Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2001, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2001, Side 11
MÁNUDAGUR 22. OKTÓBER 2001 25 ' íþróttaskólar fyrir yngstu kyn- slóðina hafa notið sívaxandi vin- sælda hjá íþróttafélögunum og fara nú börn allt niður í tveggja ára ald- ur I svona skóla til að læra undir- stöðuatriði íþrótta og leikja. íþróttafélag fatlaðra rekur þó skóla sem er að því leyti frábrugðinn slíkum skólum annars staðar að þar koma inn krakkar sem eiga við andlega eða líkamlega fötlun að stríða. Fyrir þessi börn eru svona skólar að mörgu leyti mikilvægari en fyrir þau sem heilbrigð eru, endar hefur fjölgað gríðarlega í skólanum með árunum. Júlíus Amarsson sér um æfrng- arnar í íþróttaskólanum. „Á föstu- dögum milli kl. 15 og 18 eru sun- dæfmgar og meirihluti þeirra sem stunda það eru misþroska, ofvirkir eða vanvirkir. Þarna kennum við undirstööuatriðin í sundíþróttinni og kennum aðalsundgreinamar, þ.e. bringusund, skólabaksund, skriðsund og bakskriðsund auk kafsunds og stungu. Þetta nám- skeið var fyrst í stað hugað sem þjálfun fyrir fatlaða og hreyfíhaml- aða en svo fór aö koma inn hópur- inn með andlega fotlun, misþroska og ofvirka, sem hafa orðið út und- an í skólakerfinu og þurfa því meiri einkakennslu. Við höfum verið með þetta sundnámskeið í nokkur ár og höfum auk þess ver- ið með námskeið á sumrin í mörg ár.“ Á laugardögum frá kl. 11-13 eru svo heföbundnir íþróttatímar þar sem krakkar á aldrinum 5-11 ára kynnast ýmsum íþróttum. „íþess- um timum eru börnin í alls konar hreyfingu enda er það aðalatriðið fyrir þau að fá útrás í hreyfing- unni.“ Áhaldaleikir vinsælir Júlíus segir ýmislegt gert í þess- um tímum. „Það hefur verið mjög vinsælt að vera I ýmis konar áhaldaleikjum þar sem menn geta ýmist gengið á áhöldunum, klifrað yfir þau eða farið undir þau. Við höfum haft stöðvar bæði með og án áhalda. Svo dokum við kannski viö á stöðvunum inn á milli og t.d. sippum í þrjár mínútur eða teknar armbeygjur áður en farið er yfir á næstu stöð. Við notum einnig bolta töluvert í þessum tímum og förum þá bæði í fótbolta, körfubolta og innibandí." Júlíus segir starfsemina hafa undiö nokkuð upp á sig síðustu ár. „Það eru nýorðin nokkur kyn- slóðaskipti í skólanum hjá okkur. Stór hópur á aldrinum 11-13 ára er genginn út og nýr hópur á aldrin- um' 5-7 ára kominn inn í staðinn. Og fjölgunin er stöðug." Foreldrar vakna upp viö vondan draum En hvað skyldu krakkarnir fá út úr því að sprikla svona saman í íþróttaskólanum? Júlíus segir það skipta mestu máli að hreyfiþörf þeirra verði fullnægt. „Þau fá mikla og góða hreyfingu og útrás i kjölfarið. Og það er alveg ljóst að þessum börnum líður miklu betur eftir að þau hafa komist í smá hreyfíngu, að minnsta kosti í smá- Sundtímarnir hafa notið sívaxandi vinsælda í íþróttaskólanum og eins og sjá má á þessum myndum er glatt á hjalla þegar krakkarnir læra að synda. Töluvert er um krakka í þessum sundtímum sem eiga við andlega fötlun að stríða en þarna geta þau fengið hreyfiþörf sinni full- nægt á heilbrigðan og skemmtileg- an hátt. DV-myndir E.ÓI. tfma. Foreldramir eiga oft í mikl- um vandræðum með þessi elsku- legu börn og þó að veður séu ekki eins slæm og þau voru þá er það neyðarúrræði að fara að hreyfa sig þegar veðrið er slæmt. Það er orð- ið alltof lítið um það núna að böm séu úti að leika sér i hverfum borg- arinnar og það gerir það að verk- um að foreldrarnir vakna upp við vondan draum og leita til okkar. Sumir foreldrar reyna að vísu að leita í aðrar tómstundir og þeir sem eru duglegastir fara með böm- in reglulega í gönguferðir ef þau fást til þess,“ segir Júlíus að lokum. -HI Verð miðast við settið þ.e. einn sendi og einn móttakara. Z'Jdli, tt&yij Nú getur þú sent sjónvarpsmerkið þráðlaust í gegnum veggi um allt hús. Þú getur horft á hvada sjónvarpsrás sem er, myndbands- tækid eða DVD spilarann.Engu máli skiptir þó að verið sé að horfa á aðra rás i stofunni. Þú getur líka stýrt tækjum í stofunni úr t.d. svefnherberginu því móttakarinn sendir merkið úr fjarstýringunni til baka! BT Skeifunni • BT Hafnarfiröi • BT Kringlunni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.