Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2001, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2001, Blaðsíða 14
+ MÁNUDAGUR 20. ÁGÚST 2001 MANUDAGUR 20. AGUST 2001 27 Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason A&stoöarritstjórar: Jónas Haraldsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson Fréttastjóri: Birgir Guðmundsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvik, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - ASrar deildir: 550 5999 Gran númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.netheimar.is/dv/ Fréttaþjónusta á Netinu: http://www.visir.is Ritstjórn: ritstjorn(s>dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Strandgata 31, sími: 460 6100, fax: 460 6171 Setning og umbrot: Útgáfufélagið DV ehf. Plötugerö: ísafoldarprentsmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuði 2050 kr. m. vsk. Lausasöluverð 190 kr. m. vsk., Helgarblaö 280 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viötöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Menningamótt Menningarnótt í miöborg Reykjavíkur, í tengslum viö af- mæli höfuðborgarinnar 18. ágúst, er viöburöur sem hefur fest sig rækilega í sessi. Sú nótt hófst snemma, meðan laug- ardagurinn var bjartur, og stóð eins og vera ber fram á nýj- an dag, aðfaranótt sunnudagsins. Borgarbúar og gestir þeirra, innlendir sem erlendir, nutu þess að enn er sumar og þótti tilhlýðilegt að gera sér dagamun. Borgarafmælið er virðulegt tilefni en menningarnótt var nú haldin í sjötta sinn á 215. afmælisdegi Reykjavíkur. Fjöldinn naut þeirrar margbreytilegu dagskrár sem boð- ið var upp á. Nær hundrað félög, fyrirtæki og stofnanir og um þúsund einstaklingar undirbjuggu menningarveisluna. Þar gat hver maður fundið eitthvað við sitt hæfi. Tónlistin var fjölbreytt, listsýningar voru af óllum gerðum, auk þess sem fjölmargir listamenn unnu að og sýndu listsköpun sína. Götuleikhús glöddu augað, sem og gjörningar, dans og opin hús. Borgarskáldin voru á ferli og séð var fyrir þörf- um barnanna. Stórkostleg flugeldasýning kórónaði síðan skemmtunina. Góðir gestir komu í höfuðborgina. Hornfirðingar voru að þessu sinni sérstakir gestir menningarnætur og kynntu menningardagskrá heimabyggðar sinnar. Þá voru frændur okkar Færeyingar aufúsugestir. Þeir sýndu þjóðdansa og þarlendir handverksmenn voru að störfum. Þess utan voru sýnd steinþrykksverk færeyskra listamanna, auk lista- manna annarra norrænna þjóða. Ágústkvöld og nóttin sem fylgir henta vel til hátíðar sem þessarar. Menningarnóttin hvetur fólk til þess að koma saman, skemmta sér og fræðast í senn. Segja má að sú ágæta nótt sé eins konar uppskeruhátíð. Sumardagar og -nætur lifa enn en árstíðaskiptin og breytingarnar sem þeim fylgja eru fram undan. Léttleikinn ríkir en menn vita af alvöru lífsins og þeirri festu sem fylgir haustkomunni. Sumarfríum fer að ljúka og skólinn að byrja. Það er því ástæða til þess að gera sér dagamun, skreppa í bæinn og hitta fólk. Það eitt að rólta um stræti elsta hluta Reykjavík- ur er skemmtun út af fyrir sig. Fjölbreyttir menningarvið- burðirnir eru bónus. Þótt menningarnótt í Reykjavík hafi aðeins verið haldin hátíðleg undanfarin sex ár hefur viðburðurinn þegar á sér svip þjóðhátíðar. Frá upphafi var almenningur tilbúinn til þess að taka þátt. Undirbúningur var og er góður og lista- mennirnir leggja sig fram. Götur, listasöfn, margar stofnan- ir og veitingahús iða af lífi. Listir og menning mæta fólk- inu. Þótt íslendingar séu almennt ötulir menningarneyt- endur kynnist fólk mörgu nýju og áhugaverðu, fjölbreytn- in er slík. Hægt er að velja milli klassískrar tónlistar, djass og popptónlistar, njóta ýmiss konar leiklistar og listsýning- arnar eru fleiri en hér er hægt að telja. Allt verður þetta til þess að fólk vill fá meira að sjá og heyra síðar. Menn læra að njóta. Síðast en ekki síst skal getið sögugöngu um elsta hluta borgarinnar. Þar var fólk frætt um Aðalstræti, Vesturgötu og Grjótaþorp. Sagt var frá landnámi í Reykjavík, Innrétt- ingunum og vexti Reykjavíkurbæjar á 18. og 19. öld. Sú fræðsla ætti raunar ekki að vera aðeins til hátíðarbrigða. Margir þekkja fróðlegar og skemmtilegar gönguferðir um íslendingaslóðir í Kaupmannahöfn með vönum leiðsögu- mönnum. Slíkt ætti ekki síður að vera reglulega í boði í elsta hluta Reykjavíkur. Sagan er mörgum hugleikin og af- staða fólks til varðveislu hins gamla hefur gjörbreyst á síð- ari árum. Um það vitnar meðal annars varðveisla og upp- bygging Grjótaþorpsins og Bernhöftstorfunnar. Jónas Haraldsson ]D"V Skoðun Guðs lög og manna Ég man enn hve undr- andi ég var þegar haft var eftir Ólafi Skúlasyni bisk- upi að sá tími væri liðinn að guðs lög væru sett ofar manna lögum. Mér fannst þá að e.t.v. gætu allir sagt þetta nema biskup. Reynd- ar vita menn líklega ekki hver eru guðs lög, önnur en þau sem okkur er sagt að séu guðs lög. Kjallari Lagskipt þjóöfélög En mennirnir setja sér lög til þess að hafa skipulag á þjóðfé- lögum sínum, ákveða leikreglur og þeir sem brotlegir eru gagnvart þeim leikreglum verða að sæta ábyrgð. En er ekki undarlegt hversu þjóðfélög eru lagskipt. Það sem opinberlega er jafnvel refsivert vita allir að tíðkast jafnvel tiltölulega almennt. Lýðræði þrífst ekki nema til séu stjórnmála- flokkar. Þeir eru eins konar horn- steinn eða grundvöllur lýðræðisins. Þeir eiga að gæta eldsins, halda kyndlinum á loft og ganga á undan, setja leikreglurnar. Nýlega var viðtal við einn af Guömundur G. Þórarinsson verkfræöingur þekktustu lögmönnum landsins í DV þar sem hann taldi að nú væri lag til að koma reglu á fjárreiður stjórnmálaflokkanna, gera þær opinberar þannig að ekki þyrfti að efast um að þar færi allt eftir settum reglum. En stjórnmálaflokk- arnir virðast allir sammála að um þá geti ekki gilt í þessu efni sömu reglur og aðra aðila, fyrirtæki og stofnanir í þjóðfélaginu. „Leíð oss ekki í freistni" íþróttafélögin eru meðal helstu uppalenda í okkar þjóðfélagi. Þar kynnast margir félagsstarfi í fyrsta sinn, koma ungir inn og mótast þar. Gárungi einn sagði við mig í hálf- kæringi að til þess að geta rekið iþróttafélag þyrfti þrefaldar tekjur, tvöfalt bókhald og einfaldan endur- skoðanda. Góður brandari það. Skyldu íþróttafélögin eiga í svipuð- um erfiðleikum og stjórnmálaflokk- arnir með að gera allt opið og að- gengilegt? Alþjóðaólympíunefndin hefur átt í svipuðum erfiðleikum og þeir Kohl og Chirac. Kunningi minn einn sagði við mig hugsi um daginn að vandfundinn væri sá maður sem kominn væri á efri ár og hefði haft einhver umsvif, sem hefði ekki annaðhvort unnið einhvern tíma nótu- laust eða látið vinna fyrir sig nótulaust. Virðisaukaskattur- inn væri svo hár aö freisting- in væri of mikil. Það er ekki tilviljun að kristnir menn biðja: „Leið oss ekki í freistni". Hinn gullni meðalvegur Líklega er hinn gullni með- alvegur vandfundinn. „Þeir sem leggja og varða vegi, vill- ast oft á næsta degi. Þeir sem stríði vilja verjast, verða stundum fyrst að berjast." Oft hvarflar að mér að prófkjör- in, sem svo margir dásama sem hið sanna tæki lýðræðis- ins, séu afleit og leiði af sér margvíslegar flækjur. Stjórn- málamaður sem þarf að sækja „Lýðrœði þrífst ekki nema til séu stjórn- málaflokkar. Þeir eru eins konar hornsteinn eða grundvöllur lýðrœðisins. Þeir eiga að gœta éldsins, halda kyndlinum á loft og ganga á undan, setja leikreglurnar." kjör sitt með prófkjöri verður að heyja baráttu við samherja sina, hætta er því á óvild innan flokkanna. Hann þarf að taka á sig kostnaðar- sama baráttu með dýrri auglýsingatækni nútím- ans og er því skuldum vafinn fram eftir kjör- tímabili. Hann þarf að leita fjárstuðnings margra aðila og ganga fyrir hvers manns dyr og biðja um stuðning í próf- kjörinu. Gamalt máltæki segir: Hvers greiða þú nýtur, þess þræll ertu. Fylgifisk- ar prófkjöranna eru margir og ekki allir þægi- legir. Fjölmargar frásagn- ir eru af þessum málum frá guðs útvalda land, Bandaríkjunum. Þegar kemur að því að setja leikreglurnar getur þurft að horfa til margra átta. Guðmundur G. Þórarinsson Brotamaðurinn þjóðhetja? Ummæli Eftirköst Árnamálsins alræmda hafa orðið sögulegri en menn mun hafa órað fyrir, og kalla landsmenn þó ekki allt ömmu sína í spillingarefnum. Þingmaðurinn varð uppvís að þjófnaði og grófu skjalafalsi, og þurfti enga rannsókn til að ganga úr skugga um það. Hann komst ekki hjá að játa á sig brotin. Ef um hefði verið að ræða óbreyttan borgara, hefði honum strax verið stungið inn og hann ákærður að undangenginni frekari lögreglurann- sókn. Hefði hann verið starfsmaður fyrirtækis, hefði hann umsvifalaust verið rekinn úr starfi með skít og skömm. En þegar um er að ræða alþingis- mann og þaráofan trúnaðarmann stærsta stjórnmálaflokksins, horfa málin dálítið öðruvísi við. Þá er hon- um ekki einungis heimilað að draga afsögn sína frammyfir mánaðamót, svo hann fái tryggt sér full þing- „Áður en varði var sami maður orð inn nokkurskonar þjóðardýrlingur. mannslaun ágústmánaðar (sem ekki eru skorin við nögl), heldur eru hon- um líka tryggð biðlaun í sex mánuði! Eru það kannski samantekin ráð þing- manna, að ótíndir þjófar og skjalafals- arar úr þeirra hópi skuli vera refsi- lausir og njóta óskertra fríðinda í krafti þess að almenningur hefur eitts- inn kjörið þá til trúhaðarstarfa? Á sið- blindan sér engin takmörk? Sér er nú hver ábyrgðartiiflnnlngln! Allur er þessi málatilbúnaður með þvílíkum ólíkindum að mann rekur í rogastans. Kunngert hefur verið að Árni Johnsen hafi endurgreitt eitt- hvað af þeim milljónum sem hann dró sér, en þar eru langtifrá öll kurl kom- in til grafar. Reikningar finnast ekki, „kostnaður við bygginarnefnd Þjóð- leikhússins aldrei verið færður einsog vera ber" að sögn Ríkisendurskoðun- ar" og fjöldamargt annað á huldu einsog plagsiður er þegar um er að ræða spillingar- mál í opinbera geiran- um. Er þingmaðurinn kannski refsilaus þeg- ar hann hefur að fullu endurgreitt þýfið? Ef ég skildi Vilhjálm Egilsson rétt í Sumar- spegli útvarpsins á miövikudagskvöld, er óþarft eða ókleift að fara í saumana á spill- ingarmálum liðinna ára, enda kvað hann víða vera pott brotinn. Nú væru hinsvegar komin ný lög sem „vonandi" mundu ráða bót á ófremdarástand- inu. „Ekki setja kíkinn fyrir augað í hnakkanum," einsog hann orðaði það með sér- stæðu myndmáli! Afskipti ráðherra af mál- inu segja ömurlega sögu. Davíð Oddsson slengir þvi einsog blautri tusku framaní lesendur DV í dæmalausu drottningarviðtali við Kol- brúnu Bergþórsdóttur, að sjálfstæðismenn sem lent hafa í vondum málum hafi axlað sína ábyrgð, og nefnir þar til þá Albert Guðmunds- son, Jón Sólnes og Árna Johnsen. Ábyrgð Alberts lýsti sér í að stofna Borgaraflokkinn, Jóns í að bjóða sig fram norðanlands og falla. Árni axlaði enga ábyrð fyrren búið var að stilla honum uppviö vegg og hann átti ekki undankomuleið. Sér er nú hver ábyrgðartilfinningin! Á hinn bóginn ber Davíð ýmsa póli- tíska andstæðinga meira eða minna upplognum sökum, og verður naumast lægra seilst í lágkúru. Um leið notar hann tækifærið til að ráðast á frétta- mann RÚV, Óðin Jónsson, fyrir að stunda vandaða og óvilhalla frétta- mennsku, sami Davíð og umgengst fréttamenn einsog skósveina eða gólf- þurrkur og setur þá í bann ef þeir neita að dansa eftir hans pípu. Rúsínan í pylsuendanum er samt merglaus tilraun til að létta allri ábyrgð á Árnamálum af menntamála- ráðherra með því að spyrja Kolbrúnu: „Ef þú færir i Hagkaup á vegum DV til að taka viðtal og styngir einhverju inn á þig í leiðinni ætti Óli Björn Kárason þá að segja af sér ritstjórastarfi á DV? Finnst þér það?" Og Kolbrún svarar undirdánug: „Nei, mér finnst það ekki." Þarmeð er öll ráðherraábyrgð Sigurbur A. Magnússon rithöfundur rokin útí veður og vind, og þeir erlendu ráðherrar, sem sagt hafa af sér störfum fyr- ir miklu lítlvægari sakir, stimplaðir pólitískir ein- feldningar. Viðbrögð fjölmiöla Fjölmiðlar hafa brugðist sérkennilega við Árnamál- um. Stöðugt ferskar fréttir af misferlinu reyndust að sjálf- sögðu hvalreki á gúrkutíð og voru nánast þurrundnar, en síðan var einsog blaðinu væri snúið við. Áðuren varði var sami maður orðinn nokkurskonar þjóðar- dýrlingur. Heilu síðurnar voru lagðar undir þá rokufrétt að Árni mundi stjórna brekkusöng á þjóðhátíð í Vest- mannaeyjum og síðan linnti ekki fréttaflutningi af þessum einstæða við- burði. Hann var aðalfréttin í hverjum einasta fréttatíma RÚV á frídegi versl- unarmanna og dagblöðin slógu frétt- inni líka upp næstu daga. Árni birtist skælbrosaadi á forsíðu „Séð og heyrt" og gamla gufan helgaði honum sér- stakan þátt tveimur dögum síðar, fiutti hlustendum ótónvist söngl hans. Hversvegna var brotamaðurinn all- tíeinu orðinn þjóðhetja? Þvi er erfitt að svara. Landsmenn hafa að vísu einatt verið veikir fyrir fjár- glæframönnum, en einhverstaðar hljóta mörkin að liggja. Var þetta kannski samúð með „ógæfumanni"? Má vera. Hitt'gæti allteins verið, að hefði verið kvaddur til fangi af Litla- Hrauni og látinn syngja í brekkunni, þá hefðu þjóðhátíðargestir komist í samúðarstemningu og vísast fagnað honum með svipuðum hætti og hvinnska þingmanninum! Sigurður A. Magnússon Kosningabragð „Fyrirhuguð er mikil auglýsingaher- ferð í flestum fjölmiðlum landsins. Herferð þessi á að beina athygli al- mennings að kostum þess að búa á Ak- ureyri. Herferðin hefur lengi verið í mótun og er trúlega orðin nokkuð dýr. Hverjir skyldu borga brúsann? Þá er það liklega tilviljun ein að henni er hrundið af stað haustið fyrir kosning- ar. Eða hvað? 300 manns á ári er markmið bæjaryfirvalda og sannarlega verður gott ef það næst. En hvað skyldi herferð sem þessi kosta og af hverju var henni ekki hrundið af stað fyrir ári, en þá var hún kynnt fyrir fjölmiðlafólki og sagt að hún væri að mestu tilbúin." Maddaman, vefrit ungra framsöknarmanna Það er fullkomnað í hugann kemur setn- ing úr bók sem er mörg- um helg ritning (og þar á meðal mönnum sem stela milljómim af almannafé): „Það er fullkomnað." Vef- Þjóðviljinn hefur í skrif- um sínum smám saman verið að færa kennimark hins illa af morðóðum ein- ræðisherrum yflr á umhverfisverndar- sinna. Hamsleysið gagnvart þeim sem ekki trúa á endalausan ágang á gæði jarðar og öryggi markaðshagkerfisins gagnvart sóun hefur jafnvel náð að yf- irskyggja andúð Vebbans á Ólafi Ragn- ari Grímssyni upp á síðkastið og er þá langt til jafnað. Vef-ÞjóðvOjinn vitnar til ástands teg- unda sem taldar voru i útrýmingar- hættu af Rachel Carson 1962, eins og það var árið 1995, til marks um óþarfa bölsýni hennar. En hvernig ætli ástand þeirra væri ef enginn hefði vakið at- hygli á þeirri hættu sem stafaði af hirðuleysi manna um umhverfi sitt? " Steinþór Hreiöarsson á Múrnum Spurt og svarað Er eðlilegt aðfœra aflaheimildir fra storum skipum til smabata? Aðálsteinn Báldursson, Starfsgreinasambandi íslands Ekki önnur úrrceði núna „Þessari spurningu er ekki hægt að svara já eða nei, þetta er miklu flóknara mál er svo. Til fjölda ára hafa aðilar í sjáv- arútvegi tekist hart á um aflaheimildirnar og ýmis meðöl verið notuð. Ásakanir um að heimildir hafi verið teknar frá stærri skipunum og færðar yfir á trillurnar hafa verið uppi, sem og þaö að trillukarlar hafi selt sig út úr kerfinu og komist svo bakdyrameg- in inn í það aftur. Ég held að sjávarútvegsráðherra hafi í stöð- unni núna ekki haft nein önnur úrræði en þau sem hann greip til." Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri Óásœttanlegt að taka lífsbjörgina „Ef eigendur þessara skipa koma sér saman um það, og lög og reglur heimila, þá er það eðlilegt. Ég hef hins vegar hald- ið því fram að það sé óeðlilegt að færa atvinnu- réttindi handvirkt frá einum stað til annars eða milli byggðarlaga. Sem Akureyringur get ég ekki samþykkt það að vegið sé að atvinnuöryggi akureyskra sjómanna og fjölskyldna þeirra á þann hátt. Ég tel óásættanlegt að það sé verið að færa atvinnuna frá einum stað til annars með opinberum aðgerðum og taka lífsbjörgina frá þeim sem hafa afkomu af sjávarútvegi og hafa lagt í vinnu og fjárskuldbindingar vegna þess". Smári Geirsson, bæjarstjórn Fjarðabyggðar Afskaplega erftð leið „Ég hef ekki sett mig nægjan- lega vel inn í þessar nýju reglu- gerðarbreytingar sem ráðherra hefur boðað til að geta tjáö mig ítarlega um þær. Þarna er um álitaefni að ræða og ég skil afskaplega vel andstöðu þeirra sem hafa aflaheimildirnar fyrir. Ég hef einnig samúð með smábátaútgerðinni en sýnist í fljótu bragði að þessi leiö, sem fara á, sé afskaplega erfið. Það er alveg ljóst að ef færa á til aflaheimild- ir, eins og t.d. í ýsu, þá er það tekið einhvers staðar frá og það má alltaf spyrja um réttlætið sem í þeirri aðgerð er fólgið." Reinhard Reynisson, bœjarstjóri á Húsavík Ekki óeðlilegra en hitt „Það er ekki neitt óeðlilegra aö færa aflaheimildir frá stór- um skipum til smábáta en frá smábátum til stórra skipa eins og gert hefur verið undanfarin ár en hvort tveggja hefur verið gert vegna stjórnvaldsað- gerða þótt menn vilji kalla það eitthvað annað. Það hefur þá verið gert með frjálsu framsali sem stjórnvöld hafa óbeint komið að, að aflaheimild- ir hafa færst frá smábátunum og smærri útgerð- unum til stóru samsteypanna." Markaðskröfur hunsaðar Háaloftiö 0 lyiiklar umræour eru um reglugerðarbreytingar sjávarútvegsráöherra vegna vel&a smábáta - eltt af því sem rætt er um er tilfiutningur á aflaheimildum frá stærri bátum til smábáta. Markaðurinn er skrýtin skepna sem oft er erfitt að átta sig á. Samt stjórnar hann lífi okkar í æ ríkara mæli og er á góðri leið að gera pólitíkusa og aðra skipuleggjendur samfélags- ins óþarfa. Glöggir menn telja að við kjósum þegar valið er og hafnað við gnægtaborð neysluþjóðfé- lagsins. Auglýsingastofur gegna hlutverki gömlu kosningasmalanna sem leiða neytendurna í allan " sannleika um hvaða vöru og þjón- ustu eigi að kjósa til að öðlast öryggi og lífstilgang. Stjórnmálin bjóða ekki upp á annað en nokkur sæti á þing- um og í sveitarstjórnum og verður sífellt óljósara hvað almenningi kem- ur við hverjir sitja þar og strita - eða strita ekki. En þótt markaðurinn hafi tekið við stjórninni er samt alltaf verið að gera tilraunir til að stjórna honum og laga að þörfum flokka og hagsmunahópa og stundum aðeins til að þjóna sér- visku og tískubólum. Borgarstjórn og skipuleggjendur höfuðborgarinnar og nágrennis eru þungt haldnir af þeirri áráttu að þeir eigi að stýra og stjórna lífsstíl komandi kynslóða, ekki síst þeirra sem búa utan þeirra lögsagnarumdæm- is, svo sem í sambandi við flugsamgöngur. Hitt er sýnu alvarlegra að yfirvöldin hafa ekki minnstu hugmynd um breyttan lífsstíl þeirra kynslóða sem lifa og hrærast í samtímanum. Dreifbylisstefna borgar- stjórnar miðast öll að því að reist séu einbýlis- og raðhúsahverfi á heiðum. Borgarmyndun er eitur í þeirra beinum og er allt sem minnir á borg og borgarmyndun harðbann- að í illmúruðum bygg- ingasamþykktum. Þorp- ararnir ráða ríkjum. Markaðsfyrirlitning Fasteignasalar og byggingafyrirtæki finna illa fyrir íhaldssömum hugsunarhætti ráðafólks hvað varðar eftirspurn og sölu á nýjum íbúðum. í Grafarholti, nýjasta dreifbýlishverfi ráðhúss- Oddur Olafsson skrifar. ins, gengur treglega að selja hús og íbúðir vegna þess að hverfið er byggt upp sam- kvæmt hugmyndum um fjölskyldumynstur fyrri hluta síðustu aldar. Sé litið á fasteignaauglýs- ingar samtímans sker fljótt í augu hve rándýrar litlar íbúðir eru. Niðurgrafnir kjallarar og krummalegar risíbúðir með hryllilega litlum og ljótum kvistglugg- um eru verðlagðar næstum eins og íbúðarhæfar hæðir í eftirsóknarverðum húsum. Gjarn- an er tekið fram að svona hallæris- íbúðir séu ekki samþykktar og því ekki veðhæfar. Samt er eftirspurnin eftir þeim meiri en markaðurinn ræður við og verðið samkvæmt þvi. En lúðarnir i skipulaginu fylgjast ekkert með breytilegum fjölskyldu- stærðum og enn síður hverjar eru kröfur markaðarins. íslendingar vilja búa veglega tyggja þeir hver upp í annan og láta byggja stórt og dreift. Það er sama þótt eftirspurnin sé fyrst og fremst eftir litlum ein- staklingsíbúðum sem henta samkyn- hneigðum og fráskildum sem eru drjúgur hluti þjóðarheildarinnar. Allar kröfur markaðarins eru huns- aðar og skipulagt er fyrir fjölskyldur liðinnar tíðar. Sérviskan ræður Hér skal ekki farið út í vangavelt- ur um hvers vegna fjölskyldumynst- ur breytist og að sífellt fjölgar þeim sem kjósa að búa einir og hafa efni á því. Það er að mestu liðin tíð að ein- staklingar hími í herbergjum með aðgangi að klósetti. Forstofuherbergi eftirstríðsbygginga eru úrelt. Kjall- ara- og risíbúðir eru líka úreltar og bannaðar. Engum dettur í hug að byggja leiguíbúðir og síst af öllu skipulagsfasistunum sem öllu ráða. Búsetaruglið er ekki talið með, enda er botninn i því enn suður í ein- hverjum Bogarflrðinum. Það er sama hve markaðurinn æpir hátt á ódýrar og hentugar smá- íbúðir. Þeim kröfum er ekki svarað og byggingafyrirtækjum er meinað að verða við þeim. Sérvitrir og félags- lega firrtir arkitektar fá að þjóna lund sinni þegar þeir búa til dreifbýl- isþorp sín á afréttum og trippagrund- um. Álíka firrtir og vanhæfir sveitar- stjórnarmenn láta skipulagið í hend- ur bjálfanna sem hvorki þekkja þarf- ir fólks né taka hið minnsta mark á augljósum kröfum hins annars alls- ráðandi markaðar. Sérvitrir og félagslega firrtir arkitektar fá að þjóna lund sinni þegar þeir skipuleggja dreifbýlisþorp sín á afréttum og trippa- k* grundum. - í Grafarholti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.