Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2001, Qupperneq 23

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2001, Qupperneq 23
ÞRIÐJUDAGUR 11. SEPTEMBER 2001 27 DV Tilvera Harry Connick jr 34 ára Söngvarinn, píanó- leikarinn og leikarinn Harry Connick jr er afmælisbarn dagsins. Harry Connick kom fullskapaður fram sem djasssöngvari og djasspíanisti þegar hann var tuttugu ára. Þá gaf hann út plötu sem hét ein- faldlega 20 og fékk sú plata góðar við- tökur. Hann varð fljótt óhemjuvinsæll og hafa plötur hans selst í milljóna upplagi. Connick fór snemma að leika í kvikmyndumm. Meðal mynda sem hann hefur leikið stór hlutverk í má nefna Memphis Belle, Little Man Tate, Copycat og Hope Floats. Gildir fyrir miðvikudaginn 12. september Vatnsberinn (20. ian.-18. fehr.l: I Þú færð efasemdir um heiðarleika eða ein- lægni einhvers. Þú átt rétt á að fá skýringu á því sem þú áttar þig ekki á. Happatölur þínar eru 5,17 og 24. Fiskarnirna. fRhr.-?0. mars>: Ákveðin manneskja Igerir eitthvað sem þér gremst og þú átt erfitt með að sætta þig við. Astandið batnar með kvöldinu. Happatölur þínar eru 3, 7 og 11. Hrúturinn (21. mars-19. april): . Það verður mikið um 'að vera fyrri hluta dagsins. Láttu ekki freistast þó að fólkið i kringum þig sé kærulaust. Haltu þig við áætlun þina. Nautið (20. april-20. maíl: Þú færð einhverjar óvæntar fréttir og veist líklega ekki alveg hvemig þú átt að i þær. Þú ættir bara að bíða og sjá hvað verður. Tvíburarnir (21. maí-?i. iúníi: Það er óróleiki í kring- /y*r'um þig sem stafar af „V í óleystu deilumáli. Reyndu að komast að niðurstöðu um breytingar sem fyrst. Krabbinn (22. iúní-22. íúií>: Viðskipti ættu að | ganga vel og þú ert heppinn í samningum. Andstæðingur þinn ber mikla virðingu fyrir þér. Happatölur þínar em 9,10 og 11. Liónið (23. iúlí- 22. aeúst>: l Vertu á verði gagnvart manneskjum sem era þér ósammála. Þær gætu reynt að beita brögðum til að fá sínu framgengt. Happatölur þínar era 4, 13 og 18. Mevian (23. áeúst-22. sept.): Nú er gott tækifæri til að koma hugmyndum 'fc.þínuni á framfæri, f sérstaklega varðandi nýjungar. Happatölur þínar eru 7,13 og 34. Vogin (23. sept.-23. okt.): S Einhver persóna sem hefur verið þér ofar- \ f lega í huga kemur þér f f mjög á óvart. Það verður breyting á einhverju heima fyrir. Sporðdrekinn (24. okt.-2i. nóv.): Dagurinn verður skemmtilegur og þú ^tekur þátt í áhugaverð- |mn umræöum. Eitt- hvað sem þú hefúr beðið eftir lengi gæti gerst í dag. Bogamaðurinn (22. nóv.-2i. des.): aMorgunninn verður annasamur og þú átt fullt í fangi með að Ijúka verkefnum sem þér era fengin. Happatölur þínar era 12,13 og 17. Stelngeltln (22. des.-19. ian.): Fjölskyldan kemur mikið við sögu í dag. Þú ættir að eyða meiri tima með henni og huga að loforði sem þú gafst fyrir stuttu. I góðum félagsskap Höröur haföi nokkra taflmenn sér til fulltingis á sviöinu, allt frá minnstu peöum upp í kónga og drottningar. Sjálfur var Höröur hrókur alis fagnaöar. DV-MYNDIR EINAR J. Sungið og spilað Höröur Torfason á auövelt meö aö heilla áhorfendur enda leggur hann mikiö upp úr leikrænni túlkun og persónulegri nálgun í söngvum sínum. Hausttónleikar Harðar Torfa: Haust- boðinn hrjúfi - troðfyllti Óperuna tvisvar Söngvaskáldið ástsæla, Hörður Torfason, hélt árlega hausttónleika sína í íslensku óperunni á fimmtu- dags- og fostudagskvöld. Troðfullt var í bæði skiptin og hefði Hörður án efa getað haldið þá þriðju. Tón- leikamir i ár voru þeir 25. í röðinni en þeir njóta æ meiri vinsælda með hverju árinu sem líður og eru þeir ófáir aödáendurnir sem mæta ár eft- ir ár ásamt vinum og fjölskyldu. Hörður brást ekki aðdáendum sín- um í ár frekar en fyrri daginn og söng og spilaði á milli þess sem hann spjallaði við gesti og sagði þeim sögur. H j artaknúsarinn Donahue látinn Bon Jovi í áhöfn Ally McBeal? Heyrst hefur að popparinn Jon Bon Jovi sé í viðræðum við fram- leiðendur sjónvarpsþáttanna Ally McBeal um að taka að sér eitt af að- alhlutverkunum í þáttunum. Sjálfir vilja framleiðendur þáttanna ekkert segja um málið en ljóst er að eftir að Robert Downey Jr var látinn taka pokann sinn er fátt um flna drætti í karlaklefanum. Reyndar er nýbúið að ráða þrjá nýja leikara fyrir næstu þáttasyrpu en það eru þau Julianne Nicholson, James Mard- sen og John Hopkins sem koma inn fyrir þau Lucy Liu og James LeGros. Mardsen er þekktur fyrir leik sinn i X-Men og Hopkins sem þyrluflugmaðurinn í The Perfect Storm. Linda átti leggina Þeir sem komnir eru um og yfir miðjan aldur hljóta að mima eftir myndinni The Graduate, með þau Dustin Hoffman og Ann Bancroft í aðalhlutverkum. Myndin var frum- sýnd árið 1967 og hver man ekki eft- ir auglýsingaplaggati myndarinnar þar sem Hoffman horfir rannsak- andi augum á fótleggi tálkonunnar, Mrs Robinson. Þetta eru þó ekki fót- leggir Ann Bancroft, sem fór með hlutverk Mrs Robinson, heldur óþekktrar fyrirsætu að nafni Linda Grey. Linda átti síðan eftir að skjót- ast upp á stjörnuhimininn í hlut- verki Sue Ellen, eiginkonu JR í Dallas, sem hún var föst í í ellefu ár. Svo skemmtilega vill til að nú er áð- urnefnd Linda að taka við hlutverki Mrs Robinson í leikritinu The Graduate, sem er endurgerð mynd- arinnar, en það hefur verið sýnt á West End síðan í vor. Linda tekur þar við hlutverkinu af Anne Archer og er hún fimmta leikkonan sem fer með hlutverkið á eftir þeim Kathleen Turner, Jerry Hall, Amöndu Donohoe og Önnu Archer. Hjartaknúsarinn Troy Donahue, sem gerði garðinn frægan á sjötta og sjöunda áratugnum, er látinn, 65 ára að aldri. Donahue, sem þótti glæsi- menni mikið, biáeygður og ljóshærð- ur, sló fyrst í gegn árið 1959 í mynd- inni A Summer Place þar sem hann lék ungan elskhuga Söndru See og lék eftir það aðalhlutverkið í nokkrum Troy Donahue Þaö skiptust á skin og skúrir í lífi Troy Donahue sem lést fyrr í vikunni. rómantískum unglingamyndum, eins og Parrish, Rome Adventure og Palm Spring Weekend. Eftir það lék hann bæði í kvikmyndum og sjónvarps- myndum og m.a. aðalhlutverkið í leynilögregluþáttunum Surfside Six. Eftir að hafa leikið smáhlutverk í Guðfóöurnum II árið 1974 fór að síga á ógæfuhliðina hjá Donahue vegna mik- illar óreglu sem endaði með því að hann var kominn í hóp útigangs- manna í Central Park í New York. Hann náði sér þó aftur á strik og lagði flöskuna á hilluna árið 1980 og fékk eftir það að spreyta sig í nokkrum smáhlutverkum og þar á meðal í Cry Baby árið 1990. Donahue var lagður inn á sjúkrahús fyrr í vikunni eftir hjartaáfall og lést þar eftir kransæðauppskurð tveimur dögum siðar. Hann var tvígifur og læt- ur eftir sig sambýliskonu og tvö upp- komin börn en sambýliskona hans var messósópransöngkonan Zheng Cao sem hann hitti fyrir tiu árum. Donahue og leikkonan Connie Stevens voru miklir vinir en þau léku saman í þremur myndum. Stevens heimsótti hann á sjúkrahúsið daginn fyrir andlátið og sagði að hann hefði þá verið vongóður um að ná bata. Öldungadeild Menntaskólans við Hamrahlíð FJÖLBREYTT TÓMSTUNDANÁMSKEIÐ! Stutt tungumálanámskeið fyrír eldrí borgara Unnt er að velja um frönsku, spænsku og þýsku. Framburðarnámskeið í ensku Námskeíðið er hentugt þeim sem telja mikilvægt að framburður þeirra sé sem áheyrilegastur og þeim sem þurfa að halda ræður eða fyririestra. Námskeið í stærðfræði fyrir foreldra grunnskólanema Námskeiðið er ætlað foreldrum nemenda í 9. og 10. bekk grunnskólans. Leiklis og handrítaskrif Kennari Þorvarður Helgason Esperantó Kennari Baldur Ragnarsson Erþetta ekki eitthvað fyrirþig? Innritað er í síma 595 5200 mánudaginn 10. september til fimmtudagsins 13. september nk. kl. 9.00-18.00 og föstudaginn 14. september frá kl. 9.00-15.00. Gert er ráð fyrir að námskeíðsgjald sé greitt við innritun. Nánari upplýsingar á heimasíðu okkar er: www. mh.is Rektor

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.