Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2001, Blaðsíða 6
6
FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 2001
I>v
Fréttir
Áhrif Smáralindar talin verða mikil á verslun í Reykjavík:
Það er auðvitað
skjálfti í mönnum
eru gjörsamlega sofandi, segir kaupmaður við Laugaveginn
Laugavegurinn
Kaupmenn í miöbæ Reykjavíkur eru kviðnir vegna hugsanlegs samdráttar í kjölfar opnunar Smáralindar.
- og borgaryfirvöld
Jón Sigurjónsson hjá Skartgripa-
verslun Jóns og Óskars á Laugavegi
segir borgaryfirvöld áhugalaus um
hag kaupmanna við Laugaveg. „Það
er auðvitað skjálfti í mönnum og
það veit enginn hvað gerist. Við
kaupmenn við Laugaveg höfum leit-
að eftir því við borgaryfirvöld að
það yrði gert eitthvað til að svara
þessu dæmi. Það eru hins vegar
akkúrat engin viðbrögð og stjórn
Reykjavikurborgar er gjörsamlega
sofandi gagnvart þessu,“ segir Jón.
Hann nefnir sem dæmi að borgin
hafi stórhækkað stöðumælagjöld
sem fælt hafi viðskiptavini í burtu.
Stöðumælagjöld af Laugaveginum
eigi síðan að nota til að byggja bíla-
stæðahús við Suðurgötu til að mæta
þörfum hótels í miðborginni. Það
bendi ekki til þess að borgin beri
hag kaupmanna við Laugaveg fyrir
brjósti. Kaupmenn í miðborginni
sitji því ekki við sama borð og aðr-
ir sem geta boðið viðskiptavinum
upp á ókeypis bílastæði eins og við
Kringlu og í Smáralind.
Sigurður Jónsson, framkvæmda-
stjóri Samtaka verslunar og þjón-
ustu, segir kaupmenn í miðbæ
Reykjavíkur vera kvíðna vegna
þeirra áhrifa sem opnun Smáralind-
ar í Kópavogi kemur til með að
hafa.
„Maður ímyndar sér að áhrifin
verði mikil. Við höfum þó ekki gert
neina úttekt á þessu sjálfir. Ég geri
fastlega ráð fyrir að Pálmi Kristins-
son og hans menn í Smáralind hafi
metið það að hve miklu leyti þeir
næðu veltu af Kringlunni og Lauga-
veginum," segir Sigurður.
- Hvernig er hljóðið í minni
kaupmönnum vegna væntanlegrar
samkeppni frá Smáralind?
„Það er óhætt að segja að sumir
hverjir séu nokkuð uggandi um
sinn hag. Það eru þó ekki bara
minni aðilar sem óttast tilkomu
Smáralindarinnar. Bæði Laugaveg-
urinn sem slíkur og Kringlan gera
sér grein fyrir því að þeir munu
missa einhverja verslun, að
minnsta kosti vegna forvitni og nýj-
ungagirni. Síðan er spumingin
hvað menn ná miklu til baka.“
Ekki sérstakar ráðstafanir
Kristín Einarsdóttir, fram-
kvæmdastjóri miðborgarinnar og
miðborgarstjórnar, segir að vissu-
lega séu margir kvíðnir um hvaða
áhrif Smáralind hefur á verslun í
miðbæ Reykjavikur. Ekki síst í ljósi
þess að verslun á svæðinu dróst
verulega saman í kjölfar opnunar
Kringlunnar á sínum tíma. Hún
bendir þó á að mikið hafi verið unn-
ið á undaförnum misserum og árum
að endurbótum og uppbyggingu á
Laugavegi og í miðbænum. Aðstæð-
ur séu því allt aðrar í dag en þær
voru þegar Kringlan var opnuð.
Hún segir að m.a. sé beðið ákvörð-
unar um bílastæðahús i miðborg-
inni og samvinna hafi verið við Þró-
unarfélag miðborgarinnar um ýmis
mál. Ekki séu þó beinar aðgerðir í
gangi beinlínis vegna opnunar
Smáralindar 10. október. Kristín tel-
ur þó að Smáralind muni hafa mun
minni áhrif á miðborgina en t.d.
Kringluna. Engin rannsókn hafi þó
verið gerð á því af hálfu borgarinn-
ar. -HKr.
Enn byggir Árni Johnsen:
Fær leyfi fyrir kapellu
Grillskáli eða vinnuskúr
Árni reisti þennan giæsiiega skáia i sumar. Nú stendur til aö bæta kapellu viö.
DV-MYND MAGNÚS STEFÁNSSON
Grútur í höfninni
/ fyrradag uröu menn varir viö mikinn
grút í Seyðisfjaröarhöfn.
Seyðisfjörður:
Mengunar varö
vart í höfninni
Grútarmengunar varð vart í
Seyðisfjarðarhöfn í fyrradag.
Óhappið mun hafa orðið með þeim
hætti að bryggjuþil gaf sig og grút-
urinn lak frá verksmiðju SR-mjöls.
Helga Hreinsdóttir, heilbrigðisfull-
trúi á Austurlandi, kannaöi aðstæð-
ur í gær. Hún sagði grútarmengun
alltaf alvarlega en það væri matsat-
riði hvað mönnum þætti mikið í
þeim efnum. „Þetta er sem betur fer
ekki algengt en þó kom upp tilvik á
sama stað í júlí síðastliðnum," segir
Helga. Hún sagðist ekki vita hvort
fuglalíf væri í hættu en sjálf sagðist
hún hafa séð tvo blauta fugla við
höfnina.
Hún segir jafnframt að forráða-
mönnum verksmiðjunnar hafi verið
gert að bæta úr fyrir mánaðamót.
Þær upplýsingar fengust hjá SR-
mjöli að þar á bæ hörmuðu menn að
þetta skyldi hafa gerst.
„Við höfum þegar gert ráðstafan-
ir vegna þessa tilviks auk þess sem
unniö er að smíði nýrra og full-
komnari fitugildra fyrir okkur,“
segir Gunnþór Ingason, verkefna-
stjóri hjá SR-mjöli á Seyðisfirði. -aþ
Árni Johnsen, fyrrverandi þing-
maður, hefur áform um að reisa
litla kapellu á lóð Höfðabóls í Vest-
mannaeyjum. Um er að ræða tíu fer-
metra stafverkshús og eru bygging-
arefnin torf, grjót og timbur. Bæjar-
ráð Vestmannaeyja fjallaði um fyr-
irhugaðar byggingaframkvæmdir
fyrr í mánuðinum og þar kom fram
að kapellunni er ætlaður staður ná-
lægt miðju landi Höfðabóls, sunnan
tjarnarinnar.
Kapellan er annað tveggja húsa
sem Árni sótti um byggingaleyfi fyr-
ir í október 1999. Hitt húsið er fjöl-
nota smiðja sem þegar hefur verið
reist. Byggingaleyfi beggja húsa
runnu út á síöasta ári en þann 7.
júli síöastliðinn voru þau endurnýj-
uð og hefur formsatriðum því verið
fullnægt.
Smiðjan, sem Árni hefur reyndar
sjálfur kallaö vinnuskúr, er 35 fer-
metra hús, hlaðið úr grjóti og torfi,
Ríkið á aöeins eftir að ljúka
samningum við íjögur stéttafélög en
þeirra stærst er Sjúkraliðafélag ís-
lands sem hefur haft lausa samn-
inga lengi.
Brottfalls er þegar farið að gæta í
stéttinni og hafa forustumenn þess
harðlega gagnrýnt seinagang. Rúm
vika er liðin frá síðasta fundi og er
með innri tréramma og forhlið úr
sama efni. Smíði hússins vakti
mikla athygli þegar fyrstu fregnir af
nýr fundur ekki boðaður fyrr en í
næstu viku.
Samninganefnd ríkisins undirrit-
aði hins vegar tvo nýja kjarasamn-
inga nú í vikunni, báða við aðildar-
félög BHM, þann fyrri sl. mánudag
við Ljósmæörafélag íslands en fé-
lagsmenn höfðu fellt áður gerðan
kjarasamning í atkvæðagreiðslu nú
meintu misferli þingmannsins fyrr-
verandi komust í hámæli þann 13.
júlí síðastliðinn. -aþ
í sumar. Síðari samningurinn var
við Stéttarfélag sálfræðinga á Is-
landi og var hann undirritaður í
gær eftir að haldnir höfðu verið 15
samningafundir með félaginu.
Þar með er lokið samningum við
öll 24 aðildarfélög BHM, samkvæmt
upplýsingum úr fjármálaráðuneyt-
inu.
Samið við ljósmæður og sálfræðinga:
Osamið við sjúkraliða
csasi
Umsjón: Höröur Kristjánsson
netfang: hkrist@ff.is
Stýrt af LÍÚ?
Kristán Ragnarsson, formaður
LÍÚ, skaut föstum skotum i Fiski-
fréttum fyrir skömmu að gömlum
samherja sínum og máttarstólpa í
LÍÚ. Þar sagði
Kristján að höfuð-
ið væri bitið af
skömminni með
því að verðlauna
þá sem ráðist hafa
í fjárfestingar í
smábátum á síð-
asta ári með aukn-
um veiðiheimildum. Tilgreindi hann
sérstaklega Ásgeir Guðbjartsson
(Geira á Guggunni). Þóttu þetta
óvægin orð sem Geiri mun þó vera
búinn að fyrirgefa sínum gamla fé-
laga. í sömu frétt sagði Kristján að
LÍÚ gerði ekki athugasemd við þá
ákvörðun ráðherra að kvótasetja
keilu, löngu og skötusel, - „þótt LÍÚ
hefði ekki sett fram óskir um slíkt“
I heita pottinum þykir þetta djörf yf
irlýsing. Nú hafi Kristján loks upp
lýst alþjóð um að Árni M
Mathiesen fái sínar daglegu skipan-
ir beint af kontór LÍÚ, þótt þarna
hafi eitthvað klikkað ...!
Námskeið í pappalöggu
Sólveig Pétursdóttir dómsmála-
ráðherra á fyrir höndum stíf funda-
höld með lögreglunni í Reykjavík.
Þrátt fyrir stöðug tíðindi um nauð-
syn þess að efla
■ löggæslu og til-
kynningar um að-
gerðir í þá átt, þá
á nú að skera nið-
ur mannskap á
Reykjavíkurlöggu.
Ráðherra skammar
Ingibjörgu Sól-
rúnu Gísladóttur borgarstjóra fyrir
litla fiármálalega dómgreind þegar
hún gagnrýndi þennan niðurskurð. í
heita pottinum þykir augljóst hvað
ráðherra meinar. Borgarstjóri sé
enn ekki búinn að fatta að það er
mikið ódýrara að líma pappalöggur
á ljósastaurana en borga lifandi
löggum kaup. Trúlega verður Sól-
veig þvi að bjóða Ingibjörgu Sólrúnu
upp á námskeið í pappalöggugerð ...
Engin gúrka!
Fjölmiðlar geta nú varpað öndinni
léttar og horft glaðir fram á veginn
til komandi áramóta. Oft er gúrku-
tíð í upphafi árs eftir að landsmenn
hafa étið yfir sig
af jólamatnum.
Síðast bjargaði ör-
yrkjadómur
Hæstaréttar öllu
og dugði í margra
vikna umfiöllun.
Nú er Garðar
Sverrisson, for
maður Öryrkjabandalagsins, aftur
kominn af stað og hyggst stefna
stjómvöldum að nýju. Það er því
von á spennandi tímum þegar Dav-
íð Oddsson og Jón Steinar Gunn-
laugsson fara á ný að kljást við
erkióvininn Garðar Sverrisson ...
Með samþykki Davíðs?
Flest spjót virðast standa á Birgi
ísleifi Gunnarssyni seðlabanka-
stjóra um þessar mundir sem enn
þverskallast við að lækka vexti.
Samtök í atvinnu-
lífi, pólitíkusar og
jafnvel bankastjór-
ar í háttvirtum
Landsbanka era
farnir að hrópa á
vaxtalækkun Seðla-
bankans, en allt
kemur fyrir ekki.
Birgir Isleifur er fastur fyrir og
bendir í föðurlegum tón á hættu
sem stafað geti af ótímabærri vaxta-
lækkun. Engu virðist skipta þótt
jafnvel Halldór Ásgrímsson, for-
maður Framsóknarflokksins, hrópi
á vaxtalækkun, aUt hrekkur þetta af
Birgi eins og vatn af feitri gæs. At-
hygli vekur að Davíð Oddsson tjáir
sig lítt eða ekki um vaxtamálin.
Velta pottverjar fyrir sér hvort þögn
hans sé sama og samþykki með af-
stöðu Birgis ísleifs gegn óskum for-
manns samstarfsflokksins í ríkis-
stjórninni...?