Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2001, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2001, Blaðsíða 4
s LGG+ er hollur og næringarríkur drykk- ur sem hjálpar fæðunni að komast á leiðar- enda í gegnum meltingarveginn. Sala á þessu litla drykk hefur tekið mikinn kipp síðustu tvær vikurnar og nú er svo komið að hún hefur aukist um heil 43% á tveim- ur vikum. Þessi aukna sala er rakin beint til umfjöllunar um Eldborgarhátíðina og smjörsýruneysluna sem þar átti sér stað. Umrædd sýra, sem er ætluð búfénaði en ekki mönnum, var höfð í þar til gerðum LGG+ flöskum og ekki hafa allir áttað sig á að búið var að skipta um innhald flösk- unnar. Það er líklega þetta fólk sem kaupir nú svona mikið LGG+ ... en víman verður aldrei eins og f fyrsta skiptið. Einhverra hluta vegna búum við íslend- ingar við eitthvert hæsta verð á geisla- diskum sem þekkist í heiminum. Verðið er um þessar mundir 2400 krónur sem er nátt- úrlega rán, sérstaklega ef litið er til þess að af þessari upphæð renna aðeins um 600 krónur til listamannsins. Hvað verður þá um 1800-kallinn sem eftir stendur? Hon- um er skipt á milli hljómplötuverslunar- innar og einhverra fleirri aðila sem koma tónlistinni þannig séð ekkert við. En af hverju eru diskar svona dýrir á þessu bless- aða landi? Hljómplötuverslanirnar segja það vera vegna lélegs gengi krónunar og samdráttar í sölu hljómplatna. Napsterinn spilar auðvitað stóra rullu í þessu öllu sam- an en með tilkomu ókeypis tónlistar á Nct- inu dregst salan auðvitað enn frekar sam- an. En þá kunna kannski einhverjir að spyrja hvort það sé rétt ákvörðun hljóm- plötuverslana að hækka verðið á geisla- diskum f von um að fleiri seljist ? Thule AAusik er íslenskt útgáfufyrirtæki sem hefur verið að sækja í sig veðrið upp á síðkastið. Maðurínn á bak við allt saman heitir Þórhallur Skúlason en Fókus hitti hann að máli ekki alls fyrir löngu og fékk að vita hvað væri að gerast hjá Thule um þessar mundir. Fyrir um fimm árum kom fyrsta platan undir merkjum Thule Musik út en útgáfan hófst svo fyrir alvöru um tveimur árum seinna. Nú eru Thulemenn með fjölda hljómsveita og tónlistar- manna á sínum snærum og alltaf bætast fleiri við. Raftónlist hef- ur verið þar nokkuð áberandi en þeir binda sig þó ekki eingöngu við slíka tónlist. Um þessar mundir er Apparat að taka upp í hljóðveri Thule og er stefnt á að platan verði tilbúin fljótlega og komin í verslanir hér á landi f lok nóvember. Tónlistarmennirn- ir Exos og ILO hafa þegar gefið út hjá fyrirtækinu sem og hljóm- sveitin geðþekka Kanada. Það band sem hefur þó náð hvað lengst af Thule'hljómsveitunum er án efa Múm. „Eg var að koma frá London fyrir svona mánuði þar sem að ég hitti meðal annars fólk frá versluninni Small Fish sem er mikils metin hljómplötuverslun þar í borg. Þar fékk ég að vita að Múm platan sem við gáfum út, Yesterday Was Dramatic? Today Is OK, er söluhæsta platan hjá þeim um þessar mundir. Manni líður náttúrlega rosalega vel að heyra svona fréttir og þetta er mikill heiður bæði fyrir okkur sem og Múm auðvitað," segir Þórhallur. Nýtt frá Múm Þegar hann er spurður enn frekar út í Múm og hvað þau séu að bralla þessa dagana segir hann: „Það kemur remix-plata út núna 1 .september sem heitir einfaldlega Múm rem- ixed. Þar verður að finna remix af Yesterday was Dramatic... plötunni með t.d. Mike Para- dinas, Ruxpin og ILO.“ Mike Paradinas er kannski betur þekktur sem U'Ziq en hann er frekar stórt nafh úti í heimi og hefur meðal annars remixað sveitir á borð við Yo La Tengo, Aphex Twin, Björk og Mogwai svo fáeinar séu nefndar. Hann hefur einnig gefið út mikið af efni sjálfur og rekur þar að auki sitt eigið hljómplötufyrirtæki. Annars er von á umfjöllun um Múm í tón- listartímaritinu Rolling Stone fljótlega og svo verður platan þeirra gefin út á Japansmarkaði í haust í samstarfi við hið virta dreifingarfyrir' tæki PVine. Thule hefur einnig gert samninga við alls kyns dreifingaraðila um alla Evrópu enda einbeitir fyrirtækið sér aðallega að er- lendum markaði, þannig að við megum búast við að eignast enn fleirri stjörnur í nánustu framtfð. Þar á meðal er stórfyrirtækið GMT Audio Ltd. sem sér um dreifingu fyrir Bretland og svæðin þar í kring. Nýtt oc væntanlegt frá Thule Um þessar mundir er Thule að gefa út hljómsveitina Trabant sem sumir þekkja kannski betur undir nafninu Traktor. „Við ætl- um að gefa út þrjár smáskífur með Trabant á þessu ári og svo fylg' ir breiðskífa með þeim í kjölfarið. Síðan verður efnið af smáskíf' unum þremur tekið saman í eina breiðskífu sem kemur út 2002,“ segir Þórhallur og bætir við: „Svo er verið að remixa þá af alls kyns fólki víðs vegar um heiminn og það verður gaman að sjá hvemig það kemur út.“ Eins og áður sagði þá er Apparat að hljóðrita um þessar mund- ir og væntanleg er stór plata fyrir næstu jól. Aðrar sveitir sem eru á mála hjá Thule eru t.d The Funerals en plata frá þeim kemur vonandi út um mitt næsta ár en viðtal við forsprakka þeirrar sveitar er að finna á öðrum stað hér f Fókus. Auk þess er vænta- legt nýtt efni frá Ólafi ILO Breiðfjörð, sem heldur svo til Frakk- lands eftir um tvo mánuði til að spila á nokkrum stöðum þar. Tommi White hefur einnig verið að vinna að tónlist sem Thule gefur út en djammboltar bæjarins ættu að þekkja hann vel því kappinn hefur verið iðinn við að þeyta skífum á Kaffibarnum, Prikinu og Vegamótum. Aðdáendur frá öllum heimshornum Thule'útgáfan hefur vakið verðskuldaða at- hygli erlendis enda er tónlistin sem ffá þeim kemur með eindæmum vel gerð. „Við fáum fullt af demóum send til okkar, misgóð auðvit- að, en margt mjög áhugavert inn á milli. Við erum t.d. með einn frá Slóveníu hjá okkur núna sem kallast Torul V., svo fáum við efni frá alls kyns Thule-aðdáendum frá hinum og þess- um löndum," segir Þórhallur þegar að hann er spurður út f viðbrögð erlendis ffá. 1 vinnslu er nýr vefur fyrir Thule Musik og slóðin er thulemusik.com, þar verður hægt að finna allar helstu upplýsingar um tónlistar' mennina, útgáfur og þess háttar. Á næstu mán- uðum verður svo allt á fullu hjá Thule og nóg að gera við að gefa út nýja tónlist. Við getum þvf átt von á því að sjá enn meiri fjölbreytni í íslensku tónlistarlífi á næstunni. tmm/uk 3 *>VO UfP <3 aé \ata úit— «1*13? U*0t~t -fíí f*Ct' Fksíir tóralístamaean Jða á síg sen> kyntðko. Þess vegoa er núkíi spenna í Scaífitímanum hjá sínfónínMjómsyeit íslands. 4 f ó k U S 17. ágúst 2001

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.