Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2001, Síða 22
... Á VlRGIN SUICIDES.
Þetta er myndin sem fólk hefur verið að
bíða eftir. Þrátt fyrir að vera orðin tveggja ára
gömul er hún fyrst að detta í bfó núna og er
það miður. Við því er þó ekkert að gera nema
herða upp hugann og skella sér á helvítis
myndina.
... Á KÚBVERSKA DAGA ATLANTIC BAR.
1 tilefni af byltingardegi Kúbu verður sleg-
ið upp veislu með ýmsu kúbversku hnossgæti
í mat, drykk og tóbaki um helgina. Kvartett
Kastró, með Pétri Hallgrímssyni Lhooqpopp-
ara, leikur og Margeir spilar plötur fyrir gesti
Austurvallar, í bland við óvæntar uppákom-
ur. Pólitískt yfirskin gleðinnar er sólski'n.
... Á VOPNASKAK.
Ekkert er eins góð upphitun fyrir útihátíð-
ir um verslunarmannahelgina og útihátíð
helgina áður. Vopnaskak skartar heitum
hljómsveitum og nokkrum skemmtilegum at-
burðum sem gerir það að verkum að tilvalið
er að henda sér í gleðina á Vopnafirði.
... í NUDD.
Er ekki stressið að drepa þig eins og aðra Is-
lendinga? Reyndu þá að drattast til að gera
eitthvað fyrir þig í stað þess að veslast upp
eins og aumingi. Nudd er málið í dag - kost-
ar að vfsu smápening - en þú sérð ekki eftir
þvf eftir á.
í víkunni hefur mikið verið rætt um hjónaband rússnesku tennis-
stelpunnar Önnu Kournikovu og unnusta hennar, Sergeis Federovs.
Kournikova er frægasti kventennisleikarinn í heiminum í dag og á
hverjum degi birtast fréttir um einkalíf hennar. Fréttir af giftingu henn-
ar þurfa því ekki að koma á óvart en þegar þetta er ritað hafa þær ekki
fengist staðfestar. Karlkyns aðdáendur Önnu Kournikovu þurfa því ekki
að gefa upp vonina strax að ná í þessa eftirsóttu stúlku.
Haltu mér, slepptu mér
Saga tennisleikarans Önnu
Kournikovu er um margt merkileg.
Þegar hún var yngri vann hún næst-
um allt sem var hægt að vinna í
fþróttinni og virtist stefna beint á
toppinn. Síðan hún gerðist at-
vinnumaður, árið 1995, 14 ára að
aldri, hefur henni hins vegar ekki
gengið sem skyldi og á hún enn eft-
ir að vinna stórmót.
Adidas-stúlkan
Þótt Anna Kournikova sé ekki
nema tvítug að aldri er hún hæst
launaði tennisleikari í heimi. Heild-
artekjur hennar á síðasta ári námu
11,5 milljónum punda, fimm millj-
ónum meira en næsta konan, Mart-
ina Hingis, fékk, og tæpum tveim
milljónum meira en Andre Agassi,
hæst launaði karlinn. Af þessum
tekjum var það þó ekki nema lítið
brot sem hún vann sér inn fyrir ár-
angurinn á tennisvellinum; meiri-
hlutann fékk hún f auglýsingatekj-
ur.
Nýjasti samningur hennar við
Adidas færir henni tæpar 2,5 millj-
ónir punda á ári og í ofanálag fær
hún 10.000 pund í hvert skipti sem
mynd birtist af henni í Adidas-bún-
ingi í breskum fjölmiðlum. Þá aug-
lýsir Anna Omega-úr og fær um
milljón pund fyrir það á ári. Pegaso-
farsímafyrirtækið borgar henni
einnig milljón á ári fyrir auglýsingar,
fyrir að auglýsa Berlei-brjóstahald-
ara fær hún 1,5 milljónir punda á
ári og netfyrirtækið Terra Lycos
borgar henni 2,25 milljónir punda á
ári. Þá er ótalið dagatalið með
myndum af henni, líkamsræktar-
myndbandið hennar og ýmislegt
annað.
Brjóstamyndir
Frammistaða Önnu Kournikovu á
tennisvellinum og tekjur hennar
eru þó ekki það eina sem hefur
komið henni í fréttirnar undanfarin
ár. Ljósmyndarar hafa verið dugleg-
ir að mynda hana við hinar ýmsu
aðstæður og mikið hefur verið
skrifað um samband hennar við
hina ýmsu menn. Síðast í vor varð
hún alvarlega fyrir barðinu á ljós-
myndurum þegar þeir náðu í fyrsta
skipti að mynda hana berbrjósta í
sólbaði. Hún tók því með jafnaðar-
geði og sagðist bara vera ánægð
með myndirnar. Það sama gerði
hún þegar myndir birtust af henni
að klóra sér í rassinum á tennisvell-
inum. Þá sagði hún að myndirnar
væru bara flottar — enda væri hún
með fínan rass.
Ógift Anna
1 vikunni birti æsifréttablaðið
Sun umrædda frétt um hjónaband
hennar og rússneska hokkfleikar-
ans Sergeis Federovs. Fréttin fór
eins og eldur í sinu um heims-
byggðina og töldu eflaust margir sig
svikna. Enn hefur frétt þessi ekki
verið staðfest - og reyndar hafa
flestir í kringum Kournikovu harð-
neitað þvf að hún hafi gift sig í
Moskvu á dögunum. Þangað hafi
hún ekki komið í marga mánuði og
nú sé hún á fullu við æfingar f Flór-
ída. I maí gengu reyndar kjaftasög-
ur um að hún hefði lýst því yfir að
hún ætlaði að gifta sig ef hún ynni
Wimbledon-mótið. Til þess kom
þó ekki þar sem hún var ekki með
vegna meiðsla.
Þangað til annað hefur verið
staðfest virðist þvt sem Anna
Koumikova sé enn ógift. Þrátt fyr-
ir fimm ára samband við Sergei
Federov hefur hún hingað til ekki
vilja binda sig og sögur um stefnu-
mót hennar með öðrum mönnum
virðast staðfesta það. Það má líka
leiða líkur að því að gift Anna
myndi ekki vekja eins mikla at-
hygli og ógift Anna. I það minnsta
verður að teljast ólíklegt að stúlkan
væri til í að fetta sig eins mikið fyr-
ir framan myndavélamar ef sú væri
raunin.
erjir ^erða hvar?
Dúndurpartí hjá Eldhúsi
Sjakalans
„Ég er að vinna í kvöld og á
morgun en svo er Eldhús
Sjakalans með dúndurpartí
annað kvöld. Ég mæti þang-
að dauðþreyttur eftir vinnu
og það endar líklega með því
að ég verð borinn heim of-
urölvi. Af þeim sökum fer
sunnudagurinn líklegast í
eitthvert rugl þar sem ég þarf
að gjalda dýru verði syndir
gærdagsins."
Karl Ottar Geirsson,
trommuleikari í Fálkum frá
Keflavík
Snjóbretti í Frakklandi
„Eg var að koma til Sviss og er á
leiðinni til Frakklands núna. Það
er geðveikt veður hérna og mjög
þægilegt. I Frakklandi ætla ég að
heimsækja vini mína og við ætl-
um á snjóbretti í stórum snjó-
bretta- og skeitparki. Svo fer ég
aftur til Sviss áður en ég skýst til
Kaupmannahafnar á leiðinni
heim.“
Ingibjörg F innbogadóttir, fata-
hönnuður hjá Nikita
Rokk með Klink
„Ég ætla að skella mér á
tónleika með Stamping
Ground í kvöld. Þar verður
rokkað feitt og ég ætla sér-
staklega að sjá vini mfna í
hljómsveitinni Klink taka
alla hina í rassgatið. Morgun-
dagurinn fer svo ábyggilega í
hangs í Nauthólsvíkinni. Ef
veður leyfir mætir maður
með handklæðið og leggst
flatur í sólbaðið.11
Frosti Logason, útvarps- og
sjónvarpsmaður.
Myndin sem manar þig í bíó
7 e'
2
Meira miskunnapleysi. Meiri ósvífni.
f Ó k U S 27. júlí 2001