Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2001, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2001, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 29. OKTÓBER 2001 MÁNUDAGUR 29. OKTÓBER 2001 27 Utgáfufélag: Utgáfufélagið DV ehf. Útgáfustjóri: Eyjðlfur Sveinsson Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aöstoöarritstjórar: Jónas Haraldsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson Fréttastjóri: Birgir Guömundsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: Þverholti 11, 105 Rvik, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasfða: http://www.netheimar.is/dv/ Fréttaþjónusta á Netinu: http://www.visir.is Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Strandgata 31, sími: 460 6100, fax: 460 6171 Setning og umbrot: Útgáfufélagið DV ehf. Plötugerö: isafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuði 2200 kr. m. vsk. Lausasöluverö 200 kr. m. vsk., Helgarblað 300 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Börn eða hestar íslensk pólitík sem önnur snýst að meginhluta um að for- gangsraða. Og stjórnmálamenn sem komast til valda geta hæði raðað og ráðið. Þar á meðal hamingju fólks. Valdamenn hafa i hendi sér að breyta og því eru gerðar miklar kröfur til þeirra og þeir beittir eilífum þrýstingi fólks og flokka og fyr- irtækja um að stokka upp spilin og raða kaplinum upp á nýtt. Því reynir á festu í lífi ráðherra, svo og framsýni og þor. Þeirra er að taka af skarið. Þeirra er að sýna pólitiska burði í verki jafnt sem orði. Framsóknarflokkurinn kom inn í ríkisstjórn Davíðs Odds- sonar með kjörorðið „Fólk í fyrirrúmi“. Það eru stór orð og eftir því var tekið í kosningabaráttu tvennra síðustu alþing- iskosninga að gamli miðjuflokkurinn var farinn að halla sér vinsamlega að velferðarkerfinu og góðum gildum fjölskyld- unnar. Það stafaði hlýju af stefnumálum hans og enda þótt kosningaúrslitin væru flokknum fremur köld, mátti ráða á fyrstu skrefum flokksins í stjórn að þar væri vinur litla mannsins að hefja störf. ítrekað hefur annað komið á daginn. í þessu efni er nærtækast að nefna stefnu flokksins í mál- efnum fatlaðra. Nú er svo komið að flokkurinn hefur fengið flesta málsvara þeirra upp á móti sér. Svo mjög hefur flokk- urinn dregið lappirnar í þessum málaflokki undir haltri leið- sögn félagsmálaráðherra að forystumenn fatlaðra íhuga al- varlega málsókn á hendur ráðherra. Lögbundin íjárframlög hafa dregist saman á síðustu árum á meðan vandinn hefur magnast og ný fjárlög benda til þess að biðlistar verði óhikað látnir lengjast að miklum mun. Þetta er skrýtin pólitík flokks með „fólk í fyrirrúmi“. Og þetta er ekki eina ósvífnin sem hann sýnir fótluðum lands- mönnum. Fjöldi fatlaðra barna hér á landi fær ekki lög- bundna þjónustu vegna þess að Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins fær ekki nægt íjármagn til að sinna þeim verkefnum sem henni eru falin í lögum. Ráðherra viðurkenndi þetta á Alþingi nýlega. Ekkert í orðum hans bendir þó til þess að ráð- in verði bót á vanda stöðvarinnar, sem gegnir algeru lykil- hlutverki í þjónustu við marga veikustu þegna landsins. Foreldrar sem eru að reyna að komast að meinum veikra barna sinna hafa skrifað félagsmálaráðherra óteljandi bréf og beðið hann að vinda bug á þessu afleita ástandi. Félagsmála- ráðherra svarar á Alþingi og segir biðlista og biðtíma hafa lengst og nefnir vikna, mánaða og allt upp í ársbið eftir þjón- ustu. Við það situr. Og það sem verra er; ekkert á að gera. Á meðan geta allir foreldrar landsins samsamað sig angist þeirra uppalenda sem þurfa að bíða uppundir ár eftir því að vita hvað amar að barni þeirra. Einn helsti baráttumaður og talsmaður langveikra barna á Alþingi, alþingismaðurinn Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, hefur bent á að það kosti um 20 milljónir að ráða bót á vanda Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins. Hún hefur sýnt fram á að erfiðleikar stöðvarinnar stafi af stóraukinni spurn eftir þjónustu hennar. Á meðan börnum sem stöðin þjóni hafi fjölgað um meira en 100% og tilvísanir til hennar hafi tvöfald- ast hafi stöðugildum fjölgað um tvö, úr tæplega 28 í um 30 stöður. íslendingar eru að dragast aftur úr í þjónustu við fótluð börn. Á sama tíma og ör framþróun er að verða í greiningu og meðferð á börnum með þroskafrávik, ríkir atgervisflótti í faginu á íslandi vegna þess að stjórnvöld vilja ekki hlúa að þessum málaflokki. í nýjum fjárlögum er ausið nægu fé til ýmissa gæluverkefna ráðherra. Veik börn eru þar neðarlega á lista og þjónusta við þau minnkar í reynd. Miklu ofar - og væntanlega mikilvægara - er átak stjórnvalda til hrossarækt- ar sem kostar 25 milljónir króna. Sigmundur Ernir I>V Skoðun Betri lögregla Nokkur umræða hefur und- anfarið farið fram um bætta löggæslu. Við höfum góða lög- reglu en gera má hana betri. Dópistar mesta hættan Það hefur komið í ljós á síð- ustu árum að almenningi og lögreglu stendur mest hætta af dópistum sem eiga ekki fyrir næsta skammti. Eins og ástandið er í dag þá virðist stór hópur af fólki hrekjast i gegnum þjóðfélagið í meira og minna vonlausri stöðu. Fólk er heimilislaust, vonlaust og vanvirt. Það stendur oft i afbrotum til að afla fjár til eiturlyfja. Þótt þetta fólk fái lítinn stuðning eða skilning frá þjóð- félaginu þá kostar það t.d. lögreglu og dómskerfi óhemju fé. Stór hluti lögreglu er í næstum vonlausu verki að eltast við þetta lið. Fólk fer inn og út úr svokallaðri meðferð en fær enga varanlega lækn- ingu. Einnig fer fólk þetta oft inn og út úr fangelsi þótt engin breyting verði á afbrotaferli. Vonlaus vítahringur Höfundur þessarar greinar telur Lúðvík Gizurarson hæstarréttarlögmaöur að gefa eigi þessu fólki kost á lyfjum eða dópi hjá t.d. lækni eða á meðferð- arstofnun með ákveðnum ströngum skilyrðum. Þá er þetta fólk tekið út úr þeim vonlausa vítahring sem það er statt í með nú- verandi skipulagi. Marg- ir þessir aðilar yrðu þá alveg til friðs og gætu jafnvel unnið gagnleg störf eins og venjulegt fólk. Það væri sem sé leyst úr því að vera eitur- lyíjaþræll sem hugsar nánast um ekkert annað en afla peninga fyrir næsta skammti. Núverandi skipulag gerir glæpa- menn úr þessu fólki sem hefur ekk- ert annað til saka unnið en vera ólæknandi dóbistar.Það getur hafa orðið það með ýmsum hætti og hefur ekki sjálft ráðiö við sína ógæfu. Rétt- um þessu fólki hjálparhönd án allra fordóma. Biðjum heldur Guð að hjálpa þessu fólki í ógæfu sinni sem oft er mikil og óbærileg. Öryggi lögreglu Það hefur komið í ljós síðustu árin „Núverandi skipulag gerir glœpamenn úr þessu fólki sem hefur ekkert annað til saka unnið en vera ólœknandi dópistar. Það getur hafa orðið það með ýmsum hœtti og hefur ekki sjálft ráðið við sina ógœfu. “ - Lögreglan við fíkniefnaleit í Reykjavik. að margir blanda saman dópsölu og dópneyslu og eigu skotvopna. Birtar hafa verið síðustu daga myndir í blöðum þar sem ólögleg vopn og óskráð eru sýnd i vörslu lögreglu. Þarna eigum við líka aö hafa opinn huga og vera án fordóma. Lögreglan þarf að fá fé til að kaupa upp vopn sem eigandinn vill selja. Þá færu þau úr umferð og væru í geymslu lög- reglu eða væri fargað. Með þessu myndi ólöglegum skotvopnum út um allar jarðir fækka mjög. Þá grípur ruglaður dópisti í fráhvarfl síður til þeirra í örvæntingu. Það er samband á milli þess að skotvopn séu misnot- uð og þess fjölda vopna sem auöveld- ur aðgangur er að. Heittrúarstríð Um fyrri helgi efndu sjálfstæðis- menn til sinnar hefðbundnu og stein- runnu trúarhátíðar (sem þeir nefna landsfund) undir andlegri forsjá æðstaprestsins. Þar komu saman á annað þúsund valdir forsvarsmenn rétttrúnaðarins - flestir þeirra bústn- ir af sællífi fríöinda og forréttinda í samfélaginu, en margir heldur tóm- legir í framan (af ljósmyndum að dæma), enda hafa þeir um langan aldur ekki þurft að hafa fyrir því að hugsa, heldur tekið opnum og þakk- látum huga einföldum og auðskild- um boðskap æðstaprestsins, sem sáralitlum breytingum tekur frá einni hátið til annarrar. Samt er ekki fyrir það að synja að í söfnuðinum voru stöku undanvill- ingar eða trúníðingar sem létu til sín heyra í trássi við trúarsetningar prestastéttarinnar og héldu fram sjálfstæðum og vel ígrunduðum sjón- armiðum. Vitaskuld urðu þeir hall- ærislega hjáróma á hátíðinni og máttu ýmist sæta ásökunum um hryðjuverk eða voru hreinlega frystir úti. Svo vitað sé, sá aðeins einn þess- ara villutrúarmanna sitt óvænna og sagði skilið við söfnuðinn. Hóphvöt og hópsefjun Nú væri það nánast brot á nátt- úrulögmálinu, ef ekki fyrirfyndust í svo fjölmennum söfnuði einhverjar sjálfstætt hugsandi sálir. Ég gef mér „Raunar minnir æðstiprestur sjálfstœðismanna á eng- an fremur en vakningaprédikarann Billy Graham, sem fór mikinn fyrir fáum áratugum og hratt af stað tíma- bundnum „trúarvakningum" víða um heim....“ m að þær séu fleiri en ein og fleiri en tvær. En þær hafa annað tveggja kosið að bæla hugsun sína og sveigja hana að ströngum kröfum rétt- trúnaðarins, einsog altítt er i slikum söfnuðum, eða þær sjá persónulegum hagsmun- um best borgið með því að hafa sig ekki í frammi, þó þeim ofbjóði trúarofstækið, heldur bíða betri tíma í þeirri reikulu von að Eyjólf- ur hressist. Þennan síðar- nefnda flokk fylla vísast margir þeirra safnaðarmeðlima sem komu sárir og vonblekktir af hátíð- inni og hafa sumir ekki farið leynt með vonsvikin. Fyrir eina tíð strafaði ég í heittrú- uðum kristilegum söfnuði og þekki af eigin raun andrúmsloftið sem einatt ríkir í slíkum selskap, ásamt þeim persónulega vanda, sem er því samfara að snúa baki við gömlum draumum og samlyndum hugsjóna- systkinum. Hóphvötin er máttugri þáttur í mannlegu eðli en margir kæra sig um að játa. Og það er einmitt hóphvötin framar öðru, sam- ofin hverskyns hagsmunatengslum, sem knýr hugsandi menn til að binda trúss sitt við Sjálfstæðisflokk- inn og skurðgoð hans, Mammon. Það er hlægileg firra, að hér sé að verki einhverskonar einstaklingshyggja, þó á því sé látlaust klifað af trúar- leiötogunum. (Sönn einstaklings- hyggja metur hvern einasta einstak- ling, snauðan sem ríkan, jafngildan öllum öðrum). Heittrúarhátíðin á dögunum er áþeifanleg sönnun þess, að sjálfstæð hugsun og eiginleg einstaklings- Sigurður A. Magnússon rithöfundur hyggja verða að éta það sem úti frýs, þegar æðsti- presturinn hefur upp raust sina og efnir til hópsefjun- ar sem í engu gefur eftir framgöngu Gunnars í Krossinum eða annarra áþekkra prédikara. Raunar minnir æðstiprestur sjálf- stæðismanna á engan frem- ur en vakningaprédikar- ann Billy Graham, sem fór mikinn fyrir fáum áratug- um og hratt af stað tíma- bundnum „trúarvakning- um“ víða um heim með leikrænum mælskutöktum, hraðsoðnum glós- um, innantómum ögrunum og hót- unum, sem nú sýnast í besta falli gráthlægilegar. Vei yöur! Það er raunar umhugsunarefni, að trúarhreyfmg einsog Sjálfstæðis- flokkurinn, sem ýtir undir skefja- lausa samkeppni, sérhyggju og fjár- gróðabrall, skuli laða til sín sálir sem taka kenningar Krists í Nýja testamentinu alvarlega. Ekkert stjórnmálaafl í landinu er öllu fjær kærleiksboðskap Krists en einmitt flokkur sérgæðinganna. Mætti ég kannski í því sambandi minna á orð Krists í Lúkasarguö- spjalli (6,24-26): „Vei yður, þér auð- menn / þyí að þér hafið tekið út huggun yðar. / Vei yður, sem nú eruð saddir, / því að yður mun hungra. / Vei yður, sem nú hlæið, / því að þér munuð sýta og gráta. / Vei yður, þá er allir menn tala vel um yður, því á sama veg fórst feðr- um þeirra við falsspámennina." Siguröur A. Magnússon Menn þurfa að opna þá leið að menn geti með algjörri nafnleynd og í algjörum trúnaði afhent skotvopn til lögreglu eða byssusmiðs. Ef hæfi- leg greiðsla kemur fyrir þá myndi miklu magni skotvopna vera skilað. Veruleg fækkun vopna í umferð myndi auka mjög öryggi lögreglu. Einnig myndi þetta fækka morðum sem unnin eru í augnabliks brjálæði með skotvopnum sem fyrir tilviljun eru við hendina. Fækkum þessum vopnum. Því fé er vel varið sem not- að væri til svona vopnakaupa. Fjölgun lögreglu Það er nokkuð til í því að lögregla er víða of fámenn. Úr því þarf að bæta með bættum kjörum og meira lögregluliði. í dag er of mikið um það að lögregla sé í fullu og nánast von- lausu starfi við að elta sama fólkið. Oft eru þessir síbrotamenn fastir í eigin vítahring t.d. dópneyslu en stjórnvöld sýna litinn vilja á að rjúfa vítahringinn. Til þess þarf skilning á vandamálinu og opið hugarfar. Það eru of margir tréhestar í kerflnu sem engu vilja breýta eða gefa eftir. Hjálpum dópistunum. Lúðvík Gizurarson Ummæii Laugavegsbaráttan „Kaupmenn við Laugaveg standa nú í erflðri baráttu fyrir framtið sinni. Borgar- yfirvöld verða að bregðast við af metn- aði og krafti. Sjálf- stæðismenn leggja áherslu á að nú þegar verði afgreitt nýtt skipulag með rúmum skilmálum, sem tryggi að uppbygging geti hafist við Laugaveginn. í því skipulagi þarf að hverfa frá ofverndunarstefnu i húsamálum og skapa skilyrði fyrir núverandi eigendur fasteigna og nýja fjárfesta að koma að þeirri endur- reisn. Vilji borgin vernda gömul hús við Laugaveg verður hún að ákveða hvaða hús eigi að vernda og sjá til þess að þeim verði komið i sómasam- legt ástand. Borgarstjórn Reykjavikur hefur samþykkt þá stefnu að Lauga- vegurinn skuli vera aðal verslunar- gata borgarinnar. Sú stefna er orðin tóm ef hugur fylgir ekki máli og at- hafnir fylgja ekki orðum.“ Inga Jóna Þórðardóttir á reykjavik2002.is Tilvistarkreppa „Halldór Ásgrímsson er í frekar óþægilegri tilvistarkreppu. Eftir sex ár í starfl utanríkisráðherra skilur hann manna best hversu mikið við eigum undir Evrópusambandinu. Hann finn- ur hvemig sneiðist stöðugt um hið marglofaða fullveldi. Innst í huga sín- um er Halldór líklega búinn að ákveða sig - hann vill láta reyna á inngöngu í Evrópusambandið. Samstarfsflokkur- inn lætur hins vegar eins og vanda- málið sé ekki til. Þetta er eins og óhamingjusamt hjónaband þar sem annar aðilinn er á kafl í áhugamáli sem hinn vill ekkert kannast við.“ Egill Helgason í pistli á strik.is Kjartan Ólafsson, þingmadur Sunnlendinga: Samgöngur, sjúkrahús og skóli „Sunnlendingar ræða mikið 'um samgöngumál við okkur, þingmenn sína. í Eyjum, þar sem miklar breytingar hafa orðið á flugsamgöngum, er talað um nauðsyn þess að ferðatíðni Herjólfs verði aukin - og út um sveitir er krafan sú að vegir verði lagðir slit- lagi. Það telur fólkið mikilvægt, meðal annars vegna skólaaksturs og eins ferðaþjónustunnar sem er atvinnugrein sem skiptir æ meira máli. Hér á fastalandinu ræða sveitarstjórnarmenn nauðsyn þess að bæði Sjúkrahús Suðurlands og Fjölbrautaskóli Suðurlands verði stækkuð - og sömuleiðis vilja Eyjamenn eflingu síns sjúkra- húss.“ Gísli S. Einarsson, þingmaður Vestlendinga: Ótti vegna efhahagsmála „Ég verð var við ótta meðal fólks vegna stöðunnar í efnahagsmálum og krafan um afnám lánskjaravísi- tölunnar er orðin þung. Fólk borgar af lánum sínum en samt hækka þau. Einnig tala bændur og þeir sem eru í smærri atvinnurekstri um að fyrirhugaðar skattabreytingar komi illa við þá, einkum hækkun tryggingagjalds. Hún verði einkum til að styrkja stöðu stórfyrirtækja í Reykjavík. Útgerð- armenn hinna svonefndu vertíðarbáta og eins smá- báta í aflamarkskerfmu tala um mjög skerta stöðu sína. Sömuleiðis er þungt hljóö í sveitafólkinu sem bendir á að nú sé skilaverð fyrir afurðir eingöngu orð- ið á hendi smásalanna. Þeir hækki vöruverð út úr búö - en verð til bænda hækki hins vegar ekkert.“ Ámi Steinar Jóhannsson, þingmaður Norðlendinga eystra Á rústum einka- vœðingar „Einkavæðing og samdráttur almenningsþjónustu er það sem brennur helst á fólkinu hér um slóðir. Það sem við höfum kallað grunnþjónustu samfélagsins hefur verið skert, þ.e. í fluginu, hjá símanum, póstinum og bönkunum, svo nokkuð sé nefnt. Stefna Vinstri grænna hefur verið sú að efla þessa grunnþjón- ustu og halda áfram í ríkiseigu. Þannig er hægt að veita öllum landsmönnum sömu þjónustu áfram. Mér finnst þetta vera grundvallaratriði því ef stoðkerfi landsins, svo sem á áðurnefnd- um sviðum, eru ekki í lagi er tómt mál aö tala um það sem heita á byggðastefna. Einkavæðing- arstefnan er að leggja landið i rúst.“ Illspár og óskhyggja Sigríður Jóhannesdóttir, þingmaður Reyknesinga: Löggœsla í lamasessi „Á fundum síðustu daga hefur fólk mikið rætt löggæslumálin við okkur þingmenn, fólk á Suðurnesj- um telur að öryggi sinu sé ógnað. í dag er lögreglan í Keflavík með tvo bíla við eftirlit á næturnar um helgar og þaö er alls ekki nóg! Marg- ir vilja þvi að rekstur lögreglunnar verði fluttur yfir til sveitarfélaga ef þau geta sinnt honum betur - og sjálf tel ég þess virði að skoða það. Rekstur hjúkr- unarheimila fyrir aldraða ber einnig á góma. Ljóst er að mörg þeirra fá ekki framlög frá rikinu í sam- ræmi við þörf og því safnast upp skuldir. Við þvi máli þarf að bregast með einhverju móti og eins að vinna i þvi að fjölga hjúkrunarrýmum á næstu árum eins og fyrirsjáanlega þarf að gera.“ Nýlokiö er kjördæmaviku þingmanna þar sem þeir fóru um og ræddu viö kjósendur um landsins gagn og nauösynjar. Vaxtastefna Seðlabank- ans er arfavitlaus, segir Ás- mundur Stefánsson, sem skartar embættisheitinu framkvæmdastjóri Eignar- haldsfélags Alþýðubank- ans, og tekur þar undir með öllum óreiðuskuldurum og ofljárfestum landsins. Birg- ir ísleifur, sem er réttur og sléttur Seðlabankastjóri og höfuðtalsmaður okurvaxta, telur aftur á móti að bank- inn sinni þeirri lagaskyldu sinni að halda aftur af óða- verðbólgu með því að stýra vöxtun- um upp á svið himinskauta. Þessi sjónarmið mætra bankamanna komu fram í fjölmiðlum rétt fyrir helgina. Þau eru hvorki frumleg né ný af nálinni. Utan Seðlabankans klifa nánast allir á að vaxtastefan sé að leggja efnahag fyrirtækja og einstak- linga í rúst og við blasi ekki annað en hrun og kreppa ef heldur sem horfir. Innan virkisveggja Dimmu- borga streitast bankastjórar aftur á móti við að vemda stöðugleikann og passa að verðbólguófétið losni ekki úr fjötrum og rústi og kreppi efna- hagslífið. Fræðingar og stjórar af öllu mögu- legu og ómögulegi tagi leggja mikið af mörkum í orðabelginn um vextina og á stefna Seðlabankans þar for- mælendur fáa. En skoðanabræður Ásmundar peningastjóra flagga lítið hættunni af fjárfestingabrjálæði og viðskiptahalla í kjölfar kaupæðis. En hvort verðbólguhættan stafar af ok- urvöxtum eða lánasukki fæst enginn botn í. Að minnsta kosti brestur múgamanninn, sem hér veltir fyrir sér hinstu rökum hagstjórnar, skiln- ing á svo þverstæðukenndum stað- hæfingum sem oddvitar peninga- mála þjóðarinnar leyfa sér að halda að þeim sem standa utan þeirra mustera þar sem gullkálfurinn er til- beðinn, en innan þeirra eru mismun- andi sértrúarsöfnuðir. Betra að naga áfram Margar stofnanir sýsla við að spá um framvindu efnahagsmála og ákvarða hvort góðæri ríki til fram- búðar eða hvort allt sé að fara fjand- ans til. Vaxtapólitíkin spilar stóra rullu í því sjónarspili öllu, sem ann- ars byggir á tilfinningasemi og vænt- ingum, trausti og vongleði. Þetta eru sem sagt trúarbrögð sem eiga álíka skylt við vísindi og guðfræðin sem sanntrúaðir prófessorar kenna verð- andi prestum. Hvort vaxtaokur eða sanngjörn þóknun fyrir peningalán veldur verðbólgunni er ágreiningsefni sem Oddur Olafsson skrífar: hollast er að blanda sér ekki í. Best að hengja sig í skoðun æðstu stjórnvalda efnahagsins, að góðærið vari svo lengi sem íhaldið og framsókn taka höndum saman um að vemda mark- aðskerfið og selja þær eign- ir þjóðarinnar sem ekki eru gefnar, eins og fiskurinn í auðlindalögsögunni. Burtséð frá deilunum um vextina þá er greinilegt að verðbólgan hefur náð sér á strik og stefnir í hæðir. Þeg- ar Þjóðhagsstofnun reiknaði út að verðbólgan sé á uppleið var ákveðið að leggja hana niður því ekki er gert ráð fyrir að stofnun sem heyrir und- ir forsætisráðuneytið sé með illspár sem ganga þvert á óskhyggjuna um eilífa árgæsku. Nú hefur hagdeild Seðlabankans komist að svipaðri niðurstöðu og færi betur á því að starfsmenn þar nöguðu blýanta, eins og Jón Baldvin vildi vera láta, en að starfa við útreikninga sem ekki koma heim og saman við prógramm stjórnvalda, þar sem stefnan er að góðæri skuli rikja hvað sem öllum efnahagslögmálum líður. Er nú ekki um annað að ræða en aö seðlabanka- menn fái starfslýsingu sem kveður á um að þeir skuli ekki sinna öðru en blýantsnögun, eða leggja bankann niður ella. Valiö Verði bankanum lokað vinnst að minnsta kosti tvennt; vaxtaákvarð- anir verða alfrjálsar og munu lána- stofnanir lækka þá allt niður undir núllið og hætt verður að hrella ráð- herra efnahagsmála með leiðinda- spádómum, sem ganga þvert á opin- beru trúarbrögðin um góðæri að ei- lífu. Eða að minnsta kosti eins lengi og þjóðin fær notið forystu núver- andi valdhafa sem tryggja að ekki er hlustað á vondar framtíðarspár og leggja fæð á boðbera slæmra tíðinda. En spurningin um hvort það eru háir eða lágir vextir sem valda verð- bólgunni, sem er orðin óviðráðanleg, er óleyst. Þar stendur staðhæfing gegn staöhæfingu og ruglaðir skuld- arar hafa ekki glóru um hvort skárra er að láta rúinera sig meö ok- urvöxtum, þrúgandi verðbótaokri eða gengisfellingum. Valkostirnir eru ekki aðrir og velji nú hver fyrir sig. Hvort háir eða lágir vextir valda verðbólgu er óút- kljáð deilumál. Nú hefur hagdeild Seðlabankans kom- ist að svipaðri niðurstöðu og fœri betur á því að starfs- menn þar nöguðu blýanta, eins og Jón Baldvin vildi vera láta, en að starfa við útreikninga sem ekki koma heim og saman við prógramm stjómvalda.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.