Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2001, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2001, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 11. SEPTEMBER 2001 9 Neytendur Enn um nýtt brunabótamat: Matið lækkar, iðgjöldin hækka Hið jákvæða við lækkað bruna- bótamat er að gjöldin sem tengd eru við það lækka einnig. Svona hafa margir hugsað en því miður er sú ekki raunin. Tryggingafélögin hækkuðu nefnilega iðgjaldagreiðsl- ur sínar um síðustu áramót um allt að 40% og hið sama má segja um hið opinbera sem meðal annars hækkaði svokallað umsýslugjald um 300%. Einnig taka enn meiri hækkanir gildi á næstunni þegar nýja brunabótamatið verður stað- reynd þannig að þrátt fyrir lægra brunabótamat hjá flestum húseig- endum kostar meira að tryggja eignirnar. Hér á síðunni má t.a.m. sjá eitt slíkt dæmi. Eigandi húss í Mosfellsbæ greiddi 27.472 kr. i lög- boðnar brunatryggingar af 35.678.000 kr. eign. I ár greiðir hann hins vegar 29.815 kr. í gjöld af eign sem nú er metin á 33.314.000 kr. Því vekur það furðu að tryggingafélög- in skuli á sama tima barma sér vegna lækkunar brunabótamats og tekjulækkunarinnar sem af því leiðir! Hækkunin er ekki sú sama hjá tryggingafélögunum og einnig get- ur hækkunin verið mismikil eftir því hvaða viðskiptavinur á í hlut. Neytendasíðan kannaði stöðuna. Tryggingamiðstöðin Um áramótin hækkuðu iðgjöld brunatrygginganna um 40% hjá Tryggingamiðstöðinni og segir Unnur Lea Pálsdóttir, tryggingaráð- gjafi í söludeild, að sú hækkun hafi ekki verið tilkomin vegna væntinga um lækkaðar tekjur með breyttu brunabótamati. „Þó aö þetta sé mik- il hækkun í prósentum talið þá er hér ekki um háar upphæðir að ræða. Meðaltalsiðgjaldið hjá okkur fór úr 1960 kr. í 2744 kr. Við fáum svo lítinn hluta af heildargjöldun- um. Mest af því fer til ríkisins á einn eða annan hátt. Þau gjöld hækkuðu t.d. enn meira, t.d. var umsýslugjaldið 350 kr. en fór í 1400 kr.“ Tryggingamiðstöðin býður fólki að hækka brunatryggingar sínar með því að kaupa viðbótartrygg- ingu fyrir hús sín,“ segir Unnur Lea, en komið hafði fram í fjölmiðl- um að engar slíkar tryggingar stæðu húseigendum til boða. Að- spurð segir Unnur að TM sé eina tryggingafélagið sem bjóði upp á slíkar tryggingar í dag. „Þessi trygging er svo sem ekki ný og viö- lagatryggingin hefur samþykkt slíkar tryggingar innan ákveðinna marka, þ.e. ef brunabótamatið er ekki of hátt. Sé slík trygging keypt iati.......... Kr. 33.3X4.000 Suadurlíðdn gjdJLda: lögjald................. 6.662 Viölagatrygging . . 8.329 Ofan£lóða&jóöur . . 9.994 Bnmavarnargjald . 1.499 Umsýslugjaldi . . . 3.331 Samtals' ...... 29.815 Lægra brunabótamat - hærri gjöld Hér má sjá dæmi um hvernig gjöldin hafa hækkaö þrátt fyrir aö brunabóta- matiö hafi lækkaö um 2,2 milljónir. Eins og sjá má munar þarna mest um um- sýslugjaldið en þaö hækkaöi um 300% um síöustu áramót. Hann segir að VÍS ráðleggi öllum sem eru óánægðir með brunabóta- matið að gera athugasemdir við það. Ef viðkomandi eru enn óá- nægðir eftir endurskoðun þess muni félagið leitast við að mæta þörfum þeirra á einhvem hátt og eru þau mál í skoðun um þessar mundir. Sjóvá-Almennar Amdór Hjartarson, deildarstjóri hjá Sjóvá-Almennum, segir að ið- gjöld á brunatryggingar hafi hækk- að úr 140 kr. á hverja milljón brunabótamats í 180 kr. um síðustu áramót. „Einnig munum við hækka iðgjöld um 10% í kjölfar lækkunar á brunabótamati þvi ljóst er að tjóna- kostnaður mun ekki lækka sem nemur þessari lækkun á brunabóta- matinu." Að hans sögn er það að stærstum hluta vegna þess að oftast er um hlutatjón en ekki altjón að ræða. Hins vegar var hækkunin um síðustu áramót ákveðin í ljósi tjón- areynslunnar árin á undan." Hjá Sjóvá-Almennum er í bígerð að bjóða upp á kost fyrir þá sem telja að brunabótamat eigna þeirra muni ekki duga fyrir endurbygg- ingu eða tjónabótum á þeim skemmdum er kunna að verða vegna brunatjóns. -ÓSB Grilltíminn síður en svo úti Hér er ein uppskrift að kjamgóðri stórsteik sem engan svíkur. Uppskrift- in er íyrir 6. 1,2 kg ungrmutainnralæri 1 msk. svartur pipar 2 msk. gróft salt 1 msk. ferskt timian 1 dl ólífmlia 4 hvítlauksgeirar Kryddsmjör 1 pk. Café de Paris sósa 300 gsmjör Hrærið saman mjúku smjörinu og innihaldinu úr sósupakkanum og látið bíða í kæli í smástund. Meðlæti 6 maísstönglar 6 tómatar 6 bökumrkartöflur Aðferð Kryddið nautainnralærið með svört- um pipar, grófu salti og timian. Saxið hvítlaukinn smátt og blandið saman við matarolíuna. Grillsteikið kjötið á meðalheitu grillinu í 35-50 mínútur, snúið því ijórum sinnum og penslið öðru hvoru með hvítlauksolíunni. Þeg- ar nautainnralærið er tilbúið er gott að láta það standa í 10 mínútur áður en það er skorið niður. Kartöflumar em bakaðar í 40-60 mínútur eftir stærð. Maísstönglamir eru grillaðir í 10 mínútur, smurðir með smjöri og kryddaðir með salti og pipar að síðustu. Skerið kross í tómatana, grillið í 6-8 mínútur og kryddið með salti og pipar. Úr Grillbók Hagkaups Brunatjón Flest þau tjón sem veröa eru svoköttuö parttjón eöa hlutatjón þar sem aöeins hluti húseignar brennur. Þá kostar hiö sama aö bæta þau þó aö heitdarbrunabótamat eignanna sé mismunandi. hjá okkur er greitt af þeim iðgjald sem rennur til okkar og viðlaga- trygging eins og af lögboðnu trygg- ingunni. Ekki er þó greitt út af þessari viðbótartryggingu nema tjónið fari upp fyrir brunabótamat- ið á eigninni. Verðið er hið sama og á lögboðnu brunatryggingunni. Vátryggingafélag íslands Tryggingafélagið VÍS fór aðrar leiðir þegar það hækkaði sín gjöld um síðustu áramót. Jón Þór Gunn- arsson, deildarstjóri einstaklings- trygginga, segir að ekki hafi verið um að ræða sömu hækkun á alla viðskiptavini. „Hækkunin var hlut- fallslega meiri hjá þeim sem eru með lægra brunabótamat. Flest tjón sem verða í brunatryggingum hús- eigna eru það sem kallað er parttjón eða hlutatjón. Kannski brennur bara ein útidyrahurð og munur á verði einnar slíkrar sem er í stóru einbýlishúsi og í lítilli íbúð er ekki mikill. Því er ekki rétt að miða eingöngu við brunabóta- matið. Því hækkuðu allar bruna- tryggingar hjá okkur frá áramótum um fasta krónutölu, eða 970 kr. frá áramótum, og allir taxtar um 2%. Þegar við endurnýjum tryggingarn- ar 1. október hækkum við iðgjöldin um 300 kr. á hverja tryggingu. Jón Þór segir að hann verði var við að fólk sé óánægt með nýtt brunabótamat og finnst það ekki geta endurbyggt húsnæði sitt fyrir þær bætur sem það fær ef brennur. „Ég vil samt nefna að brunabóta- matið sem slíkt á ekki að endur- spegla markaðsverð húseignar. Frá markaðsvirði má draga verð lóðar, grunn hússins, lagnagjöld og kostn- að við teikningar, svo eitthvað sé nefnt. Inn í markaðsvirði kemur einnig oft á tíðum staðsetning hús- eignar og hún á ekki að hafa áhrif á brunabótamatið. Allir vita að hið sama kostar að reisa sams konar hús, hvort sem það er á Ægisíðu eða annars staðar í bænum.“ r.tsecKmannJ |y|eð yfjrburöi á þýskum markaði Blettahreinsiefni i serflokki íBHSB BLETTABANI Einn af tólf. Þessi vinnur á fitu- og olíublettum og fer létt með það. úrvalsefni, umhverfis- vænt og ofnæmisfrítt. BLETTARÚLLA Fyrsta hjálp á alla bletti. | MFStaiRM f Rejj^Sfj ? ?SsoaMP BLETTASÁPA Hreinsar bletti úr áklæðum og teppum. 04. Wösh BLETTAHREINSIR Burstinn gerir gæfumuninn. Fyrir alla bletti. Nuddið á bletti fyrir vélþvott. Frábær virkni. 250 og 500 ml. umbúðir Ath. Öll efnin brotna 100% niður í náttúrunni. Engin kemísk efni. Ofnæmisfrí! Útsölustaðir: Elko Krónan 11-11 Nettó Fjarðarkaup Nóatún Hagkaup Nýkaup Húsasmiðjan Samkaup Kjöthöllln Þln verslun & ÁSVÍK EHF

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.