Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2001, Blaðsíða 8
8
____________________________________________________________________________________________MÁNUDAGUR 29. OKTÓBER 2001
Útlönd I>V
REUTER-MYND
Fórnarlambanna minnst
Mikill fjöldi manna kom saman viö
rústir World Trade Center í gær til
aö minnast þeirra sem létust í árás-
unum í síöasta mánuöi.
Minningarathöfn
um fórnarlömbin
Þúsundir manna komu saman við
rústir World Trade Center í New
York í gær til að minnast fórnar-
lamba hryðjuverkaárásanna í síð-
asta mánuði, bæði ættingjar og for-
ystumenn borgarinnar.
Fulltrúar fjölda trúarhópa fluttu
bænir og flutt var tónlist til minn-
ingar um hina látnu. Meðal annars
söng óperusöngkonan Renée Flem-
ing lagið Amazing Grace.
Ættingjar með tárvot augu, marg-
ir hverjir með myndir af ástvinum
sínum en aðrir meö litla bandaríska
fána, stóðu í hnapp í kuldanum við
rústirnar.
Rudy Giuliani borgarstjóri hefur
sagt að með minningarathöfninni
hafi átt að gera ættingjum kleift að
biðja fyrir ástvinum sínum á þeim
stað þar sem þeir týndu lífi.
Tugir sárir í ólát-
um á N-írlandi
Til átaka kom milli kaþólikka og
mótmælenda á götum Belfast á
Norður-írlandi í gær með þeim af-
leiðingum að 23 menn slösuðust,
óeirðaseggir og laganna verðir. Þá
slösuðust sex til viðbótar í Armagh,
skammt frá landamærunum að
írska lýðveldinu.
Átökin þykja benda til þess að
enn sé langt í land með að friður
komist á, þrátt fyrir sögulega yfir-
lýsingu Irska lýðveldishersins i sið-
ustu viku um afvopnun.
Blóðbað í pakistanskri kirkju:
Kristnir stráfelldir
í vélbyssuskothríð
Konur kveinuðu yfir líkum
fimmtán kristinna manna sem lágu
í blóði sínu í kirkju í Pakistan í gær
eftir að vopnaðir grímuklæddir
menn á vélhjólum létu skothríðina
dynja úr vélbyssum sínum yflr söfn-
uðinn í bænum Bahawalpur. Ódæð-
ismennimir skutu einnig lögreglu-
þjón sem stóð vörð við kirkjuna.
Kristnir menn í Pakistan höfðu
lýst ótta sínum yfir því að á þá
kynni að verða ráðist ef óeirðir
brytust út í landinu vegna loftárása
Bandaríkjamanna á Afganistan.
Pervez Musharraf, forseti Pakist-
ans, sagði greinilegt af ómanneskju-
legri aðferð morðingjanna að um
þjálfaða hryðjuverkamenn hefði
verið að ræða. Morðingjamir hróp-
uðu íslömsk slagorð þegar þeir
komu til kirkjunnar. Aukalið lög-
reglunnar var kallað út og hermenn
fóru um götur borgarinnar.
REUTER-MYND
Á vettvangi blóðbaösins
Ættingjar viröa fyrir sér lík 15 krist-
inna manna sem voru drepnir viö
messu í Pakistan í gær. Ekki er vit-
aö hverjir stóöu fyrir árásinni en lög-
reglan lítur á moröín sem hryöjuverk
og ætlar aö refsa þeim seku.
Ariel Sharon, forsætisráðherra ísraels, gaf grænt ljós í gær:
Hermenn kallaðir
heim frá Betlehem
Ekkja Palmes:
Vill ný réttarhöld
yfir Petterson
Lisbet Palme, ekkja Olofs Palmes,
fyrrum forsætisráðherra Svíþjóðar,
hefur farið fram á að réttað verði að
nýju yfir glæpamanninum Christer
Petterson eftir að hann viðurkenndi
í blaðagrein um helgina að hafa
myrt Palme fyrir fimmtán árum.
Petterson var sakfelldur fyrir
morðið í undirrétti árið 1989 en
áfrýjunardómstóll sýknaði hann.
Lisbet Palme hefur alltaf haldið þvi
fram að Petterson sé morðinginn.
Sænska blaðið Expressen birti á
laugardag grein sem Petterson er
annar höfundur að. Þar kemur fram
að hann hafi sagt meðhöfundi sín-
um, Gert Fylking, að hann hafi
myrt Palme.
í viðtali við Aftonbladet í gær
sagði Petterson hugsanlegt að hann
hefði myrt Palme, hann bara muni
ekki atburði kvöldsins.
REUTER-MYND
Flóttastúlkan og kisulóran
Hin átta ára gamla Marriam frá Afganistan leikur sér viö kisuna sína í tjaldi í
nýuppslegnum búöum fyrir afganska flóttamenn nærri Chaman-landamæra-
stööinni, um 130 kilómetra norövestur af Quetta í Pakistan.
Bryndrekar ísraelska hersins
fóru burt frá Betlehem á Vestur-
bakkanum í gær eftir að Ariel Shar-
on, forsætisráðherra ísraels, gaf
grænt ljós á heimkvaðninguna,
þrátt fyrir að Palestínumenn hefðu
drepið fimm manns í ísrael. Banda-
rísk stjórnvöld höfðu milligöngu um
heimkvaðninguna.
Sjónarvottar sögðust hafa séð að
minnsta kosti þrjá brynvarða fólks-
flutningabíla ísraelska hersins fara
burt frá Betlehem eftir að skyggja
tók.
„Bottflutningurinn er hafinn,"
sagði heimildamaður Reuters innan
öryggissveita ísraels.
ísraelar fóru með hersveitir sínar
inn i eða að sex borgum Palestínu-
manna, þar á meðal Betlehem og ná-
grannabænum Beit Jala, þann 17.
október eftir að róttækir Palestínu-
menn myrtu hægrisinnaðan ráð-
herra í stjórn ísraels.
Fyrr í gær var allt óljóst um
hvort ísraelar myndu hefla brott-
REUTER-MYND
Fórnarlamb á strætóbiöstöö
Lík ísraelskrar konu, sem pal-
estínskir byssumenn skutu til bana í
gær, hvílir á bekk í strætisvagnabiö-
skýli í Hadera í noröurhluta Israels.
flutning hermanna sinna, eins og
samkomulag var gert um á fóstu-
dag. Tveir palestinskir byssumenn
skutu flórar konur til bana í borg-
inni Hadera í norðanverðu Israel í
gær áður en þeir féllu sjálflr fyrir
kúlum ísraelsku lögreglunnar. Fyrr
um daginn var ísraelskur hermaður
drepinn í bardaga nærri landamær-
unum að Vesturbakkanum.
Heimastjórn Palestínumanna
sendi frá sér yfirlýsingu þar sem
morðin i Hadera voru fordæmd.
Samtökin Heilagt stríð lýstu morð-
unum á hendur sér.
Bandarísk stjórnvöld héldu áfram
að þrýsta á stjórnina í ísrael og í
viðtali við bandaríska sjónvarps-
stöð ítrekaði starfsmannastjóri
Hvita hússins, Andrew Card, kröf-
una um að ísraelar kölluðu her-
menn sina heim frá yfirráðasvæð-
um Palestínumanna. Ekki hefur
verið ákveðið hvenær ísraelsmenn
kalla hermenn sína heim frá öðrum
heimastjórnarsvæðum.
Laus staða
Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á
Austurlandi auglýsir starf á sambýli á
Egilsstöðum laust til umsóknar.
Um er að ræða vaktavinnu, 70-80% stöðu,
frá og með 1. des. nk. Óskað er eftir
þroskaþjálfa eða áhugasömum starfsmanni.
Starfið felst í því að aðstoða fatlað fólk við
athafnir daglegs lífs, að skapa sér notalegt
heimili og vera virkir þátttakendur í
samfélaginu. Umsóknarfrestur er til 16. nóv.
nk. og getur umsóknin gilt í allt að 6 mánuði.
Öllum umsóknum verður svarað. Launakjör
eru samkvæmt gildandi kjarasamningum
Þroskaþjálfafélags íslands eða Alþýðu-
sambands Austurlands við ríkissjóð.
Umsóknareyðublöð eru á Svæðisskrifstofu
fatlaðra, Tjarnarbraut 39, Egilsstöðum.
Allar nánari upplýsingar veittar á Svæðis-
skrifstofu í síma 471-1833.
Stuttar fréttir
Nyrup gegn bókstafstrú
Poul Nyrup
Rasmussen, forsæt-
isráðherra Dan-
merkur, hefur hvatt
alla borgara lands-
ins til að berjast
gegn hvers kyns
bókstafstrú. í við-
tali við Jyllands-
Posten sagði Nyrup að ekki væri
hægt að banna ýmis öfgasamtök
múslíma eða nasista heldur yrði að
berjast gegn þeim með orðum.
írakar búast við árásum
Stjórnvöld í írak eiga von á því að
Bandaríkjamenn og Bretar ráðist á
landið í herferð sinni gegn hryðju-
verkum, að því er Tareq Aziz að-
stoðarforsætisráðherra sagði í við-
tali við Daily Telegraph í gær.
Kona til bjargar kommum
Kommúnistaflokkur Frakklands
kaus konu, Marie-George Buffet, í
embætti aðalritara á landsþinginu í
gær til að reyna að rétta hlut flokks-
ins við í kosningum sem verða
haldnar á næsta ári.
Mont Blanc-göng opnuð
Frakkar og ítalir hafa ákveöið að
opna Mont Blanc-jarðgöngin í ölp-
unum fyrir almennri umferð 15.
desember og fyrir flutningabílum
nokkrum vikum síðar. Þrjátíu og
níu létust í eldsvoða í göngunum í
mars árið 1999.
Skjálfti I Englaborg
Jarðskjálfti, sem mældist 3,7 stig
á Richter, skók Los Angeles í gær-
morgun en ekki er vitað um tjón.
Kóngur bað fyrir vini
Mohammad Za-
hir Shah, fyrrum
konungur í Afgan-
istan, bað i gær fyr-
ir sál vinar síns og
bandamanns, Ab-
duls Haqs, sem tali-
banar handsömuöu
og tóku af lífi í síð-
ustu viku. Kóngur tók á móti af-
gönskum stjómarandstæðingum í
garði sínum í Róm.
Jörð skelfur í Englandi
Minni háttar skemmdir urðu á
nokkmm húsum en engin slys á
mönnum í 3,8 stiga jarðskjálfta í
miðhluta Englands í gær.
Saklausum verði þyrmt
Jóhannes Páll
páfi hvatti í viku-
legu ávarpi sínu í
gær til þess að sak-
lausum borgurum
yrði þyrmt í
Afganistan og sagði
að þjóðir heims
ættu að bregðast
skjótt við og senda aðstoð til af-
ganskra flóttamanna.
Tuga enn saknað
Yfirvöld í Sviss sögðu í gær að
tala þeirra sem væri enn saknað eft-
ir eldsvoðann í Gotthard-jarðgöng-
unum væri komin í 35. Staðfest er
að ellefu hafi látist.
Taki við flóttamönnum
Ruud Lubbers, yfirmaður Flótta-
mannastofnunar SÞ, heimsótti
flóttamannabúðir á landamærum
Afganistans og Pakistans í gær og
hvatti Pakistana til að taka viö
flóttamönnum.