Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2001, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2001, Blaðsíða 6
MANUDAGUR 20. AGUST 2001 Fréttir jy^r Kanínuplága í uppsiglingu: Háma í sig blóm á leiðum Útigangskanínum hefur snarfjölg- aö í Reykjavík að undanförnu. Helst eru þær áberandi 1 Öskjuhlíðinni en eru einnig farnar að sjást víðar, svo sem í skóginum að sunnanverðu við Elliðaárhólmann. Þá eru þær farnar að láta til sín taka í Fossvogskirkjugarði, þar sem þær háma í sig blóm á leiðum. Að- standendum sem hafa verið að líta eftir leiðum ættingja hefur brugðið í brún þegar sumarblómin hafa ver- ið á bak og burt en stilkarnir einir eftir. Kvaðst einn viðmælandi DV hafa horft á kanínu sem hreinsaði þrjú leiði - og var snögg að því. Þessi kanínufjöldi er m.a. talinn stafa af því að mjög sé nú í tísku hjá krökkum að kaupa sér kaninu og hafa hana í beisli. Þegar viðkom- andi sé orðinn leiður á gæludýrinu sé því hreinlega sleppt í Öskjuhlíð- ina eða annars staðar þar sem það er talið komast vel af. Björn Júlíusson, starfsmaður garðyrkjudeildar Reykjavíkur, sagði, að óhemjufjölgun hefði orðið á kanínum að undanförnu. Þess væru dæmi að fólk kæmi með kan- ínurnar í búrunum í Öskjuhlíðina og skildi þau eftir opin undir trjám og inni í runnum. „Þetta gæti hreinlega stefnt í plágu," sagði Björn sem kvað mikla þörf á að ræða þessa stöðu sem upp sé komin, enda væru kanínurnar Oboönir gestir Útigangskanínur virðast vera farnar aö færa út kvíarnar. Þær hafa einkum haldið sig í Öskjuhlíðinni en eru nú farnar að heimsækja kirkjugarðinn í Fossvogi og éta blóm af leiðunum. einkum í skóglendi borgarinnar. Þær gætu lagst á börk á trjám yfir sumartímann og síðan á nýbrum ungs birkis að vetri til þegar þær hefðu ekki annað. Ómar F. Dabney hjá meindýra- vörnum Reykjavíkurborgar sagði að í vetur hefði komið orðsending þess efnis frá Kirkjugörðum Reykja- víkur að kanínur sæktu í garðana. Þá hefði verið farið út í aðgerð til að stemma stigu við því. Þegar ágang- urinn hefði minnkað hefði aðgerð- um verið hætt. „Við reynum að aöstoða borgar- ana eftir fremsta megni," sagöi Vegna mjög góðra undirtekta verða SPARIDAGAR framlengdir um eina viku! DVD spilari - Spilar öll svæöi 29.900 SHARR XL30 AEG AEG 10.900 25% Vinsælu leirvörurnar 14.900 nordica Brauðgerðarvél 10.900 r. -Uf.ágúst Sparídagar Heimilisleg og kraftmikil tilboð á úrvals vörum T-30 I Þvottavél1400sn Barkarþurrkari íl 46.900 79.900 SHARR R212 örbylgjuofn c ,0 12.900 AEG 167/46 L. Pottar og pönnur ¦«KO 28" GAMEBOY °9 ID NINTINDO.64 Leikir á verði frákr. 990 AEGAT 250 CLASSIC AEG CC101 Kaffivél 44.500 Brauðrist-stál 4.490 4.990 SHARR EL6053 Skipuleggjari og símaskrá 1.250 Skrifsofustóll ATH arniar á mynd iHd JfVMfaldtr i veffli. 14.900 Lfttu við - þviþetta er aðeins sýnishorn afþví sem i boði er. 15% afsláttur af verðlistaverði aföðrum vórum heimilistækjadeildar við kassa. BRÆÐURNIR OKMSSON M-___L_ _r. 11111 il___i_______i Lágmúla 8 • Sími 530 2800 Ómar. „Þegar tiltekinn árangur hef- ur náðst þá hættum við." Hann kvaðst oft sjá hópa af kan- ínum á umferðareyjum við Loft- leiðahótelið þegar hann væri að vinna að næturlagi. Mest hefði hann séð 12 stykki i einu og þær virtust vera dauðspakar. -JSS .OG ÞU GERIR ÞER GLAÐAN DAG FYRIR MISMUNINN Frétt DV síðastliðinn föstudag íslendingarnir á Krít: Óróí meðal skólakrakkanna Talsmaður ferðaskrifstofunnar sem fiutti íslensk ungmenni til Krítar seg- ist alls ekki útiloka að ólyfjan hafi ver- ið bætt út i drykki nokkurra ung- menna sem hafa lagst á spítala vegna torkennilegrar sóttar. Hins vegar hafi blóðsýnatökur hingað til ekki sýnt fram á torkennileg eiturefni. Eins og DV greindi frá á föstudag hafa nokkur íslensk ungmenni misst meðvitund í bænum Chania og orðið að leggjast inn á sjúkrahús undanfar- ið. Þetta eru nemendur í framhalds- skólum og töldu þeir og aðstandendur þeirra að ólyfjan hefði verið bætt út í drykki þeirra. Það er þekkt aðferð til að slæva meðvitund í þeim tiigangi að beita kynferðislegu ofbeldi og sérfræð- ingur á neyðarmóttöku Landspítalans segir að sum efnanna séu þeirrar nátt- úru að leysast upp i blóði innan fárra klukkustunda. Enn fremur þuríi nokkra þekkingu við þessi sýni og grísku blóðsýnin segi því e.t.v. ekki alla söguna. Úrval-Útsýn sér um ferð krakkanna til Kritar og segir Páll Armann fram- kvæmdastjóri að ferðaskrifstofan vari í upphafi ferðar sérstaklega við þess- ari hættu sem sé þekkt viða í Evrópu. Hann segir að fjórir krakkar hafi farið á spítala í Chania síðustu daga og ferðaskrifstofan hafi brugðist fljótt við hverju tOviki. Fararstjóri sé á sólar- hringsvakt og hann hringi strax í lækni ef eitthvað bjátar á. DV náði tali af Islendingi á Krít sem fylgst hefur með málinu. Hann sagði mikinn óróa hafa verið meðal skólakrakkanna vegna málsins og Páll Ármann viðurkennir að dálítið hafi gengið á. Krakkarnir eru frá MS og MK og gista í tveimur hótelum sem eru dálít- ið afsíðis. Grunur hafði beinst að til- teknum bar en allt er ósannað í þeim efnum. A.m.k. einn þeirra sem veikt- ust hafði ekki drukkið áfengi sam- kvæmt upplýsingum DV. -BÞ '#6h jé Heiti potturinn Umsjórv. Gytfi Kristján&son netfang: gylfik@ff.is Draumasviðin Það er mikið fram undan hjá Atla Eðvaldssyni, landsliðsþjálfara i knattspyrnu, enda leikir í for- keppni HM á dagskrá. Atli sagði í viðtali við DV í, fyrri viku að leik- urinn við Tékka yrði „ofboðslegur" og reyndar yrðu I allir leikirnir þrir „rosalegir". Hann segir styrkleika ís-1 lenska liðsins fel- ast í „gífurlegum" karakter en sínir menn verði að spila mjög agað og vera þolinmóðir. Þetta botnaði landsliðsþjálfarinn sið- an á þann hátt að segja að ef hans menn hefðu yfirburði „á þessum draumasviðum" gæti liðið náð langt. Hver segir svo að íþróttamenn kunni ekki að koma fyrir sig orði? Vanþakklætið Árni Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra hefur heldur betur fengið framan í sig vanþakklætið eftir að hann tilkynnti nýjar reglun um veiði smábáta. Árni sagðist þama vera að koma til móts við þá sem hafa hags- muna að gæta varðandi þessar veiðar og hefði maður þá haldið að þeir tækju tillögum hans fagnandi. Annað hefur þó ver- ið upp á teningnum og hafa menn keppst hverjir við aðra að hallmæla ákvörðun Árna. Meira að segja framkvæmdastjóri LÍÚ, Friðrik J. Arngrímsson, er nú sammála smá- bátaforustunni en pað gerist ekki oft. Eini maðurinn sem eitthvað hef- ur mælt tillögum Árna bót er sam- flokksmaður hans, Einar K. Guð- finnsson, þingmaður á Vestfjörðum. Útgerðarmenn þar segja hins vegar ekkert að marka Einar, hann sé undir hæl flokksforustunnar í þessu máli. Fjör fram undan Það er svo sem ekkert nýtt að þeir tali hvor til annars á hvössu nótun- um, þeir Halldór Blöndal, forseti Alþingis, og Steingrímur J. Sigfús- son, formaður | Vinstri grænna. Það er oft eins og | að vera á íþrótta- móti að heyra til I þeirra þegar þeir I hækka róminn og á stundum æsist svo leikurinn að unun er á að ' hlusta. Þeir „félagar" eru báðir þing- menn fyrir Norðurland eystra og verða báðir í framboði í nýja Norð- austurkjördæminu í næstu kosning- um. Er ekki laust við að margir séu famir að hlakka til að heyra til þeirra þá, en í þeirri kosningabar- áttu munu þeir án efa „taka hraust- lega á því", a.m.k. gaf rimma þeirra í Mogganum í síðustu viku það til kynna að líflegra funda sé að vænta. Þróttarar harðir Sveinn Andri Sveinsson, for- maður Fram, Fótboltafélags Reykja- víkur, vill greinilega sameinast Knattspymufélaginu Þrótti, ef marka má viðtal við hann á heima- síðu Fram. Sveinn Andri segist hafa „gaukað" að for- manni Þróttar til- lögu um samein- ingu meistara- flokka félaganna tveggja. Undirtektir hafa engar verið formlega. í viðtal- inu sagði Sveinn Andri að hann vildi ekkert annað en bestu aðstöð- una fyrir leikmenn Fram og áhan- gendur liðsins, en hún er í Laugar- dalnum þar sem Þróttarar hafa bestu iþróttaaðstöðuna í borginni. Eitthvað hefur heyrst eftir þetta úr herbúðum Þróttar, eins og t.d. það að Sveinn Andri sé ekki á höttunum eftir neinu öðm en aðstöðu Þróttar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.