Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2001, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2001, Side 16
BíomffTar Ræman Ari Eldjárn skrifar: Fokk ju! Ég var að horfa á íslenska kvikmynd um daginn. Þetta var svo sem ágætismynd; sumt var gott, annað slæmt. Það er nú bara eins og gengur og gerist og yfirleitt nenni ég ekki að rífast út í íslenska kvikmyndagerð; hún er viðkvæm og falleg listgrein sem ég ber virðingu fyrir. EN... Svo tók ein aðalpersónan upp á því að sletta. Hún ákvað að segja ensku sögnina „fuck“ í ís- lenskri mynd. Og hún sagði bara hreint og beint: fokk jú! Og það var sárt. Mað- ur segir aldrei „fokk jú!“ Nú er k a n n s k i við hæfi að ég geri hlé á máli mínu og endurskíri greinin a: „Málfræði- horn Ara E1 d j á r n s . “ Gott, þá er það gert. Hefjumst þá handa: Þessi sletta er fárán- leg því hún er ekki sletta. Hún er heil setning á ensku. Skiljan- lega virkar hún frekar út úr kú þegar henni er hent svona inn í mitt samtal. Maður er kannski búinn að vera að segja „Jæja, Birkir minn, er það rétt sem ég var að heyra að þú sért fráskil- inn?“ Og Birkir svarar reiður að bragði: „Fokk jú!“ Þetta er fáránlegt, ekki nema „jú“ þýði kannski í þessu samhengi „já“ og þetta sé einhvers konar íslenskt afbrigði af gettó-frasanum „fuck yeah!“ Þó efast ég um það. Kjarni máls- ins er sá að íslensk tunga tekur sletturnar og lagar þær að sinni málfræði. Eins og hjartahlý móðir tekur hún munaðarlaus orð úr óæðri tungum og skellir þeim á brjóst sitt. Hún aðlagar þau hinum fslensku föllum og þegar maður segir fokk þá notar maður íslenskt persónufornafn, notar íslenskan boðhátt og skeytir þú við sögnina svo úr verður -ðu og og sögnin breytist í „fokkaðu" og að sjálfsögðu tek' ur sögnin með sér aukafall, sem er í þessu tilfelli þágufall, og loks verður það úr að útkoman verð' ur þú um þig FRA ÞÉR; fokkaðu þér! Maður segir fokkaðu þér. SVONA eru slettur alls staðar í heiminum. Lítum bara á Dan- ina, þeir segja ekki „fokk ju!“, þeir segja „fuck dig!“ Annað sem ég heyrði í annarri mynd var spurningin: „Ertu brjálaður mað- ur?“ Þetta er út í hött. Þetta lítur kannski allt í lagi út á prenti en hafiði prófað að segja þetta? Próf- ið að segja sem snöggvast: „Ertu brjálaður, maður?“ Bæði orðin enda á „'aður". Þau ríma, fjandinn hafi það! Það er ekki nokkur leið að segja þetta án þess að hljóma eins og fáviti. Þetta er ritmál, ekki talmál! Það er ekki nokkur leið að taka persón- ur trúanlegar ef þær tala óeðlilega. Maður finnur strax lykt af því hvað þetta er mikið fals ef leikarinn getur ekki staulast til að gubba út úr sér setningunni án þess að hún hljómi eins og hún sé lesin upp af blaði. Gerum eitthvað f málunum, s e n d u m handrits- höfunda í s - lands á námskeið í íslensku tal- máli og þá loksins, kannski, getum við horft á tíu sekúndna samtal án þess að fá klígju. vern Kata fátæka Catherine Zeta-Jones segtst auðveidlega geta tek- ið neikvæðri gagnrýni nema þegar kemur að fjöl- skyldu hennar. Nú eru stóru slúðurblöðin að tala um að hún hafi verið svo fátæk sem barn að hún hafi ekki einu sinni átt skó til að ganga f. Þar af (eiðandi segja menn enn fremur að hún hafi aðeins ' gifst Michael Douglas pen- inganna vegna, til að uppfylla þá þrá sfna, sem hafi blundað f henni frá btautu barnsbeini, að búa með ríkum manni fstóru húsi og keyra um á flottum bdum. Þessu vísar Kata á bug og segir allar fréttir af fátækt sinni stórlega ýkt- ar.“Mér þótti það mjög leiðinlegt að lesa að ég hafi átt að hafa þvælst um götur Wales f engum skóm f leit að einhverju ætilegu. Foreldrar mfnir lögðu hart að sér við að kaupa húsið sem ég ólst upp f en okkur skorti ekkert og ég fékk að borða þrisvar á dag eins og flestir," segir Catherine um sögusagn- irnar. Warren Beatty í fýlu Leikstjórinn Quentin Tarantino er með nýja mynd f bfgerð sem kallast á frummálinu „Kill BiU“ og hafði hann ætlað Warren Beatty hlutverk fhennl Beatty lék sfðast f „Town and Country“ sem þótti takast með eindæmum ilta og sumir ganga það langt að kalla hana lélegustu mynd árs- ins þótt það verði látið liggja mllli hluta hér. Warren átti að leika á móti hinni glæsilegu Umu Thurman en nú er hún orðin ófrfsk og geta tökur á myndinni ekki haf ist strax og þvf er Beatty atvinnulaus. Hann bað Tarantino að finna nýja leikkonu f hlut- verk Thurman og stakk upp á Gwyneth Paltrow og Winonu Ryder en Quentin þvertók fyrir það. Við það fór Beatty f mikla fýlu og ekki er vfst um fram- haldið. Harry Potter fyrir dómstóla? J.K. Rowling, höfundur bókanna um hin geð- þekka Harry Potter, kvartar nú stöðugt undan Ijósmyndurum sem elta hana , hvert sem hún fer. Þó svo að hún l haf i slegið f gegn fyrir þónokkru sfðan hefur hún að fmestu fengið að vera ffriði ' þangað til nú en fyrsta kvik- 'myndin um Harry og félaga kemur : fIjótlega og er það llkleg skýring á þessum aukna áhuga fjölmiðlanna á Rowl- ing. Það sem fyllti svo mælinn hjá kellu var þegar að myndir af dóttur hennar birtust ftfmaritinu OK! án þess að hún hefði samþykkt það. Þessi fyrrum atvinnulausa fráskilda kona og núverandi milljóna- mæringur íhugar nú að fara f mál við blaðið en for- svarsmenn þess hafa beðið Rowling afsökunar og vonast til að sleppa f þetta skiptið. Árás klónanna Nú er loksins komið á hreint hvað nýjasta Star Wars-myndin á að heita. Myndin heitir á frummál- inu fullu nafni Star Wars: Episode II Attack of the Clones eða á góðri fslensku Árás klónanna. Vonir eru bundnar við að myndin verði fullkláruð og komin f kvikmyndahús um mitt næsta ár. Þá fáum við loksins að sjá hvað Obi-Wan og Anakin eru að bralla ásamt félögum sfnum en tfu ár hafa vfst lið- ið frá þvfað við skitdum við þá félaga og hefur margt breyst á þeim tfma. Nú er Anakin orðinn að Jedi riddara og fær það hlut- verk ásamt Obi-Wan að vernda Padmé Amidala - það sem j þeir vita hins veg-i ar ekki er að ... Þunni helgarpabbinn Bíóin gera ekki mikið fyrir hann í þessari viku. Djöfulinn á hann að gera af sér núna? Fara á Spy Kids? Aftur? Eða á Shrek? Aftur? Nei, þunni helgarpabbinn verður að sleppa bíóinu með króg- unum um þessa helgi og fara með þau beint á Bill- ann eða á bílasöluna. Eða bara á barinn... Selfyssingurinn Eitthvað lítið fyrir hann líka. Það vantar fleiri up'beat-myndir inn í bíóhúsin þessa dagana, Gone in 60 Seconds 2 eða I know what you did last Winter eða eitthvað álíka. Annars er alltaf hægt að fara á rúntinn á sportbílnum. Það klikkar aldrei... Menningarvitinn Fer á Virgin Suicides og fer mikinn þegar hann ræðir existensíalísk mótíf í myndfrásögninni. At- riðið með garðúðarann mun væntanlega fara ah veg með hann og verður kveikja að endalausum heilahræringum í kaffi- pásum næstu daga. Hann gæti jafnvel gengið svo langt að hann fyrirgefi Sofiu litlu feilsporið í Godfather III. Topp 20-pörin Jurassic Park III. Það er svo gaman að fara með kærustuna á svona spennumynd, þá er hægt að fara í hinn sívinsæla leik: „Ertu hrædd, elsk- an? Þá skal ég halda utan um þig“ og vera sterkara kynið þó það vari bara í tvo klukkutíma. Þeir verða ófáir, Buffalo- skómir, sem munu koma til með að gægjast yfir stólbríkurnar í salnum á henni þessari... 16 17. ágúst 2001

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.