Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2001, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2001, Blaðsíða 9
íslendingar virðast aldrei læra það að besta leiðin til að gera eitthvað vel er að herma eftir öðrum. Þetta á ekki síst við um Júróvisjónkeppn- ina en þar höfum við svo sannarlega ekki flegið feitan gölt að undan- förnu. Nú eru þeir staddir hérlendis, þeir Óisen-bræður, þessir eitur- hressu Danir sem skutu Einari Ágústi og Telmu svo rækilega ref fyrir rass hér um árið og því við hæfi að opinbera það eina sem er vit í að gera vilji ísland loksins láta taka sér sem Júróvisjón-landi í alvöru en það er nákvæmlega þetta: Hermum eftir Ólsen-bræðrum! Júróvisjón-spekúlantar hafa löngum velt vöngum yfir því hvernig lagapakka sé heilla- vænlegast að senda út í keppnina góðu sem á hverju ári virðist ná að síga einu feti lægra hvað varðar smekkleysu og ömurleika. Ar eftir ár eftir ár rennum við blint í sjóinn, sendum eitthvað, bara eitthvað út, krossleggjum fingurna og tautum: Ókei, núna gerist það! Þetta getur ekki klikkað! Núna hljótum við að vinna þetta! En sannleikur máls- ins er að þetta er röng aðferð. Það þarf að hugsa rökrétt þegar maður velur kandídat í þessa keppni. Það þarf að hugsa um tvo hluti: Það þarf annars vegar að vera með pott- þétta lagasmíð og hins vegar pottþétta flytjendur. Formúla að laci Nýlegar rannsóknir tónlistarfræðinga benda til þess að hin fullkomna júróvisjónlags- uppskrift á okkar dögum sé eitthvað á þessa leið: .„Best er að finna eitthvert sæmilega grípandi „júró'pop"-stef', pumpa upp bassann, hafa textann á ensku um eitthvað ógeðslega fallegt og smella loks „vocoder" yfir viðlagið svo að röddin minni á maníó'depressífan unglingsstrák ímútum. Enda svo seinasta versið á hækkun, það er alltaf vinsælt." (Birt með góðfúslegu leyfi óháðrar rannsóknarstofu.) Þessi formúla stenst fullkomnlega ef miðað er við flest sigurlög seinustu ára. Sérstak- lega vekur athygli að aðeins einu sinni hefur Island sent lag sem passar við þessa for- múlu að einhverju leyti. Það var „All out of Luck“ með Selmu. Og það endaði í 2. sæti eftir að hafa veíið í 1. sæti allt kvöldið. Það er skrýtið að síðan þá höfum ekki farið aft- ur eftir formúlunni heldur látið okkur nægja blöndu af hallærislegum R ‘n B-dansi og máttlausum bítlalagastælingum tvö ár í röð, með slæmum árangri. Efahyggjumenn kunna að rengja formúluna með því að segja að velgengni „All out of Luck“ hafi ekk- ert að segja þar eð lagið hafnaði bara í 2. sæti. En þeir geta átt sig. Formúlan virkar, það vantaði bara hækkun á versið og vocoderinn hjá Selmu, þess vegna fengum við bara 2. sætið. Tónsmíðarnar eru létti hlutinn, hér kemur að því erfiða: Hverjir eiga að flytja lagið? Fólk elskar bræður Eins og fyrr segir er sniðugt að skjóta á að bræður geti verið vinsælir, það er svo fal- legt að sjá bræður sem eru svo samrýndir að þeir taka þátt í Júvróvisjón saman. Fólk elskar svoleiðis vellu. Og þá byrjar baráttan: Hvaða íslensku tónlistarbræður geta flutt lagið? Það eru að minnsta kosti ekki þeir Mike oc Daimny Pollock, mennimir sem ásamt Bubba Morthens náðu á sínum tíma að slá allar aðrar íslenskar hljómsveitir svo rækilega út að á tímabili hugleiddi ónafngreind hljómsveit að gefa út plötuna „Never Mind the Pollocks". Neibb, þeir eru einfaldlega alltof svalir til að dilla mjöðmunum í takt við hrynhreint graðhesta-júró-teknó. Þeir eru rokkarar for crying out loud! Hvaða aðrir bræður skyldu koma til greina? Það eru náttúrlega líka bræður henn- ar Móu, þeir Gulli oc Kiddi sem eru saman í hljómsveitinni Vinylistics. En það er samt eitthvað við þá sem er ekki nógu sannfærandi. Þeir eru allt of költaðir og alls ekki nógu hallærislegir. Svo myndu þeir sennilega eiga alltof erfitt með að gefa lagið út - enn bólar ekkert á fyrstu plötu þeirra félaga. En fyrir nokkrum árum voru kornungir bræður orðnir mjög frægir, reyndar í Noregi, en engu að síður gáfu þeir út plötur sem seldust grimmt. Það voru náttúrlega The Boys sem voru heitasta heitt á sínum tíma. Strákarnir óðu í gellum, fengu stóra verslunar- keðju í Noregi til að styrkja tónleikaferðina sína og fleira tilheyrandi rokk og ról-líferni, en síðan þeir fluttu heim hefur frægðarsólin eitthvað sigið og í dag eru þeir annaðhvort of gamlir eða of ungir til að standa í þessu, það fer eftir því hvernig á það er litið. Kannski er best að leita í eldri kynslóðina. Hmmm, hvað með Bubba oc Tolla? Þeir voru náttúrlega saman f Gúanóbandinu á sínum tíma og Tolli á heiðurinn af snilldarverkinu „Kyrrlátt kvöld við fjörðinn" sem Bubbi gerði frægt. Þó er eitthvað sem myndi ekki smella ef maður myndi senda þá. Bubbi er orðinn svo gamall, farinn að selja bensín og svona, og Tolli löngu búinn að leggja gítarinn á hilluna og taka sér pensil í hönd. En eru til einhverjir bræður sem eru enn í bransanum af einhverju viti? Nei ... og þó! Það eru náttúrlega þeir Addi Fannar oc Einar Bárðarson Nei, takk. Komið nóg af þessu. Og þó, hvað ef þeir þýða „Farin“ á ensku? Það var nú þrátt fyrir allt mjög vinsælt lag. Eða hvað: „Are you gone now? Are you gone from me?“ Uff, nei annars. Sleppum þessu. Þá eru eiginlega engir fleiri bræður sem koma til greina. Þá er þetta eiginlega hálfvonlaust... Ooo! Bönimer! Nema... JÚ! AÐ SJALF- SÖGÐU! Hvemig er hægt að gleyma Halla oc Ladda? Þeir voru saman í HLH! Já, því ekki það? Þeir eru þaulreyndir í sviðsframkomu, mjög fyndnir og hafa átt marga bittara í gegnum tíðina. Hver man ekki eftir „Komdu með“? Reyndar söng Bjöggi það en samt... það er eitthvað við þetta ... Þetta gæti gengið. Já, núna tekst þetta... NlÐURSTAÐA: Senda Halla og Ladda í þetta með pottþéttan júróteknó-hittara, Halli syngur fal- lega enska viðlagið með Vocoder og Laddi grínast eitthvað á meðan. Vá! Að fólk skuli ekki hafa fattað þetta miklu fyrr er alveg með ólíkindum. Ókei, núna gerist það! Þetta getur ekki klikkað! Núna hljótum við vinna þetta! Og ef það skyldi síð- an klikka þá getum við alltaf skellt smá silíkoni í hana Selmu og sent hana aftur. 17. ágÚSt 2001 f Ó k U i i > ; texti: Ari Eldjárn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.