Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2001, Blaðsíða 9
MÁNUDAGUR 29. OKTÓBER 2001
9
DV
Útlönd
Búa sig undir lengri hernað í Afganistan:
CIA spáir aftur
í aftökur óvina
Bandaríska leyniþjónustan CIA
íhugar að grípa til leynilegra að-
gerða þar sem markmiðið er að
drepa menn sem hafa verið stimpl-
aðir hryðjuverkamenn, að því er
bandaríska dagblaðið Washington
Post greindi frá í gær.
Heimildarmenn blaðsins segja að
CIA sé treg til að elta uppi og drepa
óvini Bandaríkjanna að eigin geð-
þótta. Leyniþjónustan er hins vegar
reiðubúin og telur sig hafa burði til
að taka af lífi þá hryðjuverkamenn
sem forsetinn vill að verði drepnir.
Bandarískir embættismenn vildu
ekki tjá sig efnislega um frétt blaðs-
ins en sögðu að stjórnvöld gætu
beitt öllum tiltækum ráðum til að
koma í veg fyrir hugsanlegar árásir.
Háttsettur bandarískur embættis-
maður í Hvíta húsinu sagði í gær að
stríðið gegn hryðjuverkamönnum
gengi samkvæmt áætlun. Banda-
ríska dagblaðið New York Times
sagði hins vegar að embættismenn
bæði í Bandaríkjunum og Bretlandi
væru famir að búa sig undir lengra
og erflðara stríð gegn hermönnum
talibanastjórnarinnar í Afganistan
en áætlað var í fyrstu. Baráttuharka
talibana hefur reynst meiri en
menn áttu von á og þeir þvertaka
enn fyrir að framselja sádi-arabíska
hryðjuverkamanninn Osama bin
Laden sem grunaður er um að hafa
staðið fyrir árásunum í september.
Bandarískar herflugvélar héldu
áfram loftárásum sínum á Afganist-
an í gær. Tólf óbreyttir borgarar
létu lífið í höfuðborginni Kabúl, þar
á meðal faðir og sjö böm hans sem
REUTER-MYND
Grætur barn sitt
Afganskur maöur grætur yfir líki
barns síns sem lést í loftárásum
Bandaríkjajnanna á Kabúl í gær.
vom að snæða morgunverð þegar
sprengja lenti á húsi þeirra. Hús-
móðirin komst lífs af. Þetta voru
enn ein mistökin sem hafa orðið í
loftárásunum sem hafa nú staðið í
fullar þrjár vikur.
Einn leiðtoga Norðurbandalags-
ins sem berst gegn talibanastjóm-
inni hvatti Bandaríkjamenn til að
herða loftárásir sínar á viglínu tali-
bana fyrir norðan Kabúl, skammt
frá sveitum norðanmanna.
Fréttaskýrendur segja að engin
merki sjáist um að loftárásir Banda-
ríkjamanna hafl veikt tök talibana á
stjórn landsins.
KOPAV OGSBÆR
„Ljóðstafur Jóns úr Vör” Ljóðasamkeppni
Lista og menningarráð Kópavogs efnir til árlegrar
Ijóðasamkeppni undir heitinu „Ljóðstafur Jóns úr Vör”.
• Veitt verða ein verðiaun, kr. 300.000,- og mun verðlaunaskáldió fá til varðveislu í eitt ár
göngustaf sem á verður festur skjöldur með nafni þess.
• Dómnefndina skipa þau Matthías Johannessen skáld, Olga Guðrún Árnadóttir rithöfundur
og Skafti Þ. Halldórsson bókmenntafræðingur.
• Öllum skáldum er velkomið að senda Ijóð í keppnina. Þau mega ekki hafa birst áður.
• Ljóðum skal skilað með dulnefni og skal nafn, heimili og sími skáldsins fylgja með í
lokuðu umslagi auðkennt með sama dulnefni. Aðeins má senda eitt Ijóð í hverju umslagi.
• Skilafrestur er til 7. desember 2001 og utanáskriftin er:
„Ljóðstafur Jóns úr Vör”
Fræðslu- og menningarsvið Kópavogs
b.t. Sigurbjargar Hauksdóttur,
Fannborg 2, 200 Kópavogur
Afhending verðlaunanna fer fram á afmælisdegi Jóns úr Vör, mánudagskvöldið 21. janúar
2002.
Þátttökuljóð má sækja á ofangreint heimilisfang fyrir 1. febrúar, eftir það verður þeim eytt.
Þú nærð alltaf sambandi
viö okkur!
550 5000
©
alla virka daga kl. 9-22
sunnudaga kl. 16-22
dvaugl@ff.is
hvenær sólarhringsins sem er
550 5000
MAGNAÐRI MÁNUDAGAR
Kraftur og krassandi veruleiki.
Þátturinn í kvöld: Védís Hervör,
Hjalti Úrsus, klónaðir Elvisar og þú.
19.30 Mótor
20.00 Survivor lll
21.00 Law & Order: SVU
21.50 Fréttir og Málið
22.00 Þátturinn
22.50 Jay Leno