið í bæinn um helgina til að
spila á Players í Kópavogi.
■ KAFFI REYKJAVÍK í kvöld er Dans á Rós-
um meö fjörugt dansiball. DJ Elliot byrjar 22
í pásu og verður eftir ballið.
■ KOLLI Þ. Á NIKKANUM Kolbeinn Þor-
steinsson leikur á hverfiskrá Breiðhyltinga,
Nikkabar, í kvöld.
■ LAND OG SYNIR BAK í BAK Á GAUKNUM
Föstudagur á Gauknum: Land og synir I góö-
um gír.
■ LÉTTIR SPRETTIR Á GULLÓLDINNI Á
Gullöldinni í Grafarvoginum eru það Léttir
sprettir sem sjá um dansmúsíkina í kvöld og
þar ku vera auövelt að krækja sér í konur að
detta í fjórða tuginn sem eru enn þá með st-
inn brjóst. Allt vaðandi í keisaraskurðum
segja þeir.
•Klassík
■ REYKHOLTSHÁTÍÐ Á FIMM ÁRA VÍGSLU-
AFMÆLI REYKHOLTSKIRKJU Reykholtshá-
tíð verður haldin á fimm ára vígsluafmæli
Reykholtskirkju um helgina. Úrvalstónlistar-
menn, innlendir sem erlendir, koma fram á
fernum tónleikum. Hátíðarguðsþjónusta verð-
ur á sunnudegi kl. 14. Herra Sigurður Sigurö-
arson, vígslubiskup í Skálholti, prédikar. Á há-
tíðinni verða flutt vel þekkt og sígild verk
meistara evrópskrar tónlistarsögu. Upplýsing-
ar um Reykholt og hátíöina er að finna á vef-
síöunum www.reykholt.is og www.vor-
tex.is/festival og hjá Heimskringlu.
•Sveitin
■ HUÓMAR A POLLINUM Hin stórmerka
sveit Hljómar ætiar að skella sér til Akureyrar
nú um helgina. Tilefnið er víst að sveitin ætl-
ar aö leika fýrir dansi á veitingahúsinu Við
Pollinn. Það skemmtilega við þetta allt sam-
an er að Hljómar hafa ekki spilaö á Akureyri
síðan 1968.
For hun í alvöru heim meö
menningðrfulltrúanum í gaer?
LLcLuL
Þegar ég fór var hann aö tala
um aö „kasta kveöju á hinn
orginaj Sigurjón Digra"...
■ ANNA VILL OG VIÐAR JÓNS Á
KRÁKUNNI Anna Vilhjálmsdóttir og Viðar
Jónsson leika saman létt kántrý og fleira á
Krákunnl Grundarfirði í kvöld.
■ BUBBI Á HELLU Bubbi verður svo sannar-
lega með miðnæturtónleika á Kristjáni X á
Hellu t kvöld.
■ BUTTERCUP Á VOPNAFIRÐI í kvöld spil
ar Buttercup á Vopnaskaki, Vopnafirði. Það
verður ábyggilega vel smjörvuð smjördallar-
stemning eins og hún gerist best hjá þessu
vinsæla bandi.
■ EINAR TRÚBBI Á PATRÓ Trúbadorinn Ein-
ar Öm ætlar að TRYLLA lýðinn á Rabbabarn-
um, Patreksfirði, í kvöld. Þetta er piltur sem
kann að fara með gítar og hann segir allar
„trúbbíur" velkomnar svo lengi sem húsið tek-
ur viö.
■ HAFRÓT Á RÁNNI Hafrót ætlar að spila á
Ránnl i Keflavík í kvöld. Jahú.
■ SKUGGINN í EYJUM Nú mætir Skugga-
Baldur öðru sinni til Eyja eftir að hafa gjör-
samlega stútfyllt Lundann tvö kvöld í röö í
sinni fyrstu Eyjaferð í mars. Reykur,
þoka.ljósagangur og skemmtilegasta tónlist
siðustu 50 ára. Allt frá Abba til Rammstein, í
bland við íslenska gleðitónlist og óskalög.
Miðaverð 500 kr.
■ SPENNANDI HELGI í VH)EY Viðey hefur
upp á margt að bjóða um helgina. Reiðhjól
eru lánuð án endurgjalds og eyjan hefur aö
geyma ókeypis tjaldstæöi fyrir þá sem vilja.
Boöiö er upp á gönguferö á laugardaginn og
kaþólska messu á sunnudag kl. 14 meö til-
heyrandi staðarskoðun.Viðeyjarstofa er opin
alla helgina með kaffisölu og sýningin Klaust-
ur á íslandl er opin frá kl. 13.00-16.15 alla
helgina.
■ STUÐ í MIÐGARÐI í kvöld eru hinir ólseigu
Stuðmenn með Frimanninn knáa fremstan í
fiokki í Miðgarði, Skagafiröi. Jíbbl Jei.
•Leikhús
■ MEP VÍFIÐ í LÚKUNUM Leikritið Meö víf-
iö í lúkunum eftir Ray Cooneyveröur sýnt í
kvöld klukkan 20 á Stóra sviði Borgarlelk-
hússins. Leikstjóri er Þór Tulinius og þýöandi
Árni Ibsen.
•Feröir
■ GÓN6UFERÐ OG MESSA Á ÞINGVÓLLUM
Um helgina er fullt aö gerast á Þingvóllum. Á
laugardag kl. 13.00 verður gengið um eyði-
jörðina Arnarfell og rifjuð upp búsetusagan á
þessum fallega stað við Þingvallavatn. Einnig
veröur rætt um lífríki Þingvallavatns þar sem
Arnarfell þótti með betri veiöijörðum við vatn-
ið. Gangan tekur tvo tíma þannig aö fótfún-
asta fólk ætti að meika þetta.Daginn eftir,
sunnudaginn 29. júlí, verður guösþjónusta I
Þingvallaklrkju og svo þinghelgarganga aö
lokinni messu þar sem farið verður um þing-
staðinn forna og saga þings og þjóðar reifuð.
Gangan hefst kl. 15 við kirkjuna.ÖII dagskráin
er ókeypis.
27. júlf 2001