Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2001, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2001, Blaðsíða 25
MÁNUDAGUR 20. ÁGÚST 2001 37 Tilvera I>V Dansaö í rigningu Vinsældir línudansanna amerísku viröast ekkert vera aö dala hér á landi. Stór hópur línudansara af öllu land- inu steig nokkur spor á Ingólfstorgi á tíunda tímanum. Hillary ræður heima við Hillary Clinton, öldungadeildar- þingmaður New York-ríkis í Banda- ríkjunum, segir að ekkert sé til í sögusögnum um að brösulega gangi í hjónabandi hennar og fyrrverandi forsetans og vandræðagemlingsins Bills Clintons. Þvert á móti finnst henni hjónaband þeirra vera jafn traust og það var þegar það hófst fyrir rúmlega 30 árum. Þau tvö skemmta sér víst þessa dagana við að innrétta híbýli sín í Washington og New York eftir sínu eigin höfði eftir átta ára búsetu í Hvíta húsinu þar sem ekkert má hreyfa. Auk þess hefur Bill nú tíma til þess að lesa yfir og betrumbæta ræður sinnar heittelskuðu. Hillary segir hann einnig ómetanlegan i að leiðbeina sér um völundarhús stjórnmálanna i Washington; hvern eigi að tala við í sambandi við hvaða mál. Hún tekur þó fram að það sé hún sem ráði á heimilinu þar sem Bill sé bara óbreyttur borgari. Heyrir einhver í mér? Samsöngur Garöars Cortes, Óperukórsins og annarra Reykvíkinga fór því miöur fyrir ofan garb og neöan þar sem hljóðkerfió var ekki nógu öflugt. Liz Hurley Táldrottningin Liz Hurley var í Dublin á dögunum aö kynna snyrtivörur Estee Lauder. Hér sést hún brosa við riddara sem opnar fyrir henni. Hurley, sem er fyrrum kærasta kvennabósans Hughs Grants, var viö opnun nýrrar snyrtihallar á írlandi. Málverkasýning Tínu Simonsen: íslensk náttúra ómeð- vitað í verkunum DV, HVERAGERDI í Eden stendur nú yfir sýning á oliumálverkum Tínu Simonsen sem er dönsk og sérstaklega hingað kom- in til að sýna verk sín. Hún hefur sýnt víða í Danmörku en þetta er í fyrsta skipti sem hún sýnir á ís- landi. Tína bjó hérlendis um sex ára skeið til ársins 1993 en býr nú ásamt íslenskum eiginmanni sínum í Kaupmannahöfn. Málverkin bera að dómi fréttaritara vott af islenskri náttúru og Tína neitar því ekki. "Ég var ekki með neitt sérstakt í huga en svo fór ég að sjá betur og betur að þarna voru á ferð endur- minningar frá íslandi. íslenska nátt- úran varð ómeðvitað orðin ráðandi i málverkum mínum. Þess vegna fannst mér spennandi að sjá hvern- ig íslendingar tækju verkum mín- um og ákvað að setja upp sýningu hér. Þetta er mín stærsta áskorun sem listamaður hingað til," sagði Tína Simonsen í samtali við DV. Tína segir að hún hafi visvitandi ekki gefið málverkunum nöfn - það sé miklu meira varið í að fólk gefi þeim sín eigin nöfn, eftir áhrifum eða skilningi þess á verkinu. Tína segist vera mikill íslendingur í sér og vilja gjarnan flytjast hingað aft- ur, en hinn islenski maður hennar sé ekki á sama máli. Sýningin stendur til 26. ágúst. -eh Málverkasýning Tína Simonsen viö eitt málverkanna á sýningunni. Ný sending Frábaérí vérð «sra^> J/cí/niií/,í'2S.5fiS 9747' DV-MYND EtMA GUÐMUNDSDÓTTIR. Fallegt módel Þaö var Halldór Þorsteinsson, stjórnarformaöur SÚN, annar frá vinstri á myndinni, sem afhenti Björgólfi Jóhannssyni, forstjóra Síldarvinnslunnar, lengst til hægri, gjófína. Aörir á myndinni eru Guömundur Bjarnason, bæjar- stjórí í Fjaröabyggð, Sigurjón Valdimarsson, skipstjórí á Beiti, og Kristinn V. Jóhannsson, formaður stjórnar Samvinnufélags útgerðarmanna í Neskaup- staö, SVN. Nýr Beitir til Síldarvinnslunnar Verð frá 35 500 EVRÓ Allar stærðir ^lgf^í3 DV, NESKAUPSTAD: Nýlega afhentu Samvinnufélag útgerðarmanna í Neskaupstað og Hafnarstjórn Fjarðabyggðar, Síldar- vinnslunni hf. líkan af Beiti NK 123 sem Tryggvi Sigurðsson vélsmiður í Vestmannaeyjum gerði. í 40 ára af- mælisveislu SVN í desember 1997 var tilkynnt um gjöfina en hún ekki afhent fyrr en nú þar sem smíði lík- ansins tók mun lengri tíma en áætl- að var, eða á þriðja þúsund vinnu- stundir, og töf varð einnig á verk- inu vegna annarrar smíði. Beitir NK 123 er 742 brúttólesta fjölveiðiskip, upphaflega smíðað sem síðutogari í Bremenhaven i V- Þýskalandi árið 1958. Síldarvinnsl- an hf. keypti skipið árið 1981. Skip- ið er mikið endurnýjaö og lítið er eftir nema skrokkurinn af nýsmíð- inni í V-Þýskalandi. í skipinu er RSW sjókælikerfi og ísdreifari sem gera það að verkum að skipið getur komið með vel varðveitt hráefni að landi. Óhætt er að segja að Beitir hafi stundað fjölbreyttari veiðar en flest önnur skip og oftar en ekki ásamt Berki verið í broddi fylking- ar m.a. við flottrollsveiðar á kolmunna, síld og loðnu. Afiaverð- mæti Beitis á síðustu fimm árum er um 1,6 milljarður króna. -Eg Rafstöðvar Mikið úrval bensín i dísil raístöðva. Hagstætt verð! ¦ ^**w»Vf#lFÍ Sími 504 6000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.