Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2001, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2001, Page 13
ÞRIÐJUDAGUR 11. SEPTEMBER 2001 13 DV Björk, Botnleðja og Quarashi meðal gesta á sinfóníutónleikum: Nær fjórir tugir tónleika Þegar blaðamannafundur Sinfóníuhljómsveit- ar íslands var aö hefjast í gœr komu tveir menn út úr skrifstofu Þrastar Ólafssonar framkvœmda- stjóra, þeir Ásmundur Jónsson og Einar Örn Benediktsson. Enda kom í Ijós aö forsvarsmenn Sinfóníuhljómsveitarinnar standa nú í samn- ingaviðræðum við Björk um að spila meó henni á tónleikum hér á landi seinni partinn í desem- ber. Einn ásteytingarsteinninn í þeim samninga- viðræðum er væntanlega staðurinn. Björk vill helst syngja í Hallgrímskirkju en bæði er erfitt að fá kirkjuna svona rétt fyrir jólin og allur und- irbúningur yrði geysilega viðamikill og dýr - það þyrfti að smíða palla inn í kirkjuna og setja upp flókinn ljósabúnað. Sjálfsagt hefur Björk lít- inn áhuga á að syngja í Háskólabíói nú þegar hún leitar að fallegum og stemningsríkum tón- leikastöðum um allan heim og er kannski óþarfl að nefna að varla væru þessi vandræði umtals- verð ef Tónlistarhúsið væri risið. Saccani kemur ekki Vetrardagskrá hljómsveitarinnar er í föstum skorðum, það er að segja hinar hefðbundnu r-að- ir, sú gula, rauða, græna og bláa. Nýr aðalstjórn- andi hefur ekki verið ráðinn og tilkynnti Þröst- ur á fundinum að ekki yrði af boðaðri heimsókn Ricos Saccani 5. október en þá ætlaði hann að stýra hljómsveitinni á kveðjutónleikum. í hans stað það kvöld kemur Oleg Caetani. Athygli vekur að Alexander Anissimov frá Minsk í Hvíta-Rússlandi, sem stjórnaði Carmen í fyrra í stað Saccanis, stýrir hljómsveitinni á þrennum tónleikum í vetur og Rumon Gamba DV-MYND GVA Björk Guömundsdóttir Syngur hún með Sinfóníuhljómsveit íslands í vetur? frá Wales og fleiri koma tvisvar en Þröstur varð- ist allra frétta um hugsanlega ráðningu þeirra eöa annarra í embætti aðalstjórnanda. Að hans mati er ekki svo alvarlegt þó að hljómsveitin sé án aðalstjórnanda eitt ár, en hætt er við stefnu- leysi ef þau verða fleiri. Meðal íslenskra tónverka sem frumflutt verða í vetur eru „Hyr“ eftir Áskel Másson, þáttur úr þríleik sem saminn er fyrir stóra hljómsveit, og De amore eftir Finn Torfa Stefánsson, sömuleið- is þáttur úr stærra verki sem nú er kominn í tólf verka úrslit í alþjóðlegri tónverkasam- keppni. Einnig munu hljómsveitirnar Quarashi og Botnleðja leika eigin tónlist með Sinfóníunni á spennandi tónleikum í Laugardalshöll 27. október. Óvenjumargir íslenskir söngvarar og einleikarar koma fram með hljómsveitinni í vet- ur og má þar nefna Ásdísi Valdimarsdóttur víóluleikara, Hönnu Dóru Sturludóttur söng- konu, Bryndísi Höllu Gylfadóttur sellóleikara, Guðnýju Guðmundsdóttur fiðluleikara og óperu- söngvarana Jóhann Friðgeir, Jón Rúnar og Ólaf Kjartan. Til stórviðburða telst að Vladimir Ash- kenazy stjórnar frumflutningi hérlendis á Draumi Gerontius eftir Elgar í apríl og á Lista- hátíð í vor verður Hollendingurinn fljúgandi eft- ir Wagner fluttur í samvinnu við Þjóðleikhúsið og íslensku óperuna. í haust fer hljómsveitin í ferðalag um Austur- land og leikur á Vopnafirði, Egilsstöðum, Djúpa- vogi, í Neskaupstað og á Höfn í Hornafirði. Á Vopnafirði og Egilsstöðum verða sérstakir barnatónleikar þar sem Guðni Franzson leikur og segir Ástarsögu úr fjöllunum eftir Guðrúnu Helgadóttur og sjálfan sig. Fyrstu tónleikar vetrarins núna á fimmtu- dagskvöldið eru eiginlega djasstónleikar eins og við á eftir vel heppnaða Jazzhátíð Reykjavíkur. Þar leikur hljómsveitin verk eftir Bernstein, Stravinskíj, Adams, Gershwin og Ellington und- ir stjóm Bernharðs Wilkinsonar og einleikari er Sigurður Ingvi Snorrason klarinettleikari sem hefur sveifluna í sér! Tónlist Kölski í Kirkjuhvoli Kölski kom við sögu á tónleikum í Kirkjuhvoli í Garðabæ á laugardaginn var. Þar söng þýska sópransöngkonan Christiane Oelze um nomasveim sem „dansar krmgum kölska og kyssir á honum klærnar", um eldspúandi dreka og draugafans. Lag- ið er eftir Mendelssohn og ber nafnið Andres Mai- eniied, eða Annað maíljóð. Það er hratt og fjörlegt enda um vorið sem nornimar fagna með ægilegri svallveislu. Á píanóið spilaði hollenski píanósnill- ingurinn Rudolf Jansen, og gerði það sérlega fim- lega. Pianóleikurinn í lagi Mendelssohns er ekki síður krefjandi en rulla söngvarans, en samt var þar ekki að heyra eina einustu feilnótu. Þau Oelze og Jansen hófu tónleikana með laginu Im Freien (Úti við) eftir Schubert. Síðan komu þrjú önnur lög eftir sama tónskáld, nokkur lög eftir Mendelssohn og lagaflokkurinn Frauenliebe und Leben ásamt öðru eftir Schumann. Óhætt er að segja að söngkonan hafi fangað áheyrendur strax með fyrstu tónunum, sem voru hrífandi fagrir. Tæknilega var söngurinn einstakur, Oelze hafði ekkert fyrir því sem hún var að gera, veiku tónam- ir voru unaðslega fallega mótaðir og víbratóið var allan tímann markvisst og flnlegt. Einnig var túlk- unin einlæg, leikrænir tilburðir eðlilegir og sviðs- framkoman blátt áfram. Píanóleikurinn var í fremstu röð, enda er Jan- sen, sem hefur áður komið fram hér á landi með söngvaranum Andreas Schmidt, einn fremsti með- leikari heims. Það sem helst einkennir leik hans er lipur tækni, afar næm tilfinning fyrir styrkleika- jafnvægi og tónmótun sem endurspeglar fullkom- lega það sem söngvarinn er að gera hverju sinni. Á tónleikunum rann rödd píanósins svo vel saman við sönginn að maður tók stundum ekkert eftir því. í stuttu máli voru þessir ljóðatónleikar með þeim skemmtilegustu sem undirritaður hefur farið á. Oelze söng sem aukalög tvær aríur úr Brúðkaupi Figaros eftir Mozart, og þar var túlkunin svo vönd- uð og lifandi að það er einfaldlega ekki hægt að gera betur. Oelze er einmitt hvað þekktust fyrir Mozart-túlkun sína; vonandi fær maður einhvem- tima að sjá uppfærslu á Mozart-óperu þar sem hún fer með hlutverk. Hið eina neikvæða við tónleikana var að þeir voru ekkert sérstaklega vel sóttir, enda hefðu þeir mátt vera betur auglýstir. Vonandi verður meiri umfjöllun næst þegar Oelze kemur fram hér á landi, fjölmiðlum ber skylda til að láta almenning vita þegar svo stórkostleg söngkona heldur tón- leika. Jónas Sen Margbrotnir minningartónleikar - Vernharður Linnet sigurvegari djasshátíðarinnar DVJVIYND EÖJ Niðurlenski píanóleikarinn Hans Kwakkernaat Hann fyllti skarð Guðmundar Ingólfssonar. Það var vel til fundið hjá djasshátíðarmönn- ' um að fá Vernharð Linnet, einn af lykilmönn- um Jazzvakningar, til að vera stjórnandi og kynnir á „Jazzvöku", tónleikum í minningu pí- anóleikarans Guðmundar Ingólfssonar. Oft hef- ur Vernharður verið skemmtilegur en nú sló hann öll fyrri met. í kynningum sínum minnti hann einna helst á predikara í sértrúarsöfnuði. Hann sagði sögur af Guðmundi vini sínum, veifaði nýja diskinum (Jazzvaka Guðmundar og Viðars) og talaði meira að segja af og til við Guðmund heitinn - svona til að undirstrika orð sín og fullyrðingar. Til þess að minnast 10 ára dánardægurs Guð- mundar Ingólfssonar kallaði Vernharður sam- an Kvartett Guðmundar, þá Björn Thoroddsen, gtr, Guðmund St. Steingrímsson, trm, Gunnar Hrafnsson, bs, og niðurlenska píanóleikarann Hans Kwakkernaat. Vernharður fann Kwakk- ernaat á veitingahúsi í Hollandi og fannst til- valið að fá hann til að koma til íslands og fylla skarð Guðmundar á minningartónleikunum. Það var góð ákvörðun, en Venni heldur því fram að Guðmundur heitinn hafl stjórnað þessu öliu! Píanóleikur Hans Kwakkemaat á lítið skylt við píanóleik Guðmundar Ingólfssonar. Djasstúlkun Guðmundar var innileg og oft og tíðum viðkvæm. Hann gat líka „gefið í botn“ með lokuðum hljóm- um í anda Garners og Garlands. Stíil Guðmundar var persónulegur og mjög breiður, enda hlustaði hann á margs konar tónlistarmenn sér til ánægju. Uppáhaldsdjasspíanistar hans voru allt frá Jan Jo- hanson til Hampton Hawes. Kwakkernaat, aftur á móti, leikur hreinan stíl sem oftast er kenndur við Oscar Peterson og lærisveina hans. Þessi munur var i besta lagi. Það hefði verið meira en lítið vand- ræðalegt ef Hollendingurinn hefði farið að líkja eft- ir stilbrögðum Guðmundar. í næsta kafla tónleikanna söng Kristjana Stef- ánsdóttir nokkur lög með Guðmundarkvartettin- um, m.a. „Ó, pabbi minn“ sem Björk (okkar allra) söng á sínum tíma á „Gling Gló“. Útfærsla Krist- jönu á laginu var kurteislega slétt og felld, laus við Bjarkartakta, sem emhver önnur hefði ef til vill ekki stillt sig um að taka. Kristjana færðist öll i aukana í næstu lögum sem voru úr bókum hennar sjálfrar. „Secret Love“ og „Lady be Good“ þrælsvinguðu og kvartettinn sýndi ágæt tilþrif, ekki síst Björn Thoroddsen og Kwakkernaat. Birkir Freyr Matthíasson var næstur á svið með kvartettinum. Hann mætti með flygilhomið og lék ákaflega fallega. Það heföi varla verið hægt að sýna Viðari Alfreðssyni meiri virðingu en Birkir gerði með látlausum og fallegum leik. Ég er viss um að Viddi hefði kunnað að meta „Völu“ sina ef hann hefði verið á meðal okkar. En Vem- harður ræddi ekki við Viðar í kynningum sínum þannig að ég geri ráð fyrir að Viddi hafl verið með „gig“ annars staðar. Að lokum bættust í hópinn þrír saxófónleikar- ar, Jóel Pálsson, tnr, Ólafur Jónsson, tnr, og Sig- urður Flosason, alto. Þeir léku „Seven Special" sem Guðmundur samdi þegar hann spilaði í Ósló, m.a. með tenóristanum fræga, Dexter Gordon. Ekki var laust við að andrúmsloftið færðist nú í áttina að „Jazz at the Philharmonic" þar sem tón- listarmennimir fóru í biðröð fyrir framan hljóð- nemann til þess að fá að spila sólóar sínar. Bandarískur tónlistarkennari, einn af átján sem komu sérstaklega frá Ameríku til að taka þátt í há- tíðinni í Reykjavík, sagði mér í lokin: „This made me feel good. Just like ol’times!" Hann hafði aldrei heyrt minnst á Guðmund Ing- ólfsson og því síður heyrt Kwakkernaat spila. Ólafur Stephensen Jazzhátíö í Reykjavík: „Jazzvaka" laugardaginn 08.09. 01. Björn Thoroddsen, gtr, Birkir Freyr Matthíasson, flygilhorn, Guömundur Steingrímsson, trm, Gunnar Hrafnsson, bs, Hans Kwakkernaat, pno, Jóel Pálsson, tnr, Kristjana Stefánsdóttir, s, Ólafur Jónsson, tnr, Sig- urður Flosason, alto. ____________Meniiing Umsjón: Silja Aðaisteinsdóttir Að fjallabaki Ragnar Th. Sigurðsson ljósmyndari, sem lengi starfaði hjá DV, sýnir nú glæsi- legar landslagsmyndir í Ljósfold, nýrri ljósmyndadeild í Galleríi Fold við Rauðar- árstíg. Sýninguna nefnir listamaðurinn „Að fjallabaki" en myndirnar tók hann í sumar. Ragnar rekur ljósmyndasafnið Arctic Images. í því eru meira en 130.000 ljósmyndir sem hann hefur tekið og vart er til sá staður á landinu sem hann hefur ekki ljósmyndað á endalausum ferðum sinum. „Myndirnar eru teknar meö Mamiya 6, Mamiya 7 og Hassselblad-myndavélum á Fuji-filmur,“ segir Ragnar. „Þær eru skannaðar inn í tölvu og prentaðar út með leysiprentara á Fuji Archival-ljósmynda- pappír og framkallaðar á venjulegan hátt. Myndunum er ekki breytt á neinn hátt með tölvutækni. Fuji Archival-ljósmynda- pappír hefur hvað lengsta endingu eða allt að 100 ár við góð skilyrði, sem er margfalt á við endingu venjulegs ljósmyndapapp- írs.“ Ljósmyndun hefur að margra dómi ver- ið vanmetin listgrein á íslandi. Vissulega eiga íslendingar marga frábæra ljósmynd- ara en því miður fáum við alltof sjaldan að sjá verk þeirra á sýningum og of lítið er um að söfnin kaupi ljósmyndaverk. Það er spor í rétta átt að hjá Galleríi Fold skuli vera komin aðstaða til að sinna þessari listgrein. Sýning Ragnars veröur opin tfl 16. september. Gautaborgarmessan Stóra bókamessan í Gautaborg hefst á fimmtudaginn og stendur til sunnudags- kvölds. Helstu þemu í ár eru arkitektúr og norskar bókmenntir og hafa aldrei verið jafnmargir norskir rithöfundar saman- komnir í Svíþjóö og verða þessa daga. Meðal höfunda sem íslenskir bókamenn kannast við eru Erlend Loe, Ilerbjorg Wassmo og Jan Kjaerstad. Herbjorg kom hingað til lands á sínum tíma til að kynna þríleik sinn um stúlkuna Þóru sem Hann- es Sigfússon skáld þýddi. Jan hlaut bók- menntaverðlaun Norðurlandaráðs í ár fyr- ir annan glæsilegan þríleik sem enn hefur ekki verið þýddur og Erlend Loe kom hingað á bókmenntahátíð í fyrra og las úr sinni frábæru bók Ofurnæfur sem Þórar- inn Eldjárn þýddi. Flestir eru höfundarn- ir frá Svíþjóð en meðal annarra þjóða höf- unda má nefna Jeanette Winterson, Kerstin Thorup og Rose-Marie Huuva. Sérstakt átak verður gert til að laða unga fólkið að bókamessunni með þem- anu „Ung dialog" sem stýrt er af ungu fólki og snýst ekki bara um bækur heldur tónlist, dans og myndbönd m.a. Svo verð- ur keppni í hinu vinsæla skáldaglammi sem við kynntum fyrir lesendum hér á síðunni í sumar. Alls verða um 1500 uppákomur á messunni svo þeim verða ekki gerð skil í eindálksfrétt en óhætt að lofa hugsan- legum þátttakendum heilmiklu fjöri. Tveir is- lenskir höfundar verða á messunni, Guðrún Helgadóttir og Þorvaldur Þorsteinsson, sem ræða saman um listina að skrifa barnabækur kl. 13 á laugardag. Jón Yngvi Jóhannsson, gagnrýn- andi DV, verður á opn- um fundi með félögum sínum í ritstjóm Nor- disk litteratur á flmmtu- daginn kl. 17 þar sem þau ræða um áhrif ný- búa á norrænar bók- menntir. Nasistar og Niflungaljóð Á morgun, kl. 17.15, Dallapiazza annan fyrirlestur sinn á veg- um Hugvísindastofnunar í stofu 301 á Nýja Garði. Hann ber yfirskriftina: „Die Rezeption des Niebelungenliedes bis zur Nazizeit. Misslungene Politik mit einem sperrigen Mythos" og verður haldinn á þýsku. Til skilningsauka verður blöðum með megininntaki textans dreift meðal áheyrenda. Fyrirlesturinn er öllum opinn. heldur Michael

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.