Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2001, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2001, Blaðsíða 12
12 _______________________________MÁNUDAGUR 29. OKTÓBER 2001 Skoðun x>V Ætlarðu að stunda einhverja vetraríþrótt? Sólrún Tómasdóttir hárgreiðslukona: Já, ég ætla á skíöi í vetur og stunda þau af kappi. Sara Sigurðardóttir hárgreiðslunemi: Ég býst ekki við því. Sigrún Pálsdóttir hárgreiðslukona: Ég held ég æfi mest bara fæöingar- stellingarnar þar til í janúar. Vida Sigurðsson snyrtifræðingur: Nei, ég er ekki mikil íþrótta- manneskja. Selma Jónsdóttir hárgreiðslumeistari: Já, ég ætla aö stunda skíöi í vetur. Hanna Stína Ragnarsdóttir hárgreiöslumeistari: Ég stunda skíöi og sund af fullum krafti. Ríkiö breiðir blessun sína yfir farþegaflugið Þaö boöar ekki gott. Á ríkisframfæri í fluginu Það er ekki eitt heldur allt sem sýnist stefha í óefni eft- ir hryðjuverk heittrúarmanna í New York í fyrra mánuði. Óöryggið og ógleðin er við völd á heimsvísu um þessar mund- ir, og bætir lítt úr skák þótt við íslendingar opnum ný sendiráð eða tökum upp stjórnmálasamband við ný ríki eins og Búrkína Fasó í Afr- íku. Allt er þetta þó einungis til að minna okkur á að við á íslandi stöndum líklega skást að vígi, efna- lega, félagslega og auðvitað andlega líka. Ýmsar ákvarðanatökur hins opinbera sýna það líka að ekkert er okkur ómögulegt. Við fjárfestum og skuldsetjum okkur, svo að segja jafnhliða. Það var því ekki að undra að al- menn samstaða stjórnar og stjórnar- andstöðu myndaðist um það á Al- þingi að tryggja flug til og frá land- inu fyrir 2.700 milljarða króna, fyrir „Og þótt núgildandi ríkisá- byrgð falli niður (sem er alls óvíst), þá mun almenn sam- staða á Alþingi krefjast þess að fingur hins opinbera reiði fimlega fram fjárstyrki fyrir farþegaflugið. “ flug allra íslensku flugfélaganna, og tekur til um 50 flugvéla alls. - „Glæfralegasta stjórnarathöfn ís- landssögunnar", kallar einn fyrrv. hæstaréttardómari þennan gjöming í nýlegri blaðagrein. Það er sem sé flogið á ábyrgð stjómvalda þessa dagana. Fólk get- ur því setið rólegt í sætunum með- an á flugi stendur. Það er gulltryggt og getur dáið með bros á vör þess vegna. Það erum við hin, á jörðu niðri, sem munum fá til tevatnsins ef út af bregður með ábyrgðina. En því ræði ég þetta, að á gullald- arárum flugsins voru hér tvö flugfé- lög í farþegaflugi, Flugfélag íslands hf. og Loftleiðir hf. Þessum flugfé- lögum farnaðist vel að flestu leyti, samkeppni lítil þar til undir það síð- asta og samvinna ágæt þegar þurfa þótti (m.a. með skiptum á flugmönn- um, lánum á mótorum og öðru sem sjálfsagt þótti að leysa í sátt og sam- lyndi). Þar kom að stjórnvöld vildu skipta sér af rekstrinum og töldu samkeppnina ganga út í öfgar. Þá- verandi samgönguráðherra beitti valdi sínu og fyrirskipaði samein- ingu flugfélaganna tveggja. í stað þess - úr því hann vildi ríkisaf- skipti - að skipta áætlunarleiðum milli félaganna. Nýtt flugfélag varð til og æ síðan hefur óvissa, taprekst- ur og ótryggt ástand ríkt í flugmál- um hér á landi. Nú er ríkisvaldið enn komið á kreik og vill breiða blessun sína yfir farþegaflugið. Það boðar ekki gott. - Og þótt núgildandi ríkisábyrgð falli niður (sem er alls óvíst) þá er líklegt að „almenn samstaða“ á Alþingi krefjist þess að fingur hins opinbera reiði fimlega fram fjárstyrki fyrir farþegaflugið. Það verður lítið úr „hryggstykkinu" í farþegaflugi eða ferðaþjónustu með því fyrirkomu- lagi. - En hörmungarnar á Manhatt- an koma því máli ekki baun við. Amnesty á villigötum Kristfnn Sigurðsson skrifar: Amnsty International er, líkt og Rauði krossinn, frábær stofnun sem hefur unnið mikið og gott starf um allan heim. Hér á landi er deild Am- nesty sem virðist misskilja sitt hlut- verk allverulega þvi nýlega hefur fs- landsdeildin hér opinberað þá skoð- un að íslendingar ættu endilega að sækjast eftir flóttamönnum frá Afganistan. Ég efa ekki að Amnesty International gengur gott eitt tO, en vil minna það ágæta fólk á að vilji Amnesty hjálpa fólki frá Afganistan þá er sú hjálp best sem felst í því að reyna að koma blessuðu flóttafólk- inu heim aftur svo skjótt sem auðið „Ríkisstjómin hefur staðið vel að málum flóttamanna og ég held að engin þjóð sé beinlínis að sœkjast eftir flóttamönnum til síns lands, með þeim vandamál- um sem því fylgja. “ er eftir að stríöinu þar lýkur og að- stoða það við uppbyggingu í þess eigin landi. Heima er jú alltaf best þegar og ef aðstæður skapast til að búa að sínu. ísland er nú einu sinni svo til hinum megin á hnettinum miðað við Afganistan og við íslend- ingar erum trúvillingar í augum múslíma, og eigum ekki samleið. Svo einfalt er það mál. Ríkisstjórn fslands er sá aðili sem ákveður hvort og hvenær flótta- menn fá hæli á íslandi. Hvorki Am- nesty né Rauði krossinn koma þar nærri. Ríkisstjórnin hefur staðið vel að málum flóttamanna og ég held að engin þjóð sé beinlínis að sækjast eftir flóttamönnum til síns lands með þeim vandamálum sem því fylgja. Nú er svo komið að sveitarfélög hér á landi hafa verið treg tO að taka við flóttafólki vegna þeirra erf- iðleika (ekki hvað síst varðandi húsnæði) og reynslu sem komin er á það máf. Ekkert grín að vera dómari Garri man þá tíð þegar lífið var miklu einfald- ara en það er í dag. Áður en tæknihyggjan kom til sögunnar gengu menn aö hlutskipti sínu í líf- inu með afmörkuðum hætti. Bændur hugsuðu um búfénaðinn, sjómenn drógu aflann úr höfun- um. Kennarar sáu um að kenna börnum og þjóf- ar sátu í fangelsi. Nú hefur orðið breyting á. Þjófar afplána refs- ingu sína í formi samfélagshjálpar. Kennarar verja tíma sínum til verkfafla. Bændur eru orðn- ir bisnessmenn sem sjálfstæðir atvinnurekendur og þurfa að skila viðamiklu bókhaldi í stað þess að fáta sér áður nægja það eitt að hugsa um skepnurnar. Sjómenn mega ekki róa nema helst 2 eða þrjá daga á ári og þurfa að finna sér eitt- hvað annað með. Á sama tíma hefur orðið mikil sérhæfing hjá menntuðustu stéttum landsins. Þannig var óþekkt fyrir nokkrum áratugum að læknar væru annað en almennir heimilislæknar en nú taka menn doktorspróf í einum þúsundasta af heOan- um. Lögmenn hafa lika sérhæft sig í hinum og þessum réttunum en hlutverk dómara hefur ávallt verið skýrt. Þeim hefur verið ætlað að dæma eftir lagasafninu og fyrri dómum. Breyttír tímar En nú eru breyttir tímar. í Héraðsdómi Reykjavíkur hefur fallið dómur sem gengur út á það að dómarar eru komnir í sama hóp og sjó- menn, þjófar og bændur. Hlutverk dómara er breytt. Alveg stórbreytt. DV kailaði sl. vetur til sín varaformann Félags íslenskra þjóðernissinna og spurði hann nokk- urra spuminga. í eitt sinn svaraði viðmæland- inn: „Það þarf engan snifling eða erfðafræðivís- indamann til að sýna fram á hver munurinn er á Afríkunegra með prik í hendinni eða íslend- ingi.“ Dómurinn hafði engin fordæmi tO að fara eftir og segir að orð þessi séu hvorki gróf né alvarleg, auk þess sem æska ákærða væri honum vOhöO. Þrátt fyrir þetta aflt taldi héraðsdómur að hátt- semi ákærða væri hafin yfir verndun tjáningar- frelsisins, enda sé tjáningarfrelsið ekki skilyrðis- laust. Það er sem sagt dómsins að ákveða hvenær farið er yfir það strik. Þar ræður geð- þótti dómaranna sem gerir hlutverk þeirra ansi vandasamt i framtíðinni. Rakinn skíthæll Garri minnist þess þegar Sverrir Hermanns- son skrifaði ekki alls fyrir löngu um ágætan blaðamann: „Sá er rakinn skíthæll." Ekki kærði blaðamaðurinn, enda unnandi frelsis um tján- ingu og trúandi að erfitt gæti verið að setja við- miðunarmörk í þeim efnum. Blaðamaðurinn vissi ekki þá að héraðsdómur byggi yfir sérfræð- ingum sem gætu sagt tO um hvað væri viðeig- andi og hvað óviðeigandi. Garri var hræddur um að hryðjuverkin í Bandaríkjunum yrðu til þess að þjóðfélagið yrði leiðinlegra en fyrr. Eftir dóm héraðsdóms er hann enn vissari í þeirri sök. Og vei öllum grinistunum og eftirhermunum. Þá er sennOega skárra að vera dómari. Þótt það sé ekkert grín heldur. Gðm Útvarpsráð fundar Ráövilltir fulltrúar stjórnmála- flokkanna. Svæðisstöðvar RÚV Ólafur Árnason skrifar: Það er orðið skondið að lesa fréttir af deilum um flutning Rásar 2 frá ReykjavOc til Akureyrar. Málið virðist strandað og torlesið er úr ummælum útvarpsstjóra, menntamálaráðherra eða andstæðinga flumings Rásar 2. Út- varpsstjóri reynir að þóknast mennta- málaráðherra aflt hvað af tekur og starfsmenn RÚV reyna að fmna sem flesta vankanta á hugmynd mennta- málaráðherra á flutningnum. Útvarps- ráð er svo sambland ráðvOltra fuUtrúa stjórmálaflokkanna, er ólmast innbyrð- is í fláttskap við landsbyggðarsjónar- miðin. Málið er samt einfalt; Rás 2 á aö sameina Rás eitt og reka batteríð sem eina heild í Útvarpsshúsinu (án „svæð- isstöðva"), en loka Sjónvarpinu. DV til liðs við neytendur ElínJBuömundsdóttir hringdi: Ég fagna framtaki ykkar hjá DV að koma tU liðs við neytendur með nýju neytendablaði og stuðla að hugarfars- breytingu almennings í innkaupum sínum og reyna að finna hagstæðustu tUboðin, t.d. í matvælum, svo og með úttekt á tilboðum verslana og umfjöll- un um nýjar eða áður lítið kynntar vörur til heimUisnota. Þetta ætti að geta komið neytendum og kaupmönn- um tU góða og eflt samvinnu þessara hópa. Hér veitir sannarlega ekki af öfl- ugu eftirliti og fræðslu um neytenda- mál. Ég fagna því þessari nýjung DV. Framboö eldri borgara til umræöu Ekki Öryrkjabandalagsins. Framboð aldraðra Sveinn Jðnsson skrifar: Rætt er af alvöru um framboð eldri borgara t.d. í borgarstjórnarkosning- um í Reykjavík að vori. Hugmynd þessi fær sífellt aukinn byr. En skyndilega er komið inn í myndina eitthvað sem kaUað er „möguleiki á framboði lifeyrisþega" og blandað saman hugmyndum öryrkja um fram- boð. Frétt í Fréttablaðinu fylgdi svo mynd af formanni Öryrkjabandaiags íslands! Staðreyndin er þó sú, að ekk- ert samband er á milli framboðshug- mynda eldri borgara og hugleiðinga öryrkja í þá átt. Eldri borgarar eru komnir vel á veg með sína hugmynd um framboð en ekki lífeyrisþegar al- mennt. Þetta er staðreynd málsins. Björk berar sig Símon hringdi: Mér brá að lesa í Mbl. um nýtt myndband Bjarkar okkar Guðmunds- dóttur sem er sagt ganga of langt hvað velsæmismörk varðar. Björk er sögð koma fram ber að ofan, og mynd- bandið megi aðeins sýna eftir kl. 21 á kvöldin í sjónvarpsstöðvum erlendis. Leikstjóri myndbandsins segir í frétt- inni að Björk hafi komið tO hans með þessar hugmyndir og hana hafi lang- að til að sýna sig sem kynveru. Lík- amsgötun og viðkvæmar senur í myndbandi sem viðkvæmum er ráð- lagt að sleppa að horfa á, er ekki þaö sem maður bjóst við í ferli Bjarkar. tssam Lesendur geta hrlngt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangiö: gra@dv.is Eða sent bréf til: Lesendasíða DV, Þverholti 11, 105 Reykjavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar með bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.