Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2001, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2001, Blaðsíða 22
34 MÁNUDAGUR 20. ÁGÚST 2001 Islendingaþættir I>V Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson Stórafmæli 11 Fólk í fréttum 90 ára Karl Arnason, Kambi 1, Króksfjarðamesi. Kona hans, Unnur Halldórsdóttir, varö 85 ára þann 10. ágúst síöastliöinn. Karl veröur aö heiman á afmælisdaginn en í tilefni af afmælunum veröa þau hjónin meö heitt á könnunni fyrir vini og vandamenn í Jónsbúð, Akursbraut 14, Akranesi, sunnudaginn 25. ágúst næstkomandi eftir klukkan 15.00. " ' 80 ára Agnar G. Guömundsson, Haöalandi 15, Reykjavík. Maren Júlíusdóttir, Víkurbraut 30, Höfn. Svavar Vemundsson, Lækjasmára 6, Kópavogi. 75 ára__________ Ingibjörg Þorgrímsdóttir, Vallholti 40, Selfossi. Jónas Þórir Oagbjartsson, Flyðrugranda 20, Reykjavík. Sveinbjörn Ámason, Öldugranda 9, Reykjavík. Þorgeir Guðmundsson, Glaðheimum 22, Reykjavík. 70 ára__________ Bjarni Hermannsson, Sogavegi 116, Reykjavlk. Jón Hallgrímsson, Sléttuvegi 17, Reykjavík. Ólafía G Hagalínsdóttir, Miðleiti 3, Reykjavík. Sigríður Guðmundsdóttir, Funalind 15, Kópavogi. Þörunn Jónsdóttir, Brekkugötu 15, Vogum. 60 ára_____________ Anna Guðnadóttir, Blómvangi 10, Hafnarfirði. Elísabet Sigríður Guðnadóttir, Miðgarði 4, Keflavík. Haukur Tryggvason, Laugabóli 2, Húsavík. 50 ára __________ Ágúst Örvar Ágústsson, Hlaðbrekku 1, Kópavogi. Bjarni Guðmundsson, Hvassaleiti 18, Reykjavík. Lovísa Fjeldsted, Blönduhlíð 35, Reykjavík. Sigríður Hafdís Melsted, Tryggvagötu 4, Selfossi. Sigríður Þorvaldsdóttir, Ofanleiti 23, Reykjavík. 40 ára_____________ Galina Darikovna Akbacheva, Bakkahjalla 8, Kópavogi. Guðlaugur L. Sveinsson, Hraunbæ 4, Reykjavík. Gunnar Þór Guðmundsson, Bollagörðum 8, Seltjarnarnesi. Gunnsteinn Jónsson, Jörfabakka 20, Reykjavík. Inga María Friðriksdóttir, Dalhúsum 13, Reykjavík. Kristján Jóhannsson, Úthlíð 29, Reykjavík. Þór Sigurlaugur Jóhannsson, Klettabergi 58, Hafnarfirði. Persónuleg, alhliöa útfararþjónusta. Áralöng reynsla. Sverrir Einarsson útfararstjóri Bryndís Valbjarnardtttir útfararstjórt Utfararstofa Islands Suöurhlíö35. Simi 581 3300 allan sólarhrlnginn. www.Utforin.JS Úrval - gott í hægúidastólinn --------------- j t í $ t itiinii.iti Hjálmar Árnason alþingismaður Hjálmar Árnason alþingismaður sagöi í DV-frétt i síöustu viku að hann myndi spá því að það væri aðeins tímaspursmál hvenær menn færu að skoða í fullri alvöru að flytja út íslenskt vatn með tank- skipum til þurfandi landa. Starfsferill Hjálmar fæddist í Reykjavík, ólst þar upp til átta ára aldurs en síðan í Kópavogi. Hann lauk stúdentsprófi frá MH 1970, kennaraprófi frá KHl 1979, BA-prófi í islensku frá HÍ 1982 og M.Ed.-prófi í skólastjórnun frá Breska Kólumbíu-háskólanum í Kanada 1990. Hjálmar var kennari við Grunnskóla Sandgerðis 1970-72 og 1977-78, við Fróðskaparsetur Færeyja 1972-73, við Flensborgar- skóla 1973-77, Holtaskóla í Keflavík 1978-80, við Viðistaðaskóla og starfaði í Fræðsluskrifstofu Reykja- ness 1980-81, við Fjölbrautaskóla Suðurnesja frá 1981 og skólameist- ari þar frá 1985. Þá er hann alþingismaður Reykjaness fyrir Framsóknarflokkinn frá 1995. Auk kennslustarfa hefur Hjálmar stundað þáttagerð i útvarpi, lög- gæslustörf, blaðamennsku og sjó- mennsku. Hjálmar sat í stjórn Félags islenskra menntaskóla- kennara 1975-77, í stjórn Samtaka móðurmálskennara 1980-82, sat í stjórn Skólameistarafélags íslands 1991-95 og var formaður þess 1993-95, sat í stjórn FH 1981-83, var fyrsti formaður íþróttabandalags Reykjanesbæjar 1996-99, ritstjóri tímarits SVFK 1993-96, sat i markaðs- og atvinnumálanefhd Reykjanesbæjar 1994-98, var fulltrúi Alþingis á ÖSE-þingi 1995-99, full- trúi íslands á þingi Evrópuráðsins 1995-99, er varaformaður Vest- norræna þingmannasambandsins, sat allsherjarþing SÞ 2000, er formaður iðnaðarnefndar Alþingis, varaformaður samgöngunefndar og situr auk þess í sjávarútvegsnefnd og í efnahags- og viðskiptanefnd. Hann er formaður Lánasjóðs land- búnaðarins frá 1999. Hjálmar hefur þýtt sögur og ljóð og samið kennslubækur og leið- beiningarrit fyrir kennara. Merkir Islendingar Fjölskylda Sambýliskona Hjálmars var Berg- ljót S. Kristjánsdóttir, f. 28.9. 1950, lektor. Þau skildu. Foreldrar hennar: Kristján Andrésson og k.h., Salbjörg Magnúsdóttir. Börn Hjálmars og Bergljótar eru Ragnheiður, f. 17.8.1972 og eru börn hennar Maria Kristína og Bergljót; Kristján, f. 3.12. 1975, dóttir hans er Þórhildur. Hjálmar kvæntist 6.1. 1978 Valgerði Guðmundsdóttur, f. 3.6. 1955. Hún er dóttir Guðmundar Rúnars Guðmundssonar og k.h., Bryndísar Ingvarsdóttur. Börn Hjálmars og Valgerðar eru Ingvar, f. 4.1. 1979; Bryndís, f. 22.3. 1987, nemi. Uppeldisdóttir Hjálmars og dóttir Valgerðar er Dagmar Guðmundsdóttir, f. 4.4. 1972. Systur Hjálmars eru Svava, f. 1949; Kristín, f. 1952, búsett í Kópavogi; Sofíía, f. 1964. Foreldrar Hjálmars eru Árni Waag, f. 12.6. 1925, d. 3. apríl 2001 og k.h., Ragnheiður Ása Helgadóttir, f. 5.7. 1927. Ætt Árni er bróðir Karinar, móður Hjálmars Waag Hannessonar sendiherra. Árni er sonur Hjálmars Waag, skólastjóra í Klakksvík í Færeyjum, sem lést ungur, bróður Einars Waag, stofnanda og forstjóra Föröjabjór. Móðir Árna var Kristín Árnadóttir, prófasts á Stóra-Hrauni, Þórarinssonar á Eyrarbakka, Árnasonar. Móðir Þórarins var Jórunn, systir Tómasar Fjölnis- manns, afa Jóns Helgasonar biskups og Tómasar læknis, afa Ragnhildár Helgadóttur, fyrrv. ráðherra. Jórunn var dóttir Sæm- undar, b. í Eyvindarholti, Ögmunds- sonar, pr. á Krossi, bróður Böðvars, afa Þuríðar, langömmu Vigdísar Finnbogadóttur. Ögmundur var sonur Presta-Högna Sigurðssonar. Móðir Sæmundar var Salvör Sig- urðardóttir, systir Jóns, afa Jóns forseta. Móðir Árna prófasts var Ingunn, systir Helga, afa Ásmundar Guðmundssonar biskups. Ingunn var dóttir Magnúsar, alþm. í Syðra- Langholti, Andréssonar og Katrínar Eiríksdóttur, ættföð.ur Reykjaættar, Vigfússonar. Móðir Kristínar var Anna Elísabet Sigurðardóttir, hreppstjóra í Syðra-Skógarnesi, Kristjánsspnar. Ragnheiður er dóttir Helga, bróður Bjarna, alþm. og ráðherra á Reykjum í Mosfellsbæ, afa Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur alþm. Systir Helga var Þórdís, móðir Gunnars Bjarnasonar ráðunautar. Helgi var sonur Ásgeirs, b. í Knarrarnesi, Bjarnasonar og Ragn- heiðar Helgadóttur, b. á Vogi, bróður Ingibjargar, langömmu Kristjáns Eldjárn forseta. Helgi var sonur Helga, alþm. á Vogi, Helga- sonar. Móðir Ragnheiðar var Svafa, systir Odds, fóður Jóns hrl., og hálfsystir Huldu, ömmu Jónasar Haraldssonar, aðstoðarritstjóra DV. Svafa var dóttir Jóns, b. á Álftanesi, Oddssonar og Mörtu Maríu, systur Haralds prófessors. Systir Mörtu Maríu var Þuríður, móðir Níelsar Dungal. Marta María var dóttir Níelsar, b. á Grímsstöðum, Eyjólfs- sonar og Sigríðar, systur Hallgríms, biskups og alþm., og Elísabetar, móður Sveins Björnssonar forseta. Sigriður var dóttir Sveins, prófasts og alþm. á Staðastað, Níelssonar og Guðrúnar, systur alþm. Halldórs á Hofi og Ólafs á Sveinsstöðum. Systir Guðrúnar var Þórunn, móðir Jóns Þórarinssonar alþm., afa Jóhanns Hafstein forsætisráðherra. Önnur systir Guðrúnar var Sigurbjörg, amma Jóns Þorlákssonar forsætis- ráðherra. Guðrún var dóttir Jóns, pr. og alþm., Péturssonar. Margrét Jónsdóttir skáld var fædd þann 20. ágúst 1893 á Árbæ í Holtum i Rangár- vallasýslu. Hún ólst upp með móður sinni og áttu þær heima á ýmsum bæjum í Rangárvalla- og Árnessýslu. Margrét fluttist síðan til Reykja- vikur og átti heimili þar frá árinu 1912. Árið 1910 fór hún í nám í Kvenna- skólanum í Reykjavík og varði námið í tvö ár. Hún lauk kennaraprófi árið 1926 og hélt að því loknu til Danmerkur og Svíþjóð þar sem stundaði framhalds nám. Margrét var heimiliskennari í Gull- bringusýslu og Borgarfirði 1912 til 1918. Frá 1918 til 1923 var hún verslunar skrifstofustúlka í Reykjavík og kenndi svo frá Margrét Jónsdóttir 1926 til 1944. Eftir það var hún gæslukona í Þjóðminjasafni íslands í sjö ár en var síðan húsfreyja í Reykjavík frá 1959 til dauðadags. Margrét skrifaði ljóð, smásögur, skáldsögur og leikrit fyrir börn. Má þar nefna bækurnar um Todda og bækurnar um Geira glókoll. Margrét var líka ritstjóri barnablaðsins Æskunnar í 14 ár. Hún þýddi líka margar barnabækur, til að mynda Karen, Árni og Erna, Silfurturninn, Ólíkir drengir og Galdrakarlinn góði. Margrét Jónsdóttir skáld lést árið 1971. Smáauglýsingar Þjónustu- auglýsingar ?I550 5000 [•7l Í? / *£* m \..... [•Ti V afsláttinn þegar þú greiðir með korti ^ss ^5S7S?fe rrra Skoðaðu smáuglýsingarnar á VÍSII*- 550 5000 •xmmwmm* *t M

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.