Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2001, Blaðsíða 13
13
FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 2001
ÐV
Borgarleikhúsið og íslenski dansflokkurinn kynna leikárið:
Orkan verður til í þrengingum...
„Orkan verður til í þrengingum en deyr í frels-
inu.“ Þetta voru orð sem Guðjóni Pedersen leikhús-
stjóra voru ofarlega í huga í ræðu sem hann hélt
við setningu leikársins i Borgarleikhúsinu í gær.
Guðjón sagði að í fyrra hefði sér oft verið hugsað
til þessara orða, sem hann eignaði finnskum manni
sem hann kynntist í Helsinki. Guðjón brýndi þá
sem kæmu að starfí leikhússins til að muna eftir
kjarkinum og gleðinni í starfi sínu.
And Björk of course ...
Fyrsta frumsýning leikársins er á Kristnihaldi
undir Jökli eftir Halldór Laxness í leikgerð Sveins
Einarssonar. Leikstjóri er Bergur Þór Ingólfsson en
með aðalhlutverk fara Árni Tryggvason, Sigrún
Edda Björnsdóttir og Gísli Örn Garðarsson sem er
annar þeirra nýju leikara sem stíga sín fyrstu spor
á leiksviði Borgarleikhússins í vetur. Hinn leikar-
inn er Ásta Sighvats Ólafsdóttir sem mun leika
Smælkið í ævintýraleikritinu Blíðfinni Þorvalds
Þorsteinssonar.
Kalla má Þorvald Þorsteinsson hirðskáld Borgar-
leikhússins í vetur því honum verða gerð mjög góð
skil í starfi hússins. Annað leikrit eftir Þorvald,
And Björk of course..., verður frumsýnt á nýja svið-
inu sem verið er að ljúka við í tengibyggingu Borg-
arleikhússins og Kringlunnar. í tengslum við leik-
rit Þorvalds verður einnig öallað um önnur verk
hans og hann borinn saman við aðra höfunda, bæði
íslenska og erlenda. Guðjón tók þó fram að ekki
væri ætlunin að jarða Þorvald með þessari umfjöll-
un.
Beðið eftir pípurum
Fyrsta frumsýningin á nýju sviði er Beðið eftir
Godot. Sagði Guðjón að nú væri beðið eftir því að
pípulagningarmenn myndu ljúka sér af og því væri
ekki komin nákvæm dagsetning á frumsýninguna.
Áhorfendasvæði nýja salarins er breytilegt og kom-
ast allt að 250 manns fyrir á sýningum. Stefnt er að
því á nýja sviðinu að list leikarans verði höfð í há-
vegum, svo og verk sem fjalla um samtímann eða
eru mjög nútímaleg í hugsun. Benedikt Erlingsson
fer fyrir þeim flokki sem ræður yfir Sviðinu en á
því verða tvær aðrar sýningar frumsýndar í vetur:
Fyrst þarf nú að fæðast eftir Line Knutzon og Eft-
irlitsmaðurinn eftir Gogol en sú síðarnefnda verð-
ur í samvinnu leiklistardeildar Listaháskóla ís-
lands.
Boðorð, fjandmenn og kryddlegin
hjörtu
Aðrar frumsýningar í Borgarleikhúsinu í vetur
DV-MYND HILMAR ÞÓR
fslenski dansflokkurinn og Borgarlelkhúsið kynntu vetrardagskrána í gær
Meðal þess sem sýnt verður er verk ísraelska danshöfundarlns Itziks Gallli, Through Nana ’s eyes, en
hér sjást Katrín Ingvadóttir og Peter Anderson dansa hluta úr verkinu.
en þær sem upp hafa verið taldar eru Fjandmaður
fólksins eftir Henrik Ibsen i leikstjórn Maríu Krist-
jánsdóttur, Boðorðin 9 eftir Ólaf Hauk Símonarson
í leikstjórn Viðars Eggertssonar og Kryddlegin
hjörtu eftir Lauru Esquivel í leikstjórn Hilmars
Jónssonar.
Á litla sviðinu verða svo tvær sýningar í sam-
vinnu við utanaðkomandi leikhópa. Annars vegar
er það Gesturinn eftir Erick-Emmanuel Schmitt í
samvinnu við leikhópinn Þíbylju og hins vegar er
það Dauðadans eftir August Strindberg í samvinu
við Strindberghópinn.
Fjögur verk verða tekin upp frá fyrra leikári:
Öndvegiskonur eftir Werner Schwab, Kontrabass-
inn eftir Patrick Súskind, Píkusögur eftir Eve
Ensler og Með vífið í lúkunum eftir Ray Cooney.
Auk þeirra verka sem talin hafa verið upp hér
að ofan verða áfram uppákomur á borð við það sem
gerðist í fyrra þegar leikarar og listamenn úr hús-
inu tróðu upp með leik og söng.
Wunderbar
Katrín Hall, stjórnandi fslenska dansflokksins,
kynnti dansskrá vetrarins. Haustsýningin sam-
anstendur af þremur verkum: Plani B eftir Ólöfu
Ingólfsdóttur, nýju verki eftir Katrínu og nýju
verki eftir Láru Stefánsdóttur. í febrúar verða
frumsýnd verkin Wunderbar eftir Richard Wher-
lock og Through Nana’s eyes eftir Itzik Galili en í
því síðarnefnda er tónlistin eftir Tom Waits.
Fyrsta sýningin
Hvernig skyldu veröldin
og listin horfa við ungum
listamönnum, nýsloppnum
úr Listaháskóla íslands?
Hvaða efni og aðferðir nota
þeir til að koma á framfæri
hugmyndum sínum og til-
fmningum? Sjömenningarn-
ir sem nú sýna í Listasafni
ASÍ gefa si'g að sönnu ekki
út fyrir að túlka viöhorf
sinnar kynslóðar en í verk-
um þeirra felast samt nokkr-
ar vísbendingar um það list-
ræna ástand sem þeir eru
hluti af.
Fyrst er það tölfræðin: af
þessum sjö listamönnum eru
einungis tveir karlmenn,
þeir Guðlaugur Valgarðsson
og Fjölnir Bjöm Hlynsson.
Konur eru nú þegar í meiri-
hluta í aðskiljanlegum sam-
tökum íslenskra sjónlista-
manna og aðsóknartölur
listaskólanna benda til þess
að forskot þeirra sé enn að
aukast.
Nú er kannski varasamt
að alhæfa um tækni út frá
vinnulagi þessa hóps því út
úr skólanum útskrifuðust
einnig listamenn annarrar
náttúru sem ekki hafa séð
sérstaka ástæðu til að efna
til sýninga. í öllu falli er það
staðreynd að enginn
sjömenninganna sem hér
um ræðir sækir neitt til mál-
aralistarinnar. Engu að sið-
ur er gott handverk ofarlega
í huga þeirra, hvort sem það
Gamlar hefðir ganga aftur
Gamlar útskurðarhefðir ganga aftur í
„Myrkrarós“ Fjötnis Björns Hlynssonar,
trjáviði sem breytt hefur verið í eins
konar tótem eða súrrealískt töfratré -
en að Fjölni standa þekktir listasmiðir
fyrir austan. “
birtist í ljósmyndun, mynd-
bandasamsetningi eða ein-
hverju öðru.
Upphafning hand-
verksins
Og það sem er kannski
fréttnæmast við þessa upp-
hafningu handverksins er
hve mjög það tekur mið af
þjóðlegri eða alþýðlegri
handavinnu sem listnemum
var áður uppálagt að forðast
eins og heitan eldinn. Gaml-
ar útskurðarhefðir ganga aft-
ur í „Myrkrarós" Fjölnis
Björns Hlynssonar, trjáviði
sem breytt hefur verið i eins
konan tótem eða súrrealískt
töfratré - en að Fjölni standa
þekktir listasmiðir fyrir
austan.
Rósa Sigrún Jónsdóttir
notar heklaða smádúka, eins
og þá sem ömmur okkar
gerðu forðum daga, en ekki
til að punta pent upp á nán-
asta umhverfi sitt. Þess í
stað setur hún sig í spor
kóngulóarinnar og spinnur
eins konar umhverfisverk,
umlykur áhorfandann með
vef úr smádúkum og bómull-
arþráðum. Áhorfendur geta
svo gamnað sér við að botna
orðaleikina sem listakonan
lætur fylgja þessu tilbrigði
sínu um „heklun", vitandi
um yfirlýstan áhuga hennar
á náttúrunni.
Loks er handavinna, bæði
í eiginlegri og óeiginlegri
merkingu, útgangspunktur verka ídu S. Krist-
jánsdóttur. Það er broddur í báðum verkum
hennar og annað er beinlínis sársaukafullt.
Gólftuskur með brjóst eru mögnuðu feminísk
verk af góðum ættum; mér verður hugsað til
prjónaverka Hildar Hákonardóttur frá fyrstu
árum SÚM. Og í ljósmyndaverkinu „Handa-
vinna“ sameinar listakonan íslenska útsaums-
hefð og „body art“ áttunda áratugarins með því
að sauma út mynstur I lófann á sér.
Óljós markmið
Verk Birtu Guðjónsdóttur er ekki i þessum
þjóðlega anda en það hefur hins vegar sterka
nánd og einkarlega ljóðræna vídd sem lofar góðu
um framhaldið.
Aðrir þátttakendur virðast ekki hafa eins mót-
aða sýn á lífið og listina og þessi fjögur. Kannski
segir það eitthvað um ávinninginn af því að
vinna út frá þvi sem stendur manni næst, í stað
þess að láta fljóta með alþjóðlegum straumum.
Til dæmis er engin leið að segja neitt um fyr-
irætlanir Dorotheu Maríu Kirsch út frá bókverk-
unum sem hún sýnir hér. Og myndband Bryn-
disar Erlu Hjálmarsdóttur, í útleggingu sinni á
því hve erfitt er að halda „settu marki“, segir
heldur ekki nógu mikið um hugmyndaheim
hennar. Myndbandsverk af þessum toga eru
aukinheldur æði algeng á sjónmenntavettvangi.
Guðlaugur Valgarösson notar sér það svig-
rúm sem listamönnum gefst i póstmódernísk-
um heimi til að þreifa fyrir sér á fleiri en ein-
um stað. „Sokkaverk" eftir hann er sniðugt
verk með ívafi „body art“ og atferlisrannsókna
en „Borð“ er annars eðlis og satt best að segja
öllu markverðara verk.
Aðalsteinn Ingólfsson
Sýningin FYRSTA er í Listasafni ASl, Ásmundarsal viö
Freyjugötu. Sýningin er opin milli tvö og sex og henni
lýkur á sunnudag.
__________________Menning
Umsjón: Sigtryggur Magnason
Evrópa logar
Evrópa logar í
áhuga á Björk Guð-
mundsdóttur. Frakk-
ar halda ekki vatni
yfir nýjustu plötu
hennar, Vespertine,
sem kom út fyrr í vik-
unni. Danir lögðu
meira að segja á sig
að senda útsendara
til Parísar til að heyra fyrstu tónleik-
ana sem Björk hélt eftir útgáfu plöt-
unnar. Times i London á þó líkast til
metið. Þeir eru með sérstakan Bjark-
arvef þar sem hægt er að taka þátt í
getraun um söngkonuna auk þess sem
hægt var að senda henni spurningar
og fá svör um hæl. Spurningar og svör
eru svo birt á vefnum, einnig viðtöl,
dómar og frekari umfjöllun. Fyrir
áhugasama er slóðin
www.thetimes.co.uk. Á forsíðunni er
stutt á Special og þá er Bjarkarvefur-
inn neðarlega í upptalningunni, á eftir
kúariðu og Edinborgarhátíðinni.
Verkin að
flosna upp?
Á morgun klukkan tvö opnar Arn-
gunnur Ýr sýningu í Galleríi Sævars
Karls. Á sýningunni vekur Arngunnur
Ýr upp spurningar um mikilvægi og
varanleika listaverksins. í fréttatil-
kynningu segir: „Við fyrstu sýn virð-
ast myndir hennar vera að flosna upp.
Innri lögin undir greinanlegu mynd-
inni eru gömul veðruð lög sem laða
augað að.“ Arngunnur Ýr stundaði
nám á Islandi, Hollandi og Bandaríkj-
unum, hún hefur búið og starfað í
Reykjavík og San Francisco undanfar-
in ár. Hún hefur hlotið fjölda viður-
kenninga fyrir list sína og hafa söfn og
safnarar sýnt henni sérstakan áhuga.
Kristinn og Jónas
snúa aftur
Uppselt var á tónleika Kristins Sig-
mundssonar óperu-
söngvara og Jónasar
Ingimundarsönar pí-
anóleikara í Salnum
1 gærkvöldi en vegna
fjölda áskorana var
ákveðið að tónleik-
arnir yrðu endur-
fluttir í kvöld. Tón-
leikarnir hefjast
klukkan átta og eru í Salnum 1 Kópa-
vogi. Á efnisskránni, sem er afar íjöl-
breytt, eru lög eftir Schubert, Sibelius
og aríur eftir Verdi auk margra al-
þekktra laga eftir íslensk tónskáld.
Sjálfbær þróun
A morgun verður sýningin Sjálfbær
Þróun opnuð í Nýlistasafninu og
stendur hún til 7. október. „Sjálfbær
þróun“ er eitt af þeim hugtökum sem
svífur yfir vötnum um þessar mundir.
Sjálfbær þróun er rauður þráður í um-
hverfisstefnu flestra þjóða, ríkis-
stjórna, náttúruverndarsamtaka og
álframleiðenda. Hugtakið er opið og
teygjanlegt, meðfærilegt og þægilegt
fyrir alla þá sem vilja nota það. Það er
von sýningarhaldara að sýningin geti
dýpkað skilning manna á þessu mikil-
væga hugtaki og afkimum þess. Sýn-
ingin er liður í átaksverkefni Nýlista-
safnsins sem kennt er við Grasrót og
hefur að markmiði að kynna verk efni-
legra listamanna sem eru að stíga sín
fyrstu sjálfbæru þróunarskref á sviði
listarinnar. Með öðrum orðum, Gras-
rót er framlag Nýlistasafnsins til sjálf-
bærrar þróunar.
Sýnendur eru Heimir Björgúlfsson,
Gígja Reynisdóttir,
Ólöf Helga Guðmunds-
dóttir, Björk Guðna-
dóttir, Jóhannes Hin-
riksson, Darri Lor-
enzen, Jón Sæmundur
Auðarson, Ólafur Árni
Ólafsson, Bjargey
Ólafsdóttir og Libia
Péres de Siles de Castro.
Umsjónarmenn verkefnisins eru
listamennirnir Ásmundur Ásmunds-
son og Ósk Vilhjálmsdóttir.
Úlfsskinna Eyjólfs
Komin er út bókin Úlfsskinna eftir
Eyjólf Guðmundsson meindýraeyði. í
bókinni segir Eyjólfur frá lifshlaupi sínu
og er rauði þráðurinn í henni dulræn
fyrirbrigði. Bókin er til sölu hjá höfundi.