Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2001, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2001, Síða 22
26 ÞRIÐJUDAGUR 11. SEPTEMBER 2001 Islendingaþættir Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson 85 ára________________________________ Tómas Tómasson, Kistuholti 3a, Selfossi. 80 ára_______________________________ Krístján Loftsson, Aöalbraut 25, Drangsnesi. Hann tekur á móti gestum í samkomu- húsinu Baldri, Drangsnesi, laugard. 15.9. kl. 20.30. Sigríður S. Jónsdóttir, Sléttuvegi 17, Reykjavík. 75 ára_______________________________ Bjarni Ásmundsson, Sogavegi 148, Reykjavík. Ingibjörg Ólafsdóttir, Vallargötu 12, Súöavík. Kristján Sigurösson, Staöarborg, Breiödalsvík. Páll Marteinsson, Byggðavegi 124, Akureyri. Sigfríöur Björnsdóttir, Faxastíg 9, Vestmannaeyjum. Sigurbjörg Óskarsdóttir, Lautasmára 22, Kópavogi. Stefanía Ástvaldsdóttir, Víðigrund 28, Sauðárkróki. 70 ára_______________________________ Guöni Hans Bjarnason, Vindási 1, Reykjavík. Svavar Jónsson, Laugarholti 7e, Húsavík. Sveinbjörn Hjálmarsson, Kirkjubæjarbraut 2, Vestmannaeyjum. 60 ára_______________________________ Björk Aðalsteinsdóttir, Ægistöu 94, Reykjavík. Elsa Bjarnadóttir, Stóra-Fjaröarhomi, Hólmavík. Kristín Jónsdóttir, Kársnesbraut 113, Kópavogi. Ólína Sigurbjört Guömundsdóttir, Grenivík, Grímsey. Þórhallur Magnússon, Asparási 6, Garðabæ. 50 ára_______________________________ Björg Pétursdóttir, Dalatanga 1, Mosfellsbæ. Guörún Árnadóttir, Seiöakvísl 17, Reykjavík. Halldór Sigurösson, Syöri-Sandhólum, Húsavík. Lárus Ögmundsson, Kjalarlandi 3, Reykjavík. Sigurgeir Benediktsson, Hagatúni 8, Höfn. 40 ára________________________ Erik Jensen, Lóni, Akureyri. Jóna Hálfdánardóttir, Grundarási 11, Reykjavík. Jónína Björg Guömundsdóttir, Álakvísl 10, Reykjavík. Sigrún Andersen, Stórageröi 31, Reykjavík. Sigrún Baldursdóttir, Vesturási 49, Reykjavík. Snorrí Þór Snorrason, Silfurbraut 6, Höfn, Hornafirði. Valur Sveinbjörnsson, Langholtsvegi 76, Reykjavík. Smáauglýsingar sa visir.is Andlát Vigfúsína Erlendsdóttir, áöur til heimilis I Miötúni 19, lést á hjúkrunarheimilinu Eir miövikud. 29.8. Jaröarförin hefur far- iö fram I kyrrþey. Svava Slgríöur Kristjánsdóttir frá fsa- firöi, síðast til heimilis á írabakka 16, lést á Landspítala Hringbraut laugard. 1.9. sl. Útförin hefur fariö fram í kyrrþey aö ósk hinnar látnu. Hulda Gígja lést á Landspítala Landa- koti föstud. 7.9. Ásgeir Magnússon vélstjóri, Hrafnistu, Hafnarfiröi, lést laugard. 1.9. Útförin hefur fariö fram í kyrrþey að ósk hins látna. Jensína Sigurjónsdóttir, Hrafnistu Reykjavík, áöur Kleppsvegi 118, lést fimmtud. 30.8. sl. Jaröarförin hefur far- iö fram í kyrrþey aö ósk hinnar iátnu. DV Hundrað ára Sigurbjörg Benediktsdóttir húsmóðir og saumakona Sigurbjörg Benediktsdóttir, hús- móðir og saumakona, Norðurbrún 1, Reykjavík, er hundrað ára í dag. Starfsferill Sigurbjörg fæddist á Breiðabóli á Svalbarðsströnd og ólst upp á Breiðabóli í stórum systkinahópi, gekk í bamaskóla á Svalbarðs- strönd og fór eftir fermingu að vinna fyrir sér. Sigurbjörg var m.a. í vistum á annáluðum myndar- heimilum. Er Sigurbjörg giftist hófu þau hjónin búskap á Héðinshöfða á Tjör- 'nesi en fluttu þaðan að Sellandi í Fnjóskadal þar sem þau bjuggu í fimm ár. Þá lést eiginmaður hennar af slysfórum. Hún flutti þá með börn sin á æskuslóðir og síðan til Akureyrar. Fjölskylda Sigurbjörg giftist 18.12. 1926 Sig- tryggi Friðrikssyni, f. 24.10. 1901, sem fórst í snjóflóði í Sallandsfjalli í Fnjóskadal 26.10. 1934, smið og bónda frá Neðri-Vindheimum á Þelamörk. Foreldrar Sigtryggs voru hjónin Friðrik Daníel Bjarnason, f. 16.2. 1868, d. 1.2. 1915, bóndi frá Þor- móðsstöðum í Sölvadal í fram-Eyja- firði, og Sigurrós Pálsdóttir, f. 25.7. 1872, d. 1.8. 1926, húsmóðir frá Litlutjörnum í Ljósavatnsskarði. Þau byrjuðu búskap í Brúnagerði í Fnjóskadal, bjuggu síðar á Gili í Eyjafjarðarsveit, en síðast og lengst á Neöri-Vindheimum í Þelamörk. Böm Sigtryggs og Sigurbjargar eru Þráinn, f. 3.6. 1927, vélfræðing- ur, kvæntur Ásu Haraldsdóttur, f. 12.7.1928 og eiga þau þrjú böm; Sig- rún, f. 19.9. 1928, húsmóðir í Ástral- íu og á hún fjögur böm; Hólmfriður Árdís, f. 8.1.1931, var gift Jóni Árna Egilssyni rafvirkja, f. 31.8. 1927 og eiga þau tvö börn; Sigurrós, f. 5.9. 1932, var gift Jóni Péturssyni, f. 27.1. 1929, d. 31.10. 1997, bifvélavirkja og eignuðust þau fimm börn. Systkini Sigurbjargar voru fimmtán. Þau voru Jóhannes, f. 4.7. 1888, d. 20.8. 1962, skipstjóri og bóndi; Elinrós, f. 8.2. 1890, d. 4.3. 1974, ljósmóðir; Sigrún, f. 29.10.1891, d. 27.10. 1988, bústýra; Jón, f. 16.3. 1894, d. 18.6.1991, yfirlögregluþjónn; Jónatan, f. 18.9. 1895, d. 3.3. 1989, smiður; Guðflnna Sessilía, f. 14.5. 1897, d. 28.7. 1982, húsmóðir; Krist- ján, f. 12.3. 1899, d. 8.5. 1908; Guð- mundur, f. 23.9. 1900, d. 10.11. 1900; Anna, f. 11.6. 1905. d. 8.5. 1908; Sig- mar Bergvin, f. 25.10. 1903, d. 3.3. 2001, skipstjóri og vélstjóri; Guð- mundur, f. 5.5. 1907, d. 9.2. 2001; Anna, f. 19.7. 1909, d. 8.5. 1926: Krist- ján, f. 23.7.1912, d. 1.8.1912 á Breiða- bóli; Axel, f. 29.4. 1914, d. 30.5. 1966, skólastjóri. Foreldrar Sigurbjargar voru Benedikt Jónsson, f. 21.6. 1864, d. 18.12. 1945, bóndi, og Sessilía Jón- atansdóttir, f. 10.8. 1867, d.18.9. 1950, húsfreyja. Ætt Benedikt var sonur Jóns, frá Neðribæ, í Grímshúsum Jónssonar, Jónssonar, Sveinssonar, Torfason- ar. Móðir Jóns Jónssonar var Sig- ríður, frá Dálkstöðum Þórðardóttir, Þorkelssonar, Þórðarsonar. Móðir Sigriðar var María Jónsdóttir. Móðir Benedikts var Guðfinna, frá Hofstöðum við Mývatn, Jóns- dóttir, frá Hofstöðum, Jónssonar, frá Grænavatni, Ingjaldssonar. Móð- ir Jóns Jónssonar var Guðrún frá Hofstöðum, dóttir Andrésar Eiríks- sonar og Þórdísar Kolbeinsdóttur. Móðir Guðfinnu var Sigurlaug, frá Ytri-Neslöndum, Guðlaugsdóttir, frá Þórðarstöðum, Pálssonar. Móðir Sigurlaugar var Sigríður frá Sand- haugum, dóttir Þorsteins Þorsteins- sonar og Steinunnar Ólafsdóttur. Sessilía var dóttir Jónatans, Jóns- sonar, frá Tungu, Hallssonar, frá Melum í Fnjóskadal, Þorkelssonar. Móðir Jóns Hallssonar var Ingunn, dóttir Þorgeirs Stefánssonar og Her- dísar Þorkelsdóttur. Móðir Jón- atans var Guðrún, dóttir Bjarna Hálfdanarsonar og Guðlaugar Ölafs- dóttur. Móðir Sessilíu var Sessilía, frá Mógili á Svalbarðsströnd, Eiríks- dóttir, frá Végeirsstöðum, Halldórs- sonar. Móðir Eiríks var Þorbjörg Jónsdóttir. Móðir Sessilíu Eiríks- dóttur var Sessilía, frá Þórisstöðum, Hrólfsdóttir, frá Þórisstöðum, Þórð- arsonar, og Sessilia, dóttir Þorláks Þórarinssonar og Guðrúnar Péturs- dóttur. Afkomendum, vinum og vanda- mönnum Sigurbjargar er boðið að fagna þessum tímamótum og þiggja kaffi með henni á milli kl. 16.00 og 19.00 þriðjudaginn 11.9. að Norðurbrún 1. Sextugur Eysteinn B. Guðmundsson verslunarmaður og eftirlitsdómari Eysteinn Bergmann Guðmundsson verslunarmaður, Melgerði 40, Kópa- vogi, er sextugur í dag. Starfsferill Eysteinn fæddist í Skerjafirðinum og ólst þar upp. Hann starfaöi hjá Byggingaversluninni Húsinu í Skeif- unni í þrjátíu og sjö ár og var þar lengst af verslunarstjóri. Hann hóf síðan störf hjá Vélum og verkfærum 1999 og hefur starfað þar síðan. Eysteinn hefur verið félagi í knatt- spymufélaginu Þrótti í Reykjavík þar sem hann lék bæði knattspyrnu og handbolta auk þess sem hann sat í stjórn Þróttar í mörg ár. Hann tók ungur dómarapróf og dæmdi knatt- spyrnuleiki í þrjátíu ár, var alþjóða- dómari í fimmtán ár og dæmdi fjöl- marga leiki á erlendri grund en hætti að dæma fyrir þrettán árum. Þá hefur hann tekið þátt í félagsstörfum dóm- ara og setið í ráðum og stjórnum á þeirra vegum en hann situr nú í nefndum dómara á vegum KSÍ og er eftirlitsdómari. Fjölskylda Eysteinn kvæntist 11.9. 1965 Sól- veigu Auði Friðþjófsdóttur, f. 21.6. 1943, starfsmanni hjá Kópavogskaup- stað, hún er dóttir Friðþjófs Helgason- ar, sem er látinn, bifvélavirkja og slökkviliðsmanni, og Bergdísar Ingi- marsdóttur húsmóðir sem einnig er látin. Þau voru búsett í Kópavogi síð- ustu árin Börn Eysteins og Sólveigar eru Friðþjófur, f. 8.7. 1965, tölvufræðingur hjá Ríkisspitölunum, búsettur í Reykjavík, kvæntur Lilju Baldursdótt- ur og eiga þau þrjár dætur, Sólveigu Auði, f. 24.5. 1990, Ingibjörgu, f. 14.6. 1995, og Bergdisi Björk, f. 16.8. 2000; Bergdís, f. 11.1.1972, flugfreyja, búsett í Hafnarfirði, gift Haraldi Haraldssyni auglýsingahönnuði og eiga eina dótt- ur, Birtu Björk, f. 28.8. 2001. Systkini Eysteins eru Ragna Berg- mann, f. 1933, fyrrv. formaður Verka- kvennafélagsins Framsóknar, búsett í Reykjavík, gift Jóhanni Ingvarssyni leigubílstjóra og á hún sjö böm á lífi; Hulda Bergmann, f. 1934, húsmóðir í Reykjavík, og á hún þrjá syni; Edda Bergmann, f. 1936, saumakona og hús- móðir í Kópavogi, gift Kristjáni Ólafs- syni, húsverði við Danska sendiráðið, og eiga þau eina dóttur; Ólafla Berg- mann, f. 1939, húsmóðir í Bandaríkj- unum og á hún þrjá syni; Sigurður Bergmann, f. 1944, bilstjóri í Reykja- vík. Foreldrar Eysteins voru Guðmund- ur Bergmann Bjömsson, f. 6.3.1909, d. 1989, umsjónarmaður hjá Flugmála- stjórn, og k.h., Gróa Skúladóttir, f. 21.10. 1908, d. 1971, húsmóöir. Ætt Guðmundur var sonur Bjöms Berg- mann, sjómanns í Gálutröð i Eyrar- sveit og síðast í Látravík, bróður Ingi- bjargar, móður Jóns Bergmanns skálds. Bjöm var sonur Jóns Berg- manns, b. í Mýrarhúsum í Eyrarsveit, og Jódisar Jónsdóttir. Móðir Guð- mundar var Jósefína Ragnheiður Jó- hannesdóttir frá Krossnesi. Gróa var dóttir Skúla, b. að Norður- Fossi í Mýrdal, Unasonar, b. að Syðri- Kvíhólma, Runólfssonar, b. og skálds í Skagnesi, Sigurðssonar, pr. á Ólafs- völlum, bróður Sæmundar, fóður Tómasar Fjötnismanns en systir Sig- urðar var Guðriður, langamma Þor- steins Erlingssonar skálds og amma Jóns, afa Erlends Einarssonar, fyrrv. forstjóra SÍS. Sigurður var sonur Ög- mundar, pr. að Krossi, Presta-Högna- sonar, á Breiðabólstað, Sigurðssonar. Móðir Sigurðar á Ólafsvöllum var Sal- vör Sigurðardóttir, systir Jóns, afa Jóns Sigurðssonar forseta. Móðir Gróu var Þorbjörg, dóttir Ólafs, b. í Berjanesi undir Eyjafjöllum, Magnús- sonar og Elínar Ámadóttur. Eysteinn verður að heiman á af- mælisdaginn. Helga Egilson, Álfheimum 64, Reykjavík, verðurjarðsungin frá Dómkirkjunni þriöjud. 11.9. kl. 13.30. Friðþjófur Björnsson, Heiðargerði 112, Reykjavík, veröur jarösunginn frá Grensáskirkju þriðjud. 11.9. kl. 15.00. Kristín Jónsdóttir frá Flateyri, til heimilis í Drápuhlíð 5, veröur jarösungin frá Háteigskirkju þriðjud. 11.9. kl. 15.00. Jóhann T. Bjarnason, Sætúni 5, Isafiröi, veröur jarðsunginn frá ísafjarðarkirkju miðvikud. 12.9. kl. 14.00. Margrét Kristín Pétursdóttir, Hraunbúðum, Vestmannaeyjum, veröur jarösungin frá Landakirkju laugard. 15.9. kl. 10.30. Merkir islendingar Lárus Fjeldsted Salómonsson lögreglu- þjónn fæddist 11. september 1905 að Laxárbakka í Miklaholtshreppi, sonur Salómons Sigurðssonar, bónda á Laxár- bakka og i Drápuhlíð, og k.h., Lárusínu Lárusdóttur Fjeldsted. Lárus var þjóðkunnur eins og flestir bræður hans, þeir Pétur Hoffmann í Selsvörinni, Gunnar Úrsus aflrauna- kappi og Haraldur, faðir Auðar Har- alds rithöfundar. Hálfbróðir Lárusar var Helgi Hjörvar útvarpsmaður. Lárus var lengst af lögreglumaður í Reykjavík en síðustu árin lögregluvarð- stjóri á Seltjamarnesi. Hann var ramur afli eins og bræður hans, þrisvar handhafi Grettisbeltisins og skáldmæltur í þokkabót. Lárus F. Salómonson Hann var því vel liötækur í lögregluliði Reykjavíkur á rósturtímum stríðsáranna. Oft fór hann við annan mann og með kylf- una eina að vopni að skakka leikinn 1 kaffibúllum í Hafnarstrætinu og Tryggvagötu þegar drukknir sjóliðar munduðu þar hnífa og byssustingi. Þá var Lárus afbragðs skytta með skamm- byssu og minkabani. Reyndar fékkst hann einnig við að aflífa hunda eins og Stefán Jónsson alþingismaður orti um fræga en græskulausa vísu: Mjög af sínum brœórum ber, besta álits nýtur. Lltiö yfir lcetur sér, Lárus hunda skýtur. Lárus lést 24. mars 1987.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.