Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2001, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2001, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 29. OKTÓBER 2001 Fréttir DV Líkur á að meiðyrðamál vegna meintra falsaðra málverka verði endurupptekið: Dómkvaddir mats- menn skoði málverkin - hef ekki hugmynd um hvað hefur verið föndrað við myndirnar, segir Úlfar Þormóðsson Atli Gíslason, lögmaður Blaða- mannafélags íslands, hyggst óska eftir að tveir dómkvaddir menn kveði upp úr um hvort tvö málverk, sem sögð hafa verið eftir Sigurð Guðmundsson, séu fólsuð. Blaða- maður og ritstjóri Pressunnar voru á sínum tíma dæmdir til að greiða samtals 800 þúsund krónur í sekt, málskostnað og birtingarkostnað eftir að eigendur Gallerí Borgar stefndu þeim fyrir að hafa fyrir röskum tíu árum ranglega greint frá því að þau væru fölsuð. Atli seg- ir að komist matsmenn að þeirri niðurstöðu að verkin séu fölsuð séu allar líkur á að hægt verði að endur- upptaka málið fyrir Hæstarétti. Ólafur Ingi Jónsson forvörður og Atli hafa fengið leyfi hjá umboðs- manni eiganda verkanna til að fá matsmenn til að rannsaka þau. Atli telur að rannsóknin verði flókin og margt þurfi að skoða. Úlfar Þormóðs- son, fyrrum framkvæmdastjóri Galleri Borgar, sagði við DV að á sínum tíma hefði rækileg eigenda- saga fylgt verkunum og fullkomin grein verið gerð fyrir þeim áður en þær voru seldar á málverkauppboði og einnig fyrir dómi. „Ef eigandi verkanna, sem ég veit Atli Gíslason. ekki betur en hafi hingað til neitað að setja þau í rannsókn, vill það, ræður hann því,“ sagði Úlfar. „Ég hef ekki hugmynd um hvað hefur verið föndrað við þessar myndir síðustu 11 árin. Ef það kemur til greina að taka málið upp aftur hlýt- ur það að gerast með úrskurði rétt- arins. Þá þyrftu menn að líta til þess að dómnum var aldrei fullnægt og þær sektir sem voru dæmdar fengust ekki greiddar. Mér sýnist því að það þyrfti að byrja á að full- Ulfar Þormóðsson. nægja dóminum. Þetta mál blasir við mér eins og þráhyggja. Siðan, að halda því fram að allt að 900 fölsuð málverk séu í umferð lýsir henni. Þessi ummæli hafa skemmt heimili og ánægju eigenda málverkanna, myndirnar verða aldrei heilar fyrir þessu fólki þó þær séu ófalsaðar," sagði Úlfar Þormóðsson. Atli segir það rangt að eigenda- saga málverkanna hafi komið fram. „Ég hef ekki séð hana. Það er ekkert vitað um þessar myndir, eigendur þeirra eða tilurð þeirra, frá árinu 1851 þangað til þær komu skyndi- lega fram árið 1990. Ég væri óskap- lega þakklátur ef þessum upplýsing- um yrði komið til mín.“ -Ótt Sigrún Grendal. Verkfall tónlistarkennara: Gæti eitt- hvað þokast á morgun Verkfall tónlistarkennara hefur nú staðið í viku og lítið hefur gerst í þeirra samningamálum, að því er gerst er vitað. Reyndar eru all- ir í „fréttabanni" sem að þeim málum vinna þannig að erfitt er að fylgjast með. Siðasti fundur deiluað- ila var á föstu- dag og stóð frá 13 tU 19.30. Sá næsti er boðaður á morgun, kl. 12.30. Að sögn Sigrúnar Grendal, formanns félags tónlistarkennara, gæti verið einhverra tíðinda að vænta eftir þann fund. Hún kveðst verða vör við mikinn stuðning við málstað tónlistarkennara úti í þjóðfélaginu. „Það er fólk úr öllum stéttum og hópum sem hefur sam- band við mig og finnst það óskilj- anlegt að tónlistarkennarar skuli ekki fá að fylgja öðrum kennurum eftir í launamálum," segir hún. Gun. Konurnar sem létust Konurnar sem létust í hörðum árekstri fólksbíls og jeppa á mótum Nesjavalla- og Hafravatnsvegar á föstudag hétu Helga Rán Sigurð- ardóttir og Selma Sigurðardóttir, báðar Reykvíking- ar. Helga Rán var 22 ára, fædd 9. ágúst 1979, og átti heima í Blesugróf 20. Selma var 26 ára, fædd 29. des- ember 1974, og bjó í foreldrahúsum í Jöklaseli 17. Báð- ar voru þær far- þegar í aftursæti fólksbílsins og er talið að þær hafi látist samstundis við áreksturinn. Selma Siguröardóttir. Helga Rán Sigurðardóttir. Ökumaður fólksbílsins og farþegi í framsæti liggja á gjörgæsludeild Landspítala - háskólasjúkrahúss í Fossvogi. Þeir hlutu báðir alvarlega áverka á höfði auk annarra og er líð- an þeirra óbreytt og stöðug, að sögn vakthafandi læknis á deildinni. -sbs Ómar Jóhannsson alsæll með að hafa unnið milljón á Stöð 2 í gærkvöld: Annað að sitja í stólnum en að vera „sófanörd“ „Ég er stoltastur af því aö hafa hætt þegar miiljónin var komin. Hefði ég hins vegar tekið ákvörðun um að halda áfram og giska á síðustu spurn- inguna hefði ég, ef ég þekki sjálfan mig rétt, allt eins getað breytt um á síðustu stundu og sagt eitthvað annað en „létt- vopnaður riddari". Hins vegar hefði ég ekki sagt mávur því þá þekki ég alla,“ sagði Ómar Jóhannsson sem vann sér inn eina milljón króna í spuminga- þættinum Viltu vinna milljón? á Stöð 2 í gærkvöld. Ómar segist ekki ætla að „þræta fyr- ir“ að hann hafi haft óskaplega gaman af því að fá að taka þátt í leiknum. „Ég er sófanörd eins og aðrir sem svara spumingum fyrir framan sjónvarpið heima í stofú. En þegar þú situr á móti Þorsteini í stólnum er þetta öðruvísi. Reyndar fannst mér óvæntast að ég skyldi yfirhöfuð komast í stólinn," sagði Ómar sem var fyrstur þátttak- enda til að raða vísindamönnum í rétta röð. „Það er ýmislegt sem fer í gegnum hugann þegar maður er þama. Tónlist- in er gífurlega áhrifamikil. Samt áttaði ég mig ekki á því fyrr en eftir á.“ Ómar er fæddur á Seyðisfirði. 9 ára flutti hann í Garðinn. „Ég er Suður- Ómar með milljónina Stoltastur af því að hafa hætt þegar milljónin var í höfn. DV-MYND HARI nesjamaður en flutti til Reykjavíkur fyrir tíu árurn," segir þessi rólyndi maður sem rekur myndbandaleigu á Njálsgötunni. En hvað var Ómar að hugsa þegar milljónarspumingin kom og velja átti á milli fjögurra rithöfunda um hver hefði verið fyrsta konan til að hljóta bókmenntaverðlaun Nóbels? „Ég vissi að Selma Lagerlöf hafði fengið nóbelsverðlaunin en hvort hin- ar höföu gert það líka vissi ég ekki. Ég tók því áhættuna. En þegar 5 milljóna króna spumingin kom haföi ég ekki hugmynd um hvert var rétta svarið. Það var því best að hætta,“ sagði Ómar Jóhannsson. Hann segist ekki búinn að ákveða hvemig hann ráðstafi millj- óninni. „Það kemui' bara í ljós.“ -Ótt Launaskrið á almenna markaðnum 3,3% yfir árið: Víöa glögg samdráttaremkenni „Nú er að draga úr eftirspum eftir vinnuafli sem er fyrsta vísbending þess að hægja muni á launaskriði, við munum ekki sjá sömu tölur fyrir líð- andi ársfjórðung og fyrr á árinu,“ seg- ir Rannveig Sigurðardóttir, hagfræð- ingur Alþýðusambands íslands. Síð- asta ár hefúr launaskrið fólks sem starfar á almenna markaðnum verið 3,3%, þó áætlanir hafi gert ráð fyrir að- eins 2,7% Þetta kom fram í nýjum Hag- vísum Seðlabankans. Þar segir enn fremur að atvinnuleysi í september hafi aðeins mælst eitt prósentustig, sem sé sama hlutfall og fyrir um ári. Einnig sé mikill fjöldi starfa enn í boði hjá vinnumiðlunum. Útlánavöxtur sem samrýmist stöðugleika Launavísitala hækkaði um 0,4% í september og um 1,7% milli annars og þriðja fjórðungs líðandi árs. Laun starfsmanna hjá hinu opinbera og bankamönnum hækkuðu um 11,3% á einu ári en laun fólks á almenna mark- Rannveig Siguröardóttir. Ari Edwald. aðnum hækkuðu um 7,2%. Segir Rann- veig þetta að verulegu leyti helgast af því að opinberú- starfsmenn hafi verið að ganga frá sínum kjarasamningum á þessu tímabili en kjarasamningar al- menna markaðarins hafi yfirleitt verið frágengnir fyrr. Um stöðu efnahagsmála að öðru leyti segir Seðlabankinn að jafnt og þétt dragi úr útlánaaukningu banka. í lok september hafi tólf mánaða vöxtur útlána reiknast 7,5 prósent en muni stöðvast snemma á næsta ári með sama áframhaldi. „Undirliggjandi út- lánavöxtur er því síðustu mánuði kom- inn á eða undir það stig sem til lengd- ar samrýmist stöðugleika og lítilli verðbólgu," segir Seðlabankinn. „Út- lánaaukningin hefur verið meiri en innstæða var fyrir," segir Rannveig Sigurðardóttir. „Nú þegar verðbólgan er líka orðin svona mikil finna heimil- in í landinu fljótt fyrir verðtrygging- unni og eins fyrirtækin. Við sjáum glögg samdráttareinkenni víða í þjóð- félaginu." Mikil umskipti að verða „Launaskriðið hefur verið mikið, en það eru mikil umskipti að verða og eru i sumum tilvikum orðin,“ segir Ari Ed- wald, framkvæmdastjóri Samtaka at- vinnulífsins, og vísaði m.a. til bygg- ingargeirans. „Það er jákvætt að að- eins dragi úr spennunni þvi hún hefur verið meiri en fær staðist til lengar. Minnkandi eftirspum eftir lánum virð- ist lika benda til þess að mikilli upp- sveiflu í þjóðfélaginu hafi verið að ein- hveiju leyti haldið uppi með lánsfé." -sbs Náðust með dóp Lögreglan haföi hendur í hári fjór- mennmga sem höföu fíkniefni í fórum sínum í fyrrinótt. Þetta gerðist í Breið- holtinu er lögregian var í sínu venju- bundna eftirliti og stöðvaði bíl fjór- menninganna. Þeir reyndu að stinga af en náðust fljótt og voru færðir tii yfir- heyrslu. Halldór í Kína Halldór Ásgríms- son utanrikisráð- herra er í opinberri heimsókn í Kínaveldi ásamt Sigurjónu Sig- urðardóttur, eigin- konu sinni. Þau skoð- uðu Kínamúrinn í gær og voru við opn- un íslenskrar kvikmyndahátíðar í Pek- ing. Þar verða á næstu dögum sýndar sjö íslenskar kvikmyndir. Norðurál vill stækka Norðurál á Grundartanga stefnir að þvi að stórauka vinnslu sína á næstu árum, úr þeim 90 þúsund tonnum á ári sem það framleiðir nú. Starfsleyfið nær til 180 þúsund tonna afkastagetu á ári en umhverfismat, sem unnið er að, gerir ráð fyrir stækkun í allt að 300 þúsund tonn. Engínn leitað hælis undanfarið Enginn útlendingur hefur komið til íslands sem hælisleitandi frá því landamæraeftirlit var hert hér eftir hryðjuverkin í Bandaríkjunum 11. september. Meginástæðan er talin sú að flestir þeirra sem komið hafa hing- að til lands sem hælisleitendur hafa verið á leiðinni vestur um haf. 600 nýjar íbúðir á fjórum árum Ráðgert er að byggja 600 nýjai' leiguíbúðir á vegum ríkisins á næstu fjór- um árum, að sögn fé- lagsmálaráðherra, Páls Péturssonar. Að- gangur að íbúðunum verður ekki háður tekjum. Þetta er auk þeirra 400 íbúða á ári sem áður er búið að ákveða að byggja fyrir þá tekjulægstu í þjóðfélag- inu. RÚV greindi frá. Ekið á hross Ekið var á hross á Ásmundarstaða- vegi í Ásahreppi í Holtum á laugardag- inn. Mikið tjón varð á bilnum en eng- in slys urðu á fólki. Hesturinn virðist hafa sloppið ótrúlega vel, miðað við þær skemmdir sem urðu á bílnum. Bíll inn um glugga Ökumaður missti stjóm á bíl sínum á Njálsgötunni i fyrrinótt með þeim af- leiðingum að hann lenti á annarri bif- reið, mannlausri, sem hentist að hluta til inn um kjallaraglugga. Enginn slas- aðist þar fyrir innan en ökumaðurinn hlaut minni háttar meiðsl. Litlar deildir þola illa röskun Starfsemi hjarta- og lungnaskurðdeild- ar Landspítala - há- skólasjúkrahúss og annarra lítilla deilda, þola mjög illa röskun eins og þá sem verð- ur þegar vinnudeilur geisa. Falli aðgerðir niður er ekki hægt að vinna þær upp aftur, segir Bjarni Torfason yfirlæknir. RÚV greindi frá. Reikningsmeistarinn Ragnheiöur Ragnheiður Inga Haraldsdóttir í Menntaskólanum í Reykjavik varð fyrst stúlkna til að hreppa efsta sæti á efra stigi stærðfræöikeppni framhalds- skólanema. Ragnheiður hefur verið valin, ásamt fjórum öðrum keppend- um, til að keppa fyrir íslands hönd í Eystrasaltskeppninni í stærðfræði i byrjun næsta mánaðar. -Gun

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.