Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2001, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2001, Blaðsíða 15
14 19 Útgáfufélag: Útgáfufélagið DV ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aóstoðarritstjórar: Jónas Haraldsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson Fróttastjóri: Birgir Guömundsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.netheimar.is/dv/ Fréttaþjónusta á Netinu: http://www.visir.is Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Strandgata 31, sími: 460 6100, fax: 460 6171 Setning og umbrot: Útgáfufélagið DV ehf. Plötugerð: ísafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuði 2050 kr. m. vsk. Lausasöluverö 190 kr. m. vsk., Helgarblað 280 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Úrtöluraddir óþarfar Stærsta bygging til almennra nota hér á landi verður til- búin til notkunar eftir tæplega hálfan annan mánuð. Hér er um að ræða hina miklu verslunarmiðstöð Smáralind í Kópavogi sem risið hefur hratt undanfarin misseri. Smára- lind er talin stærsta verkefni sem innlendir einkaaðilar hafa ráðist í hér án opinberrar íhlutunar. Verslunarmið- stöðin er miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu, á mótum þriggja sveitarfélaga, Kópavogs, Reykjavíkur og Garðabæj- ar. Enginn vafi er á þvi að miðstöð þessi á eftir að hafa mikil áhrif á verslun og þjónustu hérlendis enda er gert ráð fyrir því að hver íslendingur leggi þangað leið sína að meðaltali 17-18 sinnum á ári eða um fimm milljónir gesta. Deilt hefur verið um það hvort þörf sé á slíkri aukningu verslana og þjónustufyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu. Slík umræða fór líka fram áður en verslunarmiðstöðin Kringlan var opnuð fyrir fimmtán árum. Svarið felst í þvi að skoða árangur hennar sem er prýðilegur. Hún kynnti íslendingum nýjan verslunarmáta og hefur notið vinsælda æ síðan. Óneitanlega er þægilegt að geta gengið á milli verslana, þjónustufyrirtækja, skemmtistaða og veitinga- húsa án þess að hafa áhyggjur af rysjóttu veðurfari. Þá, líkt og núna, höfðu menn áhyggjur af helstu verslun- argötu borgarinnar, Laugaveginum. Hann stóð hins vegar af sér þá samkeppni sem fylgdi tilkomu Kringlunnar. Eng- in ástæða er til að ætla annað en hann geri það einnig nú þótt Smáralind bætist við. Verslunargata sem Laugavegur- inn heldur sjarma sínum og aðdráttarafli. Þótt Smáralind- in taki eðlilega eitthvað bæði frá Kringlunni og Laugaveg- inum verður að ætla að þessir þrír kjarnar spjari sig vel. Samkeppni er af hinu góða. Þeir sem koma nýir inn á markaðinn verða að standa sig og hinir sem fyrir eru leggja sig fram um að gera enn betur, bæði hvað verð og þjónustu snertir. Forráðamenn Smáralindar áætla að markaðshlutdeild hennar verði um 10-12 prósent af smásölumarkaði eða sem nemur 12-14 milljörðum á ári. Umfang miðstöðvarinnar má sjá af því að gert er ráð fyrir því að þar starfi að stað- aldri 800-1200 manns. Þeir sem að koma eru þvi stórhuga og ætla sér að ná árangri. Áætlanir þeirra eru byggðar á ítarlegum rannsóknum um verslun, verslunarhætti og hegðan fólks hér og i nágrannalöndunum. Úrtöluraddir vegna verslunarmiðstöðvarinnar eru því óþarfar. Hún er glæsilegt dæmi um vöxt, viðgang og bjartsýni í samfélag- inu og, sem betur fer, velmegun þjóðarinnar. Smáralind kórónar raunar þann kraft, uppbyggingu og fólksfjölgun sem verið hefur í Kópavogi undanfarin ár. Fram kom í viðtali við Pálma Kristinsson, framkvæmdastjóra Smáralindar, í DV í gær að Kópavogsbær hefði staðið við all- ar skyldur sínar vegna þessa stórvirkis í bænum, meðal ann- ars með miklum gatnagerðarframkvæmdum í kringum svæðið. Hið sama væri hins vegar ekki hægt að segja um rík- isvaldið. Þar væri ekki pólitískur vilji til að flýta fram- kvæmdum og klára tvöföldun Reykjanesbrautar frá Fífu- hvammsvegi og suður fyrir Arnarneshæð á þessu ári. Þessi lýsing segir sitt um hugarfar samgönguyfirvalda. Á þeim bæ geta menn setið og reiknað út göt í fjöll á til- tölulega fáfömum vegum á landinu en lokað augunum fyr- ir fyrirsjáanlegum umferðarhnútum á þéttbýlasta svæði landsins. Dugar þá lítt þótt Kópavogsbær bjóðist til þess að lána rikinu framkvæmdafé til þess að flýta framkvæmdum í grennd við Smáralind. Jónas Haraldsson 4“ FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 2001 FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 2001 Skoðun I>V „Framtak bindindismanna í Galtalcekjarskógi í áranna rás er vissulega þess virði að því sé gjört hátt undir höfði, enda hreint aðdáunarefni hið ótrúlega mikla og fórnfúsa sjálfboðastarf sem þar hefur verið unnið frá upphafi..." - Á útihátíð í Galtalœkjarskógi. Keisaranum það sem keisarans er Guðmundur G. Þórarinsson verkfræöingur Hr. Ólafur Skúlason biskup ritaði ágæta grein í DV nú 23. ágúst sl. Hann fjallar þar um þing- mannalög og guðs lög. Eins og hann bendir á er hér ekki um einfalt mál að ræða. Kristur afgreiddi hluta vandans með úr- skurði sínum: „Gjaldið keisaranum það sem keis- arans er og guði það sem guðs er.“ Og hann sagði lika: „Mitt ríki er ekki af þessum heimi.“ Eigi að síður er það svo að lög guðs og manna getur greint á. Lög manna eru ófullkomin eins og mennirnir eru ófullkomnir og enginn nær að uppfylla kröfu Krists: „Verið full- komnir eins og faðir yðar á himnum er fullkominn." Vandinn er auðvitað að við þekkj- um lög guðs eins og þau eru framsett eða túlkuð af mönnum og verður þá stundum erfitt að átta sig á hvað er frá guði og hvað einfaldlega frá fávís- um mönnum. í grein Ólafs kemur þetta atriði skýrt fram, og hann legg- ur á það nokkra áherslu. Hann kem- ur að ofstækisfullum reglum og túlk- unum trúarleiðtoga í fjarlægum löndum og voðaverkum kirkj- unnar fyrr á öldum. Ég held að það sé að því verulegur ávinningur þegar biskup, með svo víðtæka reynslu sem Ólafur, fjallar um þessi mál. En málið er flókið og erfitt og vandratað- ur hinn þröngi vegur. Hér er auðvitað ekki um neitt stund- arþref að ræða heldur það hvernig lífinu skuli lifað eins og Þorvaldur Gylfason orðar svo vel, reyndar í öðru sam- hengi í formála Einlyndis og marglyndis. Óskráð lögmál og skráð Mennirnir setja sér lög og sum reynast ekki vel og þeim er breytt. Mennirnir hafa líka skráð lög sem þeir telja frá guði. Okkur er sagt að elsta guðspjallið, Markúsarguðspjall, sé það gamalt, að þegar það var skrif- að hafi verið á lifi menn sem mundu Krist. Eigi að síður orkar margt tví- mælis og deilt er um þýðingar. Ég hef oft velt því fyrir mér, að í hjörtu einstaklinganna eru rituð með gullnu letri lögmál sem hvergi eru skráð á lögbækur. Þessi lögmál eru þess eðlis að enginn getur brotið þau ,Sjálfur var ég ef til vill að fjalla um hugsýn sem erfitt er að festa hendur á. Allt sýnir þetta hversu starf kirkju- höfðingja og presta er erfitt, hve starf á vettvangi kirkj- unnar krefst mikils þroska.“ - Frá Kirkjuþingi í okt. sl. og verið samur maður eftir, enginn getur þrotið þau án þess að bíða tjón af. Hvaðan kemur manninum sam- viskan? „Samviskan gerir okkur öll að gungum,“ segir Hamlet. Mér er ljóst að Ólafur biskup er að Qalla um hinn helkalda og fjötraða raunveruleika þegar hann lætur orð sín falla um lög guðs og manna. Sjálf- ur var ég ef til vill að fjalla um hug- sýn sem erfitt er aö festa hendur á. Allt sýnir þetta hversu starf kirkju- höfðingja og presta er erfitt, hve starf á vettvangi kirkjunnar krefst mikiis þroska. Kirkjan á ekki að vera dúnsvæfill Solzhenítsyn nóbelsverðlaunahafi sagði einhvem tíma í frægri heimsósómaræðu að á Vesturlönd- um virtist allt gott og gilt ef það stangaðist ekki á við lög. Ég kem frá hinu fátæku og lagalausu Sovétríkj- um sagði hann en benti síðan á að viðhorfið til lífsins, hinna dýpri raka tilverunnar, til náungans og tilfinn- inga hans og hinna æðri gilda lífsins væru þar þrátt fyrir allt heilbrigðari meðal hins almenna manns. Ekki skal ég leggja dóm á það, en umhugs- unarefni er þetta. Ég hef oft dáðst að orðum Karls Sigurbjörnssonar biskups. Hann er þó stundum gagnrýndur fyrir ein- arða afstöðu en oftast hef ég verið honum sammála. Kirkjan á ekki að vera dúnsvæfill milli einstakling- anna og raunveruleikans. Hún verð- ur að taka þátt í hinu líðandi og stríðandi lífi. Hún verður að vera sú borg sem stendu'r á fjalli og fær ekki dulist. Guðmundur G. Þórarinsson Spurt og svarað Er þenslan í þjóðfélaginu enn svo mikil að vaxtaíœkkun sé ós, Steingrímur J. Sigfússon, þingmadur VG Jafnvœgisleysi og mistok „Það er rétt að enn eru á vissum sviðum þenslueinkenni og ef horft er til þeirra réttlæta þau hátt vaxtastig. Auk þess finnst mér gleymast að rök fyrir miklum vaxtamun milli íslands og annarra landa eru að hindra fjármagnsflutninga úr landi. Á hinn bóginn óttast margir að hinar frægu mjúku lending- ar í efnahagslífinu, sem ríkisstjórnin hefur talað um, gætu breyst I brotlendingu. Ýmsir telja aö eitt af því sem rétt væri að gera í stöðunni til að koma í veg fyrir þær sé að lækka vexti, og auðvitað kæmu þeir sér vel fyrir atvinnulíf og skuldsett heimili. Hér verður því að skoða heildarsamhengið í efnahagslíf- inu, en meginmálið er jafnvægisleysi." Tryggvi Tryggvason, fjármálamarkaði Landsbankans Svigrúmið er til staðar „Vísbendingar eru misvísandi. Annars vegar eru upplýsingar um útlánaþróun innlánsstofnana, sam- drátt í innílutningi og minnkandi skatttekjur. Tölur um atvinnuleysi benda hins vegar til að enn sé nokk- ur spenna á vinnumarkaði, auk þess sem 12 mánaða verðbólga virðist enn á uppleið. Að mínu mati er þó tímabært að huga að lækkun stýrivaxta þar sem slik ákvörðun færi ekki að hafa áhrif fyrr en síðari hluta næsta árs. Þá er mikilvægt að hafa i huga að undan- farna mánuði hefur vaxtamunur við útlönd aukist verulega vegna mikilla vaxtalækkana, þannig að að- haldsstig peningastefnunnar hér hefur verið að aukast og því nokkurt svigrúm til lækkana hér.“ Gylfi Ambjömsson, framkvæmdastjóri ASI Seðlabankinn þráast við „Ekki að mati ASÍ. Áhrif af lækkun vaxta eru lengi að skila sér út í hagkerfið - og okkur virðist af ýmsum tölum að dæma að nú sé samdráttarskeið að hefjast. Því er mikilvægt að hefja strax ferli vaxta- lækkana, því þær eru nokkra mánuði að skila sér i áhrifum. Jafnframt höfum við talið að þegar vextir eru lengi búnir vera jafn háir og raun ber vitni hafi það áhrif á verðlag. Miðað við yfirlýsingar Seðla- bankans óttumst viö að stjórnendur hans séu að bíta í skjaldarrendur og þráast við að gera breytingar. Þar með teljum við að við séum að missa af lestinni við að móta þær aðstæður sem verða uppi þegar kem- ur að endurskoðun kjarasamninga." Birgir Ármannsson, Verslunarráði Islands Vextimir þungbœrir „Það er alveg ljóst að þeir háu vextir sem við búum nú við éru afar þungbærir fyrir at- vinnulífið. Allir eru sammála um að Seðlabank- inn varð að reka harða stefnu í vaxtamálum meðan þenslan var sem mest en þær forsendur eru ekki lengur fyrir hendi. Hætta á verðbólgu vegna eftirspurnarþenslu er ekki sú sama og áður og þvi ættu að vera for- sendur til vaxtalækkana. Það var nauðsynlegt að stiga á bremsurnar en það verður að gæta þess að gera það hvorki of harkalega né of lengi.“ Þetta er mat Bfrgis ísleifs Gunnarssonar seölabankastjóra. Byrgið - athvarf heimilislausra Ummæli Það átak sem Byrgið hefur staðið fyrir í málefnum heimilislausra vímu- efnaneytenda á sér enga hliðstæðu, a.m.k. ekki hér á landi. Byrgið er eina athvarf heimilislausra á íslandi, þar sem skjólstæðingar njóta meðferðar og stunda endurhæfingarvinnu auk margs konar aðstoðar og þjónustu eins lengi og þörf þeirra krefur. Geðrænir kvillar Geigvænlegt ástand ríkir nú í þjóðfélaginu, geðsjúkum vímuefna- neytendum fjölgar mjög ört og stór hluti umsækjenda um pláss i Byrg- inu eru einstaklingar með geðræn vandamál. Þetta kemur að öllu leyti heim og saman við samstarf og sam- skipti Byrgisins, lögreglunnar í Reykjavík og göngudeildar Landspít- alans undanfarin ár, þ.e. sá hópur fólks sem heimilislaust er um þessar mundir samanstendur mest- megnis af geðsjúkum vímu- efnaneytendum. Margir þeirra þjást af mjög alvarlegum geðrænum kvillum og hefur fiölskylda þeirra yfirleitt snúið baki við þeim. Vegna vímuefna- neyslu þeirra er erfitt að fá geðlækna til að gangast við þeim sem „alvöru geðsjúk- lingum". Ofan á þetta bætist að þessir fá hvergi inni í meðferð vegna margs konar vandamála sem óneitanlega —“ fylgja þeim, t.d. vegna ofbeldis- og árásarhneigðar og margvíslegra hegðunar- og umgengnisvandamála. Geðdeildir anna engan veginn að- stoðarþörf þessara einstaklinga. Reynt hefur verið eftir fremsta megni að taka við þeim í Byrgið, ef Steinunn Marinósdóttir skrifstofustjóri Byrgisins þeir ógna ekki beinlínis ör- yggi annarra í meðferð- inni. Öll þjónusta við þessa einstaklinga er erfið og kostnaðarsöm og Byrgið hefur hvorki haft nægilegt fiármagn né fólksafla til þess að annast marga slíka, en hefur orðið að vísa nokkrum frá. Því miður. Önnur ráð ekki tiltæk Sé um það að ræða að Byrgið geti ekki annast geðsjúkan og/eða líkam- lega sjúkan einstakling, þá er nánast ógerlegt að finna honum annan samastað. Þýðingarlaust er að leita til fiölskyldu viðkomandi, félagsþjón- ustu eða geðdeilda. Byrgið hefur oft- sinnis algjörlega verið látið um framtíð og velferð þessara einstak- ...... i* ,, * ■ > ’ 4 „Sé um það að rœða að Byrgið geti ekki annast geðsjúkan og/eða Ukamlega sjúkan einstakling, þá er nánast ógerlegt að finna honum annan samastað. Þýðingarlaust er að leita til fjölskyldu viðkomandi, félagsþjónustu eða geðdeilda. “ - Frá Rockville á Miðnesheiði, þar sem er aðsetur Byrgisins. linga og höfum við þurft að útvega þeim dvöl annars staðar, t.d. á á hjúkrunar- og/eða dvalarheimilum. Fárveikur einstaklingur með al- næmi á lokastigi var vistaður í Byrg- inu um 10 mánaða skeið (jún. 2000-apríl 2001). Önnur ráð voru ekki tiltæk í kerf- inu og engin leið heldur til að mæta þeim sérstaka kostnaði sem af þessu varð fyrir Byrgið þ.e. daglegri um- önnun og aðhlynningu þessa manns ásamt flókinni lyfiagjöf. Þessi ein- staklingur þurfti að hafa sérstakan bílstjóra, sólarhringsumönnun og stöðugt þurfti að vera mannskapur á vakt til þess að bregðast við hættu- og neyðarástandi hans, hringja á sjúkrabíl o.s.frv. Það er illt til þess að vita að slíkur sjúklingur sem þessi maður er skuli engum skiln- ingi mæta og enga hjálp fá í velferð- arsamfélaginu. Mörg fleiri sláandi dæmi eru tiltæk, en þau skulu ekki talin upp hér. Vaxandi vandamál Ekkert annað liggur fyrir en að heimilislausum fiögi áfram og sjáum við fram á algjört neyðarástand á miðju næsta ári, jafnvel miklu fyrr, ef ekkert verður að gert. Vaxandi og harðari fikniefnaneysla hefur það í för með sér að geðræn vandamál og geðsjúkdómar verða æ tíðari, þeim einstaklingum sem hvergi fá aðstoð og hvergi fá inni fiölgar stöðugt. Grípa verður til úrræða strax og horfast í augu við það að neyð ná- ungans kemur okkur öllum við. Segj- um ekki þegar slíkar aðstæður steðja að: „Hver er þá náungi minn?“ Tök- um heldur höndum saman og hjálp- um honum. Steinunn Marinósdóttir Dorrit er ekki fulltrúi íslauds „Það eru óskrif- aðar opinberar regl- ur sem hreinlega hafna ástarsam- böndum, án hjóna- bands. Þessar regl- ur eru í heiðri hafðar hjá flestum vestrænum ríkjum, þegar þjóðhöfðingjar eiga hlut að máli. Ég styð forseta minn og aðra lýðræðislega kjöma embættismenn þjóðarinnar, enda eru þeir fulltrúar íslands á erlendri grundu. En á meðan forsetinn fyllir ekki það tómarúm sem þjóðin krefst af hon- um, get ég aldrei litið á unnustu hans sem fulltrúa íslands í opinber- um heimsóknum." Vigdís Hauksdóttir á Hrifla.is Kjúklingar og klúður „Þegar þeir stóru eru að á fólkið að þegja. Þannig er það og þannig hefur það alltaf verið. Þeir sem ekki hafa skilið það hafa alltaf verið til vand- ræða. Þetta á við þegar stjómarherrarnir fyrir sunn- an ákveða að setja kvóta á smábáta, leggja niður opinberar stofnanir á landsbyggðinni eða sameina kjöt- vinnslur þangað til orðið er eitt stórt klúður. Þetta á lika við þegar hinir nýju sléttgreiddu verðbréfasal- ar ráðskast með fyrirtæki og flytja þau milli landsfiórðunga, taka t.d. gamalgróið kjúklingasláturhús á Hellu og leggja það niður en setja starfsemina niður í Mosfellsbæ.“ Bjarni Harðarson í grein í Sunnlenska. Hátíð er til heilla best Stutt viðtal í DV á dög- unum vakti mig til um- hugsunar enn einu sinni um það hve brýna nauð- syn ber til þess að halda vel á lofti hollum lífsgild- um, gildi slikra lífshátta fyrir einstaklinga sem samfélag. Ekki veitir af til einhvers mótvægis við þann áróður að allt skuli sem frjálsast í áfengismál- um okkar og ekkert til- tökumál í raun, þótt sum- arhátíðir margar hverjar einkennist öðru fremur af ofurölvun ungmenna, skelfilegum ofbeldis- verkum og lífshættulegri eiturlyfia- neyslu. Ekki er á góðu von þegar svo sýnist sem menn sem eiga að stjóma þessum málum m.a. með löggjöf telji þessa hluti eðlilegan hluta mannlífs- ins, allt yfir í það að vera sjálfsagð- an hluta svokallaðrar menningar og vilja þann boðskap yfirfærðan inn í grunnskólana, svo enginn missi nú í neinu af þessari tegund menningar- neyslu á lífsleiðinni. Fyrr má nú rota en dauðrota alla heilbrigða skynsemi. Fórnfúst sjálfboðastarf En fregnin í DV hreyfði sannar- lega við mér en þar var sá vaski mótsstjóri Galtalækjarmótsins, Að- Helgi Seijan form. Bindindissam- takanna iOGT. alsteinn Gunnarsson, að segja frá þessari eins og hann réttilega kallar það, lögguvænu hátíð þar sem yfir 2000 manns nutu frið- sams og gleðilegs bindindis- móts þar sem vandamálin voru ekki til staðar og allt fór fram á besta veg. Og svo kemur Aðalsteinn eðlilega inn á það að hátíð- in sú hafi gleymst í öllum fréttaflaumnum frá hátíðum þessarar helgar, enda engar hryllingssögur að hafa frá bindindismótinu, að sjálfsögðu. Þetta kallar á spumingar um frétta- mat og það hve mörgum fiölmiðl- ungum hættir til þess allt um of að leggja áherslu á hið neikvæða og það sem miður fer, þótt vissulega hafi t.d. Eldborgarmessan verið verðugt fréttaefni en um leið skelfi- legt í taumleysi sínu og aðhalds- leysi. Það hefði sannlega verið af hinu góða, ef Galtalækjarmótsins hefði verið rækilega getið sem andstæðu því að þar sem áfengið er útlægt gjört er allt annar blær á öllu og allri hegðan fólks um leið. Framtak bindindismanna í Galta- lækjarskógi í áranna rás er vissu- lega þess virði að því sé gjört hátt undir höfði enda hreint aðdáunar- efni hið ótrúlega mikla og fórnfúsa sjálfboðastarf sem þar hefur verið unnið frá upphafi í þeim tilgangi að fólk gæti í fögru umhverfi komið saman, allir aldursflokkar átt þar vímulausa daga, þar sem hollum lífsgildum væri haldið hátt á lofti, s.s. jafnan hefur verið. Forðf okkur heilög hamingjan Það er aldrei nógsamlega að verð- leikum metið þegar unnt er þannig að sýna fram á að fólk getur svo sannarlega skemmt sér án hjálpar vímugjafa og eðli máls samkvæmt skemmt sér án þess að skemmt sé fyrir öðrum. Ég hefi aldrei skilið þessa ímynduðu þörf svo margra fyrir hjálp frá vímuefnum til að skemmta sér, svo órafiarri allri heil- brigðri skemmtan sem afleiðingin verður svo alltof oft. Og forði okkur heilög hamingjan frá því að meðal skylduefnis í grunnskóla verði hvatning til þess að skoða áfengi og önnur vímuefni sem óhjákvæmilega gleðigjafa. Megi áfram verða haldið uppi merki hins gagnstæða, þess heil- brigða í Galtalækjarskógi og sem allra víðast þar sem fólk kemur sam- an til hátíðarhalds, því vita skulu menn að hátíð hver er til heilla best án allra vímugjafa. Helgi Seljan =1=

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.