Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2001, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2001, Blaðsíða 2
JL MÁNUDAGUR 20. ÁGÚST 2001 Fréttir J3V Skyndileg ógnarskelfing veiðimanns við Súlnasker breyttist í óvæntar gælur: Horfði beint í opið gin hvalsins Pétur Steingrímsson, lögreglu- maður 1 Vestmannaeyjum, lenti í heldur óvæntri lífsreynslu fyrir helgi þegar hann var einn á slöngu- báti að hamfletta súlu viö Súlna- sker. Á skammri stundu breyttist skyndileg ógnarskelfing í góðlátleg- an vinafund. „Ég sat ofan á, eins og maður seg- ir, annarri pylsunni á bátnum og var að hamfietta súlu í mikilli blíðu. Hafflöturinn var svo sléttur og fal- legur að maöur hefði getað ímyndað sér að ég væri uppi á landi. Ég sneri bakinu út að sjó og leið mjög vel. Allt í einu fmn ég að það kemur hnykkur á bátinn. Þetta var eins og annar bátur hefði siglt á mig. Hvað er að gerast? hugsaði ég og sneri mér við. Ég heyrði eitfhvert hvæs á bak við mig. Þegar ég sá hvað var þarna i sjónum, nánast alveg ofan i mér, þá brá mér svo óskaplega að ég hélt að hjartað myndi stöðvast. Ég horfði beint ofan i gin hvals. Þetta var háhyrningur - hvílíkt ferlíki að Margt býr í sjónum við Eyjar Maður sem var að hamfletta súlu sat á slöngubát sínum og sneri baki í hafið. Allt í einu ... því er mér fannst. Það voru bara tugir sentímetra á milli okkar. Há- hyrningurinn hafði sett trýnið í bát- inn og ýtt við mér og hvæsið var þegar hann kom upp til að anda. Ég varð svo skelfmgu lostinn á þessu augnabliki að ég man varla eftir að mér hafi brugðið svona mikið. En svo fór ég að skoða háhyrning- inn. Þá tók ég eftir að hann var með nema á sér. Þá áttaði ég mig. Þetta var Keikó sjálfur. Þá var hann bara að stugga við mér til að sníkja sér bita og láta klappa sér. Þegar ég uppgötvaði þetta klappaði ég honum góðlátlega og fór að láta vel að hon- um. En hvílík stærð þegar maður er með þetta dýr svona alveg ofan í sér. Ég myndi segja að Keikó sé þó nokkuð lengri en báturinn sem ég var á. Þegar ég fór að líta í kringum mig sá ég fylgdarbát Keikós, Gandí, skammt undan. Þeir komu fljótlega og kölluðu: „Gafstu honum eitthvað að éta?" Þeir höfðu mestar áhyggjur af því," sagði Pétur. „En ég gaf hon- um ekkert, ég bara klappaði honum. Svo frétti ég að það mætti ekki held- ur gera. En þetta var stórkostleg lífs- reynsla þegar upp er staðið." Pétur hefur fregnað að Keikó hafi heilsað upp á fleiri sjófarendur við Vestmannaeyjar í sumar. -Ótt Dauðaslys í körtuakstri: „Við erum harmi slegnir" Rannsókn lögreglunnar á Sauðár- króki á körtu (go-cart) banaslysinu á Alexandersflugvelli var langt komin í gærkvóld. Hins vegar verður slysið rannsakað nánar af fleiri aðilum og þ.á m. rannsóknarnefnd umferðar- slysa. Mikið annríki er hjá nefndinni eftir hrinu banaslysa undanfarið. 26 ára gamall maður lést á flugvell- inum á laugardag þegar hann var að aka upphitunarhring á nýuppsettri braut. Að sögn lögreglumanns á Sauðárkróki hefur ekkert komið fram sem bendir til að brautin hafi verið ranglega hönnuð. Maðurinn lést er hann lenti á dekkjastæðu. „Keppendur voru sjálfir í því að leggja þessa braut og þetta er ekki í fyrsta eða annað skipti sem svona brautir eru lagðar. Líkurnar virðast í rauninni vera einn á móti milljón að svona geti gerst en það er ekki fullrannsakað hvort billinn hefur verið i lagi," segir Kristinn Kristjáns- son, lögreglumaður á Sauðárkróki. Erfitt er að segja til um hraðann á bílnum þegar slysið varð en bíllinn var í beygju sem bendir til að hann hafi ekki verið nálægt hámarks- hraða. Go-cart bílar geta ekið á um 100 kílómetra hraða og eru án örygg- isgrindar. Baldur Haraldsson er forsvarsmað- ur Bílaklúbbs Skagafjarðar sem hélt mótið. Hann staðfesti í gærkvöld þau orð lögreglunnar að ekkert hefði fund- ist athugavert við brautina. „Þetta er mjög sviplegt og við erum harmi slegnir," sagði Baldur. Verið er að kanna hvort sambærileg dæmi hafi komið upp í útlöndum en Baldur seg- ir lítið um alvarleg slys í íþróttinni. Körtuslysið er hið fyrsta sem verö- ur í akstursiþróttum hérlendis. -BÞ Stunginn þrisvar Þrettán líkamsárásir voru kærð- ar til lögreglunnar 1 Reykjavík eftir menningarnóttina sem sumir héldu upp á fram til klukkan níu í gær- morgun. Engin árásanna er talin mjög alvarleg. Hins vegar var til- kynnt um sautján ára pilt klukkan sex um morguninn sem sagði tvo pilta af austurlenskum uppruna hafa ráðist að sér með hnlf fyrir utan Stjórnarráðið við Lækjargötu. Hann hlaut þrjá skurði á hægri hendi og er einnig talinn hafa nef- brotnað. -Ótt DV MYND ÞGK Eldur í Grindavík Eldurinn var erfiður viðureignar og barningur að ná honum niður en því var að mestu lokið um fjógurleytið um nóttina. Eldur í frystihúsi Fiskimjöls og lýsis í Grindavík: Taliö að um íkveikju séaðræða Slökkviliðið í Grindavík var kall- að út að frystihúsi Fiskimjöls og lýs- is um tólfleytið aðfaranótt sunnu- dags. Miklar skemmdir urðu á hús- inu og er efsta hæð þess talin ónýt. Að sögn Ásmundar Jónssonar, slökkviliðsstjóra í Grindavík, var slökkviliðið kallað út rétt fyrir klukkan tólf á miðnætti. „Þegar við komum á staðinn var mikill eldur á efstu hæð hússins og okkur barst til eyrna að þaö væru jafnvel einhverj- ir krakkar inni í því. Það fór nokk- ur tími í að gangaúr skugga um það og sem betur fer var enginn í hús- inu. Við fengum aðstoð frá slökkvi- liðinu í Keflavík og frá vellinum. Við kölluðum líka á körfubíl til að komast að eldinum. Þakið á húsinu er afskaplega lélegt og gólfin líka þannig að við vildum ekki senda menn inn. Það varð því að vinna slokkvistarfið utan frá." Engin starfsemi er í húsinu, fyrir utan vélasamstæðu á neðstu hæð, sem er tengd frystigeymslu, áfastri húsinu. Einnig hefur unglinga- hljómsveit haft aðstöðu til að æfa í húsinu. Ásmundur segir að slökkviliðiö hafi lagt áherslu á að koma í veg fyr- ir að eldurinn kæmist í vélarnar og í frystigeymsluna. „Eldurinn var erfið- ur viöureignar og barningur að ná honum niður en því var að mestu lokið um fjögurleytið um nóttina." Búið að hreinsa þakið af Þorsteinn Már Baldvinsson hjá Samherja, sem á húsið, vildi ekki tjá sig um brunann en þetta er í annað sinn sem kveikt er í hjá Sam- herja á skömmum tíma. „Málið er í höndum lögreglunnar og við ætlum að taka ákvörðun um framhaldið þegar líða fer á vikuna." Að sögn Hjalta Bogason, vélstjóra sem starfar viö frystigeymsluna, er búið að hreinsa þakið af húsinu og starfsemi frystigeymslunnar er með eðlilegum hætti. -Kip Stuttar fréttir Grasagarðurinn fjörutíu ára Grasagarðurinn í Reykjavík varð fjörutiu ára í síðustu viku. í veislu, sem haldin var af þvi til- efni, sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir að garðurinn væri eitt af flaggskipum borgarinnar. Einnig var sagt frá hugmynd um að stofna Hollvinasam- tök Grasagarðsins í Reykjavík. Umferögekk vel Talið er að 50 þúsund manns hafi verið í miðbænum þegar flugelda- sýningin fór fram. Eftir það hélt fjölskyldufólk flest heim og gekk umferðin nú miklu betur en á sið- asta ári. Lögreglumenn voru við helstu gatnamót og gul ljós voru lát- in blikka þannig að tafir yrðu sem minnstar. Engir teljandi hnútar mynduðust. Um 5 þúsund manns urðu eftir í miðborginni aö lokinni fiugeldasýningu. Þynntist hópurinn síðan með morgninum. Ekki leyfilegt Kærunefnd í fjöleignarhúsamál- um hefur ályktað að rekstrarfélag Kringlunnar hafi ekki haft leyfi til að fjarlægja tvo rúllustiga í Kringl- unni. Mbl. greindi frá. Sumarfoústaður brann Að sögn lögreglunnar á Selfossi brann sumarbústaður rétt hjá Stokkseyri til kaldra kola um helgina. Bústaðurinn var mannlaus en fólk hafði verið í honum fyrr um daginn. Fylgst með tveimur kjóum í sumar voru sendar festir á tvo kjóa til að fylgjast með ferðum þeirra. Litlar upplýsingar eru til um ferðir kjóans en með sendunum er vonast til að bætt verði úr þvi. Guð- mundur A. Guðmundsson fuglafræð- ingur vinnur að verkefninu í sam- vinnu við sænskan starfsfélaga sinn. Vestfirðingar fróðleiksfúsir Aldrei hafa jafn margir Vestfirð- ingar skráð sig í fjarnám á háskóla- stigi eins og næsta vetur. Tæplega 50 manns eru skráðir í rekstrar- fræði til BS-prófs við Háskólann á Akureyri, níu nemendur eru á loka- ári í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri og 10 eru að hefja ís- lenskunám til BA-prófs við Háskóla íslands. RÚV greindi frá. 13 líkamsárásir Lögreglumenn eru almennt sáttir við útkomuna, að því undanskildu að líkamsárásirnar voru heldur margar. Einnig telur lögreglan að foreldrar hafi virst vera heldur of viljugir að leyfa börnum sínum að vera lengi úti. Voru talsverð brögð að því að ungmenni væru fylgdar- laus í bænum eftir miðnætti. Starfslaun listamanna Á laugardaginn var tilkynnt hvaða listamenn hlytu starfslaun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2001. Fimmtán listamenn hlutu samtals laun í fimmtíu og tvo mánuði. Meðal þeirra sem hlutu starfslaun i þetta sinn eru Magnús Pálsson og Bjarni H. Þórarinsson myndlistamenn, Hróðmar I. Sigurbjörnsson tónskáld og Vala Þórsdóttir leikskáld. Lest til Keflavíkur Sturla Böðvars- son samgönguráð- herra telur eðlilegt að skoða kosti þess að leggja hraðlest til Keflavíkur. Talið er að slík lest myndi kosta á milli 30 og 40 milljarða. -Kip/Ótt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.