Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2001, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2001, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 2001 Skoðun DV Spurning dagsins Hvernig heldur þú að lands- leikurinn fari á morgun? Baldvin Baldvinsson nemi: Ég held að hann fari 2-1 fyrir Tékkiand. Daníel Már Kárason nemi: 2-1 fyrir ísland. Guðni Stefán Pétursson nemi: 2-0 fyrir Tékkland. Daöi Erlingsson nemi: 0-0, markalaus leikur. Anna Andrésdóttir nemi: Ég held að ísland tapi meö tveimur mörkum. Klámfíklar á íslandi Útstilling í klámbúllu Algeng sjón í erlendum borgum. Á síðustu vik- um hefur hvert óþverramálið af öðru komið upp hér á landi þar sem netföng og vefsíður hafa komið í ljós hjá ýmsum útgáfufyr- irtækjum. Þetta efni hefur verið aðgengilegt börn- um og unglingum, sem og fullorðnum. Slíkur viðbjóð- ur er barnaklám og annar ámóta óþverri að fólk spyr einfaldlega: Getur þetta gerst á okkar landi? Svarið er já. Þetta er vítamín- sprauta fyrir barnaníðinga, klám- hunda og aðra öfugugga sem leggj- ast á börn, nauðga konum og jafnvel ungum drengjum. Hjá einu tímaritinu setti prest- lærður maður svona slóð inn i tölvu en svaraði því til að hann myndi ekki af hvaða tagi efnið var. Trúlega hefur hann haldið að þar væri fróð- leikur úr hinni helgu bók! Kannski um Elía spámann er hann ók sínum gullvagni til himna. Hvernig prest- ur skyldi hann verða, og þá stólræð- ur hans? Skyldu þær snúast um vel- sæmi eða klám? - Enginn af hinum aðilunum man eða veit neitt. Að sjálfsögðu eiga þessir menn að svara til saka. Hver er svo ábyrgð lögreglunnar? Á sl. ári féllu þungir dómar vegna barnakláms á Netinu yfir mönnum í Evrópu. Þar komu t.d. við sögu FBI, Europol og Interpol til að upp- lýsa þessi Ijótu mál. Hér lognast um- ræðan út af jafnsnögglega og hún kom upp. Hér á landi þarf þó að spyrna við fæti og þar þurfa að koma til ráðuneyti, Biskupsstofa og lögreglan. Fyrir 30 árum var sýnd hér á landi sænsk bíómynd (Táknmál ást- „Getur þetta gerst á landi okkar? Svarið er já. Þetta er vítamínsprauta jyrir barnaníðinga, klámhunda og aðra öfugugga sem leggjast á böm, nauðga konum og jafnvel ungum drengjum. “ arinnar) í Hafnarbíói, braggabíói við Barónsstíg. Þessi mynd hneykslaði marga og olli miklum deilum í blöðum. En um 70.000 manns komu í braggann (bíóið) til að sjá myndina. Þar brá fyrir 30 sekúndna broti af fólki í samfórum. Enginn myndi nenna að horfa á þessa mynd í dag. Einn ósóminn hér nú eru nektar- staðimir þar sem fullyrt hefur ver- ið að vændi sé stundað. Einnig hafa íbúar í nágrenni við þessa staði mátt horfa upp á menn fróa sér að húsabaki. Ég sá i bresku sjónvarpi frétta- mynd með falinni myndavél. Þar var komið í vændishús í Asiu og þar voru 9-10 ára stúlkur og dreng- ir sem seldu sig. Sá þáttur olli mik- illi umræðu í blöðum. Bretar taka ekki með silkihönskum á klám- hundum og bamaníðingum. Hið sama þarf að gera hér á landi. Markmiðið á að vera: Burt með vændi. Sá óþverri á ekki heima á ís- landi né á Netinu. Til varnar góöum dreng Kristín Pétursdóttir skrifar frá Vestmannaeyjum: Okkar góða og dugmikla þing- manni varð á í messunni. Hin full- komnasta og hamingjusamasta þjóð í heimi ætlaði að rifna úr vandlæt- ingu. Loks gat þjóðin vammlausa fundið einhvern til að hengja. For- sætisráðherra og menntamálaráð- herra voru sárir og reiðir og tóku þátt í leiknum. Auðvitað urðu þeir að láta eins og þjóðin. Þó það nú væri, ekki mátti hætta atkvæðun- um. Ég er sárgröm forsætis- og menntamálaráðherra að þeir skyldu ekki hvetja Árna til að sitja áfram, því betri og dugmeiri þingmann er ekki hægt að fmna. Við, gamla fólk- „Ég er svo mikil spákona, að ég veit að Árni á eftir að koma inn á þing margefld- ur aftur og þá skulu þeir sem brugðust honum ekki vera á þingi lengur. “ ið, höfum fundið fyrir velvilja hans og dugnaði. Hann hefur verið okkar maður. Við höfum einfaldlega ekki efni á að missa svona góðan þing- mann, sem gnæfir upp úr því lit- lausa meðalmennskuliði sem situr á Alþingi, og eru þá ráðherrar ekki undanskildir. Hvar er fyrirgefningin sem krist- indómurinn kennir okkur að iðka? Veit forsætis- og menntamálaráð- herra ekkert um hana? Eða er krist- indómur ekki til í pólitik? Eru þeir svo heilaþvegnir? Ég er svo mikil spákona að ég veit að Árni á eftir að koma inn á þing margefldur aftur og þá skulu þeir sem brugðust hon- um ekki vera á þingi lengur. Við, gamalt Eyjafólk á landi og i Eyjum, munum sjá til þess. Þvi miður eru ráðherramir tveir að grafa Sjálfstæðisflokknum gröf í næstu kosningum með því að standa ekki með Árna í þessu gjörn- ingaveðri. Hann er ekki vinaiaus, þaö skulum við gamlir Eyjamenn sýna, þótt forkólfamir hafi brugðist honum. ■m •> r''" Spennan í dag, fostudag, bíður Garri spenntur. Þetta er næstum eins og á jólunum þegar Garri er búinn að borða og bíður þess að eiginkonan gefi grænt ljós á að fara að opna pakkana. Það er svo gam- an þegar pakkarnir eru opnaðir og engin skömm að því að breytast aftur í eftirvæntingarfullt bam sem biður framan við jólatréð. En þó eftir- væntingin nú sé af sama meiði þá er tilefnið annað en um jól. Núna bíður Garri eftir úr- skurði skipulagsstjóra um álverið í Reyðarflrði sem boðaður hefur veriö í dag eða á morgun. Fá virkjunarsinnar sínar óskir fram eða verður þeim settur stóllinn fyrir dymar? Færir Stefán Thors og co kannski náttúruvemdarsinnum snemmbæra jólagjöf? Þetta er gríðarlega spenn- andi mál, því það er alveg ljóst að framtíð stór- iðju á Austurlandi gæti beinlínis oltið á því hver niðurstaðan verður í þessu umhverfismati. Halda nlöri í sér andanum Virkjunarsinnar fóru sem kunnugt er i jóla- köttinn síðast þegar Skipulagsstofnun kvaddi sér hljóðs í málinu og bannaði áformin um Kára- hnjúkavirkjun. Ef tveir jólakettir af þessu tagi kæmu í röð er hætt við að stjómvöld ættu á brattann að sækja, jafnvel þótt á ferðinni séu eykst jafn öflugir pólitískir göngugarpar og þeir Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddsson. Því liggur mikið við og viðbúið að fleiri en Garri haldi niðri í sér andanum af spenningi í hvert sinn sem einhver hreyfmg sést inn- anhúss hjá Skipulagsstofnun. Það er ekki að ófyrirsynju að stofnunin gengur nú undir nafninu „Hús örlag- anna“. Þar ráða ákvarðanir manna úrslitum um líf eða dauða byggða og atvinnu, náttúru og dýralífs. Þrumugnýr Davíös En Skipulagsstofnun starfar ekki í tómarúmi og óhætt er að segja að umtalsverður þrýstingur hefur verið á alla kanta við að hafa áhrif á úr- skurð stofnunarinnar. Náttúruvemd- armenn og stjómarandstæðingar hafa þannig keppst við að skjalla skipulagsstjóra fyrir úr- skurðinn um Kárahnjúka í þeirri von að hann endurtaki nú leikinn. En það skjall hefur þó fölnað nokkuð í ljósi þess þmmugnýs sem drun- ið hefur úr börkum ríkisstjómarinnar og eink- um Davíðs Oddssonar forsætisráðherra. Það þarf sterk bein til að standast þann þrýst- ing, þvi augljóst er að Skipulagsstofnun væri að fremja stjórn- sýslulegt harakíri með því að úrskurða gegn álverinu beint ofan í úrskurðinn um Kárahnjúkavirkjim. Heiftarleg viðbrögð forsætisráðherra voru ekki eitthvert reiðiöskur út í loftið, þau voru skýr skila- boð um hvers væri að vænta ef höggva ætti tvisvar í þennan sama knérunn. í sjálfu sér á Garri því ekki von á að Stefán Thors sé í embættis- legum sjálfsvígshug- leiðingum, en þó er aldrei að vita - og því helst spennan í málinu! Garri hefur svosem upplifað að eiga ekki von á neinni almennilegri jólagjöf, en fá svo eitthvað sem hann hefur lengi dreymt um. Það má ekki útiloka neitt fyrirfram! Garri Horft að Heiðarfjalli Sorp undir grænni torfu. Ekkert sorp lengur Stefán Kristjánsson skrifar: Maður er nú orðinn leiður á þessu nuddi jarðareigandans á Langanesi sem er enn að krefjast þess að „hreins- að“ verði upp sorp sem urðað var á Heiðarfjalli fyrir meira en 40 árum. Ég tek undir með Kristni Péturssyni, fyrrv. alþm., sem spyr hvort einhver láti sér detta í hug að fara að grafa upp 40 ára gamalt sorp, sem ekki er sjáan- legt og löngu gróið yfir. Og enn frem- ur; hvert ætti að fara með það? Hér hlýtur að liggja að baki gamla, góða og mannlega eðlið að reyna að næla í peninga með einhveijum hætti. Eða bara einfóld athyglissýki. Fleira getur varla legið að baki. Árásir í borginni Kristján Sveinsson hringdi: Eftir nánast hverja helgi birtast fréttir af líkamsárásum í Reykjavík. Nú síðast er ráðist var á þeldökkan ferðamann sem var sleginn í höfuðið og fluttur alblóðugur á slysadeild. Það er ekki verjandi að í höfuðborginni skuli ekki vera vært fyrir nokkurn mann aö ganga úti að næturlagi án þess að geta átt von á líkamsárás. Ferðamenn bera borginni heldur ekki góða söguna er heim kemur. Þessa smán verður að leysa með einum eða öðrum hætti áður en hún verður að einkenni fyrir Reykjavík. Greiði gegn greiða? Strengjabrúða stærri aðila? Halldór Kristiánsson skrifar: í máli þingmannsins Árna Johnsens hefur verð ýjað að sambandi hans við verktaka og iðnaðarmenn sem hafa komið við sögu í framkvæmdum sem þingmaðurinn kom nærri. Mörgum, þar á meðal mér, sýnist þetta mál vinda þannig upp á sig, að það hafi ver- ið Ámi sem var eins konar strengja- brúða hjá öðrum og stærri aðilum, sem notuðu aðstöðu þingmannsins til að fá verkefni hjá hinu opinbera eða því tengd. Þetta marka ég af fréttum og fréttaskýringum um málið, þar sem m.a. er minnst á meintar mútur, verk- efni án útboös og greiða sem Árni þáði af fyrirtækinu fstak hf. Kannski eru ekki öll kurl komin til grafar í þessu umtalaða máli. Sorgin ekki á torg Kristinn Sigurðsson skrifar: Það er ávallt hörmulegt aö missa ástvin og sorgin er erflð viðureignar. Sorgin hefur þó það tímaskyn að hún dvelur ekki hjá manni að eilífu, hún þarf að heimsækja svo marga. Mér finnst vera komið nóg af málflutningi aðstandenda flugslyssins hörmulega í Skerjafirði á sl. ári. Mér fmnst að þeir ættu að gæta sín á að fara ekki offari í að bera sorg sina á torg í fjölmiðlum. Leitin að sökudólgi virðist sorg yfir- sterkari í þessu máli. Flugrekandi, flugvirki á viðhaldsverkstæði ásamt Flugmálastjórn hafa orðið skotspænir aðstandenda. Ég efast um réttinn til að ofsækja alla þá aðila sem tengjast hinu hörmulega slysi með það að leið- arljósi að þeir eigi sök á slysinu. Ég hvet til varkámi. ÍDV Lesendur Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangið: gra@ff.is Eða sent bréf til: Lesendasíöa DV, Þverholti 11, 105 Reykjavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.