Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2001, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2001, Blaðsíða 9
MANUDAGUR 20. AGUST 2001 I>V Fréttir Heimsmeistari í fimmgangi Vignir Jónasson keppti á Klakki frá Búlandi og varö heimsmeistari í fimmgangi og samanlagður meist- ari, varð í 3. sæti í gæðingaskeiði, 10. sæti í 250 metra skeiði og 15. sæti í tölti. Hugrún Jóhannsdóttir keppti á Súlu frá Bjarnastöðum og varð í 3. sæti sem samanlagður meistari, 7. sæti í 250 metra skeiði, Angantýr Þórðarson sýndi Snotru fyrir Þýskaland og Birgir Gunnarsson Eldjárn. Ekki var uppgefið hvaðan hrossin eru. Margir Islendingar munu missa af Eldborgarhátíðinni árið 2003 því næsta heimsmeistaramót verður haldið í Danmörku 25. júlí til 3. ágúst það ár í Herning. í Herning, sem er skammt frá Hróarskeldu, halda Danir árlega kynbótasýningar. Áhugi á hestamennsku í Aust- urríki er mikill. Þar eru taldir vera 81.566 hestar og eigendur þeirra eru 19.990. Nítján hestakyn eru í Austurríki. Talið er að is- lenskir hestar séu milli 5.000 og 6.000 í Austurrlki. Nokkur þessara hestakyna voru sýnd á Gala- kvöldskemmtun á laugardags- kvóldið. Mesta athygli vöktu smá- hestar sem voru á stærð við með- alsvín og folald sem stúlka hélt á var á stærð við sumarlamb. íslendingar eiga að venjast rysj- óttu veðri heima og hér voru einnig miklar andstæður. Á dag- inn gat hitinn fariö upp í tœp- lega 40 stig en að minnsta kosti tvær nætur var skýfall, þrumur og eldingar svo tjaldstæðin voru ókræsileg á að líta. Margir íslend- inganna sögðust aldrei hafa séð svo mikla rigningu. 8. sæti í fimmgangi, 8. sæti í 100 metra skeiði og féll úr leik í gæð- ingaskeiði. Sveinn Ragnarsson keppti á Brynjari frá Árgerði og varð í 2. sæti sem samanlagður meistari, 11. sæti í gæðingaskeiði, 13. sæti í fimmgangi, 3. sæti í slaktaumatölti, 5. sæti í 250 metra skeiði og 9. sæti í 100 metra skeiði. Þórarinn H. Arnarson keppti á Braga frá Allenbach og varð í 5. sæti í tólti og 6. sæti í fjórgangi. Styrmir Árnason keppti á Farsæli frá Arnarhóli og varð heimsmeist- ari og í 3. sæti í tölti. Sigurbjöm Bárðarson keppti á Gordon frá Stóru-Ásgeirsá og sigraði í 100 metra skeiði, varð í 2. sæti í 250 metra skeiði, 20. sæti í slaktauma- tölti, 23. sæti i fimmgangi. Reynir Aðalsteinsson á Sprengi-Hvelli frá Efstadal og varö í 3. sæti í 250 metra skeiði en féll úr leik i gæðinga- skeiði. Einnig varð hann i 4. sæti í 100 metra skeiði. Hafliði Halldórs- son keppti á Valiant frá Heggsstöð- um í tölti og varð heimsmeistari. Sigri fagnao Vignir Jónasson heimsmeistari sprautaður meö kampavíni. TILBUNAR I VINNU Yfirfarnar notaðar vinnuvélar til sölu Það er mikið á sig lagt til að geta keppt á heimsmeistaramót- inu í Austurriki. Höskuldur Að- alsteinsson, fyrrverandi heims- meistari í gæðingaskeiði, við- beinsbrotnaði í þeim stórhættu- lega leik knattspyrnu skömmu fyrir mótið en lét sig hafa það að vera með og náði öðru sæti í gæð- ingaskeiðinu á Katli frá Glæsibæ n. Danski knapinn Mette Logan fótbrotnaði skömmu fyrir mót og keppti í spelkum og náði ágætum árangri i tölti á stóðhestinum Austra frá Austurkoti. Við fánahyllingu og opnunarhá- tíð leið yfir eitt ungmennanna sem hélt á fána en við samsvar- andi hátið í Þýskalandi leið yfir þrjú ungmenni á meðan Ólafur Ragnar Grímsson hélt tölu. Það er þó sameiginlegt með mótunum í Þýskalandi og Austurríki að Ólafur Ragnar var kallaður Ólafur Ragnarsson. Fjórtán þjóðir af nítján innan samtaka FEIF - Eigenda og vina íslenska hestsins, sendu fulltrúa á heimsmeistaramótið. Bretar og Frakkar sendu sex keppendur í íþróttagreinarnar og eitt kynbóta- hross, sem er met hjá þeim báðum Svíinn Göran Montan keypti Braga frá Allenbach í fyrra og hugðist komast í sænska landslið- ið á honum. Þegar sænska meist- aramótið hófst var Bragi með in- flúensu svo Montan gat ekki keppt. „Ég fékk ekkert tækifæri," sagði Montan „Ég ætlaði svo með Braga til Þýskalands á þýska meistaramótið en það misfórst. Þá lét ég Þórarin H. Arnarson fljúga til Svíþjóðar, tók þar vídeó og sendi til Sigurðar Sœmundsson- ar. Sigurður sá nóg og valdi Þór- arinn og Braga í landsliðið", sagði Montan Urvai - gott í hægindastólinn "Vtua^Rf Sambron T3093 skotbómulyftari, skr.ár 1998, ekin 1.268 vst JCB 801,4 beltavél, skr.ár 1997, ekin 1.510 vst. JCB 3cx Super skr.ár 1997 ekln 5.800 vst. Yanmar B15 minigrafa, skr.ár 1998, ekin 1.548 vst. Case 590SLE traktorsgrafa, skr.ár 1999, ekin 2.070 vst. JCB 3cx-4 Servo skr.ár 1994 ekin 6.000 vst. JCB 4cx Super, skr.ár 1996, ekin 7.600 vst. JCB JS 260 LC XD skr.ár 1997, ekin 6.500 vst. Tvær skóflur og hraðtengi V&amarerutiisýnis aö Láamula < uppi>ísiri9fl',ís,',Mfl 588 2600 i«*t<nMHMMI *-WN NM«m*M«nanwH«i)M

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.