Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2001, Qupperneq 19

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2001, Qupperneq 19
föstuöagut 17/8 ______ •K1úbbar ■ Pi. CESAR Á SPOTLIGHT „Miller Time" kvöld á Spotlight. DJ Cesar í stuöi í búrinu í kvöld meö upphitun fyrir menningarnótt annað kvöld. ■ FÖSTUDAGUR Á SKUGGABARNUM Ósvikin Skuggabarsstemning. Opið frá miðnætti til 4, 22 ára aldurstakmark, frftt inn. ■ GEOFF FARINA KVÖLD Bar 101, Vegamótastfg, veröur með megachill f kvöld. Geoff Farina (úr hljómsveitinni Karate) er sérlega góöur gítaristi og verður þetta kvöld lagt undir hann. Á laugardagskvöldið mætir svo Andrés með grammófóninn og Hjörleifur með sílafóninn. Gæöi er æöi. Bar 101. ■ THOMSEN UM HELGINA Young Guns II. Ingvi og félagar kenna eldri snúöunum hvernig þetta er gert f kvöld á Thomsen. • Krár ■ BATTERÍ Á VÍDALÍN Stórhljómsveitin Batterí ásamt nokkrum góöum gestum sér um sveifluna á Vídalín í kvöld. ■ CLUB 22 KYNNIR DODPA LITLA í kvöld mun Doddi litli standa fyrir partí- stemningu úr diskóbúrinu á Club 22. Rokk og ról ásamt öðru léttmeti alla nóttina. ■ DJ PÁLL ÓSKAR Á NELLÝS Páll Óskar heldur uppi stuðinu í kvöld og veröa veigar hússins á hálfviröi. ■ FJÖR Á KRINGLUKRÁNNI Hljóm- sveitin Léttir sprettir halda uppi fjörinu á föstudagskvöld. Hljómsveitina skipa Rúnar Guðmundsson og Geir Gunn- laugsson. ■ LIFANDI TÓNLIST Á PILLON Á Dillon í kvöld kemur fram trúbadorinn Siggi stóri. ■ NIKKABAR Viðar Jónsson og Anna Vilhjálms verða á Nikkabar, Hraunholti 4, bæöi föstudag og laugardagskvöld. ■ RAMPAGE Á VEGAMÓTUM Robbi Chronic lítur af Prikinu eitt kvöld og spilar á Vegamótum f kvöld. ■ SNILLINGARNIR Á KAFFI REYKJA- VÍK Á Kaffi Reykjavík spila Snillingarn- ir í kvöld. Heitt um hgTg Einu sinni voru sjö litíir (í merkingunni ungir - ekkert diss hér á ferð) listamenn sem bjuggu í stóru iistasafni við Freyjugötuna. Þeir bjuggu til fullt af listaverk- um og ákváðu að bjóða öllum vinum sínum í veislu til að sýna þeim gullin sín. „Tónlist og veitingar í kaupbæti/1 ákváðu þeir og stefndu fólki til sín laugar- dagskvöldið 18. ágúst 2001. Menningin og listamennirnir sjö Laugardagsnóttin hefur verið eyrnamerkt sem menningarnótt eins og flestir vita. Það þýðir þó ekki að aðrar laugardagsnætur séu neinar síðri menningarnætur þó menningin sé að sönnu einhæfari yfirleitt og einskorðist við drykkju og listdans - ef fólk er þannig þenkjandi að það taki undir að strippið heyri einnig undir lista- gyðjuna. Einnig fer fjarri því að menn- ingin einskorðist við nóttina á morgun því svo er ekki og fær dagsbirtan sinn skerf að sjálfsögðu. Þannig ætla nokkrir nýútskrif- aðir listamenn að opna samsýn- ingu f listasafni ASI við Freyju- götu klukkan 17.00 á morgun. Sýningin hefur þá viðeigandi yfir- skrif FYRSTA og mun innihalda spánný verk frá nýstúdentum á listasviðinu. Listamennirnir eru sjö talsins og til að enginn verði út undan ætlar Fókus að telja þá alla upp til að sýna þeim stuðning við fyrstu skrefin sem útskrifaðir íista- menn. Þeir eru: Birta Guðjónsdóttir, Bryndfs Erla Hjálmarsdóttir, Dorothée Kirch, Fjölnir Björn Hlynsson, Guðlaugur Valgarðs- son, ída Sigríður Kristjánsdóttir og Rósa Sigrún Jónsdóttir. Rósa Sigrún sagði Fókus aðeins nánar frá sýningunni og stemn- ingunni í hópnum. „Þetta er okkar fyrsta alvörusýn- ing. Gaman að gera það á menn- ingarnótt þegar bærinn er fullur af fólki og mikið líf og fjör.“ Hvítvín og styttur eins og hver getur í sig látið Eruð þið bjartsýn á að aðrir en fjölskylda og vinir í stuðningshug- leiðingum mæti og skoði listina ykkar? „Já, já. Það verður svo mikið fjör í bænum þetta kvöld og verkin á sýningunni standa fyllilega fyrir sínu. Svo er smá- aukabónus fyrir þá sem koma því orgelkvartettinn Apparat spilar fyrir sýningargesti." Verkin á sýningunni eru ný- móðins og tilheyra ýmsum miðlum. Þarna getur að líta skúlptúra, vídeó, innsetningar og ljósmyndir. Rósa er í inn- setningabransanum: „Það sem ég er að gera er inn- setning í rýminu. Eg er dálítið upptekin af kvenlegum menn- ingararfi og hef til dæmis verið að vinna með prjón í innsetn- ingarformi. Núna er ég búin að strengja dúk yfir rýmið, alveg uppi undir lofti, svo hann myndar nokkurs konar himin yfir okkur.“ Hver er svo þælingin með því? „Eg er nú bara ekki alveg viss. Þetta er einhver náttúrupæling. Eins og með listir yfirleitt upp- lifir fólk þetta á mismunandi hátt. Þetta getur verið ský, snjó- korn, kóngulóarvefur eða allt milli himins og jarðar. Tilfinn- ingin er pínu verndandi. Ég held það verði gott.“ Er ekki ómælt magn af hvítvíni og snittum eins og á öllum alvöru- opnunum? „Jújújú, svo sannarlega. Ómælt magn, eins og hver get- ur í sig látið! Það mun ekki sko- rta veisluföng." • Böll ■ BUTTERCUP Buttercup spilar á Töðugjöldum við Hellu í kvöld, slegið verður upp risatjaldi á Rangárbökkum rétt austan við bæinn þar sem herleg- heitin munu fara fram. Aldurstakmark er 16 ár. ■ SKUGGA-BALDUR DJ Skugga-Baldur spilar á veitingarhúsinu Fimm fiskum á Stykkishólmi á Dönskum dögumum helgina. Miöaverö 1000 kr. ■ SÓLARANDSTÆÐINGARNIR Á GAUKNUM í kvöld spilar hljómsveitin Á móti sól á Gauknum. Tónleikarnir eru liður I tónleikarööinni Svona er sumarið og er þá ekki tekiö fram að þaö mat byggist á áliti Gauksins, FM, Popptíví og fleiri og gefur því kannski ekki einu réttu myndina af sumrinu sem er aö líða. •Klassík ■ MARQRÉT REYKDAL SÝNIR í HAFNARBORG Margrét Reykdal sýnir málverk sín í Sverrissal Hafnarborgar í Hafnarfirði. Sýningin er opin alla daga nema þriöjudaga. •SvGÍtin ■ PJASS Á DEIGLUNNI Django Jazz Pearl Django frá Seattle leika á Deiglunni I kvöld kl. 21.30. ■ UÓÐAKVÓLD í DAVIÐSHÚSI i Davíðs- húsi er Ijóöakvöld í kvöld, dagskrá úr Dav- íösljóðum: Guðsríki á jörðu - ekki á himnl. ■ MANNAKORN Á TÓÐUGJÖLPUM Gömlu brýnin í Mannakornum spila á tööugjöldum á Hellu á föstudagskvöld. ■ SPÚTNIK í SJALLANUM Hljómsveitin Spútnik meö Kristján Gíslason Evrovision-hetju í broddi fylkingar heldur barnadansleik fyrir 16 ára (þó ekki barna- dansleik?) í kvöld I Sjallanum, ísafirði. ■ ÍRAFÁR Á DÖNSKUM PÖGUM írafár heldur 16 ára ball á dönskum dögum í Stykkishólmi í kvöld. Vettvangur gleð- innar er félagsheimiliö Skjöldur. •Leikhús ■ HEDWIG Leikritið Hedwig veröur sýnt I kvöld í Loftkastalanum, kl. 20.30. •Opnanir ■ LJÓSMYNPASÝNING í HAFNAR- BORG Nú stendur yfir í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarð- ar, sýning á Ijósmyndum sænska Ijós- myndarans Hans Malmbergs en hann var á sinni tíö í hópi fremstu blaðaljós- myndara Svía. Ljósmyndasýningin „ÍS- LAND 1951“ sýnir íslendinga viö leik og störf jafnt í sveit sem i borg á árunum 1947-1951. Sýningin er opin alla daga nema þriðjudaga frá kl. 11-17. ■ LJÓSÁLFAR Ljósálfarnir eru nú meö Ijósmyn- dasýningu í Stöðlakoti sem kallast Ljós og skuggar, Ljósálfar í Skuggahverfinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.