Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2001, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2001, Blaðsíða 12
12 MANUDAGUR 20. AGÚST 2001 Skoðun r>v Spurning dagsins Hefurðu séð söngleikinn Wake me up before you go go? Sólveig Gunnlaugsdóttir, 12 ára: Nei, mig langar ekki aö sjá hann. Bryndís Bjarnadóttir, 12 ára: Nei, en mig langar rosalega aö sjá hann. Margrét Árnadóttir, 11 ára: Nei, en mig langar rosalega aö sjá hann. Þaö segja allir aö hann sé skemmtilegur. Karitas Svövudóttir, 11 ára: Nei, en mig langar að sjá hann. Arna Arnarsdóttir, 10 ára: Nei, en mig langar að sjá hann. Pálmey Helgadóttir, 10 ára: Já, þetta var alveg rosalega skemmtilegur söngleikur. Geir R, Andersen blm. skrífar. 700 m olíu Sameiginlegir fundir munu senn hefjast með íslend- ingum, Irum, Bret- um og Færeyingum vegna tilkalls til landgrunnsréttinda á Hatton Rockall- svæðinu sem er langt suður í hafi. Það er nefnilega gamall draumur okkar íslendinga að ráða yfir auðæfum á hafsbotni, ekki endilega olíu heldur og dýrum málm- um. Og nú eru það einmitt málmarn- ir sem eru nefndir til sögunnar í nýja ævintýrinu. Áform þessi hafa þegar verið til- kynnt og greinargerð sem send verður til landgrunnsnefndar Sam- einuðu þjóðanna verður dýru verði keypt. Hana á að vinna á allt að fjór- um árum og mun kostnaður verða 700 milljónir króna. Líklega líður þó langur tími áður en við íslendingar eða aðrar þjóðir fara að vinna olíu og málma á þessu hafsvæði. - En það má reyna fyrir sér. Við höfum lagt í dýpri álinn en þennan. Margir sem fylgst hafa með þessu máli spyrja sig þó til hvers leikurinn sé gerður í þessu fyrir fram glataða dæmi. Er nauðsynlegt að leita svo langt yfir skammt? Hvers vegna ekki að byrja á að fullkanna þau hafs- botnsauðæfi sem liggja nær landinu? Nú þegar hafa fundist setlög við noröaustanvert landið, á Öxarfirði, í Flatey á Skjálfanda eða út af Tjör- nesi (fróðari menn en ég um þessa hluti vita nákvæmlega hvar setlögin fundust). Það hefði verið gáfulegra, skyldi maður ætla, að leita fyrst fyr- ir sér þar sem ekki þarf að byrja á að fá leitarheimild. En hvað er þá á bak við hugmynd- illjonir fyrir og málma Hatton Rockall svæði Landgrunnið suöur af íslandi Leitaö langt yfír skammt? „Öfugsnúnast af öllu öfug- snúnu er þó áhugaleysi okkar íslendinga (les: fjöl- miðla) um gang mála hjá Fœreyingum sem nálgast nú lokastig borunar eftir olíu í sinni lögsögu." ina langsóttu um Hatton Rockall- svæðið og dýru málmana á hafsbotni þar annað en að fylgja eftir langþráð- um draumi um að fá yfirráð á Hatton Rockall-svæðinu? Persónu- lega reikna ég með því að þarna sé einfaldlega á ferð gamli, góði heim- óttarskapurinn og hræðslan við að leggja til atlögu við framkvæmdir á íslandi. Því er einmitt sniðugt nú að byrja á því langsótta áður en komið er að hinu raunverulega efni. Líka er hugsanlegt að í svona máli (setlög og olía á hafsbotni) verði við ramman reip að draga gagnvart sjáv- arútvegi og umhverfisvernd. Sumir myndu ekki taka því beinlinis fagn- andi ef ísland breyttist skyndilega í olíuríki! Öfugsnúnast af öllu öfugsnúnu er þó áhugaleysi okkar íslendinga (les: fjölmiðla) um gang mála hjá Færey- ingum sem nálgast nú lokastig bor- unar eftir olíu í sinni lögsögu. Þvi má búast við þeim mun meiri sprengju þegar að því kemur að olía fer að flæða um efnahagskerfi frænda okkar. - En nú eru miklar fréttir af þingi Kiwanismanna í Þórs- höfn þessa dagana - þar erum við á réttri hillu. Hamast á menntamálaráðherra Gunnar Kristjánsson skrifar. Það ber vel í veiði hjá Ríkisút- varpinu þessa dagana, að hafa „fengið" upp á borðið skýrslu Ríkis- endurskoðanda um mál þingmanns- ins Árna Johnsens. í fréttum RÚV síðustu daga hefur vart annað kom- ist að en hve óhönduglega embætti menntamálaráðherra hafi tekist til í eftirliti með byggingarnefnd Þjóð- leikhússins. Ekkert minna en af- sögn menntamálaráðherra dugar þeim á fréttastofum RÚV. Þvílikur fengur var það fyrir þá hjá RÚV að varaformaður Samfylkingarinnar, Margrét Frimannsdóttir, taldi eina ráðið nú vera afsögn ráðherrans, ummælin voru endurtekin marg- „Afsögn menntamálaráð- herra liggur í loftinu hjá RUV, og rétt sama hversu ráðherrann ítrékar að hann og ráðuneyti hans hafi ekki haft minnsta grun um atferli hins stórtœka þingmanns." sinnis og hefur þó líklega ekki þótt nóg að gert. Já, það er nú aldeilis tími til kom- inn að leggja í menntamálaráð- herra, svo ótull sem hann hefur ver- ið að upplýsa skoðun sína á breytt- um rekstri Ríkisútvarpsins. Þessa má ekki láta óhefnt. Nú er tækifær- ið, hamra á og leita að mistökum í menntamálaráðuneytinu. Og fleiri en Árni Johnsen skulu fá að fjúka. Afsögn menntmálaráðherra liggur í loftinu hjá RÚV og rétt sama hversu ráðherra ítrekar að hann og ráðu- neyti hans hafi ekki haft minnsta grun um atferli hins stórtæka þing- manns. Sannleikurinn liggur hins vegar á borði hvers meðalgreinds manns. Þarna er á ferð afbrot og dóm- greindarleysi Árna Johnsens eins og það verður ekki fært yfir á neina aðra, þótt að sjálfsögðu verði þetta atvik til þess að ráðuneyti mennta- mála, rétt eins og öll önnur ráðu- neyti, muni nú setja upp varnir gegn þvílíkum uppákomum í fram- tiðinni. Kynningarherferð ymhix: ¦ LtJBtar------, ¦¦¦¦y\ rssmirr > rkíF^',''' ¦¦**&¦¦ Garri sá það í DV á dögunum að Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, ætlar að setja nokkur hundruð þúsund krónur af skattfé bæjar- búa í að kynna Akureyri fyrir landsmönnum. Til- gangurinn mun vera sá að fá í bæinn fólk - sér- staklega fólk á þrítugs- og fertugsaldri - sem síð- an muni væntanlega skjóta rótum og auka við og styðja þann sterka stofn Akureyringa sem fyrir er í bænum. Bæjarstjórinn hefur meira að segja fengið til liðs við sig almannatengslafyrirtæki sem á að sjá um útfærsluna á því að laða fólk tO bæjarins þannig að búast má við faglegum vinnu- brögðum í þessu efni. Þar verður væntanlega lítið fjallað um hækkanir á dagvistargjöldum eða þrönga atvinnustóðu, enda væri heldur ófaglegt að fara að tína slíkt til í svona herferð. Auk þess að þó staðan sé kannski ekkert sérstaklega spenn- andi þessa dagana hefur atvinnuástand í bænum oft verið verra en nú, ef marka má nýjustu tölur frá Vinnumálaskrifstofunni. Hinu verður þó alveg absolútt að halda leyndu, sem er aö Akureyri hef- ur mælst afgerandi láglaunasvæði og þvl er jafn- vel haldið fram að bærinn sjálfur gangi þar jafn- an í broddi fylkingar. Fegurðin og veðrlö Garri sér fyrir sér að hin faglega nálgun á þessu máli sé sú sama og alltaf þegar Akureyring- ar byrja að auglýsa sig og bæinn sinn. í fyrsta lagi verður það dregið fram hvað fallegt er í bæn- um. í öðru lagi eru yfirlýsingar um veðurfarið á Akureyri nánast orðnar að trúarjátningu hjá öll- um þeim sem segja frá þessum höfuðstað Norður- lands. I þriðja lagi verður svo dregið fram að Ak- ureyri sé skólabær með tveimur framhaldsskólum og háskóla, auk allra grunnskólanna, og ef menn eru 1 stuði fær Tónlistarskólinn kannski að fylgja með - en mestar líkur eru þó á að hann gleymist eins og svo oft áður. Fegurðin, veðrið og tónlistin verða því ugglaust meginþemun í kynningunni á Akureyri sem fram undan er. Engin tengsl við kosningar Þetta er fyrir utan, auðvitað, einn þátt enn sem hlýtur að vega þungt í svona kynningu. Gera verður ráð fyrir að bæjarstjórinn sjálfur og bæjar- yfirvöld verði nokkuð áberandi í kynningunni líka - annaðhvort beint eða óbeint. Því það er auðvitað bæjarstjóranum og bæjarstjórnarmeiri- hlutanum að þakka hve gott er að búa á Akur- eyri. Hinu mega menn síðan ekki blanda saman við þessi mikilvægu kynningarmál að í hönd fer kosningavetur og kynningin mun verða á ferðinni um svipað leyti og menn eru að halda af stað i sína kosningabaráttu. Auðvitað eru engin tengsl þarna á milli, hin pólitísku bæjaryfirvöld myndu aldrei vísvitandi stilla málinu upp þannig að kynningin, sem greidd er af almannafé, lendi á sama tíma og kosningabaráttan er að hefjast. Hér er um algera tilviljun að ræða. í þessu gildir auð- vitað hið fornkveðna sem jafnan er sagt þegar flokksgæðingar fá háar stöður: Auðvitað væri óeðlilegt að Kristján Þór Júliusson notfærði sér stöðu sína sem bæjarstjóri til að hygla Sjálfstæð- isflokknum í auglýsingaherferð fyrir kosningar. En hann og heill bæjarfélagsins má heldur ekki gjalda þess að hann er pólitiskur bæjarstjóri Sjálfstæðisflokksins! GcUTI Allt undir borðið ofstæki eöa hreintrúarstefna? Geðveik tóbakslög Kristinn Sigurösson skrifar: Ofstækisfullir einstaklingar hafa enn einu sinni gert Alþingi að skrípa- samkomu með því að samþykkja lög- in um tóbaksvarnir án athugasemda, til dæmis að verslun megi ekki hafa tóbak í hillum. Þarna er vísast um stjórnarskrárbrot að ræða og því eng- in ástæða að fara eftir þeim ákvæð- um. Ég tek fram að ég reyki ekki leng- ur. Hefði nú ekki verið skynsamlegra að byrja strax í barnaskóla að kenna börnum um skaðsemi reykinga? Við sem erum orðin fullorðin látum ekki öfgafólk stjórna því hvort við kaupum hitt eða þetta. Ég tel að stjórnarskrá- in tryggi reykingafólki sama rétt og þeim sem ekki reykja. Útilokað er að mæla með ofstæki þeirra sem standa að nýju tóbaksvarnalögunum. Rugluö 68-kynslóö Jóhann Ólafsson skrifar: Ef bornar eru saman sú kynslóð sem nú ræður hér í flestum greinum og þær sem á undan eru gengnar, t.d. hvað varðar stjómsýslu og svo niður eftir stiganum, allt til viðskipta, bankastarfsemi og skipulagsmála í borg og sveit, þá verður vart komist að annarri niðurstöðu en þeirri að nú- verandi kynslóð standi langt að baki hinum. Til marks um þetta er það að fiest sem úrskeiðis getur farið gerir það í dag. Það er eins og 68-kynslóðin, sem nú fer fyrir hér á landi, gangi kengbogin að hverju verki og ábyrgð- arhlutinn ekki sýnilegur, a.m.k. ekki með berum augum. Vonandi er að sú kynslóð sem við tekur komist til meiri þroska og þekkingar og noti hana landi og þjóð til farsældar. Akraborgin við festar Of dýr til að standa ónotuö. Akranes einangrast íbúi á Akranesi skrifar: Mér blöskrar að sjá hið fallega fley, Akraborgina, bundna við festar á Grandagarði. Ég fer þangað ávallt er ég kem til Reykjavíkur, bara til að skoða skipið sem fyrrum flutti hingað farþega og bíla. Flestir ferðamennirn- ir stönsuðu hér eða versluðu eitthvað áður en þeir héldu áfram, einkum þeir erlendu. Nú kemur enginn og bærinn er að einangrast. Hví er Akra- borgin ekki notuð í siglingar yfir sum- artímann? Hafa engir trú á að svona gott skip skili arði yfir háannatima ferðalaga? Akraborgin er mest ónotuð yfir sumarið hvort eð er. Töskur smábarna Guörún skrifar: Mér barst bæklingur í hendur þar sem auglýstar voru skólatöskur frá bókabúð einni í Reykjavík. í bæklingn- um var bent á hvað þyrfti að hafa í huga við val á skólatöskum fyrir börn. Þetta vakti afhygli mína þar sem útlit hefur frekar fengið að ráða ferðinni hjá börnunum minum en hagkvæmni og heilsa. Fróðlegt væri að sjá Neytenda- samtökin gera einhverja úttekt á skóla- töskum í búðum, aðra en um verðkönn- un. Ég er að senda fyrsta barnið mitt í skóla í haust. Ég viðurkenni það að ég hafði hvorki leitt hugann að stuðningi fyrir bakið né að púðum. - En gott framtak hjá Pennanum. dvi Lesendur Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eða sent tölvupóst á netfangiö: gra@ff.is Eða sent bréf til: Lcsondasíöa DV, Þverhofti 11,105 Reykjavík. Lesendur eru hvattir til að senda mynd af sér til birtingar með bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.