Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2001, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2001, Blaðsíða 7
7 FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2001 I>V Landsbankinn með aðeins 162 milljóna króna hagnað - langt undir væntingum fjármálafyrirtækjanna króna fyrstu sex raánuöi árs- ins 2000. Að frátöldum rekstr- arkostnaði Heritable Bank á fyrstu 6 mánuðum ársins 2001, ásamt afskrift viðskipta- vildar að Qárhæð 88 milljón- um króna vegna kaupanna á Heritable Bank, hefur rekstr- arkostnaður aukist um 283 milljónir króna eða 8,6% mið- að við sama tímabil í fyrra. í frétt Landsbankans segir að aukinn rekstrarkostnaður skýrist m.a. af almennum launahækkunum samkvæmt kjarasamningum, kostnaði tengdum hagræðingu og sam- Höfuðstöðvar Landsbankans við Austurstræti þættingu rekstrareininga Gengistap af hlutabréfum nam 1.102 milljónum króna sem innan samstæðunnar, áfram- skýrist fyrst og fremst af eignarhlutum samstæðunnarí félögum í haldandi aukningu í útgjöld- upplýsingatækni, Hagnaður Landsbankasamstæð- unnar fyrstu sex mánuði ársins 2001 nam 162 milljónum eftir skatta og hlutdeild minnihluta samanborið við 503 milljónir á sama tímabili árið 2000. Arðsemi eigin íjár nam 2,4%. Þessi afkoma er langt undir spám fjár- málafyrirtækjanna í Viðskiptablaðinu en þau spáðu þvi að afkoman myndi verða 630 milljónir króna. Þessi hagn- aður er því um 75% lægri en spár fjár- málafyrirtækjanna. í frétt frá Landsbankanum segir að afkoma Landsbankasamstæðunnar af almennri viðskiptabankastarfsemi hafi verið góð fyrstu sex mánuði árs- ins 2001 þótt ákveðið hafi verið að auka framlag í afskriftareikning vegna breyttra aðstæðna í efnahags- umhverfi. Verulegt gengistap varð hins vegar af hlutabréfaeign bankans á sviði fjárfestingarbankastarfsemi, sem má rekja til verðlækkunar á hlutabréfaeign bankans á sviði upp- lýsingatækni, fjarskipta og líftækni á tímabilinu. Afkoma af verðbréfaþjón- ustu var einnig lakari en á sama tíma árið 2000, m.a. vegna minni umsvifa á verðbréfamörkuðum. Heildarafkoma Landsbankasamstæðunnar var því lakari en á sama tíma í fyrra. Tekið er fram að fjárhæðir rekstrarreiknings frá fyrra ári eru ekki að fullu saman- burðarhæfar, þar sem bankinn eign- aðist 70% hlut í Heritable Bank Ltd. þann 1. júlí 2000. Hreinar vaxtatekjur námu 4.293 milljónum króna á tímabilinu, saman- borið við 2.919 milljónir króna frá sama tímabili árið 2000 og hafa aukist um 47%. Vaxta- munur af meðalstöðu heild- arfjármagns nam 3,2% sam- anborið við 2,9% á árinu 2000. Aukinn vaxtamunur er að miklu leyti til kominn vegna áhrifa aukinnar verð- bólgu á verðtryggingarjöfn- uð bankans. Aðrar rekstrartekjur námu 960 milljónum króna á tímabilinu samanborið við 1.601 milljón króna á fyrstu sex mánuðum ársins 2000. Tekjur af hlutabréfum og eignarhlutum í félögum námu 258 milljónum króna samanborið við 108 milljónir króna árið 2000, sem er aukning um 138%. Hreinar þóknunartekjur (þóknunar- tekjur að frádregnum þóknunargjöld- um) jukust um 356 milljónir króna eða 27% miðað við sama tímabil í fyrra og námu 1.683 milljónum króna. Aukning hreinna þóknunartekna byggist á breiðum grunni, s.s. aukn- ingu frá almennri viðskiptábanka- starfsemi, aukningu á ráðgjafar- og þjónustutekjum frá íjárfestingar- banka en einnig af þjónustutekjum frá Heritable Bank Ltd í London sem voru ekki til staðar í rekstrarreikn- ingi á fyrstu 6 mánuðum ársins 2000. Míkið gengistap Gengistap af hlutabréfum nam 1.102 milljónum króna, sem skýrist fyrst og fremst af eignarhlutum samstæðunn- ar í félögum í upplýsingatækni, fjar- skiptum og líftækni. Gengistap af gjaldeyrisviðskiptum nam 104 milljón- um króna á tímabilinu sem einkennd- ist af miklum sveiflum í gengi krón- unnar. Gengishagnaður af markaðs- skuldabréfum nam 165 milljónum króna á tímabilinu. Nettó gengistap af annarri fjármálastarfsemi nam því 1.041 milljón króna á fyrstu sex mán- uðum ársins 2001 samanborið við 47 milljóna króna hagnað á sama tíma- bili árið 2000. Rekstrarkostnaður samstæðunnar nam 3.929 milljónum króna á tímabil- inu samanborið við 3.287 milljónir um á sviði upplýsmgatækni ásamt afskriftum af flárfest- ingum á því sviði. Kostnaðarhlutfall samstæðunnar, þ.e rekstrarkostnaður sem hlutfall af rekstrartekjum, var 74,8% á tímabilinu samanborið við 72,7% fyrir sama tímabil á árinu 2000. Framlög í afskriftareikning tvöfölduö Framlög í afskriftareikning útlána námu 1.052 milljónum króna á tíma- bilinu samanborið við 526 milljónir króna fyrstu sex mánuði ársins 2000. Breyttar aðstæður i efnahagsum- hverfl, m.a. vegna gengisþróunar, verðbólgu og þróunar verðbréfamark- aðar, skýra aukin framlög í afskrifta- sjóð útlána. Viðskipti Umsjón: Viðskiptablaðið __iimazmaiiBai HEILDARVIÐSKIPTI 2200 m.kr. Hlutabréf 1900 mkr. Húsbréf 160 mkr. MEST VIÐSKIPTI Tryggingamiðstöðin 1584 mkr. Islandsbanki 114 mkr. Landsbankinn 50 mkr. MESTA HÆKKUN ©Íslandssími 19,4% O Eimskip 7,8% :©úa 6,8% MESTA LÆKKUN O Þróunarfélagið 10% O Landsbankinn 5,1% © Bakkavör Group 4,1% ÚRVALSVÍSITALAN 1013 stig - Breyting O 0,77% 23.08.2001 kl. 9.15 KAIJP SALA E? Dollar 98,350 98,860 p»raa LzaPund 142,270 143,000 Ukan. dollar 63,720 64,110 L . Dönsk kr. 12,0390 12,1050 tfcljNorsk kr 11,0720 11,1330 ESsænsk kr. 9,5270 9,5790 90Fi. mark 15,0771 15,1677 ll Fra. franki 13,6662 13,7483 1 ÍBelg. franki 2,2222 2,2356 EJfi Sviss. franki 58,9900 59,3100 LsJhoII. gyllini 40,6789 40,9233 f ' Þvskt mark 45,8345 46,1099 B lit. líra 0,04630 0,04658 L?_ Aust. sch. 6,5147 6,5539 Ík ÍPort escudo 0,4471 0,4498 Lí__jSpá. poseti 0,5388 0,5420 Htap. yen 0,81730 0,82220 1 lirskt pund 113,825 114,509 SDR 125,9400 126,6900 E3eCU 89,6445 90,1831

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.